Morgunblaðið - 20.03.2021, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
✝
Ingibjörg Guð-
ríður Matthías-
dóttir fæddist í Vík
í Mýrdal 27. febr-
úar 1938. Hún lést
á heimili sínu að
Strandvegi 20 í Vík
þann 3. mars 2021.
Hún var dóttir
hjónanna Jónínu
Þórðardóttur hús-
móður frá Hryggj-
um í Mýrdal, f. 3.6.
1911, d. 24.7. 1999, og Matthías-
ar Einarssonar, húsasmíða-
meistara frá Þórisholti í Mýrdal,
f. 24.5. 1904, d. 3.1. 1999.
Systkini Ingibjargar eru:
1) Einar Matthíasson, f. 12.5.
1944, maki Halldóra Svan-
björnsdóttir, f. 14.6. 1940.
Börn þeirra eru: 1) Guðný
Jóna, maki Magnús Baldursson.
2) Svanbjörn, maki Bryndís Ósk
Jónsdóttir. 3) Matthías, maki
Mia Redding. 4) Einar Freyr,
maki Ingigerður Karlsdóttir.
Barnabörn eru 11 og barna-
barnabörn fjögur.
2) Kolbrún Matthíasdóttir, f.
8.11. 1948, maki Björn Vignir
Sæmundsson frá Múla, f. 18.3.
1944, d. 14.11. 2005. Börn þeirra
Barn þeirra er drengur, f. 3.2.
2021. b) Birgitta Rós, f. 17.8.
2002, c) Björn Vignir, f. 20.9.
2007.
Ingibjörg ólst upp í Vík í Mýr-
dal, hún gekk í Skógaskóla árin
1951 – 1953 og í Samvinnuskól-
ann á Bifröst 1957 – 1958. Sem
unglingur fór hún á Kirkjubæj-
arklaustur í vinnu á símstöðinni
þar og átti góðar minningar
þaðan. Einnig vann hún á Tuma-
stöðum sumarstarf. Á árunum
1958 – 1962 starfaði hún á skrif-
stofu Kaupfélags Skaftfellinga í
Vík. Síðan hélt hún til Danmerk-
ur og starfaði á skrifstofu hjá
dönsku tryggingafélagi 1962 –
1963 og fór þaðan til Englands
þar sem hún var au-pair í hálft
ár. Árið 1964 gerðist hún flug-
freyja hjá Loftleiðum og síðar
Flugleiðum og starfaði hún þar
fram til ársins 2006, síðasta
flugferðin var 30. júlí 2006.
Imba giftist þann 29.10. 2000
Matthíasi B. Sveinssyni, f. 1.5.
1931, d. 4.8. 2009, þau hófu hjú-
skap 1965. Foreldrar hans voru
Guðbjörg Jónsdóttir, f. 20.4.
1901, d. 8.3. 1990, og Sveinn
Böðvarsson, f. 20.10. 1895, d.
10.8. 1985.
Þau hjónin ráku verslunina
Ljósbæ frá 1989 til 2006 og vann
hún þar öllum stundum þegar
hún var í fríi frá fluginu.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Víkurkirkju 20. mars 2021
kl. 14.
eru: 1) Matthías Jón
Björnsson, f. 20.8.
1967, maki Hafdís
Þorvaldsdóttir.
Börn þeirra eru a)
Kolbrún Magga, f.
9.6. 1987, maki
Bjarki Már Gunn-
arsson, barn þeirra
er Hafdís Hanna. b)
Þorvaldur Björn, f.
26.2. 1991, sam-
býliskona Anna
Kristjana Þorláksdóttir, börn
þeirra eru Daníel Máni og Matt-
hías Vignir. c) Ingibjörg, f. 9.12.
1994, maki Grímur Örn Ágústs-
son, börn þeirra eru Matthías
Örn, f., d., 12.7. 2012, Ólafur Leó
og Ragnheiður Alda. d) Sæ-
mundur Örn, f. 27.10. 2003. 2)
Sæmundur Björnsson, f. 7.5.
1972, d. 27.7. 1994, maki Kristín
Guðrún Ólafsdóttir. Barn þeirra
er Sædís Birna, f. 21.1. 1995,
sambýlismaður Gunnar Bjarki
Jóhannsson. Barn þeirra er
drengur, f. 24.2. 2021. 3) Ingi
Már Björnsson, f. 12.4. 1976,
maki Hjördís Rut Jónsdóttir.
