Morgunblaðið - 18.03.2021, Side 49
MINNINGAR 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
✝
Sturla Valdi-
mar Högnason
fæddist á Ísafirði
27. ágúst 1949.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 4. mars
2021. Foreldrar
hans voru Högni
Sturluson frá Látr-
um í Aðalvík, f. 15.
apríl 1919, d. 27.
maí 2008, og Júl-
íana Guðrún Júlíusdóttir hús-
móðir frá Atlastöðum í Fljóta-
vík, f. 24. júlí 1921, d. 1.
september 1960. Systkini
Sturlu eru: Sturlína Ingibjörg,
f. 1941, Jónína Ólöf, f. 1942,
Júlíus Rúnar, f. 1944, d. 13.
febrúar 2021, Drengur, f. 1948,
d. 1948, Guðleifur, f. 1951, d.
Björk Hjörleifsdóttir, d. 31.
desember 2013. Barn þeirra er
Hjörleifur Svavar. Eiginkona
Hjörleifs er Lilja Ósk Trausta-
dóttir. Dætur þeirra eru Eva
Dögg og Aría Lind. Fyrir átti
Arna soninn Magnús Inga
Gunnlaugsson. Núverandi eig-
inkona Högna er Svanhvít
Gunnarsdóttir. Dóttir þeirra er
Sigrún Helga. Fyrir átti Svan-
hvít börnin Sólveigu Rut Guð-
mundsdóttur og Gunnar Loga
Guðmundsson. 2) Svanberg
Ingi, f. 3. desember 1975. Sonur
Svanbergs er Sigbjörn Helgi,
maki er Freyja Maeve Dóra
Turner. Barnsmóðir Svanbergs
er Ingibjörg Sigbjörnsdóttir.
Fyrrv. eiginkona Svanbergs er
Erla Bjarnadóttir. Barn þeirra
er Guðrún. Að auki á Erla Írisi
Ósk og Arnar Má. Núverandi
maki Svanbergs er Sigríður
Rós Þórisdóttir. Barn þeirra er
Anna Róberta. Fyrir átti Sig-
ríður börnin Ólaf Karl Karls-
son, maki er María Silvía Gunn-
arsdóttir, Guðnýju Þóru
Karlsdóttur, maki er Daði Mar
Jónsson, og Snorra Hörgdal
Þórsson.
Stulli starfaði sem ungur
maður við almenn sveitastörf
heima í Lokinhömrum en hann
leitaði á mölina. Fyrsta starfið
suður með sjó var hjá Varn-
arliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Fljótlega eftir að Stulli og Sig-
rún hófu búskap fluttu þau
vestur í Hnífsdal og starfaði
hann í Mjölvinnslunni um
margra ára skeið. Síðar fluttu
þau aftur suður og hann hóf
vinnu við vélstjórn. Fyrst hjá
Sjöstjörnunni og síðar sem
sjálfstætt starfandi vélamaður í
fiskvinnslu. Síðustu áratugina
starfaði hann sem þúsundþjala-
smiður hjá Nesfisk í Garði og
lauk þar sinni starfsævi.
Útförin fer fram frá Kefla-
víkurkirkju í dag, 18. mars
2021, klukkan 11.
Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/u6ckxa2m
Hlekk á streymi má nálgast
á www.mbl.is/andlat/
20. október 1972,
Guðrún Elísa, f.
1954. Seinni kona
Högna var Jó-
hanna Friðriks-
dóttir, f. 10. febr-
úar 1914, d. 1.
september 2008.
Eignkona Sturlu
var Sigrún Reim-
arsdóttir, f. 8. júlí
1950, d. 15. ágúst
2010. Þau gengu í
hjónaband 13. nóvember 1971.
Foreldrar Sigrúnar voru hjónin
Reimar Marteinsson, f. 7. ágúst
1916, d. 15. september 1999, og
Jóhanna Gísladóttir, f. 9. júlí
1918, d. 16. júní 1972. Synir
Sturlu og Sigrúnar eru: 1)
Högni, f. 21. september 1971.
