Morgunblaðið - 22.03.2021, Blaðsíða 29
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021
Samnefnarinn og
nokkrar betri aðferðir
Í kærumálunum fjórum og þeim
sem lýst var hér á undan er aug-
ljóst að sjúklingar og aðstand-
endur sem leita réttar síns eftir at-
vik þurfa að synda á móti sterkum
straumi. Það
tekur þolendur
fjölda ára að fá
niðurstöðu í mál
ef það tekst þá
yfirleitt. Af veik-
um mætti berst
fólk eftir líkams-
tjón og stórt
áfall. Fjármunir
og dýrmætur
tími glatast, þegar hefði mátt
stuðla að því að ná heilsu og und-
irbúa framtíðina eftir áfallið. Rík-
isstofnanir virðast á hinn bóginn
hafa nánast ótakmarkað fjármagn
til að verjast og hafa að auki
greiðan aðgang að sérfræði-
þekkingu sem þolandinn hefur
ekki.
Eitt er sameiginlegt með öllum
málunum. Það er ósk þolandans að
tryggja að aðrir lendi ekki í sömu
hörmungum. Þetta er reyndar
einnig ósk þeirra sem starfa í
heilbrigðisþjónustunni. Ég vil trúa
að það eigi líka við um stjórnendur
og embættismenn. Hvernig getum
við sameinast um þetta markmið
og hafið samvinnu um að fækka al-
varlegum atvikum og draga úr
skaða af þeim sökum?
Eins og áður kom fram ber
Embætti landlæknis samkvæmt
lögum að rannsaka, finna skýr-
ingar og tryggja eins og kostur er
að sams konar atvik hendi aldrei
aftur. Af hverju dugir það ekki til
sátta?
Í málunum öllum sem ég hef
reifað hefur embættið ekki gert
neinar kröfur til stofnana um að-
gerðir til að atvikin endurtaki sig
ekki. Þannig fá sjúklingar og að-
standendur heldur engar upplýs-
ingar um úrbætur öðrum til varn-
ar. Og þá verður nánast útilokað
að ná sáttum. Hér leynist kerf-
isvilla sem hamlar umbótum og
skaðar meira en efni standa til.
Þetta er samnefnarinn í öllum mál-
um sem ég þekki til á Íslandi.
Bókin um þagnarmúrinn
Samkvæmt nær öllum fræði-
greinum sem ég hef lesið um þessi
mál skiptir það hvað mestu máli að
þolendur fái upplýsingar eftir
alvarleg atvik um hvaða aðgerðir
koma í veg fyrir að atvik endurtaki
sig. Í leiðbeiningum fagráðs um
öryggi sjúklinga hjá embætti land-
læknis koma fram heimildir fyrir
þessu og gátlistar þar sem ljóst er
að þetta er eitt af því allra mikil-
vægasta. Fagráðið vísar einnig í
verklagsreglur Landspítalans sem
ekki eru aðgengilegar almenningi.
Embættið byggir á gögnum sem
enginn má sjá nema starfsmenn
Landspítalans á sama tíma og
embætti landlæknis er að leggja
spítalanum línur um verklag þegar
alvarleg atvik verða. Kötturinn elt-
ir eigin rófu og enginn tekur að
sér það hlutverk að rétta hlut
þeirra sem verða fyrir tjóni.
Bókin Wall of Silence – Þagnar-
múrinn – fjallar um alvarleg atvik
í Bandaríkjunum og byggist á við-
tölum við fjölda fólks sem hefur
reynslu af þeim. Þar kemur vel
fram að heiðarleiki, auðmýkt og
sátt skiptir öllu máli til að lækning
eftir atburðina geti hafist. Í bók-
inni fullyrða höfundar hennar eft-
irfarandi (í lauslegri þýðingu):
„Án lækningar er lítil von um að
læknar og hjúkrunarfræðingar,
sjúklingar og fjölskyldur, og
sjúkrahús vinni saman að því að
fyrirbyggja mistök í framtíðinni.“
Hagfræði heiðarleikans felst í að
þar sem hylmt er yfir mistök tvö-
faldast hættan á lögsókn og benda
rannsóknir til þess að svo sé í
Bandaríkjunum. Í því samhengi er
haft eftir einum viðmælanda bók-
arinnar sem missti föður sinn eftir
að hún gaf honum lyf sem voru
rangt afgreidd frá apóteki sjúkra-
hússins. Mistökin voru útskýrð
fyrir fjölskyldunni ásamt því hvaða
ráðstafanir voru gerðar til að
koma í veg fyrir að þau end-
urtækju sig.
