Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Það var vorið
1980 sem ég minn-
ist þess að hafa séð
Pétur Björn (PB)
mág minn fyrst. Þá skokkaði ég í
hádeginu á Melavellinum gamla.
Samtímis var sveit vaskra
manna, sem nefndi hóp sinn
Lunch United, að spila fótbolta. Í
hópnum var hávaxinn, herða-
breiður, myndarlegur, skeggvax-
inn maður sem augljóslega var
hrókur alls fagnaðar. Þar var
Pétur Björn mættur. Ekki minn-
ist ég þess að við höfum talað
mikið saman á þessum tíma. Það
gerðist síðar, nánar til tekið á
árinu 1982, þegar ég fór á fjörur
við konuna mína, Bobbu systur
hans. Tókst þá strax með okkur
einstakur og traustur vinskapur.
Þessa áratugi höfum við vin-
irnir brallað margt minnisstætt
saman. Árið 1984 þegar hann bjó
í Svíþjóð heimsóttum við Bobba
fjölskylduna. Á öðrum degi, þeg-
ar mikil veisla var undirbúin, fór-
um við PB saman í sænska ríkið
sem bauð upp á úrval vína.
Smekkur okkar var einfaldur á
þessum árum. Helst bárum við
okkur eftir góðum lagerbjór og
léttum rauðvínum. Það var um
það bil að breytast. Minnist ég
vel augnabliks þegar við vorum
komnir með bjór og nokkrar vín-
flöskur í innkaupakerruna. Þá er
PB litið á vínflöskur í glerskáp
sem stóð í miðri búðinni. Hann
horfir um stund á flöskurnar sem
allar voru dýrar, mjög dýrar að
mati manns með einfaldan vín-
smekk, og segir svo: „Óli, hvað
fær menn til að greiða svona pen-
ing fyrir flösku af víni?“ Við
horfðum um stund þöglir hvor á
annan. Þarna vaknaði vínáhugi
okkar vinanna. Flaskan var
keypt og um kvöldið öðluðumst
við skilning á því hvers vegna öll
vín eru ekki ódýr. Ævintýri var
hafið. Nokkrum mánuðum síðar
stofnuðum við fyrsta sameigin-
lega rekstur okkar, Vín- og mat-
arklúbbinn, smökkunarklúbb þar
sem smökkuð voru eðalvín og
góður matur. Rákum við klúbb-
inn í nokkur ár og smökkuðum
þar mikið af athyglisverðum vín-
um í góðra vina hópi. PB ritaði
samhliða afar athyglisvert rit um
eðalvín og smökkun.
PB var um margt einstakur
maður. Auk ljúfmennskunnar
var tvennt áberandi þeim sem
kynntust honum, það var hve
hugmyndaauðugur og lausna-
miðaður hann var í nálgun
vandasamra verkefna. Á þetta
tvennt reyndi mjög í fjölmörgu
Pétur B. Pétursson
✝
Pétur Björn
Pétursson
fæddist 31. janúar
1946. Hann lést 7.
mars 2021.
Útför hans fór
fram 19. mars
2021.
sem við brölluðum í
löngum vinskap. Ár-
ið 1993 stofnuðum
við Sumarskólann
ehf. Uppbygging
skólans var eftir frá-
bærri hugmynd sem
PB hafði fengið.
Skólann rákum við
saman í 14 ár.
Þegar litið er um
öxl leita á hugann
minningar um
margt skemmtilegt, ekki síst öll
ferðalögin sem við fórum saman.
Á sumrin voru það langar innan-
landsferðir með fjölskyldunni, á
veturna fórum við í borgaferðir
þar sem borgirnar sjálfar voru
ekki einasta skoðaðar heldur
einnig og ekki síst veitingastaðir
með einstakan mat og vín. Einn-
ig var það lengi nánast regla hjá
okkur að hittast um helgar,
borða saman og spjalla.
PB gekk í Frímúrararegluna
árið 1996. Hann tók þátt í stofn-
un frímúrarastúkunnar Njarðar
árið 1999. Frímúrarastarfið átti
hug hans síðustu ár. Starfaði
hann þar mikið, m.a. sem yfir-
maður stúkunnar.
Sorg fjölskyldu og vina er
mikil sem nú horfa á eftir ein-
stökum dreng með eftirsjá.
Gangi þér vel í síðustu ferðinni
kæri vinur.
Ólafur Haukur Johnson.