Fyrri eiginkona Högna er Arna
Elsku afi. Þetta er erfiður tími
fyrir okkur öll að missa svona
góðan fyrirmyndarmann eins og
þig, en við vitum að þú ert á betri
stað núna með ömmu Sigrúnu að
segja henni frá ævintýrunum
sem þú hefur átt með okkur síðan
við komum í líf þitt, við vorum
ekki eins heppin að hafa fengið
þann heiður að kynnast henni
eins og þér. Við munum sakna þín
endalaust, þú elskaðir okkur
sama hvað og alltaf til staðar fyr-
ir öll barnabörnin þín, sama hvað
og gerðir ekki upp á milli, ég er
svo þakklát fyrir að hafa kynnst
þér og átt þann heiður að hafa
kallað þig minn afa. Við hefðum
viljað meiri tíma með þér en við
höfum í huga okkar allar góðu
minningarnar með þér og sögur
sem þú sagðir okkur.
Eins og hún Anna Róberta seg-
ir að við elskum þig, þótt þú sért á
himni þá ertu samt alls staðar hjá
okkur öllum að passa okkur.
Þú verður alltaf í okkar hjarta
og aldrei gleymdur.
Okkar elsku góði afi!
Þú ert sá besti á því leikur enginn vafi.
Þú átt ábyggilega eftir að lesa fyrir
okkur ljóð
og hjá þér munum við alltaf vera góð.
Út um allt viljum við hendur þínar
leiða.
Einn daginn fáum við kannski að fara
með þér að veiða.
En hvað sem þú gerir og hvar sem þú
ert
að þá hefur þú okkar litlu hjörtu snert.
Því þú ert svo góður og þú ert svo klár
hjá þér munum við ekki fella nein tár.
Því heima hjá afa er alltaf gaman að
vera
því þar getum við látið mikið á okkur
bera.
En afi okkar kæri við viljum að þú vitir
nú
okkar allra besti afi, það ert þú!
(Katrín Ruth Þ)
Bestu kveðjur,
Guðný Þóra Karlsdóttir,
afabarnið þitt.
Sturla V.
Högnason
✝
Mikael Már
Pálsson fædd-
ist 23. september
1980 í Gautaborg.
Hann lést í Reykja-
vík 2. mars 2021.
Foreldrar hans
eru Jódís H. Run-
ólfsdóttir, f. 24. júlí
1957, og eigin-
maður hennar Páll
Indriði Pálsson, f.
4. febrúar 1956.
Faðir Mikaels er Páll Jónsson, f.
21. júlí 1955, kona hans er Sig-
urrós Svavarsdóttir, f. 19. sept-
ember 1953.
Dóttir Mikaels er Aðalrós
Freyja, f. 1. september 2008.
Mikael átti einnig fóstursoninn
Styrmi til margra ára.
Mikael er einn þriggja syst-
kina ásamt einum hálfbróður.
Pálsson, f. 26. mars 1988, og
sambýliskona hans er Hrafn-
hildur Agnarsdóttir, f. 10. jan-
úar 1993.
Mikael fæddist í Svíþjóð þar
sem fjölskyldan bjó fyrstu tvö
æviár hans. Fjölskyldan fluttist
síðan til Reykjavíkur og bjó
hann öll sín uppvaxtarár í Hlíð-
unum. Hann var öll sín grunn-
skólaár í Hlíðaskóla. Mikael var
mikill íþróttamaður og æfði
hann bæði handbolta og fót-
bolta af miklu kappi með Val öll
sín uppvaxtar- og unglingsár.
Hann fylgdist ávallt vel með öll-
um íþróttum og var dyggur
stuðningsmaður Vals alla tíð
ásamt því að vera stoltur Ars-
enal-maður.
Mikael var mikill fjöl-
skyldumaður og einstaklega
barngóður. Augasteinninn hans
var svo dóttir hans Freyja sem
hann var ákaflega stoltur af.
Útför Mikaels Más Pálssonar
fer fram í dag, 18. mars 2021,
frá Háteigskirkju klukkan 13.
Meira á: https://www.mbl.is/
andlat/.
Systkini Mikaels
eru Auður María
Pálsdóttir, f. 29.
júlí 1979, sambýlis-
maður hennar er
Thor Jochumsen, f.
14. nóvember 1983.
Börn þeirra eru
þær Emma Hall-
grímsdóttir, f.
2006, Embla Joch-
umsen, f. 2014, og
Ellý Jochumsen, f.
