Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Opið mán - fim 8:30 – 17:00, fös 8:30 – 16:15
Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is
fastus.is
VANDAÐIR STÓLAR
fyrir ráðstefnu-, veislu- og fundarsali
Fastus býður upp á mikið úrval af húsgögnum og innréttingum
fyrir hótel, mötuneyti, veitingastaði, ráðstefnur, fundi o.fl.
Komdu og kynntu
þér úrvalið.
Við sérpöntum
eftir þínum óskum!
H
jörvar Steinn Grétarsson
var hinn öruggi sig-
urvegari „Íslandsbikars-
ins“ sem lauk í aðal-
útibúi Landsbankans um síðustu
helgi. Hann vann Hannes Hlífar
Stefánsson tvisvar og hlaut 7 vinn-
inga í átta skákum. Er þetta senni-
lega besti sigur Hjörvars á innlendu
móti. Enn vantar hann titil Skák-
meistara Íslands en getur fljótlega
bætt úr því; um næstu helgi hefst í
Kópavogi keppni í landsliðsflokki.
Fyrir úrslitaeinvígið hafði Hjörv-
ar unnið Vigni Vatnar 2:0 og Guð-
mund Kjartansson 3:1 en Hannes þá
Braga Þorfinnsson og Helga Áss
Grétarsson með sömu tölum. Það
mátti því búast við harðri rimmu en
niðurstaðan varð allt önnur því
Hjörvar vann tiltölulega auðveldan
sigur, 2:0. Hannes var furðuilla að
sér í byrjunum beggja viðureigna. Í
seinni skákinni leitaði Hjörvar í
smiðju til vinar síns Magnúsar Carl-
sen og í þeirri fyrri sem hér fer á eft-
ir gerðist þetta:
Íslandsbikarinn 2021 úr-
slitaeinvígi – Fyrri skák:
Hannes Hlífar Stefánsson –
Hjörvar Steinn Grétarsson
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4
h6 8. Bh4 Rbd7
8. … g5!? er byrjunin á hinu svo-
kallaða og vafasama „Gautaborgar-
afbrigði“. Þessi leið var aldrei vinsæl
hjá helstu sérfræðingum Najdorf-
afbrigðisins – og það var líka ástæða
fyrir því!
9. Be2
Rólega af stað farið. 9. Df3 á að
tryggja betri stöðu á hvítt og 9. Bc4
er einnig góður leikur.
9. … Be7 10. O-O
Alls ekki nægilega beittur leikur.
Hví ekki 10. Bg3 sem hótar 11. e5?
10. … Db6!
Seilist eftir „eitraða peðinu„ á b2
og hótar einnig 11. … e5.
11. Bf2 Dxb2 12. Dd3 Rc5 13. Df3
e5 14. Rf5 Bxf5 15. exf5 Hc8
Frá c8 setur hrókurinn pressu á
stöðu hvíts. Það er furðu erfitt að
finna góðan leik fyrir hvítan.
16. Bc4?!
Þessi eykur aðeins á vandræði
hvíts.
16. … b5! 17. Hab1 Dxc2 18. fxe5
dxe5 19. Hfc1 Dd2 20. Rxb5
Hvítur er tveim peðum undir og
verður að grípa til einhverra að-
gerða. En staðan er töpuð og þessi
leikur kann að hafa verið byggður á
yfirsjón.
20. … axb5 21. Bxb5+ Kf8 22.
Ba6
Kannski ætlaði hann að leika 22.
Hxc5 en eftir 22. … Bxc5 23. Bxc5+
Hxc5 24. Da8+ Ke7 25. Da7+ vinn-
ur svartur með 25. … Rd7.
22. … e4! 23. Dg3 Hd8 24. Bxc5
Bxc5 25. Hxc5 Dd4+
- og hvítur gafst upp. 26. Df2 er
svarað með 26. … e3! 27. Dc2 e2+
28. Kh1 Dd1+! o.s.frv.
Það verður gaman að fylgjast með
Hjörvari á heimsbikarmóti FIDE
sem ef að líkum lætur fer fram á
Mön í október/nóvember nk. Æski-
legt er að hann fari þangað í sem
bestri æfingu. Skáksamband Íslands
ætti snarlega að koma sér upp plani
B varðandi Reykjavíkurskákmótið.
Ef hið samhangandi og ódagsetta
Evrópumót – sjá heimasíðu FIDE
https://www.fide.com/calendar –
verður slegið af vegna Covid-
faraldursins ber SÍ bókastaflega
skylda til að halda lokað Reykjavík-
urskákmót í haust. Það ætti ekki að
vera erfitt að fá hingað til lands
nokkra vel valda erlenda keppendur.
Þessi keppni, Íslandsbikarinn, var
góð skemmtun fyrir áhorfendur,
jafnteflisprósentan í öllum skák-
unum var nákvæmlega 0%. Margir
snjallir leikir sáust og jafnvel afleik-
irnir fengu vængi t.d. þegar Helgi
Áss missti af máti í tveimur leikjum.
Nafni gat þó gengið sáttur frá borði
því hann tefldi margar skemmti-
legar skákir og eina þá bestu gegn
Jóhanni Hjartarsyni.
Hjörvar Steinn tók
„Íslandsbikarinn“
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Öruggur Hjörvar Steinn Grétarsson vann verðskuldaðan sigur.
Í vikunni spurði ég
menntamálaráðherra
á Alþingi um þá ný-
legu ákvörðun hennar
að flytja starfsmennt-
anám í garðyrkju
undan Landbún-
aðarháskólanum.
