Morgunblaðið - 20.03.2021, Síða 43
MENNING 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. MARS 2021
Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is
TRYGGÐU ÞÉR
MIÐA INNÁ
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
94%
96%
94%
99%
BESTA MYNDIN
sýnd með íslensKu og ensKu talı
Anna Þóra Karlsdóttir opnar sýn-
inguna Dagsverkin í Mjólkurbúð-
inni á Akureyri í dag kl. 14. Verkin
vann Anna Þóra á liðnu ári í ein-
angrun vegna heimsfaraldursins.
„Verkin eru úr íslenskri ull sem
Anna Þóra hefur kembt og skilið
togið frá þelinu. Hún nýtir aðeins
dúnmjúkt létt þelið sem hún litar í
fjölbreytta tóna og leggur í þunnar
slæður sem lagðar eru hver yfir
aðra og þæfðar í ferninga. Þegar
vel er að gáð má greina litina sem
undir liggja í gegnum efstu slæð-
urnar. Útkoman leiðir hugann að
náttúrunni, t.d. himninum í öllum
sínum margbreytileika,“ segir m.a.
í kynningu á sýningunni. Hún
stendur til 30. mars.
Textíllistakona Anna Þóra Karlsdóttir.
Dagsverkin opnuð
í Mjólkurbúðinni
Opið hús og lista-
smiðja verður hjá
Grósku, félagi
myndlistarmanna
í Garðabæ, í
Gróskusalnum
við Garðatorg 1 á
morgun kl. 13-15.
Öllum er velkom-
ið að koma og
fylgjast með lif-
andi sköpun og
taka þátt í listasmiðjunni. Gætt er að
sóttvörnum og fjarlægðarmörkum
þannig að gleðjast má hóflega sam-
an. Félagsmenn í Grósku eru um 70
og nýjum félögum er tekið fagnandi.
Fólk sem býr eða vinnur í Garðabæ
og fæst við myndlist, hvort sem er í
tvívíðu eða þrívíðu formi, er hvatt til
að sækja um inngöngu í félagið með
því að senda póst á groskamynd-
list@gmail.com. Einnig er hægt að
sækja um á facebook-síðu Grósku.
Listasmiðja og op-
ið hús hjá Grósku
Verk eftir Þurí Ósk
Axelsdóttur.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Fyrsta plata Sunnu, Enclose,kom út í janúar 2018 ogslapp einhverra hluta vegna
í gegnum net þeirra sem helst fylgj-
ast með útgáfu hér á landi. Góðu
heilli „uppgötvaðist“ platan. Næm
og natin nútímatónlist, dansandi á
mörgum kammerlistar og dægur-
tónlistar. Síðklassík („post-class-
ical“) þar sem fólk er lítt upptekið
af mærum og mörkum en þess þá
heldur að knýja fram hrífandi and-
rúm – sama
hvernig það er
svo flokkað.
Þegar ég
ræddi við Sunnu
fyrir u.þ.b.
tveimur árum
sagði hún mér að
hún hefði verið að taka skref inn í
heim laga- og tónsmíða, ferli sem
hún lýsti sem nokkuð snúnu. „Já sú
breyting og ákvörðun var að sjálf-
sögðu erfið,“ sagði hún mér í grein
sem ég vann upp úr spjallinu. „Að
byrja að elta draum sem maður hef-
ur alltaf verið hræddur við – sem-
sagt hræddur við að mistakast eða
vera ekki nóg – var mjög ógnvekj-
andi en svo spennandi á sama
tíma.“
Þá var hún þegar byrjuð að
vinna að annarri plötu, þessari hér.
Og það varð ljós
Ljósberi Sunna Friðjóns hefur nú gefið út sína aðra plötu.
Á henni vinnur hún úr sarpi að ein-
hverju leyti á meðan aðrar smíðar
eru nýrri. Fjöldi fólks kemur að
spilamennsku en Sunna (píanó og
söngur) vinnur náið með þeim
Ingva Björgvinssyni (bassar) og
Ísidór Jökli Bjarnasyni (slagverk)
en saman mynda þau Hljómsveit
Sunnu Friðjóns. Aðrir sem koma
við sögu eru þær Yara Polana,
Agnes Eyja Gunnarsdóttir, Katrín
Arndísardóttir, Heiður Lára
Bjarnadóttir og Sigrún Kristbjörg
Jónsdóttir sem sjá um strengi,
brass og fleira. Albert Finnbogason
hljóðblandaði, Sigurdór Guðmunds-
son hljómjafnaði og Úlfur Alexand-
er Einarsson upptökustýrði.
Enclose er hrífandi verk og
sigldi í farvatni klassíkur að mestu
leyti þó að krappar og vel til fundn-
ar beygjur væru teknar. Let The
Light In er um margt fjölskrúð-
ugari en Sunna sagði í samtali við
albumm.is að hana hafi langað í
meiri hávaða, meiri kraft og meiri
epík. „Minn bakgrunnur er mjög
klassískur og eftir að ég gaf út
Enclose fór mig virkilega að langa
að dýfa tánum út í meira „plug-in“,
meira rokk. Á Let the Light in má
því heyra trommusett, rafbassa,
rafmagnsgítar og syntha sem fylla
upp í þetta nýja rými.“
Þetta heyrist t.a.m. afar vel í
laginu „Inni í skugganum“ hvar
lagt er í hart rokk, nánast þunga-
rokk, í bland við klingjandi töfra-
píanó. Minnir dálítið á Eivöru þeg-
ar hún hækkar upp í ellefu, t.d. á
plötunni Larva og því sem hún hef-
ur verið að gera að undanförnu.
Lag þetta er ansi haganlega samið.
Kaflar eru margir og mismunandi
en jafnvægið er gott. En svo er hér
dimma og djúp, t.d. í „Momentum I“
og „Momentum II“, ógnandi stilla
sem er áhrifarík en Sunnu er leikið
að búa til vissa stemningu og
andblæ. Það er eitthvað norrænt
við þetta líka, því er ekki að neita.
Sá andi leikur t.d. um umslagið en
einnig á milli hljóðrásanna. Titil-
lagið er einslags ballaða, drama-
tískt og „stórt“ og sama má segja
um lokalagið, „Melt“, hvar særing-
arþula umbreytist smátt og smátt í
áhrifaríka smíð af rokkkyni. Eig-
indi plötunnar allrar kjarnast eig-
inlega í þessum lokahnykk.
Ég hef virkilega notið þess að
hlusta á þessar tvær plötur Sunnu.
Hún býr yfir hæfileikum sem hún
ræktar vonandi áfram á næstu ár-
um. Það borgar sig að elta drauma
sína ...
»
Þetta heyrist til að
mynda afar vel í lag-
inu „Inni í skugganum“
hvar lagt er í hart rokk,
nánast þungarokk, í
bland við klingjandi
töfrapíanó.
Á Let The Light In
fylgir tónskáldið Sunna
Friðjóns nokkurn
veginn tónspori fyrstu
plötu sinnar en breiðir
um leið úr sér. Fyrri
platan vísaði í eitthvað
afgirt og jafnvel erfitt
en nú flæða ljósgeisl-
arnir inn...