Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 18

Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021 Sími 555 2992 og 698 7999 • Við hárlosi • Mýkir liðina • Betri næringar- upptaka Náttúruolía sem hundar elska Við höfum notað Dog Nikita hundaolíu fyrir hundana okkar í 3 ár og við erum ekkert á því að hætta. Feldurinn á þeim er mjúkur, fallegur og hárlosið á þeim gengur fyrr yfir. Þófarnir eru mjúkir og sléttir en ekki harðir og grófir eins og þeir verða oft.Við mælum með Dog Nikita hundaolíu. Páll Ingi Haraldsson EldurÍs hundar Við mælum með Dog NIKITA hundaolíu NIKITA hundaolía - Selaolía fyrir hunda • Gott við exemi • Betri og sterkari fætur Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sveitin mín er í sérflokki,“ segir Guðmundur Viðarsson, bóndi í Skálakoti undir Vestur-Eyjafjöllum. „Hvergi á landinu vorar jafn snemma og einmitt hér. Háir hamra- garðarnir veita skjól fyrir norðanátt og nú þegar hlý sunnanátt berst á landinu njótum við hennar ein- staklega vel. Eyjafjallabændur eru því margir byrjaðir í jarðvinnu og alls ekki einsdæmi að hún fari af stað strax í marsmánuði. Hér eru nokkur stór bú en líka ýmis önnur atvinnustarfsemi sem er gæfa þess- arar sveitar. Fuglar mannlífsins hér hafa orpið eggjum sínum í mörg hreiður.“ Vel borgandi Bandaríkjamenn Ferðaþjónusta hefur verið mikil- væg atvinnugrein undir Eyjafjöllum og á nokkrum bæjum hefur boðist gisting, veitingar eða afþreying. Margt áhugavert er að sjá í sveit- inni, sem svo margir ferðamenn fara í svokölluðum suðurstrandarferðum. Í Skálakoti er starfrækt hótel með 14 herbergjum; sem eru í burstahúsi sem vakið hefur athygli fyrir stíl- hreinan arkitektúr. Rólegt hefur verið á hótelinu að undanförnu, en nú er allt að glæðast. „Hótelstjórinn minn fór til síns heima suður til Ítalíu í haust, en um daginn sendi ég henni skilaboð um að snúa hið snarasta aftur. Kokk- urinn er kominn til starfa og ferða- menn farnir að sjást aftur,“ segir Guðmundur. „Gestir hjá mér hafa gjarnan verið vel borgandi fólk, til dæmis frá Bandaríkjunum. Ég kalla þessa gesti stundum Trumpara, fólk sem er kannski í fjórar nætur og gerir héðan út; fer austur að Jökuls- árlóni, til Vestmannaeyja, í Land- mannalaugar og Þórsmörk. Þeir allra flottustu jafnvel leigja þyrlu í þessar ferðir. Efnafólk í útlöndum kemur ágætlega undan kórónu- kreppunni og leggst í ferðalög um leið og bólusetningu er lokið. Opnun landsins fyrir bólusettum er raunar strax farin að telja í fyrirspurnum og bókunum hjá okkur. Ríkisstjórnin á lof skilið fyrir að taka úr lás,“ segir Guðmundur og heldur áfram: „Ég held annars að mjög verðugt sé núna að velta fyrir sér hvaða fólk muni helst koma til Íslands á allra næstu árum. Allar kannanir sýna að þrengingar af völdum Covid hafa leikið millistéttina illa – svo fólk í þeim hópi hefur minni peninga handa á milli. Því segir sig sjálft að fólk sem á ekki fyrir mat á mánudegi fer ekki í ferðalag á þriðjudegi. Að minnsta kosti held ég að einhverjir mánuðir líði þar til millistéttarfólkið byrjar aftur að ferðast að einhverju ráði.