Börn þeirra eru a) Harpa Rún
Jóhannsdóttir, f. 27.9. 1997,
maki Brynjar Gísli Stefánsson.
Elsku systir.
Ég vil þakka þér fyrir þessi sl.
12 ár sem við deildum saman, þá
báðar orðnar ekkjur. Þú dvaldir
hjá mér hér í Vík eftir að Matti
þinn dó, hjálpaðir mér að reka
mitt fyrirtæki og passa elskuleg
langömmubörn mín sem voru
eins og þín. Þú varst mjög elsk
að börnum og dýrkaðir þau.
Þér fannst ekki leiðinlegt þeg-
ar einn Matthíasinn fæddist fyrir
rúmu ári en hann heitir Matthías
Vignir.
Hann færði þér blómvönd á 83
ára afmælinu þínu 27. febrúar sl.
Þú og Erlen vinkona þín sem
lést á sl. ári fóruð til Danmerkur
í eitt ár og síðan fóruð þið til
Bretlands í hálft ár sem au-pair.
Á leiðinni með Gullfossi kynntust
þið Þuru Ísólfs, seinna urðuð þið
allar flugfreyjur og þarna skap-
aðist ævilöng vinátta ykkar. Það
var í rauninni pabbi sem kom
ykkur í það starf en hann sendi
ykkur umsókn, sjálfsagt séð það
í Tímanum, þar sem auglýst var
eftir flugfreyjum. Flugfreyju-
starfið var þitt aðalstarf í um 42
ár, en einnig varstu liðtæk í búð-
inni ykkar Matta á milli þess að
fljúga.
Þú kynntist manninum þínum
Matta Sveins og þið byggðuð
ykkur rosalega flott hús á Arn-
arnesi. Garðurinn var yndislegur
og áttir þú eflaust mörg handtök
þar, rósirnar þínar voru svo fal-
legar.
Þið komuð oft í Víkina og allt-
af ef skírn, ferming eða slíkt var
fram undan. Matti alltaf að festa
á filmu slíka atburði og hefur það
glatt mig á síðustu árum að
skoða þær myndir. Ég vil þakka
fyrir allar góðu stundirnar í sum-
arbústaðnum okkar Bjössa í
Skaftártungunni, þegar þið og
Einar bróðir og fjölskylda kom-
uð í veiðiferð í Tungufljótið. Það
voru ómetanlegar stundir en því
miður of fáar.
En Imba mín, mér er efst í
huga okkar síðastliðna ár þegar
við keyptum okkur íbúð saman.
Það var ekkert auðvelt að koma
húsbúnaðinum okkar fyrir í 76
fermetrum.
Þú áttir svo fallega muni sem
þú safnaðir í gegnum tíðina, en
ég veit að þú kunnir að meta þá
hjálp sem við fengum til að skapa
okkur notalegt heimili.
Ég hefði óskað að við hefðum
getað deilt því lengur saman. Þú
varst mjög ánægð þegar ég setti
upp gömlu stofugardínurnar úr
Mávanesinu, 40 ára gamlar en í
lagi, kannski smá upplitaðar.
Á síðastliðnu sumri komumst
við austur á Höfn í Hornafirði
með hjálp góðra vina, sem í mín-
um huga var ógleymanlegt.
Þegar langömmubörnin mín
komu hér eftir að þú kvaddir, hef
ég fengið spurningar „hvar er
Imba?“ - en ég er ekki mjög trú-
uð á guð, en hef þó sagt „hún er
hjá Guði“ og þau sætt sig við það.
Ég vil þakka skólafélögum
hennar frá Bifröst fyrir þeirra
vináttu, en þau hafa haldið mjög
vel saman, m.a. farið saman í
ferðalög, á síðari árum hafa þau
einnig boðið mér með. Takk fyrir
það.
Ég vil einnig geta þess hversu
ómetanleg sú þjónusta er, sem
krabbameinssjúklingar fá hér á
Suðurlandi, að þurfa ekki að fara
til Reykjavíkur í lyfjagjöf. Á
sjúkrahúsi Suðurlands er frá-
bært starfsfólk undir stjórn
krabbameinslæknisins Sigurðar
Böðvarssonar. Ég vil færa þessu
fólki þakkir mínar, ykkar starf er
ómetanlegt.
Elsku Imba mín, takk fyrir
allt.
Þín systir,
Kolbrún (Kolla).
Elsku Imba. Nú ertu fallin frá,
stór partur af okkar frábæru
fjölskyldu sem stóðst alltaf sem
klettur við bak okkar allra.
