Morgunblaðið - 22.03.2021, Side 20
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021
því það var ég svo sannarlega.
Þú varst sterk, ráðagóð, frum-
kvöðull, ljúf, fyndin, glöð, þakk-
lát og svo kærleiksrík og ég
elskaði þig svo heitt. Takk fyrir
allt elsku amma Nanna mín.
Þín
Nanna Þórdís.
Elsku amma mín.
Mikið svakalega er skrítið að
sitja fyrir framan tölvuna og
skrifa minningargrein um þig!
Um ömmu sem alltaf hefur ver-
ið hluti af lífi mínu og einhvern
veginn hélt ég að þú yrðir það
um ókomna tíð. Þú varst nefni-
lega engin venjuleg amma. Þú
varst amma gella lengi vel og
engin furða að þú hafir fengið
það viðurnefni, því þú varst
nefnilega alltaf algjör gella. Og
síðustu árin vorum við börnin
þín farin að kalla þig ömmu
nagla. Ekki að því að þú hættir
að vera gella, nei það varstu allt
til enda. Svo flott á allan hátt.
En nagli vegna þess hversu
sterk og hraust þú varst. Þess
vegna kom það okkur öllum í
svo opna skjöldu þegar þú
veiktist og fórst frá okkur allt
of snöggt. Mikið er ég þakklát
fyrir tæknina sem gerði mér og
öllum gullmolunum þínum, sem
búum erlendis, kleift að kveðja
þig. Daginn áður en þú fórst á
fund Jesú hlóstu og sagðir
brandara og mikið er ég þakk-
lát fyrir það samtal og að eiga
það á upptöku. Það verður
skrítið að koma í heimsókn til
Íslands og hitta þig ekki en við
munum hittast aftur þegar
minn tími kemur. Af öllu sem
þú afrekaðir amma mín, sem
var margt, varstu alltaf stoltust
af öllum gullmolunum þínum.
Þú eignaðist nefnilega 76 af-
komendur, geri aðrir betur. Og
í hvert sinn sem bættist í hóp-
inn þinn þá stækkaði hjarta þitt
um eitt númer.
Elsku amma, að koma svona
stórum karakter eins og þér
niður á blað er nær ómögulegt
og vegna þess hve stór karakt-
er þú varst því stærra skarð
skilurðu eftir. Takk fyrir allt,
alla ástina og kærleikann sem
þú barst til okkar barnanna
þinna og allar bænirnar sem þú
baðst fyrir okkur í gegnum ár-
in, samviskusamlega. Þær lifa
enn sem og minning þín sem lif-
ir í hugum okkar og hjörtum.
Ég ætla ekki að kveðja þig
amma mín, því það er eitthvað
svo endanlegt. Njóttu þess að
dvelja í Guðs nærveru og friði
þar til við hittumst á ný.
Ég læt fylgja með textann í
uppáhaldslaginu þínu;
Komdu nær mér, svo ég heyri
hjartað slá.
Hjartað sem í útlegð minni,
einn ég á.
Ástarorð sem ég vil muna, hvíslar
hljótt.
Andartak blítt mér leyf að geyma,
ég fer í nótt.
Horfa vil ég andartak í augu þér.
Augun sem að hvert mitt fótmál,
lýsa mér.
Kveðjukossinn gef þú mér, svo heitt
og hljótt.
Og hann ég geymi á vörum mínum,
ég fer í nótt.
Andinn þinn sem augun birta mér
og ástarorð sem brenna á vör.
Mun fylgja mér um fjarlæg lönd
og fylgja mér í hinstu för.
(Ómar Ragnarsson)
Ég elska þig amma.
Auður Guðjónsdóttir.
Elsku amman okkar.
Takk fyrir að kenna okkur
kraftinn í náttúrunni, styrkinn í
jurtunum og fegurðina í um-
hverfinu. Takk fyrir að kenna
okkur hve mikils virði ný tækni
er. Takk fyrir að kenna okkur
að láta ekki deigan síga þó svo
lífið sé stundum ósanngjarnt og
erfitt. Takk fyrir að láta okkur
sjá ljósið í myrkrinu. Takk fyr-
ir gleðina þína og húmor. Takk
fyrir orðin þín. Takk fyrir lykt-
ina þína. Takk fyrir þétt faðm-
lag þitt og hlýjuna þína.
Ömmugull
Þegar sólin skín man ég bros þitt og
hlátur. Þegar snjórinn fellur man ég
orðið þitt blítt, þegar vindurinn blæs
man ég kraftinn þinn. Þegar rign-
ingin dynur man ég faðmlag þitt
hlýtt.