2015. Bróðir Mikaels er Jón
Gauti Pálsson, f. 25. apríl 1985,
sambýliskona hans er Rán
Reynisdóttir, f. 1. desember
1982. Börn þeirra eru Jódís
Edda, f. 2017, og Eldur Gauti
Mikael, f. 2018, Urður Erna
Kristinsdóttir, f. 2010, og Ýmir
Atli Kristinsson, f. 2013. Hálf-
bróðir Mikaels er Daníel Már
Elsku hjartans bróðir minn,
Mikael Már, var mér ekki ein-
ungis bróðir heldur föðurímynd
til 12 ára aldurs, sem kenndi mér
margt um lífið. Hann verður allt-
af uppáhaldspersónan mín í allri
veröld. Mikki var afar góðhjart-
aður maður, hann var ekta, sem
er sjaldgæft í þessum heimi.
Hann passaði upp á mig og leyfði
mér ávallt að vera ég sjálfur.
Mikki var yndislegur karakt-
er, kom öllum til að brosa, vildi
láta fólki líða vel og grafa hatrið
þar sem það ekki myndi finnast.
Hann var ekki aðeins langmesti
töffarinn í Hlíðunum, heldur líka
einstakt ljúfmenni. Þegar hann
var drengur í Mávahlíðinni átti
hann það til að taka mjólkina úr
ísskápnum okkar heima og gefa
gömlu konunni í götunni, sem
hann fór reglulega í búðina fyrir.
Mikki og vinir hans voru með
útvarpsþátt í félagsmiðstöðinni
Tónabæ, þar sem þeir spiluðu
stanslaust Nirvana, og kynnti
mér þannig þessa frábæru hljóm-
sveit, sem segja má að hafi breytt
lífi mínu. Hann var náttúrlega
bestur í íþróttunum, þannig að ég
þurfti að sveigja mér í rock’n’roll-
ið. Það þarf einhver að skáka það
líka bróðir. Þú varst með allt hitt,
„give me a break“.
Mikael var mjög hæfileikarík-
ur alhliða íþróttamaður; hvort
sem það var fótbolti, handbolti,
borðtennis eða skák stóð hann
upp úr. Hann var vel liðinn og
sópaði að sér verðlaunum, sem
var pínu þreytandi því það tók
allar hillur í herberginu. Ég leit
mikið upp til hans, hann var fyrir-
myndin mín og verður það um
ókomna tíð.
Elsku Mikki minn, ég er og
verð ávallt hrikalega stoltur af
því að vera bróðir þinn, ég sakna
þín endalaust. Þú ert alltaf með
mér, ég mun passa upp á þig
elsku bróðir minn.
Ég elska þig.
Þinn bróðir,
Jón Gauti.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Við fjölskyldan minnumst
Mikka svo sannarlega með hlýju
og þakklæti. Strax í fyrsta sinn
sem ég hitti mág minn fór ekkert
á milli mála hversu kærleiksríka
sál hann hafði að geyma. Ég held
ég hafi aldrei séð mann ná jafn
vel og skemmtilega til barna á
augabragði, ég gleymi þessum
degi aldrei. Hvernig hann náði til
Ýmis Atla og skemmti sér svo
innilega sjálfur í fótbolta og á
Stiga-sleðanum. Og að kynnast
gullmolanum, henni Freyju, dótt-
ur hans, í leiðinni, var nú heldur
betur að detta í lukkupottinn.
Það fór heldur ekki fram hjá
mér sú virðing og ást sem hann
bar fyrir bróður sínum. Hann tal-
aði svo fallega um Jón Gauta við
mig og það var augljóst að
bræðraástin var sterk.
Takk Mikki fyrir góðu stund-
irnar, takk fyrir að passa upp á
Jón og takk fyrir að við höfum
fengið að kynnast þér. Minning
þín mun alltaf lifa.
Rán, Urður, Ýmir, Jódís
og Eldur.
Elsku Mikki.
Ég á erfitt með að trúa því að
þú sért farinn frá okkur. Það er
svo sárt að hugsa til þess að þú
fáir aldrei að sjá stelpuna okkar
verða fullorðna og brillera í lífinu
eins og ég veit að hún mun gera.