Ég man enn þegar þið Matti
komuð reglulega í Víkina er ég
var krakki, alltaf var manni fært
eitthvað enda ef þið voruð í Vík-
inni eða í sumarbústaðnum þá
var aldrei að ræða annað en að
maður væri með ykkur.
Góðu tímarnir þegar maður
var í heimsókn hjá ykkur í Máva-
nesinu, horft á allar Nonna og
Manna-myndirnar, martröðin
mín með ísbjörninn sem allir í
fjölskyldunni muna eftir.
Allar fjöruferðirnar með ykk-
ur sem barn, það var aldrei logn í
kringum ykkur Matta, því það
var alltaf gaman sama hvað var.
Svo á fullorðinsárum, ég man
enn nákvæmlega hvar ég var,
búsettur í Noregi og var að
keyra e18 frá Osló til Tønsberg
þegar Kolla amma hringdi í mig
og sagði mér fréttirnar að þú
værir veik, illa haldin af krabba-
meini.
Ég held að ákvörðunin um að
flytja heim aftur hafi svolítið
ákvarðast á þessum tíma.
En svo er nútíðin, Matthías
Vignir kom í heiminn þann 10.
janúar 2020 og ekki leið á löngu
þar til hann átti orðið bestu vin-
konu, uppáhaldsfrænku.
Þið amma fluttar á Strandveg-
inn og alltaf var það beint í fang-
ið til Imbu frænku og nebbak-
núsin sem voru aðeins
framkvæmd með Imbu frænku,
Matthías Vignir er greinilega lík-
ur pabba sínum því alltaf sótti
hann í að hafa gaman með Imbu
frænku.
Þín verður sárt saknað og
minningarnar verða okkur kær-
komnar um alla tíð.
Þorvaldur Björn Matthías-
son og fjölskylda.
Kveðja frá bekkjarfélögum
Enn fækkar í hópi okkar
skólafélaganna sem útskrifuð-
umst frá Samvinnuskólanum á
Bifröst árið 1958. Fallin er frá
skólasystir okkar Ingibjörg
Matthíasdóttir eða Imba Matt
eins og hún var gjarnan kölluð í
okkar hópi.
Eftir inntökupróf í september
1956 mættu í Bifröst ungmenni
víðs vegar að af landinu og hugð-
ust stunda tveggja ára nám við
skólann.
Ein í þessum hópi var Imba
sem komin var frá Vík í Mýrdal
og þar með hafði staðurinn Vík í
Mýrdal fengið merkingu í hugum
okkar hinna. Það var þroskandi
og upplýsandi að kynnast land-
inu sínu í gegnum ólíkar æsku-
stöðvar nemendanna.
Við fengum ágæta fræðslu hjá
kennurunum í Bifröst, en ekki
var síður menntandi að umgang-
ast skólafélagana og tengjast
þeim vinaböndum. Samheldni og
vinátta hefur einkennt hópinn
okkar og frekar aukist nú upp á
síðkastið, þegar gamlar minning-
ar verða fyrirferðarmeiri og dýr-
mætari.
Við vorum 14 stelpurnar í
bekknum og oft glatt á hjalla í
heimavistinni. Imba var söng-
fuglinn í hópnum og þannig mið-
depill á síðkvöldum í náttfatap-
artíum sem gjarnan voru haldin
eftir lokun vistanna um leið og
hlustað var á lög unga fólksins.
Einnig söng Imba með skóla-
hljómsveitinni meðan við hin
tjúttuðum af miklum móð. Imba
var góður félagi, hún var hæglát,
tranaði sér ekki fram, en alltaf til
í að vera með í uppátækjum og
fjöri. En skólaárin voru ekki
bara glens og grín, það skiptust á
skin og skúrir, námið þurfti að
taka alvarlega og stundum gerð-
ust sorglegir atburðir. Þessi
sameiginlega reynsla myndaði
trausta vináttu sem staðið hefur í
rúmlega 60 ár.
Eftir skólaárin tvístraðist hóp-
urinn eðlilega í allar áttir. Fáir
urðu víðförulli en Imba sem
gerðist flugfreyja hjá Icelandair.
Saumaklúbburinn hjá okkur
skólasystrunum varð fastur
punktur sem byggði brú milli
skólaáranna og okkar daglega
annríkis.
Imba flutti með sér kærkom-
inn andblæ frá útlöndum inn í
klúbbinn sem á fyrstu árunum
var oft undirlagður af umræðum
um bleyjuskipti og barnauppeldi.
