Morgunblaðið - 20.03.2021, Qupperneq 30
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Í mars fyrir þremur
árum birtust 755 tíst
undir myllumerkinu
#karlmennskan og þar
af 365 frásagnir frá
drengjum og körlum.
„Þegar ég eignaðist mitt
fyrsta barn fór ég inn á
klósett og felldi tár
(grét) í einrúmi því ég
lærði það snemma að
karlmenn sýndu ekki
þannig tilfinningar #karlmennskan“
er ein frásögnin sem birtist undir
myllumerkinu. Töluvert var fjallað um
tístin í fjölmiðlum enda ekki algengt að
karlar tjái sig opinberlega með þeim
hætti sem þeir gerðu þar. Megnið af
tístunum innihélt frásagnir frá körlum
eða drengjum sem lýstu því hvernig
ráðandi karlmennskuhugmyndir
höfðu haft neikvæð áhrif á líf þeirra.
Frásagnirnar voru skýrt andóf gegn
ráðandi karlmennsku og gáfu vísbend-
ingu um að frjór jarðvegur væri til
staðar á Íslandi fyrir jákvæða karl-
mennsku.
Bældar tilfinningar,
skömm og feluleikur
„Felldi tár í sumarbústaðaferð með
vinahópnum, fimm mánuðum eftir að
við misstum son okkar. Sá mig samt
knúinn til að segja „sorry með þetta
væl í gær“, morguninn eftir,“ skrifaði
einn og lýsti átakanlegum afleiðingum
menningarbundinna hugmynda um
karla sem veita ekki svigrúm fyrir ber-
skjaldaðar og fullkomlega eðlilegar til-
finningar. Stærstur hluti frásagna
karla innihélt lýsingar á því hvernig
þeir hefðu bælt tilfinningar sínar, falið
fyrir öðrum eða skammast sín fyrir að
upplifa sorg, kvíða eða vanlíðan. Kraf-
an um að vera „sterkur“, harka af sér
og tjá sig ekki um líðan sína var áber-
andi, sem er í takt við ráðandi karl-
mennskuhugmyndir.
„Fór langleiðina með að
taka mitt eigið líf um tví-
tugt, keypti reipið og
reyndi að gera hnút,
kunni það ekki. Botn-
inum náð og leitaði
hjálpar hjá sálfræðingi,
hjálpaði mér mikið og
fékk aðra sýn á lífið. Hef
ekki sagt fjölskyldu/
vinum frá þessu því
#karlmennskan – fer í
það núna.“ Ráðandi
karlmennskuhugmyndir
gera mönnum í þessari stöðu ekki auð-
veldara fyrir með að opna á vanlíðan
sína, viðurkenna vanmátt og leita sér
hjálpar. Þótt flestar frásagnir fjölluðu
um tilfinningar þá snertu þær einnig á
fleiri sviðum.
„Ekki nógu karlmannlegur“
Karlar lýstu viðhorfum sem þeir
höfðu mætt á sinni lífsleið eða hug-
myndum sem þeir höfðu inngrónar um
sjálfa sig sem drengi eða karlmenn.
Vörpuðu frásagnirnar ljósi á hversu
ríkjandi, stýrandi og rótgrónar hug-
myndir eru um útlit, hegðun, starfs-
vettvang, áhugamál eða námsval karla
og drengja. „Jújú, ég mátti alveg fara í
saum í 8. bekk, en smíðakennarinn
spurði hvort ég væri kjelling.“ Það er
tæplega hægt að tala um jafnrétti og
frjálst val á meðan ráðandi karl-
mennskuhugmyndum er troðið á börn,
sem viðhalda síðar kynbundnu sam-
félagi sem fullorðnir einstaklingar með
inngrónum hugmyndum um sjálfa sig.
