Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 6
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Viðamikil endurskipulagning á
rekstri kirkjunnar er ein helsta
skýring þessarar niðurstöðu árs-
reikningsins. Sala eigna sem voru of
hátt bókfærðar
myndar sölutap
sem einnig er
meginástæða
stöðunnar,“ segir
í fréttatilkynn-
ingu sem þjóð-
kirkjan sendi frá
sér vegna ársupp-
gjörs 2020. Eins
og kom fram í
Morgunblaðinu í
gær var halli á
rekstri kirkjunnar upp á 654 millj-
ónir 2020.
Viðhaldsþörf á Laugavegi 31
„Niðurstaða ársreikningsins helg-
ast fyrst og fremst af einskiptis fjár-
hagsaðgerðum í efnahagsreikningi
eða um helmingur hallans,“ segir í
tilkynningunni. Helmingur hallans
er 327 milljónir. Í ársreikningi þjóð-
kirkjunnar – Biskupsstofu 2020
kemur fram að tap af sölu eigna hafi
numið tæplega 207,5 milljónum
króna. Pétur G. Markan, samskipta-
stjóri þjóðkirkjunnar, sagði að salan
á Laugavegi 31, þar sem Biskups-
stofa var til húsa, vegi þarna lang-
þyngst.
„Kaupandinn óskaði eftir trúnaði
um söluverðið og því get ég ekki
upplýst um það. Húsið var metið
hærra í okkar bókum en það seldist
fyrir auk þess sem komið var að
gríðarlega miklu viðhaldi og það var
tekið með í reikninginn þegar salan
fór fram,“ sagði Pétur. Hann sagði
að þjóðkirkjan hafi selt ýmsar fleiri
eignir í fyrra, gömul prestsetur og
fleira.
En þarf að endurmeta verðmæti
fleiri fasteigna þjóðkirkjunnar?
„Fjárhagsleg endurskipulagning
heldur áfram á þessu ári. Slíkt
endurmat verður væntanlega hluti
af því ferli. Við gerum ráð fyrir að
rekstur þjóðkirkjunnar verði kominn
í jafnvægi árið 2023,“ sagði Pétur.
Fyrsti ársreikningur samstæðu
Samkvæmt fjárhagsáætlun sem
rædd var á kirkjuþingi í nóvember
2020 var reiknað með 54 milljóna
króna tekjuhalla á því ári. Nú reynd-
ist hann vera heilum 600 milljónum
króna meiri. Hver er skýringin?
„Endurskipulagning á fjármálum
og rekstri þjóðkirkjunnar leiddi
þetta í ljós. Við tókum það stóra
skref að hætta að vera ríkisstofnun
til þess að sjá um eigin rekstur. Í
ársreikningi 2020 er rekstur þjóð-
kirkjunnar, Kirkjumálasjóðs, Jöfn-
unarsjóðs sókna og Kristnisjóðs í
einum reikningi. Þar var ýmislegt
gamalt sem þurfti að lagfæra og
gera upp. Þetta er í fyrsta sinn sem
gerður er einn ársreikningur fyrir
alla samstæðuna,“ sagði Pétur.
Skerðing á sóknargjöldum
Kirkjan bendir á að frá efnahags-
hruninu hafi viðvarandi skerðing á
sóknargjöldum leitt til mikils rekstr-
arvanda vegna viðhalds fasteigna
kirkjunnar. „Í þessu uppgjöri er sá
klafi afar þungur eða fjórðungur.“
Það eru yfir 160 milljónir króna.
Pétur sagði að þjóðkirkjan hafi
stöðugt þrýst á um leiðréttingu frá
því ríkisvaldið ákvað að halda eftir
hluta af sóknargjöldunum. „Við telj-
um okkur eiga inni hjá ríkinu aftur í
tímann. Þetta eru gríðarlega miklir
peningar og mikil menningarverð-
mæti í húfi. Sóknirnar geta ekki
staðið undir viðhaldi kirknanna með-
an ríkið heldur eftir hluta sóknar-
gjaldanna,“ sagði Pétur. „Forseti
kirkjuþings, framkvæmdastjóri
kirkjuráðs og fleiri fulltrúar þjóð-
kirkjunnar ætla að óska eftir fundi
með stjórnvöldum á næstunni til að
ræða þetta uppgjör.“
Endurskoða þarf samning
Rúmlega fimmtung rekstrarhalla
2020, eða yfir 130 milljónir, má rekja
til þess að ríkið skilaði kirkjunni ekki
peningum til að standa straum af
launahækkunum presta og annars
starfsfólks kirkjunnar 2020, sam-
kvænt fréttatilkynningunni. Kveðið
var á um útreikning launaforsendna
í viðaukasamningi ríkis og kirkju
sem tók gildi 1. janúar 2020. Reiknuð
er út vísitala sem tekur mið af með-
altali kjarasamningsbundinna
hækkana hjá BHM. „Umrædd vísi-
tala er reiknuð út um áramót og ekk-
ert í samkomulaginu sem skyldar
ríkið að bæta kirkjunni hækkanir lið-
ins árs.“ Samdi þjóðkirkjan af sér?
