Morgunblaðið - 20.03.2021, Qupperneq 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
FASTEIGNIR
Fasteignablað
Morgunblaðsins
Efnistökin er t.d þessi:
• Viðtal við konu sem
breytti íbúð sinni með
málningu.
• Góð ráð fyrir kaup-
endur og seljendur.
• Hvernig undirbýrðu
íbúð fyrir sölu?
• Viðtöl við fasteigna-
sala
• Og margt fleira
Pöntun auglýsinga
til 23. mars hjá:
Sigrún Sigurðardóttir
569 1378
sigruns@mbl.is
Bylgja Sigþórsdóttir
569 1148
bylgja@mbl.is
KEMUR ÚT
27.
mars
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það virðist eitthvað standa í vegi
fyrir þér í dag sama hvað þú leggur hart að
þér. Njóttu þess að vera með vinum þínum
og fjölskyldu. Taktu vel á móti góðum gest-
um.
20. apríl - 20. maí +
Naut Mundu að þú gegnir mikilvægu hlut-
verki og átt að láta finna fyrir þér í veröld-
inni. Leyfðu þeim sem eru í kringum þig að
greiða sjálfir úr flækjum í lífi sínu.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Spennandi dagur er í vændum.
Gefðu þér tíma til að sinna sjálfum þér þótt
aðrir kalli á athygli þína.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það er dásamlegt að finnast maður
tilheyra. Mundu að hvatning fær mun
meiru áorkað en gagnrýni. Samskipti við
systkini skipta miklu máli á næstunni.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Þegar andlegur þroski er annars veg-
ar, er þjónusta ofarlega í metorðastiganum.
Allt virðist þrungið merkingu og mikilvægi.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Það þýðir ekkert að halda áfram að
hugsa eins og hugmyndasnauður sápu-
óperuhöfundur. Hin fullkomna valdbeiting
er nefnilega sú að þurfa ekki að beita vald-
inu.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Láttu það ekki slá þig út af laginu, þótt
verkefni dagsins séu einhæf og tilþrifalítil.
Sinntu sjálfum þér.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Orka umbreytinga er í kring-
um þig. Seinna geturðu dæmt um hvort
kynni dagsins séu æði eða alveg hryllingur.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Dagurinn hentar vel til að íhuga
gamlar hugmyndir um atvinnumöguleika.
Námskeið og bækur eru greið leið að öðr-
um heimum.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Allt hefur sinn stað og stund og
nú þarftu ekki annað en grípa tækifærið
þegar það gefst. Er það ekki umhugsunar-
efni? Á meðan þú hugsar um það finnurðu
lausn á máli sem tengist peningum.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Þér verður nokkuð ágengt með
því að ræða sameiginlega ábyrgð eða eigur.
Velgengni annarra gæti komið sér vel fyrir
þig um þessar mundir.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú hefur áhuga á stjórnmálum, er-
lendum málefnum og trúmálum í dag.
Fyrstu kynni geta haft afgerandi áhrif.
og Hildigunnur ferðuðust mikið til
útlanda og var París í sérstöku uppá-
haldi hjá þeim.
Hildigunnur var stundum farar-
stjóri í dagsferðum á Íslandi og einu
sinni voru hjónin fararstjórar ís-
lensks hóps sem ferðaðist um Þýska-
land og Holland. Stundum höfðu
ferðaskrifstofur einnig samband við
hana og spurðu hvort hún gæti boðið
ferðamönnum upp á gistingu og
morgunmat. Hún kynntist einnig
mörgum erlendum fræðimönnum er
hingað komu og margir þeirra urðu
stórvinir þeirra Agnars.
Hildigunnur hefur alla tíð verið
mikill listunnandi. Hún las mikið og
fylgdist grannt með alþjóðamálum,
og þýddi stundum greinar um mál-
Úlfi í ferð með þýska skemmti-
ferðaskipinu Milwaukee. Leiðin lá
lengst norður í haf og síðan niður
með strönd Noregs og svo til Ham-
borgar. Þaðan flaug hún til Kaup-
mannahafnar en Gunnar bjó þá
ásamt fjölskyldu í Fredsholm, rétt
utan við borgina. Ferðin var ógleym-
anleg og með henni var áhugi Hildi-
gunnar á umheiminum vakinn fyrir
alvöru.
Ferðalög urðu þó að bíða á meðan
seinna stríð stóð yfir en sumarið 1948
hélt hún til Englands þar sem eig-
inmaður hennar, Agnar Þórðarson,
hafði verið við nám í Oxford-háskóla.
Næsta árið dvöldu þau að mestu í
París og Suður-Frakklandi, en einnig
á Ítalíu, Írlandi og Englandi. Agnar
H
ildigunnur Hjálmars-
dóttir er fædd 20.
mars 1920 í Stykkis-
hólmi þar sem faðir
hennar, Hjálmar Sig-
urðsson, var kaupmaður. Hann and-
aðist eftir aðgerð á sjúkrahúsi í
Reykjavík í desember 1919 og fékk
því aldrei að sjá dóttur sína sem ólst
upp hjá móður sinni, Soffíu Emilíu
Gunnarsdóttur.
Soffía hafði nokkurra ára gömul
verið send til Stykkishólms í fóstur
hjá föðurbróður sínum, séra Sigurði
Gunnarssyni, og eiginkonu hans,
Soffíu Emilíu Einarsdóttur, hattara í
Reykjavík. Hjálmar hafði flust til
Stykkishólms aldamótaárið 1900 þar
sem hann vann fyrst við Tangs versl-
un en stofnaði síðan eigið fyrirtæki
og rak einnig útgerð til dánardags.