Ráðandi karlmennska
Ráðandi karlmennska gerir ráð fyr-
ir að karlar og konur séu náttúrulegt
andstæðupar þar sem karlar beri að
viðhafa hegðun, útlit og viðhorf á skjön
við konur og kvenleika. Ráðandi karl-
mennska er sú tegund sem flestir
þurfa að miða sig við eða taka afstöðu
til, en fæstir ná að lifa upp í ímyndina
sem sú tegund karlmennsku skapar.
Flestir geta þó notið samsektar við
ráðandi karlmennsku, einfaldlega með
því að hafna henni ekki og tilheyra
ákveðnum flokki fólks. Gjaldið sem
greiða þarf fyrir að njóta samsektar
við slíka karlmennsku getur samt fal-
ist í fyrrnefndri bælingu tilfinninga,
skömm, sektarkennd og vanlíðan. Þeir
sem ekki njóta samsektar eiga erfitt
með að innheimta út á völdin sem ráð-
andi karlmennska veitir öðrum og eru
eða geta upplifað sig jaðarsetta. Þetta
flækist oft fyrir sumum körlum, sér-
staklega þeim sem upplifa gagnrýni á
karlmennsku og karllægni sem per-
sónulega árás.
Jákvætt andóf gegn
ráðandi karlmennsku
Gagnrýni á ráðandi karlmennsku og
karllægni samfélagsins er ekki árás á
karla heldur akkúrat þvert á móti til
þess fallin að skapa drengjum og körl-
um aukið frelsi, fleiri tækifæri og meiri
lífsgæði sem á sama tíma stuðlar að
jafnrétti og mannréttindum. Frásagn-
irnar á Twitter voru klárlega skref í
átt að jákvæðri karlmennsku og andóf
gegn ráðandi karlmennsku. Við þurf-
um ekki á íhaldssömum karlmennsku-
hugmyndum að halda heldur getum
við skapað frekari sess jákvæðari karl-
mennskuhugmyndum sem byggjast á
samkennd og jafnrétti.
„Fór langleiðina með að taka
mitt eigið líf um tvítugt“
Eftir Þorstein V.
Einarsson »Frjór jarðvegur er
fyrir jákvæða karl-
mennsku á Íslandi sé tek-
ið mið af frásögnum karla
undir myllumerkinu
#karlmennskan á Twit-
ter fyrir þremur árum.
Þorsteinn V. Einarsson
Höfundur er kynjafræðingur.
@karlmennskan á Instagram
Í dag, 21. mars, er
alþjóðlegur dagur út-
rýmingar rasisma og
alls kyns kynþátta-
fordóma. Dagurinn er
haldinn hátíðlegur hjá
Sameinuðu þjóðunum
til að minnast 21.
mars 1960, þegar 69
manns var slátrað fyr-
ir að mótmæla að-
skilnaðarstefnunni
Apartheid í Sharpeville í Suður-
Afríku.
Rasismi er nokkuð innbyggður í
fólk á Íslandi og ber að minnast á
viðhorf fólks til svörtu fjallkon-
unnar. Menn þurfa bara að skoða
eigin fordóma og líta í eigin barm.
Fullyrðingar eins og „svartir eru
latir“ og „gyðingar eru nískir“
flokkast því sem fordómar þar sem
einstaklingurinn sem lætur slíkt út
úr sér notar þar vanþekkingu sína
til að búa sér til fullyrðingu um heil-
an hóp manna sem telur margar
milljónir. Fordómarnir hafa í gegn-
um tíðina oft náð að tvístra heilu
samfélögunum og verið valdir að
ýmiss konar óhugnaði sem hefði
verið hægt að koma í veg fyrir
hefðu hinir ólíku hópar haft skilning
hver á öðrum og sest niður rólega
og rætt málin. Rasismi hefur fyr-
irfundist á Íslandi lengi og var þel-
dökkum m.a. meinað að starfa á
herstöð NATO í Keflavík allt fram
til ársins 1971 og landið ekki opnað
fólki af öðrum litarhætti fyrr en
seint á áttunda áratug síðustu aldar.
