Morgunblaðið - 20.03.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 20.03.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félag atvinnurekenda (FA) hefur krafið samgönguráðuneytið svara vegna málefna Íslandspósts. Hafi er- indinu ekki verið svarað innan sjö daga hyggst félagið senda kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Guðný Hjaltadóttir lögfræðingur ritar bréfið fyrir hönd FA. Rifjað er upp að til að uppfylla fyrirmæli 2. mgr. 17. gr. laga um póstþjónustu, sem segir að gjaldskrá fyrir al- þjónustu skuli vera sú sama um allt land, hafi Ís- landspóstur inn- leitt sama verð um allt land „en þó þannig að verð er lækkað langt undir raunkostnað við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði, þvert á fyrirmæli 3. mgr. 17. gr. lag- anna“. Gjaldskráin sé því ólögmæt. Gjaldskráin stæðist ekki lög FA vísar jafnframt til bréfs Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) til Ís- landspósts, dagsett 5. febrúar 2020, en af því megi ráða að stofnunin telji gjaldskrá Póstsins ekki standast áðurnefnda 3. mgr. 17. gr. póstlaga um að hún skuli taka mið af raun- kostnaði við að veita þjónustuna að viðbættum hæfilegum hagnaði. Guðný segir það því vekja furðu að í ákvörðun PFS nr. 1/2021 skuli hvergi vera vikið að 3. mgr. 17. gr. póstlaga. Til upprifjunar var í ákvörðuninni úrskurðað að Póstur- inn skyldi fá 509 millj. vegna ófjár- magnaðrar alþjónustubyrði 2020. „Þessi niðurstaða sætir furðu og ekki síður viðsnúningur stofnunar- innar á einu ári, þar sem hún víkur frá grundvallaratriði í póstlögunum og virðist ekki telja það skipta neinu máli,“ skrifar Guðný fyrir hönd FA. Síðan er vikið að svari samgöngu- ráðuneytisins við fyrirspurn Morg- unblaðsins 4. mars en þar komi fram sú afstaða ráðuneytisins að laga- ákvæðið í 3. mgr. 17. gr. póstlaga væri „ekki að öllu leyti virkt“. Gegn þrískiptingu ríkisvalds Lögfræðingur FA telur svarið ámælisvert. „Virðist viðsnúning PFS í eftirliti stofnunarinnar með því að farið sé að póstlögum mega rekja til þessarar afstöðu ráðuneyt- isins. Er það ámælisvert af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna 2. gr. stjórnar- skrárinnar um þrískiptingu ríkis- valds en framkvæmdarvaldið virðist með afstöðu sinni hafa vikið til hliðar gildandi lagaákvæði settu af löggjaf- arvaldinu og hins vegar vegna 2. mgr. 1. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun en samkvæmt ákvæðinu er PFS sjálfstæð stofnun þótt hún heyri stjórnarfarslega und- ir ráðherra. Ýmislegt fleira bendir til að stjórnvöld hafi beitt sér með óeðlilegum hætti bæði til að hafa áhrif á hina ólögmætu verðskrá og að beita Póst- og fjarskiptastofnun, sem á að vera sjálfstæð í störfum sínum, þrýstingi til að komast að þeirri niðurstöðu sem að ofan grein- ir.“ Því næst er fjallað um minnisblað fjármálaráðuneytisins, sem sagt var frá í Morgunblaðinu 16. mars sl., en það var sent fjárlaganefnd Alþingis í desember 2019, eða nokkrum vikum áður en gjaldskráin tók gildi. Skyldi eingöngu gilda um bréf Í minnisblaðinu sagði m.a.: „Í nýlegum lögum um innleiðingu 3. tilskipunar Evrópusambandsins var sett ákvæði um sama verð um allt land á pökkum, en í fyrri lögum gilti þetta ákvæði eingöngu um bréf. Þar sem einkaleyfið hefur verið af- numið mun þetta hafa þau áhrif að verð á höfuðborgarsvæðinu, þar sem samkeppni verður mest, mun ráða verði um allt land, óháð kostnaði Ís- landspósts við dreifingu á hinum ýmsu stöðum.“ Að mati Guðnýjar stangast þessi afstaða á við póstlögin. „Þessi afstaða fjármálaráðuneyt- isins gengur þvert á ákvæði 3. mgr. 17. gr. póstlaga sem að ofan greinir. Jafnframt verður að halda því til haga að einkaréttur Íslandspósts náði undir það síðasta eingöngu til bréfa undir 50 g og hafði afnám hans því engin áhrif á samkeppni í pakka- dreifingu, sem á sér áralanga sögu,“ skrifar hún í tilefni minnisblaðsins. Því næst er vitnað til viðtals Morgunblaðsins við Birgi Jónsson, fv. forstjóra Íslandspósts, 13. mars sl. sem hafi greint frá því að hin nýja pakkagjaldskrá, sem gilti fyrir send- ingar upp að 10 kg, hefði þýtt tekju- tap Íslandspósts og niðurgreiðslur. Haft sé eftir honum að Pósturinn hafi bent „ráðherra og ráðamönn- um“ á tekjufallið sem hlytist af því að lækka verðið fyrir þjónustuna úti á landi. „Stjórnmálamennirnir hafi þá svarað að þetta yrði borgað.“ Ólögmætar niðurgreiðslur „Ekki hefur komið fram af hálfu ráðuneytisins hvort það hafi gefið fyrirheit um greiðslur úr ríkissjóði vegna hinnar ólögmætu gjaldskrár, en ofangreind túlkun þess, að ákvæði póstlaganna um að gjald- skrár byggist á raunkostnaði sé óvirkt í þessu tilviki, virðist benda til að það líti svo á að slíkt sé eðlilegt. Sé svo, er ráðuneytið að leggja bless- un sína yfir ólögmæta niðurgreiðslu á þjónustu ríkisfyrirtækis í beinni samkeppni við einkafyrirtæki á virk- um markaðssvæðum,“ skrifar Guðný. M.a. með ofangreint í huga fer FA fram á það við samgönguráðuneytið „að það hlutist til um að PFS aftur- kalli ákvörðun sína [nr. 1/2021 um 509 milljóna króna framlag vegna ársins 2020] á grundvelli 25. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 enda [sé] ákvörðunin haldin verulegum ann- marka og því ógildanleg“. Þá er, með vísan til upplýsinga- laga, óskað eftir samskiptum ráðu- neytsins vegna málsins við PFS og Póstinn, auk samskipta þess við PFS um eftirlit með gjaldskrám Póstsins. Loks að ráðuneytið „upplýsi hvort samráð PFS og Samkeppniseftirlits- ins hafi farið fram vegna skilgrein- ingar á óvirkum markaðssvæðum í ákvörðun 13/2020“. Krefja samgönguráðuneytið svara - Félag atvinnurekenda mun ella vísa kvörtun vegna háttsemi Íslandspósts til umboðsmanns Alþingis Morgunblaðið/Hari Samdráttur Bréfum hefur fækkað mikið hjá Íslandspósti á síðustu árum. Guðný Hjaltadóttir Gerumheiminn grænan saman Ársfundur 2021 Í streymi þriðjudag 23. mars kl. 14 Hlekkur á streymið á landsvirkjun.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.