Kær kveðja,
Jóna Guðbjörg,
Hálfdán og Ólöf Sara.
Elsku amma Nanna,
þú varst aldrei þessi „venju-
lega“ amma. Keyrðir um á
sportbílum og amerískum pall-
bílum. Klæddist gellufötum.
Gekkst með stóra og mikla
skartgripi. Á veggnum heima
hjá þér hékk plakat af Elvis —
og stóra myndin af þér í rauða
blæjubílnum. Ég ímyndaði mér
oft hvar þú hefðir verið og hvað
þú hefðir gert. Þú varst svo
merkileg; maður var einhvern
veginn alltaf að komast að
meiru um þig. Það var gaman
að fara í gegnum skartgripa-
skrínið þitt og hlusta á sög-
urnar sem með fylgdu. Líf þitt
var fallegt. Börnin þín gerðu
það fallegt. En þú upplifðir líka
þínar raunir, sem þú hefðir
ekki óskað neinum.
Þú varst mikil listakona, það
lék allt í höndunum á þér.
Heklaðir og settir saman agn-
arsmáa muni og gast lagað
ótrúlegustu hluti. Ég var alltaf
svo montin af þér. Mér fannst
þú geta allt. Sagði vinum og
vinkonum frá því hvernig þú
lagaðir mölbrotnar styttur,
hvernig þú gast heklað sáralitla
gripi í höndunum, hvað þú
varst hæfileikarík að yrkja ljóð,
sauma allt milli himins og jarð-
ar, gera myndlist úr leir. Ég
gæti haldið endalaust áfram.
Þú fórst ekki hefðbundnar
leiðir í lífinu. Gerðir allt eftir
eigin höfði. Ef þér líkaði ekki
eitthvað, þá gekkstu í málið og
gerðir allt til að reyna að
breyta því. Nönnukot, sem var
fyrsta reyklausa kaffihúsið á
Íslandi, er gott dæmi um
þrautseigjuna og baráttuna í
þér. Þú varst gríðarlega stór
talsmaður þess að gera um-
hverfið okkar reyklaust og
Nönnukot var uppskera þess.
Ég vildi óska þess að ég hefði
sagt þér hvað ég var stolt af
þér fyrir þetta. Þú gekkst
stundum of langt í að sannfæra
okkur hin um ákveðnar skoð-
anir og ef maður mótmælti þá
átti maður von á hressilegum
samræðum. Þú gafst aldrei
neitt eftir. Ég dáist að því. Þótt
ég hafi oft verið ósammála þér
léstu engan og ekkert hindra
þitt skoðanafrelsi. Ég sé þenn-
an eiginleika svo sterkt í öllum
börnunum þínum, sem gerir
fjölskyldusamkomurnar okkar
mjög hressar, háværar og
skemmtilegar.
Þegar við hugsum um þig,
heyrum við þig hvísla fallegum
orðum til okkar, barnanna
þinna. Segja okkur hvað við er-
um falleg, dugleg og flott. Það
er eitthvað sem við ætlum að
tileinka okkur og gera meira
af. Við tókum þessu sem sjálf-
sögðum hlut meðan þú lifðir en
finnum það nú hvað við söknum
þess og þörfnumst þess mikið.
Við ætlum að kalla börnin okk-
ar „gullmola“ og segja þeim að
þú hvíslaðir þessu í eyrun okk-
ar. Við hlökkum til að sýna
þeim myndir af þér og segja
þeim frá þér, hvað þú varst
töff, klár, skemmtileg og falleg.
Þegar við hugsum til þín heyr-
um við röddina þína og hlát-
urinn þinn, hann þótti okkur
alltaf svo einstakur; það hló
enginn eins og þú.
Takk fyrir alla ástina, amma.
Fyrir allar minningarnar. Fyrir
allar samræðurnar. Takk fyrir
að vera amma okkar og gera
þitt allra besta til að vera til
staðar.
Við elskum þig.
Þín
Ingunn, Nanna og Svavar.
Fallin er frá Nanna Hálfdán-
ardóttir, systir Heiðveigar
tengdamóður minnar og vinur
okkar hjóna.
