Morgunblaðið - 20.03.2021, Side 33
MINNINGAR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
✝
Guðný Helga
Björnsdóttir
fæddist 7. desem-
ber 1929 á Suður-
eyri í Súg-
andafirði. Hún lést
7. mars 2021 á
Sjúkrahúsinu á
Hólmavík. For-
eldrar hennar
voru Karólína
Hrefna Jónsdóttir,
f. 13. september
1894, d. 27. febrúar 1970, og
Björn Vigfússon, f. 4. sept-
ember 1864, d. 23. júní 1931.
Átti hún þrjú hálfsystkini,
Magnús, Bjarna og Sigríði, öll
látin.
Guðný giftist 31. desember
1953 Gústafi Adolf Guðmunds-
syni, f. 19. ágúst 1925 á
Hólmavík en hann lést 6. jan-
úar 2013 á hjartadeild Land-
spítalans í Reykjavík. Guðný
og Gústaf hófu búskap sinn á
Hólmavík og bjuggu þar til
ársins 1966 er þau fluttust til
Reykjavíkur og bjuggu þar alla
tíð síðan. Síðastliðin tvö ár
dvaldi Guðný á Sjúkrahúsinu á
Hólmavík.
Börn Guðnýjar og Gústafs
eru: 1) Guðmundur Viktor, f. 7.
október 1952, maki hans er
Birna S. Rich-
ardsdóttir, f. 17
ágúst 1951. Börn
þeirra eru: a) Guð-
mundur Richard, f.
1977, maki Sus-
anne Borgen-
stierna, eiga þau
tvö börn. b)
Hrefna, f. 1979,
maki Gauti Þórð-
arson, eiga þau
þrjú börn. c)
Guðný, f. 1986, maki Hall-
varður Jónsson. 2) Guðbjörg, f.
2 desember 1953, sonur hennar
er Andri Valur Sigurðsson, f.
1975, á hann eina dóttur. Maki
hennar Jakob Smári, f. 11. jan-
úar 1950, d. 19. júlí 2010. 3)
Magnús, f. 3. maí 1959, sonur
hans er Júlíus Brynjar, f. 1988,
maki Magnúsar er Röfn Frið-
riksdóttir sem áður átti tvo
syni, Veigar Arthúr, f. 1982,
maki Hafdís Jóna Stefánsdóttir
og eiga þau þrjár dætur, Atla
Arnar, f. 1985, á hann þrjú
börn, en saman eiga þau Magn-
ús og Röfn Gústaf Hrannar, f.
1994, Guðmund Ara, f. 1997,
og Róbert Fannar, f. 1998.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 20.
mars 2021, klukkan 14.
Elsku amma. Nú skilur leið-
ir. Margar minningar koma
upp í hugann, þær fyrstu frá
því að ég heimsótti ykkur afa í
Árbæinn, stundum ein en á
unglingsárum oft í fylgd Mæju
vinkonu.
Þá var margt brallað og
brasað, með tilheyrandi strætó-
ferðum, sund- og bæjarferðum.
Amma var nú alltaf rösk til
verka og ekkert að hukla við
hlutina, eins og Dúddi hefði
sagt.
Eitt vorið hafði ég misst af
árlegu sundnámskeiði í Laug-
arhól í Bjarnarfirði vegna veik-
inda (það er eins og maður sé
100 ára).
Amma reddaði því nú snar-
lega og skráði mig til leiks á
sundnámskeið í Árbæjarskóla
það sumarið.
Á framhaldsskólaárunum bjó
ég um tíma hjá ömmu og afa.
Við amma töluðum stundum
„hátt“ saman á þeim tíma en
alltaf vorum við samt góðar
vinkonur og hlógum oft saman.
Seinna var alltaf gott að
koma í Fiskakvíslina þar sem
þau bjuggu, svona til að fleygja
sér í sófann, lesa blöðin, fá sér
aðeins í gogginn, eða biðja
ömmu að passa langömmu-
drenginn.
Það entist þar til amma var
sótt með sjúkrabíl í eitt skiptið,
hafði farið úr mjaðmarlið.
Það var gott að eiga ömmu
að en síðar breyttust hlutverk
okkar, og í stað þess að hún
leiddi mig leiddi ég hana.
Minningarnar eru dýrmætar
en seinna hittumst við aftur.
Takk fyrir allt.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hrefna
Guðmundsdóttir.
Guðný Helga
Björnsdóttir
Björn var minn
stóri bróðir, fjórum
árum eldri og ráða-
góður. Hann var
líkur afa, Jóni smið
á Akranesi, hagur, hógvær,
handsterkur, fáorður en kím-
inn.
Við rifjuðum oft upp stríðs-
árin og gróskuárin í Reykjavík
eftir stríð. Ljúfar endurminn-
ingar hófust á Hóli en þangað
vorum við systkin send í stríðs-
byrjun til afa og ömmu,
Jóhannesar stórfrænda og
Siggu minnar. Ég minnist
snjóaveturs, vetrarsólin skein
og Björn fór á sleða í gegnum
gaddavírsgirðingu.
Vélvæðing var engin, tæknin
var skilvinda og hestasláttuvél.