“ Heildin hafi slagkraft Eins og algengt er með lands- byggðafólk er Guðmundur í Skála- koti með mörg járn í eldinum. Hefur sterkar skoðanir á málefnum í nær- samfélagi sínu og hefur látið til sín taka í sveitarstjórn Rangárþings eystra. Þar talar hann eindregið fyrir sameiningu sveitarfélaga á austanverðu Suðurlandi, það er frá Þjórsá austur að Skeiðarársandi. Sameinaðir verði Ásahreppur, Rangárþing ytra, Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur og Skaftár- hreppur sterk heild sem hafi slag- kraft til mikilvægra verkefna. Að framhaldsskóli á þessu svæði verði settur á laggirnar sé aðkallandi mál. Einnig þurfi að heimila fleirum að nýta Landeyjahöfn en bara útgerð Herjólfs. Fjárfestingin í höfninni sé mikil en nýtist ekki sem skyldi. Úr því eigi að vera auðvelt að bæta. Undir Eyjafjöllum vorar snemma - Fuglar mannlífsins verpa í mörgum hreiðrum í sveitinni - Hlýindi úr suðri og skjól undir hamra- görðunum - Kokkurinn er mættur og Trumparar gista í Skálakoti - Ríkisstjórnin tekur úr lás Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyfellingur Gæfa sveitar, segir Guðmundur í Skálakoti, hér framan við reisulega byggingu; hótel og íbúðarhús. „Rangárþing eystra er rótgróið samfélag þar sem landbúnaður, iðnaður og ferðaþjónusta eru undirstöðurnar. Hér undir Eyja- fjöllum hefur okkur almennt farnast vel og byggðin stendur á traustum grunni,“ segir Guð- mundur Viðarsson. „Ungt fólk hefur í nokkrum mæli snúið aftur heim í sveitina sína og tekið við búskap hér sem er gott. Við hér í Skálakoti, ég og Jóhanna Sólveig Þórhalls- dóttir konan mín, erum utan ferðaþjónustunnar hér með hross og um 300 fjár. Afurðir af því hef ég að stórum hluta tekið heim og þær verið matreiddar á hótelinu hér. Framlegðin verður mest þannig og að búa vel að sínu með sjálfbærni er dyggð. Í sveitinni bjóðast nefnilega tækifæri til þess að gera svo ótrúlega marga spennandi hluti sér til viðurværis. Verkefni sem telja og skila sér til samfélags- ins,“ segir Guðmundur. Sjálfbærni SPENNANDI TÆKIFÆRI Hestaferð Ferðamenn á góðum degi við Írafoss við Skálakot. Atvinnu- og nýsköpunarsetrið Skóp, sem er fyrir frumkvöðla í Kópavogi, var opnað formlega í gær. Frum- kvæði að verkefninu hafði Markaðs- stofa Kópavogs sem nýtur til þessa dyggs stuðnings frá Kópavogsbæ og ýmsum fyrirtækjum í bæjarfélaginu. Markmiðið með starfsemi Skóp er að efla enn frekar fjölbreytt at- vinnulíf í bænum með því að efla alla vaxtarsprota. Hugmyndin er að veita Kópavogsbúum aðstoð við að fullmóta viðskiptahugmyndir sínar og verður sérstaklega horft til fólks í atvinnuleit og þeirra sem vilja skapa sér sín eigin tækifæri. Helstu skilyrði fyrir þáttöku eru að við- komandi sé lögráða og eigi lög- heimili í Kópavogi Í Skóp, sem er að Hlíðarsmára 9, verður rýnt í viðskiptahugmyndir með fólki, greindir þeir þættir sem skipta mestu máli til að hrinda henni í framkvæmd, svo sem með heildstæðri viðskiptaáætlun. Reikn- að er með að ferlið frá hugmynd að viðskiptaáætlun geti tekið þrjá til sex mánuði. sbs@mbl.is Efla Kópavog með nýsköpunarstarfi Frumkvöðlasetur F.v. Guðmundur Sigurbergsson, forstöðumaður SKÓP, Helga Hauksdóttir, formaður stjórnar Markaðsstofu Kópavogs, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir nýsköpunarráðherra og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.