Að Nönnu stóðu vestfirskir
stofnar, hún var ættuð úr Dýra-
firði og Arnarfirði en ólst upp á
Ísafirði. Nanna flutti ung suður
og bjó lengst af í Hafnarfirði,
fjölskylda hennar er stór og
þekkt fyrir samheldni. Nanna
eignaðist sex börn en afkom-
endur eru sjötíu og sex talsins
og meðal afkomenda eru langa-
lang-ömmubörn. Nanna hélt vel
utan um afkomendur sína,
fylgdist með hverjum og einum
og mundi afmælisdag þeirra
allra.
Líf Nönnu var ekki alltaf
auðvelt og lífsbaráttan hörð.
Barn að aldri missti hún móður
sína og ólst eftir það upp í
skjóli hálfsystur sinnar sem bjó
í sama húsi og faðir hennar á
Torfnesi á Ísafirði. Nanna
þurfti því snemma að bjarga
sér sjálf, tókst á við mótlætið
og lét ekki bugast þótt vindur
stæði í fangið.
Nanna var falleg kona, glæsi-
leg á velli með mikla útgeislun
enda hrifust margir af henni og
þeirri orku sem frá henni
streymdi.
Lífshlaup Nönnu var við-
burðaríkt og efni í mikla sögu,
hún var margbrotinn persónu-
leiki og áhugamálin mörg. Hún
hafði áhuga á dulrænum málum
en sýndi líka ýmsum hliðum
viðskiptaáhuga þótt stundum
væri sá áhugi full óbeislaður.
Nanna hafði mikinn áhuga á
Bandaríkjunum og bandarísk-
um málefnum sem hún taldi Ís-
lendinga geta lært eitt og ann-
að af. Þegar börnin voru komin
vel á legg flutti hún til Banda-
ríkjanna og dvaldi þar í nokkur
ár og fór víða. Um tíma hélt
hún sig uppi í fjöllum í Colo-
rado og bjó þar við fábrotnar
aðstæður, hafði hvorki rafmagn
né rennandi vatn en vann fyrir
sér með því að prjóna og hekla
flíkur sem hún seldi í Aspen og
fleiri skíðabæjum. Síðan söðlaði
hún um er hún tók að sér að
vera barnfóstra hjá efnaðri fjöl-
skyldu sem hún hélt alla tíð síð-
an góðu sambandi við.
Eftir heimkomu stofnaði
Nanna kaffihús í Hafnarfirði,
Nönnukot, fyrsta reyklausa
kaffihúsið á Íslandi, og rak það
af myndarskap í nokkur ár.
Nönnu var annt um vestfirskan
uppruna sinn og kom sér upp
litlu húsi til sumardvalar við
höfnina á Brjánslæk.
Nanna lét sig þjóðmál miklu
varða, var gagnrýnin en hafði
óbilandi trú á Íslandi og ís-
lensku samfélagi.
Ófá voru símtölin inn í spjall-
þætti á Útvarpi Sögu þar sem
hún sagði alþjóð umbúðalaust
skoðanir sínar. Nanna var ákaf-
ur stuðningsmaður Miðflokks-
ins, skipaði sæti á framboðslista
flokksins og var í reglubundnu
sambandi við forystu flokksins
til að ráðleggja heilt og leið-
rétta kúrsinn ef henni þótti vik-
ið af leið. Stuttu áður en Nanna
féll frá lýsti hún eindregnum
vilja til að fá sæti á framboðs-
lista Miðflokksins í kraganum í
komandi þingkosningum og
baráttumál sín hafði hún á
hreinu.
Með Nönnu er gengin kröft-
ug og hugmyndarík kona sem
ólst upp og bjó við erfiðar að-
stæður hluta af lífsskeiði sínu
en dró ekki af sér, að hjálpa
öðrum sem stóðu henni nærri ef
hún hafði tök á.
Við hjónin vottum börnum
Nönnu og fjölskyldu samúðar
um leið og við þökkum vinsemd
hennar í okkar garð.
Gunnlaugur M.
Sigmundsson.
Hjartahlýtt
þakklæti til þín
elsku amma.
Á meðan ég sit
hérna í hljóði og
horfi yfir farinn veg þá eru svo
margar minningar sem koma
upp í hugann. Þú varst fjöl-
skyldan í orðum og gjörðum, þú
elskaðir okkur og ástin þín
fyllti líf okkar allra.
Þú sást fyrir því að við feng-
um sterka fjölskyldumynd með
gjafmildi, elju, hugrekki og þol-
inmæði. Fjölskylduhittingur í
Fellsmúla og seinna Grundar-
landi var ekki bara vikulegur
heldur mörgum sinnum í viku
fyrir utan jól, páska og aðrar
hátíðir.