Rasistahreyfingar hafa verið starf-
ræktar á Íslandi með einhverju
millibili allt frá tímum nasista og
hér á landi fyrirfinnast nokkrar slík-
ar hreyfingar enn þann dag í dag.
Rasismi er versta þjóðfélagsmein
sem til er á Íslandi í dag og hefur
leitt til aðsúgs og árása á fólk vegna
litarháttar þess sem og ýmiss konar
útskúfunar vegna dulinna fordóma.
Rasisminn á sér einnig nokkra und-
irflokka, svo sem útlendingaandúð,
menningarhatur og trúarhatur, og
eru þessi fyrirbrigði oft mun meira
áberandi en hinn hreinræktaði ras-
ismi hér á landi. Fordómar eru ekki
bara augljóst hatur; við verðum að
átta okkur á því að við erum uppfull
af fordómum þegar við segjum setn-
ingar eins og: „Ég er ekki haldin/n
kynþáttafordómum en ég myndi
ekki vilja að dóttir mín giftist svört-
um manni.“ Við erum hrædd við að
upplifa áður óþekktar tilfinningar,
við erum hrædd við viðbrögð okkar
gagnvart því sem er framandi. Við
óttumst að hið óþekkta raski jafn-
vægi okkar eða umhverfi. Vissulega
er kynþáttahatur á Íslandi og
kannski er það leyndara en okkur
grunar. Kynþáttahatur hér er meira
og minna tengt litarhætti og fólki
finnst hörundsdökkt fólk eitthvað
óæðra og skör lægra en þeir sem
rekja ættir aftur til Ingólfs.
Jafnrétti snýst að sjálfsögðu ekki
eingöngu um kynin. Björt Samuel-
sen, alþingiskona frá Færeyjum,
sagði á sínum tíma að ráðamenn og
stjórnvöld á Norðurlöndum þyrftu
að hætta að hugsa um jafnrétti sem
eitthvað sem snerist eingöngu um
kynin því allir sem fæddust í þenn-
an heim ættu jafnan rétt á virðingu
og ákveðnum rétt-
indum sem ekki mætti
taka frá þeim.
Þetta er undirstaða
frelsis, réttlætis og
mannréttinda í heim-
inum. Samkvæmt
könnun sem Evrópu-
sambandið gerði er það
staðreynd að 62% Evr-
ópubúa í dag telja að
mismunun á grundvelli
hörundslitar og upp-
runa sé mjög algeng
víða í álfunni. Íslend-
ingar eru með útlendingaandúð
gagnvart ástarsambandi milli þeirra
og til dæmis svarts fólks, eins og
kóngafjölskyldan á Bretlandseyjum
er sökuð um.
Donald nokkur Trump skapaði
óþarfa ótta og andúð í garð annarra
sem hann þoldi ekki, en þekkti í
raun ekkert og vissi ekkert um.
Andúð í garð þeirra sem við þekkj-
um ekki byggist oft á vanþekkingu
sem getur skapað fordóma, beina
eða óbeina kynþáttamismunun eða í
verstu tilfellum jafnvel hatur, því að
þetta er svo sannarlega rótgróið og
fast eins og plága í mönnum.
Kynþáttafordómar eru alls staðar
í samfélaginu og fela í sér alls konar
mannréttindabrot, mismunun, mis-
rétti, ójafnræði, óréttlæti o.s.frv. Í
Bandaríkjunum alast sumir upp við
að þeim er sagt að forðast og jafnvel
hata ákveðið fólk. Þar af leiðandi
hefur ekkert breyst í þessum kyn-
þáttahatursmálum frá upphafi. Og
mun aldrei breytast.