Hún er metnaðargjörn eins og
þú. Þegar ég hugsa til þín, þá
hugsa ég um hlátur, hvað þú
varst skemmtilegur og orðhepp-
inn, góðhjartaður, gáfaður, hvetj-
andi og hjálpsamur, en líka
Bakkus. En við vorum alltaf
bjartsýn, alveg sama hvað. Þetta
reddast. Við gátum endalaust tal-
að um framtíðina og þú varst allt-
af svo áhugasamur um hvað við
værum að gera, því ég veit að þú
vildir bara heyra í okkur og
spjalla því þú saknaðir okkar.
Mikið svakalega á ég eftir að
sakna þín og allra símtalanna
okkar, það var best að tala við
þig. Þú hefur alltaf hjálpað mér
mikið og verið mér mikið, og ég
veit að þú veist það.
Minningin þín lifir í dóttur
þinni og hjarta okkar allra.
Ég passa stelpuna okkar,
Aðalrós Freyju. Hina fögru og
tignu gyðju ástar.
Halldóra Gunnlaugsdóttir.
Þegar okkur verður hugsað til
æskuáranna í Hlíðunum fyllist
hugurinn fljótt af sögum og uppá-
tækjum þar sem Mikki var ein-
hvern veginn allt í öllu. Lífsglað-
ari strák var varla hægt að hugsa
sér og hafði hann þann sérstaka
eiginleika að fólk dróst að honum
því ávallt var mikið fjör og gaman
í kringum Mikka. Það var gaman
að heimsækja hann, Jódísi, Auði
Maríu og Jón Gauta fyrst í Stiga-
hlíð en svo Mávahlíðinni sem var
eins konar miðpunktur fyrir okk-
ur strákana á unglingsárunum.
Við strákarnir eyddum mikl-
um tíma í alls kyns íþróttum og
sama hvaða grein það var, þá var
Mikki góður í þeim öllum. Með
bros á vör lét hann allt líta auð-
velt út og gerði það átakalaust.
Verst þótti okkur þó að tapa fyrir
honum því fátt kætti hann meira
en naumur sigur og hann hafði
einnig einstakt lag á að stríða
andstæðingum sínum góðlátlega
eftir sigurinn.
Mikki var svo sannarlega
uppátækjasamur. Okkur verður
hugsað til heilu daganna í Kringl-
unni þar sem margt var brallað,
t.d. að skoða nýjustu körfuboltas-
kóna í Kringlusporti, kaupa
franskar og ameríska kleinu-
hringi í Hagkaup sem þá voru ný-
komnir til landsins eða hrekkja
digra Securitas-vörðinn sem
hafði, þrátt fyrir digurt vaxtar-
lag, einstakan sprengikraft sem
ekki bar að vanmeta. Svo var
horft á NBA-úrslitakeppnina
næturlangt og farið út í körfu-
bolta beint eftir leiki því nóttin
var ung og lítið um áhyggjur á
þessum árum.
Mikki var líka hugmyndarík-
ur. Hann bjó í raun til sitt eigið
tungumál með ýmsum frösum og
átti persónuleg viðurnefni fyrir
flesta sem hann umgekkst, mörg
ansi góð! Einnig uppfærði hann
margt úr kvikmyndum sem hann
sá yfir í daglega lífið og var flott-
ur sem nútíma Baddi úr Djöfla-
eyjunni og sparaði ekki frasann
„Wipe the windows, check the oil,
dollar gas“.
Þrátt fyrir að stundum hafi nú
gengið á ýmsu, þá var Mikki allt-
af einstaklega góður við okkur
strákana. Hann vildi allt fyrir
okkur gera og var örlátur og góð-
ur vinur.
Þó að samskiptin hafi minnkað
með árunum var alltaf eins og við
hefðum hist í gær þegar leiðir
okkar lágu saman, og tengsl
æskuvina ávallt jafn sterk.
Við kveðjum Mikka með
mikilli sorg en líka þakklæti fyrir
þær óteljandi gleðistundir sem
við áttum með þér elsku vinur.
Bjarni, Brynjólfur (Billi),
Gísli, Grímur, Markús,
Matthías (Matti), Steindór
og Tómas.
Elsku hjartans engillinn minn.
Ég hreinlega veit ekki hvar ég
á að byrja því ef ég fengið að ráða
myndi ég geta skrifað bækur í
bindum um líf okkar.
