Morgunblaðið - 18.03.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Allt um sjávarútveg
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar,
gagnrýnir harðlega áform um útboð
á ljósleiðaraþræði sem Vodafone
hefur rekið allt frá árinu 2010. Því
fylgi hætta á að
stórkostleg rösk-
un verði á sam-
keppni á fjar-
skiptamarkaðin-
um með ófyrir-
séðum afleiðing-
um. Þetta kemur
fram í ítarlegri
umsögn Heiðars,
fyrir hönd Sýnar,
um skýrslu
starfshóps um ljósleiðaramál og út-
boð ljósleiðaraþráða á eignaskrá
Mannvirkjasjóðs NATO, sem birt
hefur verið í samráðsgátt stjórn-
valda.
Heiðar gagnrýnir einnig skýrsl-
una sem kynnt var á blaðamanna-
fundi í utanríkisráðuneytinu 24.
febrúar sl. Starfshópurinn leggur til
að hafinn verði formlegur undirbún-
ingur útboðs á tveimur af þremur
ljósleiðaraþráðum NATO, „í þágu
samkeppni á fjarskiptamarkaði,
þjóðaröryggis og varnarhagsmuna,“
eins og segir í kynningu. Heiðar
bendir hins vegar á að Vodafone hafi
rekið annan þráðinn sem bjóða á út
og því sé ranglega haldið fram að
ekki megi framlengja leigusamning-
inn, sem gerður var við Vodafone á
sínum tíma, oftar en í eitt ár í kjölfar
tíu ára gildistíma.
Hann gagnrýnir staðreyndavillur í
skýrslunni og gerir alvarlegar at-
hugasemdir við að starfshópurinn
hafði ekkert samráð við Vodafone.
Bendir hann á að á kerfum Vodafone
séu allir sendar Ríkisútvarpsins fyr-
ir hljóðvarp og sjónvarp, sendar
Bylgjunnar og tengdra rása, Stöðvar
2 og um 60% TETRA-senda frá
Neyðarlínunni og senda fyrir Vakt-
stöð siglinga o.fl. Vodafone hafi lagt í
mjög umfangsmiklar fjárfestingar í
búnaði sem tengist ljósleiðara-
hringnum sem allar yrðu fyrir bí ef
félagið yrði ekki hlutskarpast í fyr-
irhuguðu útboði. Fyrirtækið yrði þá
mögulega að semja við Mílu og/eða
Farice um þjónustu á landsvísu eða
draga saman seglin að öðrum kosti,
a.m.k. svæðisbundið. Samkeppnin
sem hafi leitt af leigu þráðarins
myndi hverfa.
Þessi ráðstöfun myndi að mati
hans ekki eingöngu veikja stöðu
Vodafone heldur geti haft neikvæðar
afleiðingar fyrir alla sem tengdir eru
ljósleiðaraþræðinum, mögulega
hægt á útbreiðslu 5G-þjónustunnar
og gert fyrirtækinu óhægt um vik í
samkeppni við Símann. omfr@mbl.is
Segir hættu á stórkost-
legri röskun á markaði
Heiðar
Guðjónsson
- Gagnrýnir harðlega áform um útboð á ljósleiðaraþræði
Guðjón Brjáns-
son, oddviti Sam-
fylkingarinnar í
Norðvestur-
kjördæmi, mun
ekki gefa kost á
sér í flokksvali
Samfylkingar-
innar í kjördæm-
inu sem fram fer
síðar í mán-
uðinum. Í yfirlýsingu frá Guðjóni,
sem hefur verið fyrsti varaforseti
Alþingis á kjörtímabilinu, segir að
stjórnmál hafi átt hug hans sein-
ustu ár eða frá því hann settist á
þing fyrir flokkinn árið 2016. Hann
hafi stefnt á að bjóða sig aftur fram
en síðar fundið að hugur fylgdi ekki
hjarta. „Mig langar að eyða meiri
tíma með minni fjölskyldu og fylgj-
ast með barnabörnunum dafna og
þroskast sem ég hef ekki haft nægi-
legan tíma til að gera,“ segir hann.
Guðjón Brjánsson
hverfur af þingi
Guðjón Brjánsson
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
HVAR ER
NÆSTA
VERKSTÆÐI?
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna
Netverslun á www.belladonna.is
Fæst í
netverslun
belladonna.is
Flott föt fyrir flottar konur
Skipholti 29b • S. 551 4422
Skoðið
laxdal.is
Klassískt frá Gerry Weber og Taifun
TRAUST
Í 80 ÁR
Bæjarlind 6 | sími 554 7030
Við erum á facebook
Nýjar
vorvörur
Kjóll kr. 11.900
Fleiri litir
Kr. 9.900.-
Str. S-XXL
Mörkin 6 - 108 Rvk.
s:781-5100
Opið: 11-18 virka daga
og 11-15 laugardaga
www.spennandi-fashion.is
VOR 2021
ÞÆGINDI
OG HÖNNUN