Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Fermingar-
myndatökur
Einstök
minning
Ljósmyndir Rutar og Silju
Skipholti 31 | 105 Reykjavík | Sími 568 0150 | www.rut.is |
Opið alla virka daga kl. 10-17
Við förum eftir öllum
sóttvarnartilmælum
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík
hefur tekið jákvætt í ósk eiganda
hússins Skipholt 1 um að innrétta
þar 36 íbúðir. Fyrir liggur leyfi til
að innrétta hótel í húsinu en nú
hefur verið fallið frá þeim áform-
um.
Myndlista- og handíðaskólinn var
áður til húsa í Skipholti 1 og seinna
Listaháskóli Íslands. Kvikmynda-
skóli Íslands var þar um tíma.
Skipholt 1 samanstendur af
tveimur húsum, samtals 2.938,2 fer-
metrar. Eldri hlutinn er frá árinu
1960, alls 1.867,2 fermetrar og
nýrri hlutinn frá 1975, alls 1.070,8
fermetrar.
Aðstæður hafa breyst
Fram kemur í fyrirspurn Aðal-
steins Snorrasonar arkitekts til
skipulagsnefndar, fyrir hönd eig-
anda, að árið 2017 samþykkti
Reykjavíkurborg leyfi til að stækka
húsið og innrétta það fyrir hótel-
starfsemi. Gert var ráð fyrir 84
herbergjum fyrir 170 gesti.
Nú hafi aðstæður breyst og ekki
þyki skynsamlegt annað en breyta
húsinu í íbúðir. Meðfylgjandi til-
lögur samkvæmt frumdrögum Ark-
ís arkitekta auki ekki það bygg-
ingamagn sem samþykkt var í
tengslum við hóteláformin og húsið
verði eftir stækkun 3.538,9 fer-
metrar. Eftir stækkun yrði horn-
húsið fimm hæðir en aðrir hlutar
fjórar hæðir. Svalir verða settar á
húsið og gefa því svip. Atvinnu-
starfsemi yrði á jarðhæð þess hluta
hússins sem snýr að Skipholti en
íbúðir í þeim hluta sem snýr að
Stórholti. Íbúðir verða alls 36, þar
af 17 þriggja/fjögurra herbeggja,
16 tveggja herbergja íbúðir og
þrjár stúdíóíbúðir. Sameiginlegur
garður verður á innra rými lóð-
arinnar.
Verkefnastjóri skipulagsfulltrúa
segir í umsögn sinni að vel þyki
fara á því að nýta húsið fyrir íbúð-
ir. Húsið sé áberandi kennileiti á
svæðinu og því þurfi að vanda vel
til verka þegar húsið sé uppgert og
stækkað.
Eigi það ekki síst við hvað varð-
ar útlit þess, svo sem yfirborðsfrá-
gang útveggja, glugga og gerð
nýrra svala. Farið verði sérstak-
lega yfir þetta sem og annað tengt
byggingaleyfisumsókn.
Verkefnastjórinn bendir einnig á
að við frekari vinnslu tillögunnar
þurfi að skoða samsetningu íbúða-
gerða í húsinu með tilliti til þess að
auka hlutfall stærri íbúða. Þá þurfi
að vinna betur útfærslu lóðar.
Ekki kemur fram í fyrirspurn
Aðalsteins Snorrasonar hver er
eigandi hússins. Þegar fréttir voru
fluttar af fyrirhugaðri hót-
elstarfsemi árið 2016 kom fram að
félagið Fjórir GAP ehf. væri eig-
andi húsnæðisins, en eini eigandi
þess er Kjartan Gunnarsson, fjár-
festir og fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.
Íbúðir koma í staðinn fyrir hótel
- Eigandi Skipholts 1 hættir við hóteláformin - Í staðinn verða innréttaðar 36 íbúðir í húsinu
Morgunblaðið/sisi
Fyrir Svona lítur húsið Skipholt 1 út í dag. Engin starfsemi hefur verið í húsinu að undanförnu.
Teikning/Arkís
Eftir Svona mun húsið líta út eftir stækkun og breytingar. Svalirnar munu setja svip á húsið.
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Aparólan langa (Zip-línan) í Öskju-
hlíð verður sett upp eftir allt saman.
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hafði
hafnað beiðni Perlu norðursins um
verkefnið en nú hefur borgarráð fall-
ist á að línan verði sett upp sem til-
raunaverkefni í eitt ár. Jafnframt
samþykkti borgarráð að veita fyrir-
tækinu afnot af 65 fermetra svæði í
Öskjuhlíð undir neðri stöð Zip-
línunnar.
