Morgunblaðið - 20.03.2021, Page 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Elsku hjartans
Helga amma mín.
Þú þreyttist ekki
á því að segja mér að
ég væri eitt af
barnabörnunum þínum og ég ætti
að að kalla þig Helgu ömmu.
Ég á ótal fallegar og góðar
minningar frá Seyðisfirði þar sem
ég bjó fyrstu ár ævi minnar um-
vafin kærleiksrjóðri, einnig síðar
meir sem fullorðin manneskja.
Ég átti mömmu, Palla pabba,
Helgu ömmu, Jón afa, Ríkeyju
ömmu og að sjálfsögðu allar hinar
elskurnar.
Fallega yndislega Helga
amma, þú varst algjörlega einstök
kona. Samkvæm sjálfri þér með
stórt hjarta á réttum stað. Áttir
svo mikla ást að gefa og æðruleysi
þegar þú þurftir á því að halda.
Mér fannst þú alltaf eins og
klettur sem stóðst með sjálfri þér
og þínu fólki, sterk og glöð.
Seyðfirðingar báru virðingu
fyrir þér og ég veit að margir eiga
eftir að sakna þess að sjá þig á
rösklegri göngu í firðinum. Kast-
andi kveðju á alla sem á vegi þín-
um urðu, án þess þó að missa nið-
ur tempóið. Þú varst alltaf svo
Helga
Þorgeirsdóttir
✝
Helga Þor-
geirsdóttir
fæddist 19. apríl
1935. Hún lést 8.
mars 2021.
Útförin fór fram
19. mars 2021.
dragfín og hafðir svo
gaman af því að
dubba þig upp, sama
hvernig viðraði alltaf
eins og drottning.
Fyrsta minning
mín af okkur tveim-
ur er frekar óljós, en
er þó þarna samt.
Fullt af augum að
horfa á mig yfir af-
greiðsluborð gamla
Kaupfélagsins, því
samkvæmt Helgu ömmu átti litla
stúlkan að fá gull í eyrun. Ég man
að áður en skotið var spurði, að
mig minnir Guðrún Andersen,
hvort ég væri hrædd? Ég svaraði
„Nei, þú varst þarna að passa upp
á mig.“ Eins og þú gerðir alltaf við
allt þitt fólk.
Þetta var svo mikið í þínum
anda, vissi svo síðar meir að þú
hefðir tekið þessa ákvörðun upp á
þitt eigið einsdæmi án þess að
spyrja kóng né prest. Þér hefur
væntanlega fundist að litli hár-
leysinginn þyrfti að fá gullbjöllur í
eyrun. Þetta var upphafið að dá-
læti mínu á gulli og glysi.
Þú varst gull eins og það sem
skotið var í eyrun á mér þennan
dag.
Hreinskilni þín og sannfæring
um hvað væri rangt og rétt gerði
það að verkum að það var hægt að
tala við þig um allt. Þú varst líka
svo blátt áfram og mikil tilfinn-
ingavera.
Mér fannst þú og afi lifandi
dæmi um að til væri sönn ást.
Virðing og vinátta einkenndi ykk-
ur samband og þið voruð alltaf svo
samstíga.
Ég lít til baka og ylja mér á öll-
um fallegu minningunum og síð-
ast en ekki síst stóru gjöfinni að fá
að eiga hann Palla pabba.
Margar myndir læðast upp í
hugann:
Að horfa á Dallas á Túngötunni
í sjónvarpsstofunni undir stigan-
um var sérstök stemmning.
Að rúnta um á rauða Benzan-
um, flottustu drossíu landsins.
Ótalmörg kvöldkaffiboðin þar
sem spjallað var um allt milli him-
ins og jarðar, án þess að spara
sykur eða rjóma.
Koma til ykkar afa í fallega
gróðurhúsið sem ilmaði af rósum
og minnti alltaf á framandi slóðir.
Nú sit ég hér með einkennilegt
tómarúm í hjartanu sem erfitt er
að fylla. Vitandi það að með þess-
ari stuttu kveðju er kona horfin
sem engin kemur í staðinn fyrir.
Mikið var yndislegt að þú náðir þó
að koma til okkar og upplifa
Fjelde, það var ómetanleg heim-
sókn.