Þú kenndir með verkum,
ekki með orðum, en þó varstu
alltaf tilbúin að setjast niður
með mér ef ég þurfti að tala eða
deila. Þú og afi sáuð til þess að
halda fjölskyldunni saman. Það
var aldrei neitt til sparað
hvorki í veraldlegum gæðum,
tíma né viðveru.
Þú kenndir okkur hugrekki,
útsjónarsemi, klárleika og hafð-
ir vilja á við heila þjóð og á
sama tíma sem þú lést ekkert
fram hjá þér fara léstu líka allt
kjurt liggja.
Þú hefur alltaf verið sú sem
ert fyrst til að fyrigefa, fyrst til
að brosa og þú leyfðir engu að
spilla fyrir.
Þú leyfðir öllu að eiga sinn
farveg og sást enga ástæðu til
þess að hanga neitt í liðinni tíð.
Þú kenndir mér að taka ábyrgð
og að skilja að við komum inn í
lífið til þess að stækka. Þú
huggaðir á mjúklegan hátt og
sem lítil fékk ég að skríða upp í
fangið á þér og vagga með þér í
fanginum í „Ömma VioVi“.
Ég gat alltaf leitað til þín.
Margar sögurnar af sam-
skiptum okkar sitja í minninga-
bankanum allt frá því hvernig
ég ætti að henda í burtu áliti
annarra í hvernig ég ætti að
krydda hrygginn og láta ekkert
stöðva mig.
Þú kenndir mér að „spinka
og spare vil altid vare men sus
og snús gör tömt hús“. Þú sagð-
ir að engin erfið tíð myndi vara
og kenndir mér að setja á mig
rauðan varalit, ganga bein í
baki og bursta í burtu angist og
innri sálarkvein og sagðir mér
að hamingjan lægi innra með.
Þú horfðir á mig með tiltrú
og blést í burtu áhyggjunum
Dagmar Didriksen
✝
Dagmar Did-
riksen fæddist
20. júlí 1929. Hún
lést 3. mars 2021.
Útförin fór fram
19. mars 2021.
mínum og minntir
mig stöðugt á að ég
væri nóg.
Eitt sinn þegar
ég var alveg von-
laus einu sinni sem
oftar kom ég til þín
í pepp og að venju
horfðir þú á mig í
forundran og sagð-
ir: Hanna mín,
þetta er ekkert
mál. „Tú bara fert
út í horn med rumpuna, brettir
upp ermar og svo bara syndir
þú skriðsund skref fyrir skref
út úr horninu þar til að allt í
einu þá ertu búin að öllu sem
þú þarft að gera.“ Ég horfði á
þig til baka og bara vissi að það
sem þú varst að segja var rétt
og fór full af krafti til baka í
verkefnið og kláraði það með
stæl.
Ég veit að það hefur verið
tekið vel á móti þér af afa og
Kollafjarðarklaninu og er nokk-
uð viss um að pabbi og Ingvar
hafi verið í þeim hópi líka.
Ég veit að þú ert með mér og
leiðir mig í gegnum lífið áfram
því sannarlega þá sleppi ég
ekki takinu á þinni styrku
hendi.
Amma ég spila Ömma Lud-
vik, hún er stór og sterk og svo
er hún alltid glad í tilefni af
deginum.
Ég skála í ákavíti og opna
öllara og klæðist rauðu.
Sjáumst á ný elsku amma
mín.
Meira á www.mbl.is/andlat
Hanna Kristín Didriksen.
Ég vil hér, með þakklæti og
virðingu í huga, minnast einnar
af uppáhaldsfrænkum mínum,
Dagmarar Didriksen. Sem smá-
stelpa kynntist ég Dagmar og
Schumann þegar þau dvöldu
hjá okkur, í stuttan tíma, úti á
Bergi, nýkomin til landsins frá
Færeyjum. Náið samband varð
á milli fjölskyldnanna, þau voru
eina frændfólk okkar af fær-
eysku ættinni.
Kaupmennska var þeim báð-
um í blóð borin og hófu þau
fljótlega rekstur skóverslunar,
sem varð að ævistarfi þeirra.
Samvinna þeirra hjóna, vinnu-
semin, vinnugleðin og fjölskyld-
an sátu alltaf í fyrirrúmi. Ég
minnist, með gleði, gagn-
kvæmra heimsókna á Smára-
flötina og í Fellsmúlann og ekki
síst heimsóknanna í verslanirn-
ar hjá þeim. Alltaf stóðu þau
með útbreiddan faðm og gáfu
sér tíma í spjall og kaffibolla.