„Þau báðust afsökunar og grétu
með okkur, rifjaði Sandy upp með
okkur. Það var eins og Guð hefði
komið niður og tekið alla byrði af
öxlum mínum. Ég get ekki lýst
lækningunni sem fylgdi þegar
sannleikurinn kom fram. Það tekur
burt allt samviskubitið sem ég
upplifði því það var ég sem gaf
pabba lyfin og ég barði sjálfa mig
fyrir það.“
Heiðarleiki er ekki bara lækn-
andi heldur byggir hann upp
traust og opnar jafnvel mögu-
leikann á að maður leiti á ný til
þeirra sem gerðu mistökin. Þannig
lýsir bókin sáttinni sem við sækj-
umst eftir. Slíkur heiðarleiki bygg-
ist á að við viðurkennum að mistök
eigi sér stað og að sjúklingar og
fjölskyldur þeirra vilja allan sann-
leikann, fullt gagnsæi og þeim á að
bjóða fullar bætur. Það er ekki lit-
ið á þolendur sem fjandmenn held-
ur er þeim veitt sérstök athygli og
leitað eftir ráðum þeirra. Við verð-
um að komast út fyrir þá hefð að
flokka fólk sem „okkur“ og „þau“ –
sjúklingar gegn fagfólki.
Öryggismenningin
Öryggismenning er til staðar á
vinnustað þegar þorri starfsmanna
er meðvitaður um að slys geta orð-
ið. Þeir þekkja skipulagðar aðgerð-
ir til þess að koma í veg fyrir þau
og eru þjálfaðir í viðbrögðum þeg-
ar slys hendir. Skráning atvika er
hluti af öryggismenningu og allir
starfsmenn heilbrigðisþjónustunn-
ar eiga að skrá óvænt atvik sam-
kvæmt lögum. Við erum mannleg
og því verður að gera ráð fyrir
slysum og þekkja hvernig á að
bregðast við. Rétt eins og sem
allra flestir þurfa að vita hvernig á
að veita fyrstu hjálp á slysstað. Að
viðurkenna að slys geta orðið og
að þau verði að skrá rækilega, hef-
ur skilað umtalsverðri fækkun
slysa í samgöngum eins og sjá má
á vefsíðu rannsóknarnefndar sam-
gönguslysa.
Fyrstu viðbrögð við slysum
skulu fela í sér bæði skipulegar að-
gerðir til þess að koma í veg fyrir
frekara tjón og aðgerðir til að létta
þátttakendum í viðkomandi slysi
lífið (áfallahjálp).
Leiðbeiningar embættis land-
læknis um þessi mál eru annars
vegar ætlaðar starfsmönnum heil-
brigðisstofnana og hins vegar sjúk-
lingum til að þeir geti aukið öryggi
sitt og haft áhrif á árangur með-
ferðarinnar. Þar stendur:
„Það er sameiginleg ábyrgð allra
að efla öryggi í heilbrigðisþjónust-
unni, þ.e. heilbrigðisstofnana, heil-
brigðisstarfsfólks og notenda þjón-
ustunnar. Ýmsar stofnanir erlendis
hafa hvatt til þess að notendur
taki virkan þátt í meðferð sinni
þar sem rannsóknir sýna að þeim
farnast betur en öðrum.“
Fulltrúi sjúklinga hefur engin
áhrif á þessar leiðbeiningar og þeir
sem þjónustuna þurfa hafa því
ekkert um það að segja sjálfir
hvað sé best fyrir þá. Ekkert er
heldur minnst á samstarf fagaðila
og sjúklinga til að bæta þjón-
ustuna. Ég óskaði eftir því fyrir
hönd sjúklingafélags, að fá að sitja
fund þessa fagráðs og leggja til
betri leiðbeiningar en því var hafn-
að. Það er nefnilega hluti af menn-
ingu heilbrigðisþjónustunnar að
halda notendum hennar utan við
þetta allt saman. Þá verður heldur
ekkert af mikilvægu samstarfi um
öryggi sjúklinga líkt og best gerist
erlendis. Slík samvinna gæti skilað
okkur skrefinu lengra á sama tíma
og í henni fælist lækning fyrir alla
aðila. Samtalið verður að eiga sér
stað, þótt það sé ekki það auðveld-
asta í stöðunni. Það þarf bara hug-
rekki.