Takk mín kæra fyrir að hafa
reynst mér og mínum drengjum
svona góð alla tíð. Bestu kveðjur
til sumarlandsins þar til næst. Þín
Ríkey.
Ríkey Kristjánsdóttir
Það var sjónarsviptir að Helgu
á götum Seyðisfjarðar þegar hún
flutti suður um mitt síðasta sumar
og veit ég að margir söknuðu
hennar. Áratugum saman mátti
sjá hana á göngu á götum bæj-
arins, prúðbúna, glæsilega og létt-
stíga eins og unga stúlku. Áður
fyrr var hún jafnan í fylgd með
Jóni manni sínum, en eftir fráfall
hans oft með vinkonum. Þær
kunnu að njóta stundarinnar, fóru
reglulega í Skaftfell eða á Ölduna í
spjall og hvítvínsglas. Þá var
spjallað við gesti og gangandi af
gleði og jákvæðni.
Helga var einhvern veginn okk-
ar allra enda svo elskuleg og opin
og tók öllum vel. Hún naut virð-
ingar og elsku bæjarbúa og frá
henni stafaði vinsemd og elskuleg-
heit í garð okkar hinna.
En lífið var ekki alltaf dans á
rósum; Helga var kornung orðin
sex barna móðir, sjómannskona
með þá miklu ábyrgð sem því
fylgir að vera ein um að gæta
ungra barna og annast heimili.
Allt gekk það samt vel og öll urðu
börnin henni til gleði og sóma. En
tvo syni sína missti hún á besta
aldri úr hjartveiki.
Við hjónin höfum ferðast tölu-
vert í hópi með Helgu, átt við hana
margt spjallið og með henni
margar samverustundir. Eitt sinn
lá leiðin til Flórída þar sem hún og
Tóta vinkona hennar, elstar í
hópnum, voru hrókar alls fagnað-
ar og smituðu frá sér kátínu og
gleði. Mikið var gaman að vera í
þeirra félagsskap.
Helga var í hamingjusömu
hjónabandi og ég held að hún hafi
saknað Jóns síns alla daga, því
hann bar oft á góma í samræðum
við hana. Þess vegna var auðvelt
að samgleðjast henni þegar hún
tók þá stóru ákvörðun að flytja
suður til að vera nálægt börnum
sínum. En á Seyðisfirði hafði hún
alið allan sinn aldur.
Við Rúnar sendum öllum ást-
vinum Helgu okkar innilegustu
samúðarkveðjur.
Jóhanna Gísladóttir.
Elsku Adda
amma mín kvaddi
þetta líf miðviku-
daginn 3. mars, orð-
in næstum 92 ára.
Mig langar að kveðja hana með
nokkrum orðum. Ég er mjög
þakklát fyrir allar góðu stundirn-
ar sem ég átti hjá henni og Jóa
afa í Sævó, amma og afi pössuðu
mig oft og stundum vorum við
líka saman uppi í sumarbústað.
Eftir að Jói afi dó og amma flutti
á Brúnaveginn þá áttum við
amma áfram mjög margar góðar
stundir saman. Amma var mjög
skipulögð og það var alveg
öruggt að hún átti alltaf til djöfla-
Ástbjörg Stefanía
Gunnarsdóttir
✝
Ástbjörg Stef-
anía Gunn-
arsdóttir fæddist
22. júní 1929. Hún
lést 3. mars 2021.
Útförin fór fram
15. mars 2021.
tertu og sprautur-
jóma með kaffinu
handa okkur. Við
spiluðum oft lúdó
eða fórum í keiluleik
í spjaldtölvunni, og
spjölluðum líka mik-
ið um allt mögulegt.
Ég tók upp margt af
því sem hún sagði
mér, og get núna
hlustað á það aftur
og aftur. Amma
söng líka stundum fyrir mig
uppáhaldslögin sín, bæði „Blue-
berry Hill“ og „Í apríl fer að
vora“.
Síðasta árið sem hún lifði var
hún mikið á spítala, og vegna
þess að hún fékk Covid-19 þá var
hún talsverðan tíma í einangrun.
