Morgunblaðið - 20.03.2021, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Tvö verkefni fengu 1,7 milljóna króna styrk úr
Samfélagssjóði Fljótsdals við úthlutun fyrir árið
2021. Skógarafurðir fengu styrk af þeirri fjárhæð
fyrir framleiðslulínu fyrir flettingu á trjábolum
og Sveinn Ingimarsson fékk sömu fjárhæð í til-
raun til útfærslu Coanda-inntaks fyrir litlar virkj-
anir.
Þrjátíu umsóknir bárust um styrki að fjárhæð
35 milljónir kr. í heild en stjórn sjóðsins úthlutaði
18 styrkjum samtals að fjárhæð 12,8 milljónir kr.
Verksmiðja geymd í gámi
„Samfélagssjóðurinn vill greinilega ekki
styrkja okkur. Þessi fjárhæð er verri en ekkert,
við munum ekki þiggja hana. Það yrði bara til að
binda mann í einhverja vitleysu,“ segir Jósef Val-
garð Þorvaldsson, bóndi á Víðivöllum fremri í
Fljótsdal. Hann og Hörður Guðmundsson, ná-
granni hans, keyptu tæki og búnað til sútunar
eftir gjaldþrot félagsins sem rak sútunarverk-
smiðju Loðskinns á Sauðárkróki. Verksmiðjan er
geymd í gámum og geymslum þar sem ekki hefur
fundist hentugt verksmiðjuhúsnæði. Jósef Val-
garð segir að þeir félagarnir hafi ráðist í þessa
fjárfestingu vegna ábendingar sem þeir fengu frá
fólki sem undirbjó Samfélagssjóð Fljótsdals. Þeir
hafi orðið að ákveða sig á tveimur til þremur dög-
um. Fengu þeir stuðning úr Samfélagssjóðnum á
síðasta ári, aðallega til að gera viðskiptaáætlun,
og sóttu nú um stuðning til að afla viðskipta-
tengsla og hefja vöruþróun, og fengu vilyrði fyrir
um 300 þúsund króna styrk. Jósef Valgarð segir
að það dugi skammt, þótt jafn háu mótframlagi
þeirra sé bætt við.
Jósef Valgarð segir að verksmiðjan sé ekki
samkeppnishæf við erlendar stórverksmiðjur.
Þeir hugsi sér sérvinnslu á ýmsum gærum og er
meðal annars horft til leðursútunar á hreindýra-
skinnum. Þeir eru með ýmsar hugmyndir um
vörur sem þeir gætu framleitt. Segir hann að þeir
muni fara hægt af stað. Telur Jósef Valgarð lík-
legt að eitt til tvö heilsársstörf verði í byrjun og
síðan ráðið í tímabundin störf þegar dauður tími
er í öðrum atvinnugreinum í hreppnum.
Fjölbreytt verkefni
Samfélagssjóður Fljótsdals var formlega stofn-
aður fyrir ári með framlagi frá Fljótsdalshreppi
og var fyrsta úthlutun á síðasta ári. Markmið
hans er að styrkja verkefni á sviði atvinnu, ný-
sköpunar, umhverfis, velferðar og menningar
sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og eflingu
atvinnulífs í sveitarfélaginu.
Fjárhæðin „verri en ekkert“
- Úthlutað úr Samfélagssjóði Fljótsdals í vikunni - Eigendur óuppsettrar sút-
unarverksmiðju komast ekki af stað með rekstur - Segja styrk duga skammt
Ljósmynd/Samfélagssjóður – Friðrik Indriðason
Fljótsdalur Tilkynnt var um úthlutun styrkja úr Samfélagssjóði Fljótsdals við athöfn í Óbyggðasetrinu í Norðurdal í Fljótsdal í fyrradag. Alls fengu átján
umsækjendur úthlutun úr sjóðnum. Styrkir voru á bilinu 200 þúsund til 1.700 þúsund krónur, samtals 12,8 milljónir króna. Alls bárust þrjátíu umsóknir.