Seinna efldist pólitísk vitund í
klúbbnum og fjörugar stjórn-
málaumræður stóðu stundum
næturlangt. Imba hafði ákveðnar
skoðanir, sem hún tjáði af festu.
Skoðanir hennar voru stundum
íhaldssamar en einkenndust
einnig af ríkri tilfinningu fyrir
jöfnuði og mannúð.
Imba var tengd æskustöðvun-
um í Vík sterkum böndum. Eftir
að Matthías eiginmaður hennar
féll frá árið 2009 dvaldi hún mik-
ið hjá Kolbrúnu systur sinni sem
búsett var í Vík. Á endanum
flutti Imba alfarið heim til Víkur
og héldu hún og Kolbrún þar
heimili saman. Í sumar sem leið
heimsótti saumaklúbburinn
Imbu og Kolbrúnu og átti með
þeim ánægjulega daga. Sú dvöl í
Vík skilur eftir sig dýrmæta
minningu.
Við kveðjum Imbu með sökn-
uði og þakklæti fyrir áratuga
vináttu og góðar samverustund-
ir. Kolbrúnu og Einari og fjöl-
skyldum þeirra sendum við sam-
úðarkveðjur.
F.h. útskriftarárgangs 1958
frá Samvinnuskólanum á Bifröst,
Elsa Sigríður Jónsdóttir,
Guðný Björnsdóttir.
Ingibjörg
Matthíasdóttir
Anna Guðrún
Sigurðardóttir
✝ Anna Guð-
rún Sigurð-
ardóttir fæddist
18. september
1975. Hún lést
16. febrúar
2021.
Útför Önnu
Guðrúnar fór fram 25. febrúar
2021.
Meira á: www.mbl.is/andlat
Minningar á mbl.is
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERLA ÓLAFSDÓTTIR STOLZENWALD,
fyrrum til heimilis í Nestúni 10,
Hellu,
lést á Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn
16. mars.
Sólveig Stolzenwald
Gústav Þór Stolzenwald
Ólafur Egill Stolzenwald
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARGRÉT GUNNARSDÓTTIR,
Gautlandi 11, Reykjavík,
lést þriðjudaginn 16. mars á Vífilsstöðum.
Jarðarförin auglýst síðar.
Gunnar Magnússon Margrét Halldórsdóttir
Magnús Magnússon Sandra Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
TÓMAS GUNNAR SÆMUNDSSON
frá Hrútatungu,
lést á lyflækningadeild Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands á Selfossi 18. mars.
Sigrún E. Sigurjónsdóttir
Sigurjón Tómasson
Þorgerður Tómasdóttir Guðmundur E. Jóhannesson
Arndís Tómasdóttir Frímann B. Baldursson
og barnabörn
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, systir,
amma og langamma,
SIGURÁST INDRIÐADÓTTIR,
Ásta á Leirá,
lést á hjúkrunarheimilinu Höfða
laugardaginn 13. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Hallfríður Kristinsdóttir Björn Jónsson
Björg Kristinsdóttir
Júlíus Birgir Kristinsson Svanhvít M. Aðalsteinsdóttir
Hafdís Kristinsdóttir Þór Ægisson
Ásgeir Örn Kristinsson Anna Leif Auðar Elídóttir
Ragnheiður Kristinsdóttir Óskar Helgi Guðjónsson
Sigrún Magnúsdóttir Jón Helgason
Ólafur Indriðason Björk Snorradóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
STEFÁN ÞORLEIFSSON,
íþróttakennari og fyrrv. forstöðum.
Fjórðungssjúkrahússins í
Neskaupstað,
Þiljuvöllum 21, Neskaupstað,
lést sunnudaginn 14. mars.
Hann verður jarðsunginn frá Norðfjarðarkirkju föstudaginn
26. mars klukkan 14. Streymi frá jarðarförinni má finna á
Facebook-síðu Norðfjarðarkirkju.
Elínbjörg Stefánsdóttir Þórarinn Smári
Sigurjón Stefánsson
Þorleifur Stefánsson Helga Magnúsdóttir
Vilborg Stefánsdóttir
barnabörn, langafabörn og langalangafabarn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi, bróðir og vinur,
XUAN THANH BUI,
lést þriðjudaginn 16. mars.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 23. mars klukkan 13.
Thi Phuong Nguyen
Thu Thi Bui og fjölskylda
Thang Minh Bui
Tra Huong Thi Bui
Thuy Diep Thi Hoang