Ég á erfitt með að sætta mig
við að þú skulir ekki vera lengur
hér.
Ég vildi óska þess að allir
hefðu fengið að kynnast þér eins
og ég fékk að kynnast þér því þú
hafðir einstakan mann að geyma
og mun ég aldrei gleyma þér ást-
in mín, þú munt fylgja mér að ei-
lífu í hjartanu.
Þú varst snillingur í að búa til
ný nöfn á fólk og varst líka með
þitt eigið tungumál. Ég gleymi
aldrei þeim degi sem þú kallaðir
mig fyrst Bangsa. Ég var nú ekk-
ert voðalega hrifin af þessu fyrst,
þú sagðir svo að þetta nafn myndi
fylgja mér að eilífu og er þetta
eitt af því dýrmætasta sem þú
gafst mér.
Við lifðum hratt saman og höf-
um við gert ótalmarga hluti og
var líf okkar eins og rússíbani oft
á tímum og alveg efni í bíómynd
en í gegnum þetta allt stóðum við
alltaf saman og elskuðum hvort
annað bara meira ef eitthvað var.
Við þurftum að taka á móti alls
kyns hindrunum og flækjum en
það virtist ekki skipta máli hvað
það var, við vissum alltaf hvar við
höfðum hvort annað, við vorum
„partnerar“ og sálufélagar eins
þú sagðir alltaf.
Við gátum talað tímunum sam-
an og svo var þögnin með þér líka
góð, við þurfum ekki orð, við
skildum hvort annað. Við vorum
ótrúlega tilfinningatengd, nokk-
uð sem er ekki hægt að útskýra í
orðum.
Zlatan litli strákurinn okkar
saknar þín ekkert smá og í hvert
skipti sem við komum heim er
hann enn þá að leita að þér. Þið
áttuð einstakt samband og það
sem þú nenntir að djöflast í hon-
um var ótrúlegt enda elti hann
þig eins og skugginn hvert sem
þú fórst, svo svaf hann ofan í and-
litinu á þér ef ekki ofan á. Litli
strákurinn okkar fer núna að
verða þriggja ára og mun ég
standa við það sem ég lofaði þér
að koma með hann að heimsækja
þig á sérstöku dögunum okkar
sem við áttum saman. Þessi litli
pjakkur sem er nú ekki mikið lít-
ill lengur stendur alveg undir
nafninu sínu sem þú gafst honum
og gott betur en það, hann lætur
alveg hafa fyrir sér og stjana við
sig eins og þú áttir nú til í að láta
gera fyrir þig.
Elsku Mikki minn, við ætluð-
um okkur svo mikið saman og
áttum svo falleg framtíðarplön.
Þú ætlaðir að massa þetta í eitt
skipti fyrir öll en svo kom þessi
þruma úr heiðskíru lofti. Ég á
enn erfitt með að ná áttum yfir
þessu en ég veit að þú hefur fund-
ið frið í hjartanu eftir langa bar-
áttu við þennan djöful.
Ég er svo þakklát fyrir þessi
ár með þér og það sem þú hefur
kennt mér og sýnt.
Það var enginn eins og þú.
Ég elska þig meira en orð fá
lýst og sakna þín svo mikið að
mig verkjar í hartað.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið þessa fallegu kveðjustund
með þér og fengið að fylgja þér
alla leið til enda. „Ride or die“
eins og við sögðum.
Ég hlakka til að sjá þig aftur
þegar minn tími er kominn en
þangað til.
Þinn eilífðar Bangsi,
Margrét Mjöll.
Mikael Már
Pálsson
Minningarvefur á mbl.is
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að
andlátum og útförum. Þar eru birtar andláts-,
útfarar- og þakkartilkynningar sem eru að-
gengilegar öllum en auk þess geta áskrifendur
lesið minningargreinar á vefnum.
" 3,0'*2 ,5 (1 .''( *!!4&)#'/(5 *2
þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát ber
(1 +-'%*2 $/ (15(5 /(/'4,/(5 *!!4&)#'/(5
ætlaðar aðstandendum við fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningar
og andlát
Óli Pétur
Útfararstjóri
s. 892 8947
Hinrik Valsson
Útfararstjóri
s. 760 2300
Dalsbyggð 15, Garðabæ
Sími 551 3485
osvaldutfor@gmail.com