Við gátum því ekki hist eins mik-
ið og áður, en ég heyrði í henni á
hverjum degi og alltaf buðum við
hvor annarri góða nótt á kvöldin
og hún sagði þá alltaf „góða nótt
og Guð geymi þig, besta mín“. Ég
veit að amma var alveg tilbúin að
fara, og hún er núna á góðum
stað hjá afa. Takk fyrir allt elsku
besta amma mín, þín verður sárt
saknað og ég elska þig mest.
Kveðja, besta þín
Eyrún.
Kær vinkona og samstarfs-
maður er fallin frá.
Ég kynntist Ástbjörgu fyrst
árið 1950 þegar ég var sendur í
Íþróttaskóla Jóns Þorsteinsson-
ar við Lindargötu þar sem hann
rak sjúkraleikfimiskóla. Þar var
Ástbjörg kennari og tók á móti
unga piltinum sem var slæmur í
baki. þarf ekki að orðlengja það,
hún snarlagaði það og síðan höf-
um við verið vinir.
Næst lágu leiðir okkar saman
hjá Fimleikasambandi Íslands
árið 1970 er við vorum bæði kjör-
in í stjórn sambandsins, ég sem
formaður og hún varaformaður.
Ástbjörg tók síðan við for-
mennsku árið 1977. Stjórnin
hafði það verkefni m.a. að byggja
upp kunnáttu og getu í áhalda-
fimleikum, standa fyrir keppnum
og sýningum. Ástbjörg var for-
maður námskeiðanefndar öll
þessi ár og leysti hún það starf af
frábærum dugnaði.
Fimleikasambandið var aðili
að norræna fimleikasambandinu.
Árið 1972 á aðalfundi þess var
ákveðið að halda norrænt fim-
leikamót á Íslandi fyrir alla ald-
urshópa árið eftir. Ástbjörg,
ásamt fjölmörgu samstarfsfólki,
átti stóran þátt í að þetta verk-
efni tókst frábærlega. Átti hún
m.a. sýningarflokk á mótinu.
Ástbjörg var frumkvöðull á
sviði kvennaleikfimi á Íslandi,
hún stofnaði og kenndi hópum í
56 ár. Hún var frábær og vinsæll
kennari að mati þeirra fjölmörgu
sem nutu kennslu hennar, þar á
meðal konu minnar sem sótti
tíma í mörg ár.
Á þessum árum tengdumst við
Sirrý þeim Ástbjörgu og Jóhanni,
manni hennar, vináttuböndum.
Áttum við margar góðar stundir
með þeim ásamt öðrum góðum
vinum.
Við Sirrý minnumst yndislegr-
ar og glæsilegrar vinkonu með
þakklæti og virðingu og sendum
fjölskyldu hennar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Ásgeir Guðmundsson.
Nýlega var bor-
inn til grafar Stefán
Þórarinsson, fjöl-
skylduvinur frá
Húsavík, og viljum
við börn Sigrúnar Stefánsdóttur
og Hannesar Þórðar Hafstein
minnast hans. Fjölskylduvinur er
rétta orðið. „Stebbi og Heiða“
voru okkur börnunum í Skeiðar-
vogi þekkt og mikilvæg stærð.
Þeir Stebbi og faðir okkar voru
æskuvinir „heiman frá Húsavík“
Stefán Erlendur
Þórarinsson
✝
Stefán Erlend-
ur Þórarinsson
fæddist 1. ágúst
1926. Hann lést 4.
mars 2021. Útförin
fór fram 15. mars
2021.
og rofnuðu aldrei
þau bönd. Ólust þeir
upp saman, voru á
síld menntaskólaár-
in og útskrifuðust
frá MA. Síðar varð
það eins kona píla-
grímsferð úr Skeið-
arvoginum að fara
heim til Húsavíkur
og í Höfðabrekkuna
þar sem beið mynd-
arlegt heimili með
hressum barnaskara sem okkur
þótti mikið til um. Heiða, hin mikla
húsmóðir, og Stebbi, hinn mikli
húmoristi. Kankvíst og ísmeygi-
legt bros hans þegar sagðar voru
sögur af samferðamönnum á
Húsavík sem staðnir höfðu verið
að kostulegum uppákomum og til-
svörum. Skrítið hve lítill bær elur
marga kynjakvisti. Okkur var
snemma innrætt að Húsavík væri
miðpunktur alheimsins, einmitt
þar sem kirkjan stendur skammt
frá sýslumannshúsinu, horfir yfir
höfnina á Kinnarfjöllin, Skjálfanda
– og Þingeyjarsýslur fegurstar á
jörð. Sá sannleikur lét að vísu að-
eins á sjá þegar Stebbi og Heiða
fluttu til Akureyrar til að hægja á í
ellinni, en lengi býr að fyrstu gerð.
