Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
ERIN bralett
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
BREYTT OPNUN: Virka daga 12-18, laugardaga kl.11-15
Freya
NÝTT FRÁ
Stærðir S-XL
Verð: 6.850,-
Sigurður Már Jónsson blaða-maður gerir sérstaka um-
ræðu um landsins gagn og nauð-
synjar að umræðuefni í pistli á
mbl.is. Sigurður Páll Jónsson,
þingmaður Norð-
vesturkjördæmis,
stóð fyrir um-
ræðunni og segir
nafni hans um-
ræðuna hafa verið
forvitnilega „því í
henni tóku þátt
fulltrúar tveggja
andstæðra sjón-
armiða. Annars
vegar þeirra sem
vilja breyta land-
búnaðinum og mat-
vælaframleiðslunni
í landinu og sjá
ekkert tækifæri
betra til þess en að
hleypa erlendri landbúnaðarvöru
óheftri inn í landið. Líkleg afleið-
ing þess er að þessi starfsemi
leggst smám saman af og færist
frá því að vera atvinnugrein yfir í
að vera sérviskuiðnaður. Hins
vegar var Sigurður Páll og aðrir
þeir sem telja þrátt fyrir allt all-
nokkur verðmæti í því að fram-
leiða matvæli í hreinu og óspilltu
umhverfi og reyna þannig að
stuðla að því að land haldist í
byggð og landsmenn geti nokkurn
veginn framleitt eigin matvæli.“
- - -
Sigurður Már bendir á að þaðsé „stundum hálf spaugilegt
að hlusta á helstu talsmenn Evr-
ópusambandsins berjast fyrir
óheftum innflutningi matvæla
hingað til lands með frelsi og
samkeppni að leiðarljósi,“ og spyr
hvort að farið hafi framhjá þeim
að „allur landbúnaður í Evrópu er
kyrfilega ríkisstyrktur?“
- - -
Og hann bætir við að „þegarverið er að berjast fyrir því
að íslenskur landbúnaður keppi
við innflutning þá verður að taka
það með í jöfnuna.“
Sigurður Már
Jónsson
Það sem þarf að
hafa með í jöfnunni
STAKSTEINAR
Sigurður Páll
Jónsson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Rússneska sendiráðið vonar að íslenskir stjórn-
málamenn og blaðamenn temji sér „meira jafn-
vægi“ í umfjöllun þeirra um alþjóðleg öryggis- og
varnarmál.
Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn sem
Morgunblaðið sendi á sendiráðið vegna gagnrýni
Maríu Zakharova, talsmanns rússneska utanríkis-
ráðuneytisins, á Guðlaug Þór Þórðarson utanríkis-
ráðherra, en hún gagnrýndi í gær meintar fullyrð-
ingar ráðherrans um að kjarnorkuvígbúnaður
Atlantshafsbandalagsins hefði verið svar við kjarn-
orkuvígbúnaði Sovétríkjanna, fyrirrennara Rúss-
lands. Í svari sendiráðsins er skýrt að meint um-
mæli eiga að hafa birst í greininni „Öflugar varnir
eru undirstaða friðar“, en líkt og fram kom í
blaðinu í gær kom Guðlaugur Þór af fjöllum þegar
málið var borið undir hann. Í greininni er enda
hvergi minnst á vígbúnað Sovétríkjanna, en á ein-
um stað er fullyrt að Rússland hafi „þróað nýjar
tegundir kjarnavopna og endurnýjað þau sem fyrir
eru.“
Í svari sendiráðsins segir hins vegar að ekki
þurfi að vera sérfræðingur í alþjóðastjórnmálum til
að lesa á milli línanna í grein ráðherra, og að „aug-
ljósar“ ályktanir hafi verið dregnar af orðum hans
þar, sem aftur hafi leitt til ummæla Zakharovu.
Segir í svarinu að samkvæmt rökum Guðlaugs
Þórs sé Atlantshafsbandalagið eini hornsteinn ör-
yggis og friðar í heiminum, sem aftur þýði að
bandalagið hafi útvegað sér vígbúnað sinn sem svar
við vígbúnaði Sovétríkjanna. Segir sendiráðið slíka
túlkun vera einhliða og að ráðherrann hafi ekki get-
ið þáttar Rússlands í nær öllum afvopnunarsamn-
ingum sem gerðir hafa verið, né heldur að Rússar
hafi aldrei sagt sig einhliða frá neinu þeirra, ólíkt
Bandaríkjamönnum. sgs@mbl.is
Segja túlkun Guðlaugs einhliða
- Rússar segja „augljósar“ ályktanir hafa verið dregnar af grein ráðherra
Blóð og vökvi úr riðusmituðum sauð-
fjárhræjum helltist niður í jarðveg á
gámaþjónustusvæði á Akranesi í
gær. Mikill þrýstingur hafði mynd-
ast af völdum gasmyndunar í hræj-
unum sem verið var að flytja til
brennslu á Suðurnesjum, með þeim
afleiðingum að hleri á ofanverðum
gámnum gaf sig. Greint var frá
þessu á vef Matvælastofnunar.
Atvikið uppgötvaðist áður en
komið var að Hvalfjarðargöngum en
þá hafði bifreið verið stöðvuð og
hugað að ástandi gáma tvisvar. At-
vikið var tilkynnt til Matvælastofn-
unar sem fyrirskipaði stöðvun flutn-
ingsins. Á gámaþjónustusvæðinu á
Akranesi var ástand gámsins kann-
að að nýju og hafist handa við að
færa hluta farmsins í annan gám.
Við það helltist blóð og annar vökvi
úr farminum niður. Þrif og sótt-
hreinsun svæðisins á Akranesi þar
sem umhleðsla átti sér stað er lokið.
Jarðvegsskipti munu fara fram í
þeim tilgangi að fjarlægja smitefnið
eins og kostur er. Svæðið verður í
framhaldinu girt af í varúðarskyni til
að fyrirbyggja smit í sauðfé.
karitas@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Torfason
Sauðfé Óhappið varð við umhleðslu sýkts farms sauðfjárhræja.
Helltist blóð og vökvi
við umhleðslu hræja