Eins og fram hefur komið í frétt-
um hyggst Perla norðursins ehf.
setja upp tvær 235-250 metra langar
Zip-línur sem liggja frá pöllum Perl-
unnar í suðurátt niður í skógarlund
þar fyrir neðan. Tvær stálburðar-
grindur munu halda línunum uppi.
Efri burðargrindin verður tengd við
Perluna til að tryggja stöðugleika.
Verði umhverfinu til sóma
Neðri burðargrindin, sem verður
á afnotasvæðinu sem borgin leigir
út, verður byggð ofan á tvo gáma.
Gámarnir og burðargrindin verða
hífð á staðinn svo allt rask verði í al-
gjöru lágmarki. Framkvæmdin öll
skal miðast við að þegar gámarnir
verða teknir í burtu verði umhverfis-
áhrif lítil sem engin, segir í samningi
borgarinnar og leigutakans.
Grafa þarf fjórar holur og koma
fyrir steyptum stöplum sem leigu-
taki skal fjarlægja við lok leigu.
Leigutaki skal greiða fyrir þær
framkvæmdir sem ráðist verður í á
svæðinu. Allur frágangur og klæðn-
ing á gámum verði umhverfi til
sóma. Fyrir afnot af lundinum í
Öskjuhlíð greiðir Perla norðursins
100 þúsund krónur á ári.
Zip-línur, öðru nafni aparólur, er
að finna víða um land, en þær sem
settar verða upp í Öskjuhlíð verða
með þeim allra lengstu. Tveir geta
rennt sér í einu og er reiknað með
allt að 200 gestum á hverjum degi.
Þegar skiplulagsfulltrúinn fjallaði
um ósk Perlu norðursins var henni
hafnað með þeim rökum að uppsetn-
ing línunnar samræmdist ekki gild-
andi deiliskipulagi fyrir Öskjuhlíð-
ina, né sé það vilji borgarinnar að
breyta skipulaginu til að koma slíkri
starfsemi inn á skipulag.
Það sé meginstefna í skipulagi
Öskjuhlíðar að svæðið þjóni áfram
hlutverki sínu sem einn helsti úti-
vistarskógurinn innan þétt-
býlissvæðis borgarinnar.
Fulltrúar í borgarráði hafa aðra
skoðun á málinu og þar sem um til-
raunaverkefni er að ræða verður
ekki ráðist í vinnu við deiliskipulag.
Aparóla í Öskjuhlíð
tilraunaverkefni
- Liggur úr Perlunni og verður allt að 250 metra löng
Öskjuhlíðin Aparólan mun liggja frá útsýnispalli Perlunnar, fara yfir hver-
inn Strók og enda í skógarlundi neðar í hlíðinni. Þetta er tilraunaverkefni.
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrver-
andi forstjóri Kaupþings, og Magn-
ús Guðmundsson, fyrrverandi
bankastjóri Kaupþings í Lúxem-
borg, voru í gær sakfelldir í CLN-
málinu svokallaða, en það hefur
einnig verið kallað Chesterfield-
málið. Áður höfðu þeir verið sýkn-
aðir í héraði við endurupptöku máls-
ins, en Sigurður Einarsson, fyrrver-
andi stjórnarformaður bankans, var
sýknaður á báðum dómstigum.
Hreiðari og Magnúsi var ekki
gerð refsing, þar sem þeir höfðu áð-
ur hlotið hámarksrefsingu fyrir
efnahagsbrot í fyrri málum sem
tengdust fjármálahruninu árið 2008.
Dómurinn, sem nú hefur verið birtur
á vef Landsréttar, er ítarlegur, eða
upp á 80 blaðsíður.
Í dómi Landsréttar segir að þegar
lánveitingar, sem ákært er fyrir í
þremur liðum ákærunnar, hafi átt
sér stað hafi ekki legið fyrir láns-
beiðnir eða samþykki lánanefnda
bankans. Þá hafi félögin sem lánað
var ekki verið metin til lánshæfis og
engar tryggingar settar fyrir endur-
greiðslu lánanna. „Lánveitingarnar
hefðu því stangast á við reglur bank-
ans og verið með öllu óheimilar,“
segir í útdrætti dómsins.
Þeim Hreiðari og Magnúsi var
jafnframt gert að greiða málsvarn-
arlaun verjenda sinna, alls 9,6 millj-
ónir. Nánari umfjöllun á mbl.is.
Hreiðar Már og
Magnús sakfelldir