Síðar á lífsleiðinni ferðuðust for-
eldrar okkar með þeim víða um
lönd. Stefáni Jóni er minnisstætt
þegar þau komu til London og
hann kenndi þeim að snæða Kína-
mat. Þingeyingunum tveimur þótti
það góð stund, enda vel krydduð
frásögnum af heimamönnum sem
komist höfðu í kynni við heims-
borgir og fann þar Kínakryddið
ofjarl sinn.
Þeir bræður, Ingvar bóksali og
Stefán, urðu þjóðkunnir með Tó-
nakvartettinum frá Húsavík sem
enn má hlýða á í vönduðum út-
varpsþáttum. Fyrir okkur sem
kynntumst fjölskyldunni í Höfða-
brekku stendur þó næst hjarta sú
glaðlega og næma hlýja sem þar
einkenndi fas og viðmót. Þegar
Stebbi Þór kveður minnumst við
börnin úr Skeiðarvogi langra
kvöldstunda þegar pabbi sat við
svarta fastlínusímann, átti hljóð-
skraf norður, í hálfum hljóðum eða
með hækkandi rómi sem átti til að
enda í hlátursrokum. Við vissum
öll hver var á línunni.
Stefán Jón, Þórunn Júníana,
Sigrún Soffía, Hildur Björg
og Hannes Júlíus.
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1800
www.hjarta.is
Þökkum öllum þeim er sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginkonu,
móður, tengdamóður og ömmu okkar,
BINNU HLÖÐVERSDÓTTUR.
Torfi Haraldsson
Ívar Torfason Sirrý Björt Lúðvíksdóttir
Ísalind, Ilse, Oktavíus, Ísis Binna,
Lúðvík Hafsteinn og Tiberíus Torfi
Ester Torfadóttir Jónas Logi Ómarsson
Magdalena, Maríanna og Viktoría
Brynja Laxfoss Burns
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát
og útför okkar ástkæru
UNNAR ÁGÚSTSDÓTTUR,
Skólabraut 3,
Seltjarnarnesi.
Katrín Pálsdóttir Gunnar Þorvaldsson
Lára Pálsdóttir Sveinn Kjartansson
Ingibjörg Pálsdóttir Gunnar Hermannsson
Guðrún Pálsdóttir Þórir Baldursson
Unnur Pálsdóttir Sigfús Bjarni Sigfússon
og afkomendur
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, vináttu og hlýju vegna andláts
og útfarar ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
ERNU HÁKONARDÓTTUR,
Birkiteigi 35, Keflavík.
Hákon Örn Matthíasson Hildur Guðrún Hákonardóttir
Ingibjörg Samúelsdóttir Guðmundur Óli Jónsson
Karl Samúelsson Svanfríður Guðrún Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærrar eiginkonu minnar, móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
INGIBJARGAR ÞORVALDSDÓTTUR,
Víðilundi 21, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð fyrir kærleiksríka umönnun.
Hilmar Henry Gíslason
Þorvaldur Kr. Hilmarsson Alda Ómarsdóttir
Ólafur Gísli Hilmarsson Eva Sif Heimisdóttir
Kristín Hilmarsdóttir Jóhannes Gunnar Bjarnason
barnabörn og barnabarnabarn
Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SÓLVEIGAR ÖLDU PÉTURSDÓTTUR,
áður Teistunesi 1, Garðabæ.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Báruhrauns á Hrafnistu í
Hafnarfirði fyrir einstaka alúð og umhyggju í hennar garð.
Ómar Kristjánsson Hjördís Ingvadóttir
Halldór Benedikt Kristjánsson, Auðbjörg Erlingsdóttir
Kjartan Bragi Kristjánsson Hulda Fanný Hafsteinsdóttir
Kristján Vignir Kristjánsson Christel Johansen
barnabörn og langömmubörn
FALLEGIR LEGSTEINAR
Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is
Á góðu verði
Verið velkomin
Opið: 13-16 virka daga