Þetta breyttist skjótt. Byggt
var íbúðarhús, vegur kom upp
dalinn, traktor, herjeppi, sími
og rafmagn frá vindmyllu með
rafgeyma.
En menning var í Lundar-
reykjadal. Jakob á Varmalæk
var smiður hússins, organisti og
söngstjóri karlakórs sveitarinn-
ar. Farkennari, Ingi Tryggva-
son, kom í stað barnaskóla.
Smíðakompan í kjallaranum
á Ránargötu 21 var sérstakur
samkomustaður, allt í senn um-
ræðuherbergi, smíða-, efna- og
eðlisfræði- og ljósmyndastofa.
Björn réð þar ríkjum.
Búin voru til kolbogaljós sem
Björn Kristinsson
✝
Björn Krist-
insson fæddist
2. janúar 1932.
Hann lést 22. febr-
úar 2021. Björn var
jarðsunginn 5. mars
2021.
trufluðu útvarps-
sendingar í ná-
grenninu og
margt sem nú er
sennilega bannað
að búa til. Löngu
fyrir áramót var
keyptur saltpétur
og brennisteinn í
Ingólfsapóteki og
í sömu ferð, við-
arkol hjá Ellings-
en. Suma gæti
grunað, að væri þetta malað í
réttum hlutföllum, gæti það
orðið púður. Svo var líka.
Kveikjuþráðinn þurfti að fá hjá
Vegagerðinni. Pappír í heima-
gerða kínverja gátu flestir rúll-
að. Bombur í batteríshylkjum
vafðar inn í svart einangrunar-
band og lakkaðar voru sérgrein
Smíðakompunnar. Sennilega
var offramleiðsla. Áratug
seinna var bombu kastað á
rússneska sendiráðið í mót-
mælaskyni við innrás Rússa í
Ungverjaland. Enn liðu 10 ár,
Bjarni Markús, flugmaður á
Stýrimannastíg 5, var að
hreinsa sitt gamla þakherbergi
og fann þar bombu. Í rælni
kveikir hann í henni og hendir
út á götu. Rúður brotna, lög-
reglan finnur út að Bjarna-
bomba er af sömu gerð og
sendiráðsbomban.
Við Björn tefldum skák,
hann vann oftast. Allt lék í
lyndi.
Skilnaður foreldra okkar
gjörbreytti lífinu. Ég var óham-
ingjusamur, fór einförum og 16
ára til sjós.
Við Björn hittumst ekki og
töluðumst varla við í fimmtán
ár. Að námi loknu urðum við
vinir á ný. Áttum sameiginleg,
tæknileg áhugamál. Ég fylgdist
með því sem Björn fékkst við:
mælitæki, neðanjarðarlestir í
Reykjavík og flugvöll á Löngu-
skerjum. Við sigldum á báti
okkar Riet við Noreg og Sví-
þjóð og flugum með Birni, hann
var góður flugmaður.
Björn kom á sabbatsári til
TU í Delft. Ég var að þróa nýtt
loftræstikerfi, Fresh-r og hafði
farið fýluferð um heiminn,
40.000 km, í leit að loft/loft
varmaskipti. Björn fann franskt
patent frá 1929 hjá Noor van
Andel í Almelo, 40 km frá okk-
ur. Í sex ár unnum við þrír að
endurgerð. Björn bjó til frum-
gerð af tveggja loftstrauma
dælu með seglum á fjölda af
blöðkum og strokki. Hún komst
ekki í framleiðslu en er ásamt
einkaleyfi á Boerhaave-safninu
í Leiden. Fresh-r var á alþjóða
„Passiv Haus“ ráðstefnu í
München 2018 kosin World
Champion Ventilation.
Ég er og var alla tíð stoltur
af stóra bróður.
Jón Kristinsson.
Garðar
Jónsson
✝
Garðar
Jónsson
fæddist 21. jan-
úar 1966. Hann
lést 1. mars
2021.
Útförin fór
fram 12. mars
2021.
Meira á: www.mbl.is/andlat
Minningar á mbl.is
Allur arður af þjónustunni rennur til reksturs kirkjugarðanna
Tökum á móti ástvinum í hlýlegu
og fallegu umhverfi
Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is
Öll aðstaða í samræmi við tilefnið. Hlýlegt og fallegt
húsnæði og nýir glæsilegir bílar.
Sjá nánari upplýsingar á utfor.is
Útfararþjónusta
Við veitum alla þjónustu tengda andláti ástvina
– Þjónusta um allt land og erlendis
– Þjónusta í heimahúsi og á stofnunum
í yfir 70 ár
Guðný Hildur
Kristinsdóttir
Framkvæmdastjóri
Ellert Ingason
Sálmaskrár,
útfararþjónusta
Emilía Jónsdóttir
Félagsráðgjöf,
útfararþjónusta
Guðmundur
Baldvinsson
Útfararþjónusta
Lára Árnadóttir
Útfararþjónusta
Sigurður Bjarni
Jónsson
Útfararþjónusta
Magnús Sævar
Magnússon
Útfararþjónusta
Jón G. Bjarnason
Útfararþjónusta
Helga
Guðmundsdóttir
Útfararþjónusta