Framtíð garðyrkju-
námsins er í mikilli
óvissu á meðan ekki
liggur fyrir hvernig
tilhögun þess verður. Spurningar
mínar sneru að því hvernig hún
hygðist tryggja framtíð starfs-
menntanáms í garðyrkju á Reykj-
um í Ölfusi. Í því sambandi er
mikilvægt að Garðyrkjuskólanum
sé falin umsjón og staðarhald á
Reykjum í virkri samvinnu og
samráði við forsvarsmenn samtaka
á vettvangi garðyrkjunnar og
starfsfólk og kennara á staðnum.
Mikill vöxtur í garðyrkju
Mikill einhugur er um að stór-
efla innlenda framleiðslu í garð-
yrkju og landbúnaði, ekki síst í því
ástandi sem við höfum gengið í
gegnum að undanförnu. Á sama
tíma berast ánægjulegar fréttir af
því að garðyrkja í landinu sé í
miklum uppgangi, sannur vaxt-
arbroddur atvinnulífs og sjálf-
bærni. Tryggja þarf betur fæðu-
öryggi þjóðarinnar með aukinni
matvælaframleiðslu, sem styður
jafnframt við aðgerðir okkar í
loftslagsmálum.
Mikilvægi iðn- og
starfsmenntanáms
Tyllidagar eru iðulega notaðir til
að tala um að hefja iðn- og starfs-
menntanám til meiri virðingar. Í
því sambandi er grundvallaratriði
að fótunum verði ekki kippt undan
starfsmenntanáminu á Reykjum.
Tryggja þarf forgang að því hús-
næði og landrými sem því er nauð-
synlegt. Garðyrkjunámið þjónar
nú sex atvinnugreinum og nem-
endur hafa verið á breiðu aldurs-
bili, ólíkt því sem gerist með annað
nám á framhaldsskólastigi. Mikið
og gott samstarf hefur
verið við atvinnu-
greinarnar sjálfar og
það leitt af sér skjóta
aðlögun námsins að
breytingum sem eiga
sér stað. Nauðsynlegt
er að halda í þá sér-
stöðu sem skólinn hef-
ur haft að þessu leyti.
Garðyrkjan stolt
Suðurlands
Garðyrkjuskólinn
hefur í áratugi verið sannkallað
stolt Ölfuss, Hveragerðis og alls
Suðurlands. Brýnt er að styðja við
öflugt skólastarf úti á landi og ekki
síst þar sem það hefur vaxið og
dafnað hingað til. Það er ekki að
ástæðulausu sem fólk á Suðurlandi
hefur áhyggjur af framtíð garð-
yrkjunámsins á Reykjum. Við
þekkjum afdrif Íþróttakennara-
skólans á Laugarvatni. Garðyrkju-
námið á ekki skilið að lenda á
hrakhólum. Slíkt er mikilvægi
námsins, saga skólans og starfið á
Reykjum.
Fjöreggið
Afar mikilvægt er að hér takist
vel til svo garðyrkjunáminu verði
sköpuð örugg framtíð í nánum
tengslum við atvinnugreinar garð-
yrkjunnar og áfram verði boðið upp
á metnaðarfullt garðyrkjunám á
framhaldsskólastigi. Þá má það ekki
gerast að þrengt verði svo að at-
hafnasvæði skólans að hann eigi
ekki möguleika á að þróast áfram.
Það er vísasta leiðin til að námið lið-
ist í sundur. Ráðherra heldur sann-
arlega um fjöregg garðyrkjunnar.
Fjöregg garðyrkj-
unnar á Reykjum
Eftir Karl Gauta
Hjaltason
» Tryggja þarf starfs-
menntanáminu á
Reykjum forgang að því
húsnæði og landrými
sem því er nauðsynlegt
til vaxtar.
Karl Gauti Hjaltason
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi
kgauti@althingi.is
Valgarður Egilsson fæddist
20. mars 1940 á Grenivík og
ólst upp í Hléskógum í Höfða-
hverfi. Foreldrar hans voru
hjónin Egill Áskelsson, f. 1907,
d. 1975, bóndi þar, og Sigur-
björg Guðmundsdóttir, f. 1905,
d. 1973, húsfreyja.
Valgarður keppti í hlaupi og
sundi á yngri árum og setti Ís-
landsmet í 500 metra bringu-
sundi 1958.
Hann lauk prófi í læknis-
fræði frá HÍ árið 1968 og dokt-
orsgráðu frá Lundúnaháskóla
tíu árum síðar. Hann starfaði
sem sérfræðingur í frumu-
meinafræði við Rannsókna-
stofu Háskóla Íslands frá árinu
1979 og var yfirlæknir 1997-
2010 er hann lét af störfum.
Hann var klínískur prófessor
við læknadeild HÍ frá 2004.
Valgarður var virkur í fé-
lagsmálum á ýmsum áhuga-
sviðum, meðal annars formað-
ur Listahátíðar í Reykjavík og
varaforseti Ferðafélags Ís-
lands. Hann sinnti leiðsögn
ferðamanna og skrifaði í Ár-
bækur FÍ. Eftir Valgarð liggur
fjöldi vísindagreina, leikrit,
ljóðabækur, endurminninga-
bækur og smásögur.
Eiginkona Valgarðs er
Katrín Fjeldsted, f. 1946, lækn-
ir og fyrrverandi alþingis-
maður. Þau eignuðust fjögur
börn, en fyrir átti Valgarður
eina dóttur.
Valgarður lést 17.12. 2018.
Merkir Íslendingar
Valgarður
Egilsson