Þjóðarsálin fer aldrei í sjálfsrann-
sókn hvað þetta mál og önnur varð-
ar og menn loka augum og eyrum
og halda áfram með lífið eins og
ekkert sé. Gargandi kynþátta-
fordómar fara vaxandi í þessum
löndum sem og í öðrum heimsálfum.
Fordómar sem fyrirbæri hafa því
miður fylgt mannkyninu frá upphafi
en það er ekki einungis bundið við
Evrópu. Þar hefur nýnasismi, með
hjálp netsins, sprungið út alls stað-
ar.
Við berum öll sem eitt ábyrgð
hvað þetta mál varðar. Atvinnurek-
endur, ráðherrar, sveitarfélög,
stjórnmálamenn, stjórnendur,
starfsmenn, nemendur og kennarar
hafa vald og tækifæri til að breyta
viðhorfi til góðs. Að líta niður á aðra
vegna litarháttar eða útlits er ljótt,
ómannúðlegt, óviðunandi og alls-
herjarskömm gegn mannkyninu.
Kynþáttafordómar, kynþátta-
mismunun, kynþáttahyggja, kyn-
þáttamisrétti og kynþáttahatur er
nokkuð sem við megum og skulum
aldrei láta viðgangast. Það er ekki
nóg að mæta í alls konar viðburði til
að taka þátt í „Black lives matter“.
Erum við
saklaus þjóð?
Eftir Akeem
Cujo Oppong
Akeem Cujo Oppong
» Það ber að minnast á
viðhorf fólks til
svörtu fjallkonunnar
fyrir nokkrum árum.
„Myndi ekki vilja að
dóttir mín væri með
svörtum manni“ er oft
hugsað líka.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Ísland Panorama Center.
Jóhann Páll Símonar-
son ryðst fram á ritvöll-
inn í Morgunblaðinu
þriðjudaginn 16. mars
2021, af mikilli heift í
garð þriggja áhuga-
manna um mannvænt
og skilvirkt borg-
arskipulag.
Skotspænir Jóhanns
Páls eru ég undirrit-
aður, höfundur þessarar
greinar, og Einar Eiríksson og Örn
Sigurðsson félagar mínir. Einar ritaði
faglega og vel rökstudda grein um
borgarskipulag í þetta blað þann 1.
mars sl. Sú grein virðist orsakavaldur
bræðiskasts Jóhanns Páls.
Einar Eiríksson og Örn Sigurðsson
telja réttilega að ekkert í grein Jó-
hanns Páls sé svara vert. Ég undirrit-
aður kýs þó að sitja ekki þegjandi und-
ir grófum rógburði.
Jóhann Páll telur að viðstaddir hafi
brosað af sælu þegar þáverandi for-
sætisráðherra Ólafur Thors tók við
herflugvellinum í Vatnsmýri úr hendi
Breta þann 6. júlí 1946. Líklegt er þó
að a.m.k. einum hafi ekki verið hlátur í
huga, Bjarna Benediktssyni, þáver-
andi borgarstjóra í Reykjavík og
flokksbróður Ólafs Thors, alnafna og
afabróður núverandi formanns Sjálf-
stæðisflokksins, flokks Jóhanns Páls.
Ekki þarf mikla mannvitsbrekku til
að skilja að herflugvöllurinn rataði í
rangar hendur. Málið var þó útkljáð á
Alþingi þar sem fjórföldu misvægi at-
kvæða var beitt af mikilli hörku.
Við það tilefni lagði Jónas Jónsson
frá Hriflu fram þingsályktunartillögu
þess efnis að flugvöllurinn skyldi rifinn
og landinu skilað aftur til réttmætra
eigenda. Reykjavík fékk jú jarðirnar
Þóroddsstaði, Nauthól
og Skildinganes úr Sel-
tjarnarneshreppi þann
1. janúar 1932 vegna fyr-
irsjáanlegs og yfirvof-
andi skorts á heppilegu
byggingarlandi í ört vax-
andi höfuðborg.