Nú hef ég rakið nokkuð margar
alvarlegar sögur. Á bak við þær
leynist mikil reynsla og þekking á
því hvernig best sé að takast á við
erfið áföll. Þessi áföll koma hins
vegar ekki fram í tölulegum upp-
lýsingum um algengi atvika. Hvað
segir tölfræðin okkur annars um
stöðuna á Íslandi?
Það þarf
bara hugrekki
Bókarkafli | Í bókinni Banvæn mistök í íslenska
heilbrigðiskerfinu segir Auðbjörg Reynisdóttir frá
lífi og dauða sonar síns en röð mistaka á bráða-
móttöku skildi eftir hjá henni lærdóm sem enginn
má láta fram hjá sér fara. „Saga Jóels, sonar míns,
er dæmigerð fyrir lífið á bak við tölfræðina. Líf
hans og dauði sýnir það sem ekki kemur fram í
tölfræðigögnum um alvarleg atvik … lærdóm-
urinn er ekki alltaf augljós og það er ekki alltaf
hægt að setja hann fram í töfluformi.“
Ljósmynd/Úr einkasafni
Banvæn mistök Auðbjörg Reynisdóttir og synir hennar Jóel Gautur
(f. 8. desember 1999, d. 24. febrúar 2001) og Sindri Gautur Einarssynir.
SÉRBLAÐ
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Til mánudagsins 22. mars
Páskablað
Morgunblaðsins
kemur út föstudaginn
26. mars
Girnilegar uppskriftir af veislumat
og öðrumgómsætum réttum
ásamt páskaskreytingum,
páskaeggjum, ferðalögum
og fleira.
Langlisti bresku kvennabók-
menntaverðlaunanna Women’s
Prize for Fiction hefur verið birtur
og eru 16 bækur á honum. Eru þær
bæði eftir þekkta og nýja höfunda og
umfjöllunarefnin af öllu tagi, m.a.
fjölskylda, mæðgnasamband, fátækt
og einangrun. Sögusvið bókanna eru
líka margvísleg, allt frá suðurhluta
London til Ghana.
Bækurnar 16 sem dómnefnd valdi
eru Because of You eftir leikkonuna
og rithöfundinn Dawn French,
Burnt Sugar eftir Avni Doshi, Con-
sent eftir Annabel Lyon, Detran-
sition, Baby eftir Torrey Peters,
Exciting Times eftir Naoise Dolan,
How the One-Armed Sister Sweeps
Her House eftir Cherie Jones, Lus-
ter eftir Raven Leilani, No One is
Talking About This eftir Patriciu
Lockwood, Nothing But Blue Sky
eftir Kathleen MacMahon, Piranesi
eftir Susönnu Clarke, Small Pleas-
ures eftir Clare Chambers, Summer
eftir Ali Smith, The Golden Rule eft-
ir Amöndu Craig, The Vanishing
Half eftir Brit Bennett, Transcend-
ent Kingdom eftir Yaa Gyasi og Un-
settled Ground eftir Claire Fuller.
Women’s Prize for Fiction eru ein
virtustu verðlaun sinnar tegundar í
heiminum og verða afhent 7. júlí.
Sextán bæk-
ur kvenna
á langlista
Wikipedia/Tim Duncan
Verðlaunahöfundur Ali Smith er
meðal þeirra kvenna sem tilnefndar
eru til Women’s Prize for Fiction.