Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Borgarráð hefur heimilað umhverf-
is- og skipulagssviði Reykjavíkur
að bjóða út malbikunarfram-
kvæmdir ársins 2021.
Um er að ræða bæði malbikun
yfirlaga með fræsun og malbikun
sem og malbikun yfir eldri slitlög.
Þannig er áætlað að malbika um 23
kílómetra af götum í ár. Kostnaðar-
áætlun er 916 milljónir króna.
Einnig verður unnið við hefð-
bundnar malbiksviðgerðir og er
kostnaður við þær áætlaður um 201
milljón. Heildarupphæð malbik-
unarframkvæmda árið 2021 er því
áætluð 1.117 milljónir. Að auki
verður endurnýjað malbik á götum
þar sem framkvæmdir verða við
endurnýjun gatnanna.
Þær götur innan borgarmark-
anna, þar sem umferð er mest, telj-
ast til þjóðvega í þéttbýli og eru á
forsjá Vegagerðarinnar.
Framkvæmdir ársins 2021 eru í
samræmi við átak um endurnýjun á
malbiki á götum Reykjavíkur. Á ár-
unum 2018-2022 er gert ráð fyrir
að varið verði um 6.200 milljónum
til endurnýjunar á malbiks-
yfirlögum auk hefðbundinna mal-
biksviðgerða. sisi@mbl.is
Malbikað
fyrir meira
en milljarð
Morgunblaðið/Ómar
Malbikun Verkin verða boðin út.
„Bækur, garn og kaffi eru góð
blanda. Hér í versluninnni, sem er
við Hrannarstíginn miðsvæðis í
bænum, ætlum við að skapa þægi-
legt andrúmsloft og veita fólki góða
þjónustu,“ segir Signý Gunnars-
dóttir sem ásamt Lilju Magnús-
dóttur og Karitas Eiðsdóttur stend-
ur að rekstri Græna kompanísins
sem opnað verður formlega í
Grundarfirði í dag. Staðnum lýsir
Signý sem blöndu af bókabúð og
hannyrðaverslun sem að auki er
kaffihús með léttum veitingum á
góðu verði.
„Lilju langaði að opna bókabúð
og Karitas, sem er mikið í handa-
vinnunni, átti sér draum um versl-
un með vörum til slíks. Fékk
garnlager úr verslun úti í Ólafsvík
sem lagði upp laupana og auðvitað
var mörgu öðru bætt við svo vöru-
úrvalið er fjölbreytt. Lilja er bóka-
kona og í búðina núna eru komnar
allar nýjustu bækurnar frá for-
lögum landsins,“ segir Signý.
Samstarfskonurnar þrjár munu
skipta með sér vöktum í búðinni.
Munu meðal annars bjóða upp á
kaffi, bakkelsi og fleira gott.
Stöllurnar þrjár í Grundarfirði
fengu húsnæðið við Hrannarstíg af-
hent 1. mars síðastliðinn. Síðan þá
hafa þær verið af krafti að koma
öllu í stand; breyta, mála, velja hús-
gögn og svo framvegis.
Byrjað verður svo að taka á móti
viðskipavinum í dag í Græna komp-
aníinu sem verður opið frá miðviku-
degi til og með sunnudegi milli kl.
12 og 18. Ef vel tekst til og viðtökur
eru góðar verður einnig opið á
mánudögum og þriðjudögum þegar
líður lengra fram á vorið, að sögn
Signýjar. sbs@mbl.is
Garn, bækur og gott kaffi
Samstarfskonur Í Græna kompaníinu í Grundarfirði. Frá vinstri talið,
Signý Gunnarsdóttir, Guðrún Lilja Magnúsdóttir og Karitas Eiðsdóttir.
- Ný verslun í Grundarfirði - Lestur, prjón og 10 dropar
Sif Gunnarsdóttir
hefur verið skip-
uð í embætti for-
setaritara.
Sif er með BA-
próf í danskri
tungu og bók-
menntum frá Há-
skóla Íslands og
meistarapróf í
menningarmiðlun
frá Háskólanum í
Óðinsvéum auk þess sem hún lauk
diplómanámi í rekstrarhagfræði við
Háskóla Íslands árið 2006. Hún var
forstöðumaður Höfuðborgarstofu á
árunum 2007-2013 og forstöðumaður
Norræna hússins í Færeyjum á ár-
unum 2013-2018. Sif starfar nú sem
skrifstofustjóri menningarmála á
menningar- og ferðamálasviði
Reykjavíkurborgar.
Sextíu sóttu um starfið sem var
auglýst í nóvember. sl.
Sif skipuð
í embætti
forsetaritara
Sif
Gunnarsdóttir