Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 14
Ljósmynd/Willum Andersen
Í Vigo á Spáni Brúin var hífð á nýjan Baldvin Njálsson GK 400 í vikunni og er áformað að skipið verði tilbúið eftir átta mánuði.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Unnið er af fullum krafti við Baldvin
Njálsson GK, nýjan flakafrystitog-
ara Nesfisks ehf. í Garði, í Armon-
skipasmíðastöðinni í Vigo á Spáni.
Útlit er fyrir að áform um að skipið
verði afhent fyrir árslok standist og
hefur kórónufaraldurinn ekki enn
sem komið er tafið smíðina.
Búnaði „sópað“ um borð
Samið var um smíði skipsins
haustið 2019 og var skipið sjósett hjá
Armon fyrir viku og í vikunni var
brúin hífð á skipið og spilin um borð.
Fyrirtækið Skipasýn í Reykjavík
hannar skipið og segir Sævar Birg-
isson framkvæmdastjóri að síðustu
daga hafi búnaði á millidekk verið
„sópað“ um borð og síðan taki hvert
verkefnið við af öðru um borð í skip-
inu næstu mánuði. Mikil reynsla sé
hjá Armon og stöðin afhendi nokkur
skip árlega.
Vöruhótel og sjálfvirkni
Skipið verður allt hið fullkomn-
asta, rúmlega 66 metrar að lengd og
16 metrar á breidd. Aðgerðar- og
flökunarbúnaður og færibönd er
meðal þess sem kemur frá fyrir-
tækinu Klaka í Kópavogi, sjálfvirkur
búnaður til frystingar, pökkunar og
flutnings niður í lest og vöruhótel
kemur frá norska fyrirtækinu Op-
timar og frystivélar frá spænsku
fyrirtæki.
Þjarkur í svokölluðu vöruhóteli
sér um að tegundagreina og flokka
fiskinn eftir pökkun. Þaðan fer fisk-
urinn í lestina, sem er á tveimur
hæðum, alls um 1.600 rúmmetrar.
Staflari sér um að stafla og raða
pökkuðum afurðum á bretti þar sem
hann verður tilbúinn til löndunar og
raunar fyrir kaupendur. Mikil
áhersla er lögð á sjálfvirkni og að
fækka erfiðum störfum.
Skipið verður með 3.000 kW
Wärtsilä-aðalvél og skrúfan verður
fimm metrar í ummál. Áhersla er
lögð á sparneytni.
Fá nýjan
Baldvin
í Garðinn
í árslok
- Fullkominn flaka-
frystitogari Nesfisks
Ljósmynd/Armon
Sparneytni Skrúfan verður fimm metrar í ummál.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Örráðstefna
í Mottumars
Nýjar áskoranir – nýjar leiðir
menn á lífi sem
greinst hafa með
krabbamein
7.110
Dagskrá:
17:00-17:05 Setning
Halla Þorvaldsdóttir, framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags Íslands
17:05-17:20 Helstu áskoranir, bjargráð og endurhæfing í kjölfar krabbameins
ogmeðferða
Rannveig Gylfadóttir, sérfræðingur í krabbameinshjúkrun, teymisstjóri
í endurhæfingarteymi fyrir krabbameinsgreinda, Landspítala
17:20-17:30 Algeng viðbrögð karla
Þorri Snæbjörnsson, sálfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
17:30-17:45 Karlmennska og krabbamein
Áslaug Kristjánsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur
17:45-17:55 Ermikilvægt að rannsaka aðdraganda greiningar og reynslu
af krabbameinsmeðferð?
Frumniðurstöður úr Áttavitanum – vísindarannsókn Krabbameinsfélagsins
Jóhanna Eyrún Torfadóttir, PhD, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
Ásgeir Helgason, dósent í sálfræði, sérfræðingur hjá Krabbameinsfélaginu
17:55-18:15 Reynslusögur
Högni Jóhann Sigurjónsson
Bragi Guðmundsson
18:15-18:25 Umræður
18:25-18:30 Samantekt ogmálþingi slitið
Fundarstjóri: Helgi Björnsson, fjármálastjóri Krabbameinsfélagsins
Örráðstefna um karlmenn og
krabbamein miðvikudaginn
24. mars 2021 kl. 17:00-18:30
í streymisveitu Krabbameins-
félagsins (krabb.is).
Vinsamlega athugið að
örráðstefnunni verður einungis
streymt og ekki gert ráð fyrir
gestum í sal.
Nánari upplýsingar á krabb.is.