Morgunblaðið - 22.03.2021, Blaðsíða 11
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021
110
Tr
fy
Andrés Magnússon
andres@mbl.is
Fulltrúar foreldra barna í Fossvogs-
skóla fóru í kynnisferð í Korpuskóla
á föstudag, þar sem til stendur að
börn þeirra fái kennslu eftir að Foss-
vogsskóli var rýmdur. Brá þá svo við
að áberandi rakaskemmdir í lofti
voru eitt hið fyrsta, sem fyrir augu
bar.
„Við gátum auðvitað ekki mælt
neitt þarna, en þarna voru útfelling-
ar á plötuskilum, þrútnar loftaplöt-
ur, kíttistaumar á milli loftaplatna,
sem láku niður en það gefur til
kynna að þar hafi eitthvað gengið á
áður,“ segir Karl Óskar Þráinsson,
formaður Foreldrafélags Fossvogs-
skóla.
„Í það minnsta kosti einn starfs-
maður í skólanum hefur fundið fyrir
einkennum þarna í skólahúsinu.“
Karl segir að viðbrögð Reykjavík-
urborgar hafi verið þau, að loka
þessum rýmum af og þau ekki notuð.
„Við vitum ekki hvort þetta eru virk-
ar rakaskemmdir, en það sem slær
mann er að okkur er sagt að þetta sé
leki síðan 2018, sem gert hafi verið
við, en enn standa vegsummerkin
eftir.“
Hann segir það ekki mjög traust-
vekjandi, hvorki hvað varðar Korpu-
skóla, né þær viðgerðir, sem átt hafi
sér stað í Fossvogsskóla undanfarin
ár. Í Korpuskóla hefur tvívegis kom-
ið upp leki, en hann þarf ekki að
standa yfir lengi til þess að mygla
slái sér niður og taki að breiðast út
með alvarlegum afleiðingum fyrir
fólk í húsinu. Þrátt fyrir viðgerðir
verður myglan svo eftir í efni, sem
ekki er fjarlægt, en jafnvel dauð
mygla getur verið heilsuspillandi.
„Svo maður spyr sig í hvers konar
húsnæði sé verið að flytja börnin
okkar. Borgin fullvissar okkur um að
þar hafi ekki verið ræktuð upp nein
myglusýni, en við vitum svo sem ekki
hversu oft það hefur verið gert,“ seg-
ir Karl og bætir við að sérfræðingar
segi að fólk og einkenni þess sé
næmasta mælitækið á myglu.
„Korpuskóli hefur hins vegar ekki
verið í notkun síðan 2018, svo á það
hefur ekki reynt.“
Reykjavíkurborg mun hafa sent
starfsmenn til þess að þrífa burtu
mygluna og hefta útbreiðslu hennar.
Sem kunnugt er var ákveðið að
rýma Fossvogsskóla í liðinni viku,
þegar borgaryfirvöld gengust við því
að húsnæðið væri heilsuspillandi
vegna illviðráðanlegrar myglu.
Til stendur að hefja kennslu sam-
kvæmt stundaskrá þar á morgun, en
til að undirbúa vistaskipti starfsfólks
og nemenda er þar skipulagsdagur í
dag.
Rakaskemmdir biðu
foreldra í Korpuskóla
- Foreldrar úr Fossvogsskóla uggandi - Einkenna hefur gætt
Korpuskóli Þangað eiga nemendur í Fossvogsskóla að sækja kennslu frá og
með morgundeginum, eftir að Fossvogsskóli var rýmdur vegna myglu.
Aldrei færri hafa verið á áfanga-
heimilinu Vernd en einmitt nú, segir
Páll Winkel fangelsismálastjóri í
samtali við Morgunblaðið. Nú dvelja
þar sjö fangar, sem eru að ljúka sinni
afplánun, en pláss er á áfangaheim-
ilinu fyrir 22-24 einstaklinga.
Páll segir þetta vera sveiflukennt
en á næstu vikum og mánuðum verði
öll fangelsin mjög vel nýtt, þar á
meðal Vernd. Eins og er eru einnig
fáir undir rafrænu eftirliti.
Dvöl á áfangaheimili líkt og Vernd
felur í sér afplánun hluta fangelsis-
refsingar utan fangelsisins. Viðkom-
andi dvelur þá á sérstakri stofnun
eða heimili undir eftirliti.
Ástæðan fyrir fjölda lausra plássa
er að sögn Páls sú að í byrjun Covid
fyrir ári voru talsvert margir fangar
fluttir úr fangelsunum og inn á
Vernd. Þeir hafi því núna lokið af-
plánun. Páll segir sömu leið hafa ver-
ið farna á hinum Norðurlöndunum.
„Það þurfti að skapa svigrúm inni í
fangelsunum til að vera með sóttkví-
arhólf og þetta er bara mjög eðlileg
framvinda,“ sagði Páll.
Þá hafi nýir fangar verið teknir
inn í fangelsin undanfarið en þeir
þurfa að hafa verið í fangelsi ákveðið
hlutfall af fangelsisvistinni svo þeir
geti farið áfram á Vernd.
Páll segir 318 einstaklinga bíða
eftir afplánun en bendir þó á að verið
sé að nýta fangelsin mun betur en
áður. Fyrir hálfu ári biðu 340 eftir
fangelsisvist.
Morgunblaðið/Eggert
Litla-Hraun Fyrir hálfu ári biðu 340 eftir afplánun, eru nú 318 talsins.
Aldrei verið
færri á Vernd
- 318 bíða nú eftir afplánun í fangelsi