Rauðvín, nautalundir, humar
og annað góðgæti kemur upp í
hugann þegar hugsað er til Pét-
urs Björns. Auðvitað er þetta hé-
gómi miðað við mannkosti þá
sem Pétri Birni voru gefnir. Vel-
vildin og glettnin voru hans að-
alsmerki í bland við dugnað,
gestrisni og hjálpsemi sem hann
sýndi vinum sínum. Hann var
mikil félagsvera og hafði yndi af
því að vera veitandi. Við hjónin
nutum gestrisni þeirra Kristínar
oftar en tölu verður á komið.
Eftir að við eignuðumst okkar
annað heimili í Breiðdal hjálpuðu
þau Pétur Björn og Kristín okk-
ur iðulega, fyrst á sauðfjárbúi
okkar bæði vor og haust og enn
meira þegar við hófum rekstur á
litlu hóteli. Þá var leitað til þeirra
hjóna um allt sem sneri að veit-
ingum. Pétur tók að sér mat-
reiðslu á hótelinu í nokkrar vikur
á ári í mörg ár. Gestir, sem flestir
voru erlendir, báru mikið lof á
matreiðslu hans. Þá þurfti hag-
fræðingurinn Pétur Björn oft að
veita upplýsingar um efnahags-
ástand landsins og horfurnar
fram undan. Fyrir störf þeirra
hjóna verður ekki fullþakkað.
Pétur Björn hafði mikla
ánægju af því að ferðast á nýjar
slóðir og kynnast menningunni
þar, ekki síst matarmenningunni.
Hann átti auðvelt með að eignast
vini hvar sem hann fór og frædd-
ist af þeim. Hann starfaði sem
leiðsögumaður hér innanlands á
síðari árum og naut þess að sýna
erlendum ferðamönnum náttúru
Íslands og kynna þeim menningu
landsins ásamt sögu lands og
þjóðar.
Við fórum með þeim Kristínu
og Pétri Birni í nokkrar ferðir út
fyrir landsteinana og nutum
mjög þeirrar samveru. Síðastlið-
ið haust fórum við saman í hring-
ferð um landið með viðkomu í
Breiðdalnum. Var gaman að
kynnast því hve hótel- og veit-
ingaþjónustunni hefur fleygt
fram hér á landi á síðustu árum
með aukinni ferðamennsku og
kröfum sem til hennar eru gerð-
ar. Pétur Björn var hreykinn af
þessum framförum enda málið
honum skylt þar sem hann starf-
aði í mörg ár við Hótel- og veit-
ingaskólann við MK.
Við kveðjum Pétur Björn með
þakklæti í huga.
Fjölskyldu Péturs Björns og
ástvinum öllum sendum við inni-
legar samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Péturs
Björns.
Guðrún Sveinsdóttir,
Jón B. Stefánsson.
Látinn er gamall vinur okkar,
Pétur Björn Pétursson. Þó að
leiðir Péturs og okkar hafi ekki
legið saman í allmörg ár, er vert
að minnast góðs drengs, sem við
störfuðum með og gerðum okkur
oft glaðan dag saman. Á árunum
1980-2000 var fjöldi ungra kenn-
ara starfandi í FB, sem bundust
miklum vinaböndum. Einn af
þeim sem var í forystu fyrir þess-
um vinahóp var P.B.P. og var
hann ódrepandi í að finna upp á
einhverju sem héldi hópnum
saman. Matarboð, vínsmökkun,
veiðiferðir, innanhússfótbolti svo
eitthvað sé nefnt sem hann stóð
fyrir. Þess má geta að hann var
frábær kokkur og kynnti okkur
oft fyrir framandi réttum, sem
hann útbjó handa okkur af mikilli
snilld. Á þessum árum var stofn-
að Hið íslenska tipparafélag í FB
að hans undirlagi og er þetta fé-
lag enn þá starfandi undir nafn-
inu HÍT. Við unnum einu sinni
þann stóra og sá Pétur um að
skipuleggja ógleymanlega ferð
fyrir okkur til Lundúna á fót-
boltaleik. Þeir sem fóru í þessa
ferð minnast hennar enn þá með
bros á vör. Pétur var þægilegur í
umgengni, vinamargur og frá-
bær kennari. Pétri lá ekki hátt
rómur, en það sem hann sagði
náði eyrum nemenda og annarra.