Þau Soffía bjuggu í Norska húsinu og
þar ólst Hildigunnur upp fyrstu ár
ævinnar.
Úr Norska húsinu í Fjalaköttinn
Árið 1928 fluttust mæðgurnar suð-
ur til Reykjavíkur og fengu fyrst íbúð
í Fjalakettinum við Aðalstræti. Hildi-
gunnur er mikil miðbæjarmanneskja,
hún bjó í miðborginni fram á miðjan
áttunda áratuginn, gekk þar í skóla,
vinkonur hennar bjuggu skammt
undan og vinnustaður hennar var í
göngufæri frá Kvosinni.
Hún stundaði nám í Miðbæjarskól-
anum, Gagnfræðaskóla Reykvíkinga
og lauk stúdentsprófi frá MR árið
1939. Hana langaði að halda áfram
námi og jafnvel nema við erlenda há-
skóla en aðstæður leyfðu það ekki.
Fimmta bekk í MR las hún utanskóla
en vann þá og fyrst eftir stúdentspróf
á Landsímanum við Austurvöll. Síð-
an vann hún um hríð á trygging-
arskrifstofu Carls D. Tulinius en fékk
síðan vinnu hjá Skrifstofu Ríkisspít-
ala og starfaði þar allt þangað til hún
fór á eftirlaun, lengst af sem gjald-
keri. Þá lét hún gamlan draum ræt-
ast, innritaði sig í Háskóla Íslands og
lauk BA-prófi í frönsku og dönsku ár-
ið 1987.
Dag einn sumarið 1936 bankaði
móðurbróður hennar, Gunnar Gunn-
arsson rithöfundur, óvænt upp á og
bauð henni með sér og syni hennar
efni liðandi stundar er birtust oftast í
Lesbók Morgunblaðsins. Árið 2007
gaf hún út bókina Danska frúin á
Kleppi sem fjallar um tengdaforeldra
hennar, Ellen Kaaber og Þórð
Sveinsson.
Þakklát fyrir gott líf
„Mér er efst í huga þakklæti fyrir
hvað ég hef átt gott líf,“ segir Hildi-
gunnur. „Ég hef kynnst góðu og
áhugaverðu fólk frá ýmsum löndum.
Ég hef lesið mikið og séð mörg af
fallegustu listaverkum heims. Ég var
einmitt að hugsa um eitt af þessum
verkum í gær, en hafði gleymt nafn-
inu. Það byrjar á Le Dejeuner og er
eftir Manet,“ og svo byrjar Hildi-
gunnur að lýsa málverkinu en um er
að ræða hið fræga Le Déjeuner sur
ĺherbe eftir Édouard Manet. „Ég hef
líka haft gaman af íslenskum mál-
urum eins og Nínu Tryggvadóttur,
Lovísu Matthíasdóttur og vinum okk-
ar hjóna, Gunnlaugi Scheving, Kjart-
ani Guðjónssyni og Valtý Péturs-
syni.“
Hildigunnur minnist líka vin-
kvenna sinna, sem héldu saumaklúbb
Hildigunnur Hjálmarsdóttir, fyrrverandi gjaldkeri – 101 árs
Með sonum sínum Uggi, Hildigunnur, Úlfar og Sveinn á 95 ára afmælinu.
Mikil miðbæjarmanneskja
Mæðgurnar Soffía og Hildigunnur við Norska húsið.
Í París Agnar og Hildigunnur.
Til hamingju með daginn
Selfoss Thelma Björk Andradóttir
fæddist 1. júní 2020 kl. 18.39. Hún
vó 2.885 g og var 48 cm löng. For-
eldrar hennar eru Andri Viðar
Oddsson og Tinna Dögg Guð-
laugsdóttir.
Nýr borgari
30 ára Andri Viðar
verður þrítugur á
morgun. Hann er
Reykvíkingur en býr á
Selfossi. Hann er með
sveinspróf í rafvirkjun
frá FB og stundar nám
í rafiðnfræði við HR.
Andri starfar sem rafvirki hjá Gjörva.
Maki: Tinna Dögg Guðlaugsdóttir, f.
1983, lögfræðingur en er í fæðingar-
orlofi.
Dætur: Thelma Björk, f. 2020, og Stella,
f. 2021, d. 2021. Stjúpdætur eru Sara
Lind, f. 2005, og Bryndís Ýr, f. 2007.
Foreldrar: Oddur Hannes Magnússon, f.
1962, bifvélavirki og Guðrún Þuríður
Hallgrímsdóttir, f. 1969, aðstoðarmaður
tannlæknis. Þau eru búsett í Reykjavík.
Andri Viðar
Oddsson
70 ára Elínborg er
Hafnfirðingur og hefur
alltaf búið í Hafn-
arfirði. Hún er sjúkra-
liði og vann í 39 ár hjá
Hrafnistu í Hafnarfirði
en er nýhætt störfum.
Elínborg er í Odd-
fellow, Golfklúbbnum Keili og göngu-
hópi.
Maki: Oddur Helgi Oddsson, f. 1950,
húsasmíðameistari.
Börn: Davíð Freyr, f. 1974, Friðbjörn, f.
1978, og Oddrún Helga, f. 1981. Barna-
börnin eru átta.
Foreldrar: Jóhann Lárusson, f. 1920, d.
2005, múrarameistari, og Steinþóra
Guðmundsdóttir, f. 1924, d. 2016, hús-
freyja. Þau voru búsett í Hafnarfirði.
Elínborg
Jóhannsdóttir