„Þegar gerðir eru jafn stórir
samningar og þessi er ekki óeðlilegt
að þurfi að endurskoða og sníða af
þeim ýmsa annmarka í ljósi reynsl-
unnar,“ sagði Pétur. „Þetta uppgjör
þarf að fara fram og við treystum því
að ríkið muni koma til móts við okk-
ur. Þetta er klárlega eitthvað sem
þarf að endurskoða nú þegar komin
er reynsla á samninginn.“
Í tilkynningunni segir að eigin-
fjárstaða þjóðkirkjunnar sé sterk og
fjárstreymi hennar tryggt. Hrein
eign kirkjunnar var 4.137 milljónir
við árslok 2020. „Ársuppgjör ársins
2020 mun ekki hafa áhrif á þjónustu
þjóðkirkjunnar við íbúa landsins.
Fyrir liggur þó að draga verður úr
rekstrarkostnaði.“
Rekstur þjóðkirkju í jafnvægi 2023
- Rekstur þjóðkirkjunnar endurskipulagður - Fyrsti ársreikningur samstæðunnar 2020 - Tap á sölu
Laugavegar 31 milljón króna vegna viðhalds - Skerðing sóknargjalda ógnar menningarverðmætum
Morgunblaðið/Eggert
Þjóðkirkjan Kirkjuhúsið við Laugaveg var selt í fyrra. Söluverðið var lægra en bókfært verð auk þess sem mikið
viðhald var komið á húsið sem hafði áhrif á söluverð. Það skýrði sölutap sem er stór hluti halla á rekstrinum.
Pétur Georg
Markan
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Ársfundur Birtu lífeyrissjóðs verður haldinn
fimmtudaginn 15. apríl kl. 17:00 á Hilton Reykjavík Nordica.
Dagskrá er samkvæmt samþykktum sjóðsins.
Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar rétt til setu á
fundinum. Upplýsingar um fundinn ásamt skráningu má
finna á vefnum birta.is
Ársfundur 2021
Kjörfundur fulltrúa launamanna í Birtu lífeyrissjóði,
vegna stjórnarkjörs í lífeyrissjóðnum verður haldinn
fimmtudaginn 8. apríl kl. 17:00 á Grand Hóteli, Reykjavík.
Til fulltrúaráðs launamanna
Komi til hertra sóttvarnaraðgerða kann að koma til þess að fundurinn og stjórnarkjörið
fari fram að hluta eða að öllu leyti með rafrænum hætti.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Verktaki og eftirlitsmenn Vegagerð-
arinnar kanna nú orsakir ójafna í
nýjum vegi um Reykjaheiði í Bisk-
upstungum, sem lagður var síðasta
sumar. Þegar frost kom í jörðu í
haust sem leið mynduðust bylgjur í
veginum sem þykja hafa lyftst meira
en eðlilegt getur talist. „Þetta er
meira en eðlilegt sig í nýjum vegi,“
sagði Illugi Þór Gunnarsson hjá
Vegagerðinni á Selfossi í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Hvað ástæðum viðvíkur beinast
sjónir að efninu sem notað var í veg-
inn, en það var tekið úr skeringum
nærri vegstæði.
Of mikill leir?
Vegurinn á Reykjaheiði er 8,4
kílómetra langur og liggur frá
Torfastöðum að Efri-Reykjum – og
tengir saman Reykholtssvæðið og
svonefnda Hlíðabæi, þar sem í
grennd er Brúarárfoss. Þetta er fjöl-
farin leið og fyrri vegur annaði ekki
lengur álagi. Framkvæmdir hófust
fyrir einu og hálfu ári og á að ljúka í
sumar.
„Efnið sem við tókum í veginn átti
að vera mjög gott, en nú velta menn
fyrir sér hvort of mikill leir hafi ver-
ið í því,“ segir Ólafur Einarsson,
framkvæmdastjóri Þjótanda hf. sem
lagði veginn. „Sýni hafa verið tekin
og send til greiningar á verkfræði-
stofu. Við bíðum niðurstaðna svo
bregðast megi við og gera ráðstaf-
anir. Hjá Þjótanda höfum við mikla
reynslu af vegagerð en höfum aldrei
lent í neinu þessu líku og mikilvægt
fyrir alla, bæði verktaka og Vega-
gerðina, að vita hvað veldur.“
Frágangur er eftir
Búið er að setja neðra lag kæðn-
ingar á veginn nýja. Endanlegur frá-
gangur er eftir svo sem að setja á
efra lag klæðningar, sem verður þó
ekki gert fyrr en skýringar á lyfting-
unum eru fengnar.
Rannsaka efni í nýlögðum
vegi í Biskupstungum
- Bylgjur eftir frostið - Verktaki segir þetta engu líkt
Ljósmynd/JGR
Biskupstungur Framkvæmdir við Reykjaveginn hafa staðið yfir síðan í
fyrra, en þá var þessi mynd tekin, séð frá Biskupstungnavegi.Hvar er næsta
verkstæði?
FINNA.is