Þó að gamli vinhópurinn sé
ekki lengur til staðar, leitar hug-
urinn til baka þegar við fréttum
um andlát Péturs Björns. Nú er
Pétur genginn á vit forfeðra
sinna, en við gömlu samstarfs-
félagar hans úr FB minnumst
góðs drengs.
Við vottum fjölskyldu Péturs
innilega samúð.
Fyrir hönd gamalla samstarfs-
manna úr FB.
Stefán Benediktsson.
Það dimmdi yfir þegar ljóst
var í hvað stefndi með Pétur
Björn. Eftir að hafa fengið ein-
hverja slæmsku í lungu, sem
virtist í sjálfu sér ekki hættuleg,
leið ekki nema mánuður þar til
hann var allur. Þetta gerðist allt
svo hratt og óvænt.
Erfiðar og sárar tilfinningar
hellast yfir okkur eftir því sem
við áttum okkur betur á þeirri
staðreynd að Pétur Björn sé far-
inn.
Við áttum ógleymanlegar og
ómetanlegar stundir með Pétri
Birni og Kristínu í gegnum árin.
Minningarnar ylja og gleðja og
munu þær alltaf fylgja okkur.
Þeirri tilhugsun fylgir mikil sorg
og söknuður að samverustund-
irnar með honum verði ekki
fleiri.
Á þeim rúmlega aldarfjórð-
ungi sem leiðir okkar hafa legið
saman styrktist vináttan með
hverju árinu. Við höfum notið
„ferðalagsins“ með Pétri Birni
og Kristínu í eiginlegum og óeig-
inlegum skilningi. Ófáar eru end-
urminningarnar: Ferðalögin þar
sem Pétur Björn lék stórt hlut-
verk, enda var hann oftar en ekki
helsti hugmyndasmiður, skipu-
leggjari og höfuðpaur í því sem
tekist var á hendur. Heimsókn-
irnar á Smáraflötina þar sem
nostrað var við bæði gesti og
veitingar af sérstakri alúð, og
ánægjan yfir vel heppnaðri
kvöldstund fór ekki fram hjá
neinum. Þau Kristín voru alger-
lega samtaka í þessu sem öðru.
Allt var notalegt og áreynslu-
laust.
Pétur Björn hafði sterkar
skoðanir á mönnum og málefnum
og lá ekkert á þeim. Hann gat
verið hvass og afdráttarlaus þeg-
ar honum mislíkaði eitthvað. En
hann var sannarlega vinur vina
sinna og naut þess með hverri
taug að gleðja þá sem honum
þótti vænt um. Þá var ekkert til
sparað; rausn og höfðingsskapur
á öllum sviðum, eins og honum
var eiginlegt. Hann var hlýr og
traustur vinur og samferðamað-
ur. Þakklæti fyrir að hafa fengið
að fylgjast að í þennan tíma er
okkur efst í huga þegar við minn-
umst hans.
Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Það tók þau Kristínu og Pétur
Björn dálítinn tíma að finnast á
lífsleiðinni, en þegar þar að kom
var strax ljóst, að þau voru ætluð
hvort öðru.
Þau bættu hvort annað upp,
mynduðu sterka einingu og voru
sannarlegir sálufélagar. Nú er
þessi sterka eining brotin upp;
nýr veruleiki blasir við og nýjar
brautir þarf að feta.
Elsku Kristín, megi ljósið lýsa
leiðina þína og allar góðar vættir
styðja þig og styrkja. Við vottum
aðstandendum Péturs Björns
okkar dýpstu samúð.
Björg og Bjarni Snæbjörn.
Hann er skrítinn
þessi tími, stundum
er rétt eins og hann
standi í stað en
stundum flýgur
hann áfram og maður heldur ekki
í við hann. Það er svo ótrúlega
stutt síðan Þórður var fastur lið-
ur í okkar hversdagslífi og nú er
hann horfinn á braut. Hann kom
inn í líf okkar þegar Magnús fór
að vinna í byggingarvinnu hjá Ás-
Þórður
Magnússon
✝
Þórður Magn-
ússon fæddist
17. apríl 1933.
Hann lést 9. mars
2021.
Útförin fór fram
18. mars 2021.
hamri rétt rúmlega
tvítugur og þó að
aldursmunurinn
væri eilítill, upplifð-
um við hann aldrei í
okkar samskiptum.