Ljósmynd/Gunnþórunn
Bóndi Jósef Valgarð Þorvaldsson ræktar hross
frá æskuslóðum sínum, Sveinatungu í Borgar-
firði. Hann situr Braut frá Víðivöllum.
Skipholti 29b • S. 551 4422
VORYFIR-
HAFNIRNAR
KOMNAR
Skoðið laxdal.is
Skoðið // hjahrafnhildi.is
Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is
NÝ SENDING
Aðalfundur
Aðalfundur Vörubílstjórafélagsins Þróttar verður
haldinn í húsi félagsins að Sævarhöfða 12,
fimmtudaginn 8. apríl nk. og hefst kl. 19:00.
Dagskrá aðalfundar skv. 27. gr. laga
Vörubílstjórafélagsins Þróttar.
Stjórnin.
Skagfirskir bændur, sem gert var að
skera fé sitt vegna riðu sem kom upp
á svæðinu, hafa ekki fengið lög-
bundnar bætur frá ríkinu. Sam-
kvæmt upplýsingum frá landbúnað-
arráðuneytinu eru viðræður við
bændur langt komnar.
Atvinnuvegaráðuneytið og Mat-
vælastofnun hafa undanfarið unnið
að úrlausn þessara mála í samráði
við bændur, meðal annars kallað eft-
ir athugasemdum og ábendingum
varðandi drög að samningum. Í
skriflegu svari frá ráðuneytinu segir
að rík áhersla sé lögð á að ljúka þess-
um viðræðum sem allra fyrst og er
gert ráð fyrir að þeim verði flestum
lokið í næstu viku.
Riða greindist fyrr í vetur í sýnum
úr fé frá fimm bæjum austan vatna í
Skagafirði. Bæirnir tilheyra svoköll-
uðu Tröllaskagahólfi. Stjórnvöld
fyrirskipuðu að öllu fé á þessum bæj-
um, ríflega þrjú þúsund fjár, yrði
fargað þegar í stað og stóð héraðs-
dýralæknir fyrir því að það var gert.
Vilja ljúka samningum
um bætur fyrir lok viku
- Bændur á riðubæjum ekki fengið bætur
Atvinna
Nemendum Fossvogsskóla verður
kennt í húsnæði Korpuskóla frá og
með þriðjudeginum. Húsnæðið hefur
ekki verið notað undir kennslu frá því
að skólar í Grafarvogi voru samein-
aðir.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-
og frístundasviðs Reykjavíkurborgar,
staðfestir þetta í samtali við mbl.is.
Hann segir húsnæðið hafa verið
langbesta kostinn í stöðunni meðal
annars vegna þess að í húsnæði
Korpuskóla verður hægt að koma fyr-
ir öllum nemendum Fossvogsskóla.
Það séu að mati skólastjórnenda
ómetanleg gæði. Um 350 nemendur
eru í Fossvogsskóla.
Frístundastarf á mánudag
Skipulagsdagur verður á mánu-
daginn til að undirbúa skólastarfið
sem hefst daginn eftir. Börnum verð-
ur ekið á hverjum morgni frá Foss-
vogsskóla upp í Grafarvog og til baka.
Á mánudaginn verður frístunda-
starf fyrir 1. og 2. bekk í Neðstalandi
frá kl. 8.30 og fram eftir degi eins og
venja er. Nemendum í 3. og 4. bekk,
sem eru skráðir í frístund, stendur til
boða að koma á sínum venjulega tíma
frá kl. 13.40.
Foreldrar barna í skólanum eiga
von á bréfi með ítarlegri upplýsing-
um.
Morgunblaðið/sisi
Skóli Ekki hefur verið kennt í húsinu frá sameiningu skóla í Grafarvogi.
Nemendur fari úr
Fossvogi í Grafarvog
- Korpuskóli talinn besti kosturinn