Morgunblaðið - 18.03.2021, Side 22

Morgunblaðið - 18.03.2021, Side 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 Átta nýir veitingastaðir, meðal ann- ars Flatey pizza og Smiðjan brugg- hús, verða í nýrri mathöll sem verður opnuð í sumar í endurreistu Mjólk- urbúi Flóamanna í miðbæ Selfoss. Einnig verða þarna ný vörumerki, eins og tacostaðurinn El Gordito og Pasta Romana. Í Mjólkurbúinu verður sömuleiðis bjórgarður, vínbar og stærðarinnar matar- og upplifunarsýning sem fengið hefur nafn- ið Skyrland. Vignir Guð- jónsson, fram- kvæmdastjóri Sigtúns Þróun- arfélags, sem er í forsvari fyrir verkefnið, segir að Mjólkurbúið nýja hafi frá upp- hafi verið hugsað sem samkomustaður fyrir heimafólk á Selfossi og gesti, erlenda sem inn- lenda. „Mjólkurbúið er hjartað í þessum fyrsta áfanga nýs miðbæjar. Húsið er afar tignarlegt og blasir við þegar komið er yfir Ölfusárbrúna. Við höfum fulla trú á að Mjólkurbúið verði eitt helsta kennileiti og aðdrátt- arafl Suðurlands,“ segir Vignir. Húsið var hannað af Guðjóni Sam- úelssyni og upphaflega byggt á Sel- fossi árið 1929 en rifið aðeins 25 árum síðar. Endurbyggt húsið er hið stærsta í nýjum miðbæ Selfoss, um 1.500 fermetrar á þremur hæðum, sem tengjast saman í miðrými með háum bogadregnum gluggum. Ein- ungis eitt veitingarými af átta er óráðstafað, en áætlað er að dyrnar í Mjólkurbúinu opni í byrjun júní. Innblástur í söguna Vignir segir mikið lagt í hönnun og alla umgjörð í Mjólkurbúinu. Innan- hússhönnun er í höndum Hálfdánar Pedersen, sem hannað hefur nokkra af vinsælustu veitingastöðum lands- ins, svo sem Snaps, Kex og Sumac. Þórður Orri Pétursson sér um lýs- ingu, en hann og Hálfdán hafa unnið mikið saman að undanförnu, t.d. við endurhönnun Þjóðleikhússins. Þá er leikmyndahönnuðurinn Snorri Hilm- arsson aðalhönnuður Skyrlands. „Það má segja að hver hæð og hvert rými hafi sinn blæ. Hráar verk- smiðjur fyrri tíma eru ákveðin fyr- irmynd, en innblástur er einnig sótt- ur í verk Guðjóns Samúelssonar. Til dæmis eru hvítar flísar áberandi og lögnin á þeim sambærileg því sem við þekkjum úr Sundhöll Reykjavíkur, “ segir Vignir ennfermur. Auk Mathallarinnar verða fleiri veitingastaðir í nýja miðbænum og nöfn þeirra verða gerð opinber á næstunni, að sögn Vignis. Tölvumyndir/Sigtún Þróunarfélag Selfoss Svona kemur torgið í nýja miðbænum á Selfossi til með að líta út. Mjólkurbúið verður stærsta byggingin, um 1.500 fermetrar að flatarmáli á þremur hæðum, með átta matsölustöðum. Átta staðir í Mjólkurbúinu Skyrland Matar- og upplifunarsýning verður í nýju Mathöllinni á Selfossi. - Mathöll opnuð í sumar í miðbænum á Selfossi - Mjólkurbúið endurreist Vignir Guðjónsson Endurreisn Gamla Mjólkurbú Flóamanna er að rísa á ný við nýja miðbæinn á Selfossi. Þar verður Mathöllin til húsa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.