Þegar Magnús var
kominn í eigin
rekstur voru þeir
ófáir tímarnir sem
þeir eyddu saman
við að rífa í sundur
nú eða setja saman
það sem bilað var, bera saman
bækur og leita eftir aðstoð hvor
hjá öðrum ef þurfti.
Nokkrir voru þeir kaffiboll-
arnir sem drukknir voru við eld-
húsborðið heima að ræða hinar
ýmsu framkvæmdir sem í gangi
voru og hvort rétt væri nú staðið
að málum.
Þórður var af gamla skólanum,
sjálfum sér nógur, gerði við það
sem bilaði, gafst ekki upp þótt
það gengi ekki í fyrstu tilraun
heldur hélt áfram þar til það virk-
aði.
Allt nýtt og engu hent sem gat
verið notagildi í því maður vissi
aldrei nema það kæmi að gagni
síðar. Við gætum margt lært af
þessari kynslóð sem er nú að
kveðja okkur hvert af öðru.
Þórður minn, við þökkum þér
fyrir þær stundir sem við áttum
saman þær eru okkur mikils virði
og hlýja okkur nú þegar þú hefur
hvatt. Gangi þér vel á nýjum stað,
þú heldur áfram að fylgjast með
þínu fólki og hver veit, kannski
þarf að dytta að einhverju þar
líka og þá liggur þú ekki á liði
þínu. Hrönn, systrunum og
þeirra fjölskyldum sendum við
samúðarkveðjur og hlýhug.
Magnús og Sigurlína.
Minningarkort á
hjartaheill.is
eða í síma 552 5744
Sálm. 17.5-6
biblian.is
Skref mín eru örugg
á vegum þínum,
mér skrikar ekki
fótur. Ég hrópa til
þín því að þú svarar
mér, Guð,...
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim
sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför okkar elskulegu
VALGERÐAR GÍSLADÓTTUR,
Sólmundarhöfða 7,
Akranesi.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Sjúkrahúss HVE á Akranesi og
starfsfólk heimahjúkrunar fyrir hlýhug og góða umönnun.
Þorvaldur Valgarðsson
Anna Ósk Lúðvíksdóttir Reynir Kristjánsson
Hjörtur Lúðvíksson Kristín Sigurey Sigurðardóttir
Bjarki Lúðvíksson Rannveig Björk Guðjónsdóttir
Rósa Björk Lúðvíksdóttir Hrafn Einarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
GUÐFINNU SVEINSDÓTTUR,
Eyrarbakka.
Þakkir til starfsfólks Sólvalla fyrir hlýju við
umönnun og Karlakórs Selfoss og stjórnanda fyrir frábæran
tónlistarflutning.
Trausti Sigurðsson Sigríður Sæmundsdóttir
Viðar Sigurðsson Guðbjörg Bjarnadóttir
Soffía Jóhannsdóttir
Dísa Sigurðardóttir
Eygló Alda Sigurðardóttir Sigvard Sigurðsson Hammer
og fjölskyldur
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
FANNEY ÓFEIGSDÓTTIR,
áður til heimilis á Nesvegi 68,
lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn
á Seltjarnarnesi þriðjudaginn 16. mars.
Útförin fer fram fimmtudaginn 25. mars klukkan 13 í
Seltjarnarneskirkju. Vegna aðstæðna eru jarðarfarargestir
beðnir að vera með nafn, kennitölu og símanúmer á miða.
Fjöldatakmarkanir miðast við 200 manns.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ófeigur Geirmundsson Anna M. Ögmundsdóttir
Baldur Geirmundsson Anne Biehl Hansen
Birna Geirmundsdóttir Ólafur Þór Bjarnason
Sigurður Geirmundarson
Sverrir Geirmundsson Arndís Jósefsdóttir
Geirmundur Geirmundsson Jóna Stefánsdóttir
Haukur Geirmundsson Guðrún B. Vilhjálmsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
JÓNA GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR,
Álftamýri 26,
lést mánudaginn 15. mars á Landspítala
Fossvogi. Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju miðvikudaginn 24. mars klukkan 15.
Í ljósi aðstæðna eru gestir beðnir um að hafa með sér á blaði
nafn, kennitölu og símanúmer.
Aðalheiður Benediktsdóttir Hörður Árnason
Jón Ágúst Benediktsson Jónína Sigurðardóttir
Guðrún Þóra Benediktsd. Hjörtur Erlendsson
Þórður Benediktsson Kristín Unnur Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017