Yfirtaka ríkisins á
Vatnsmýrarsvæðinu
1946 var fjandsamleg og
án nokkurrar réttar-
farslegrar stoðar. Hún
braut í bága við stjórn-
arskrá, skipulagslög,
sveitarstjórnarlög og öll önnur lög og
þekktar reglur og venjur um mann-
réttindi, eignarrétt og samskipti lög-
aðila. Engin þekkt fordæmi eru um
það í nútímasögu Norður-Evrópu að
átt hafi sér stað ámóta landtaka án
blóðsúthellinga.
Víst er að Ólafi Thors og félögum
hans var lögleysan 1946 að fullu ljós.
En hins vegar getur verið að hvorki
honum né ýmsum öðrum hafi þá verið
meðvitaðar þær skelfilegu afleiðingar,
sem af hlytust og stigmögnuðust ára-
tug eftir áratug í 75 ár allt til dagsins í
dag við það að setja niður flugvöll þar
sem átti að koma ný miðborg. Ekkert
lát er á eyðingarmætti þessarar vítis-
vélar.
Landtöku ríkisins fylgdi yfirtaka á
allri lofthelgi (í 45 + 14 = 59 m hæð yf-
ir sjávarmáli) yfir Nesinu vestan Ell-
iðaáa og raunverulegt forræði yfir
helsta skipulagi og þróun Reykjavíkur
og síðar höfuðborgarsvæðisins (HBS).
Samhliða landtökunni í Vatnsmýri
afhenti ríkið Flugfélagi Akureyrar
herflugvöllinn til frírra afnota án lóðar-
leigu, stærstu lóð á Íslandi og þótt víð-
ar væri leitað. Þannig öðluðust Akur-
eyringar mikið áhrifavald yfir
borgarskipulaginu í höfuðborginni.
Afleiðingar Vatnsmýrarflugvallar
eru að sönnu skelfilegar. Byggð á
höfuðborgarsvæðinu er óskilvirk flat-
neskja, a.m.k. fjórfalt víðáttumeiri en
hún hefði ella orðið án flugvallar í
Vatnsmýri. Öll erindi borgarbúa eru
að meðaltali a.m.k. tvöfalt lengri en
ella sem og fjarlægðir frá A til B, lagn-
ir, veitur, götur og stígar og leiðir
neyðarþjónustu.
Grunnur nærþjónustu og strætó er
löngu brostinn. Hér er eitt mesta bíla-
samfélag veraldar. Kostnaður allra er
gríðarlegur, mengun og útblástur CO2
eru verulegt vandamál. Líklega má
tengja mikinn og viðvarandi landflótta
um 600 Íslendinga á ári áratugum
saman beint eða óbeint við afleiðingar
af flugstarfsemi í Vatnsmýri.
Það eru góðar fréttir fyrir Reykvík-
inga af flugvallarmálinu. Ríkið hefur
ekkert formlegt vald yfir Vatnsmýrar-
flugvelli. Vilji Reykvíkinga sjálfra er
allt sem þarf og samkvæmt gildandi
samkomulagi Reykjavíkurborgar og
ríkisins á flugið að vera farið úr Vatns-
mýri fyrir miðnætti 31. desember
2022.
Óskandi væri að Jóhann Páll og
hans félagar gerðu sér í framtíðinni far
um að skoða betur heildarmyndir og
samhengi hluta.
Vindhögg flugvallarvinar
Eftir Gunnar Hjört
Gunnarsson »Vilji Reykvíkinga er
allt sem þarf og sam-
kvæmt samkomulagi
borgar og ríkisins á flug-
ið að vera farið úr Vatns-
mýri fyrir miðnætti 31.
desember 2022.
Gunnar H. Gunnarsson
Höfundur er verkfræðingur. Hann
situr í framkvæmdastjórn Samtaka
um betri byggð (BB)
gunnarhjortur@outlook.com
Vantar þig
pípara?
FINNA.is