Þau fylgdust af áhuga með hög-
um okkar, frændfólksins og
glöddust af einlægni yfir vel-
gengni annarra.
Það er aðdáunarvert hve
Shumann og Dagmar, börnin
þeirra og barnabörn hafa hald-
ið vel í færeyskan uppruna
sinn, hefðirnar og færeyska
tungu. Árshátíðir Færeyinga-
félagsins og annað á vegum fé-
lagsins var alltaf svo skemmti-
legt. Þá var færeyskur matur á
borðum og svo var dansaður
færeyskur dans fram á rauða-
nótt. Hér voru Dagmar og
Schumann í broddi fylkingar
við skipulagninguna, framtaks-
semin og orkan sem streymdi
frá þeim hreif aðra með.
Þegar ég, kornung, bjó með
vinkonu minni á Hávallagöt-
unni, kom Dagmar í heimsókn,
henni leist vel á og hún hrósaði
okkur fyrir umgengnina á
íbúðinni. Það var mér mikils
virði að fá hrós frá frænku, það
fékk bara sá sem átti það skil-
ið.
Sumarið 1965 vorum við í
síld á Raufarhöfn, Dagmar og
Rúna frænka, mamma og ég.
Þetta var ævintýri og þegar
komu tarnir var unnið dag og
nótt. Við stelpurnar sofnuðum
stundum standandi, en mæður
okkar létu engan bilbug á sér
finna, enda skiluðu launin sér
vel. Á milli tarna var farið í
ferðir m.a. í Ásbyrgi og augu
okkar opnuðust fyrir stórbrot-
inni fegurð landsins.
Vinkonurnar fóru saman í
húsmæðraorlof, eins og tíðk-
aðist á þeim árum og fengu
þær þar dásamlega viku.
Mamma, sem var hagmælt,
orti smá vers um allar vinkon-
urnar, fyrir kvöldvöku. Vísan
um Dagmar var á þessa leið:
Dagga fór í finnsku böðin
forðaðist hún að líta í blöðin
fréttir dámuðu henni illa
enda engum tíma að spilla.
Ég efast ekkert um að þær
hafa notið orlofsins.
Á níræðisafmæli sínu efndi
Dagmar til yndislegrar veislu.
Fyrir utan fjölskylduna fjöl-
menntu þar vinir og ættingjar.
Hún var í essinu sínu, svo glöð
og kát og drottningu líkust í
fallega, síða, rauða kjólnum
sem mamma saumaði á hana
fyrir allmörgum árum.
Ég og mín fjölskylda höfum
átt ógleymanlegar stundir með
fjölskyldu frænku og ég það
þakka af heilum hug.
Elsku Rúna, Bjarma, Sírí,
Rita, Schumann, Júlíus og fjöl-
skyldur. Innilegustu samúðar-
kveðjur til ykkar allra. Hennar
verður sárt saknað.
Minst til að biðja
faðir vár, minst til at
signa teg, tá sendir
Harrin eingil sin at
hjalpa tær á veg.
(H.A. Djurhuus)
Anna Soffía Daníelsdóttir
og fjölskylda, Danmörku.
Kveðja frá
Kaupmannasam-
tökum Íslands
Erla Wigelund
fv. kaupmaður í
Verðlistanum er fallin frá. Hún
lét sig málefni verslunar og
kaupmanna almennt miklu
varða, jafnt í hennar sérgrein
sem og öðrum greinum versl-
unar. Innan KÍ voru starfandi
ein 16 sérgreinafélög; Félag
vefnaðarvörukaupmanna var
eitt þeirra. Erla var þar félagi
með sína verslun í áratugi og
lét mikið að sér kveða í fé-
lagsstarfinu, sat í stjórn félags-
ins og var formaður þess í
Erla Wigelund
✝
Erla Wigelund
fæddist 31. des-
ember 1928. Hún
lést 22. febrúar
2021.
Útförin fór fram
12. mars 2021.
fjölda ára. Nokkrir
stofnlánasjóðir
voru starfandi á
vegum félaga innan
KÍ; stofnlánasjóður
skó- og vefnaðar-
vörukaupmanna
var einn þeirra. Við
stofnun hans var
Erla kjörin í stjórn
sjóðsins og sat þar
í mörg ár. Hvert
sérgreinafélag til-
nefndi sinn félaga í fulltrúaráð
KÍ. Þar var Erla fulltrúi síns
félags um langt árabil. Það voru
iðulega fjörlegar umræður á
fundum og ætíð tók Erla mik-
inn þátt í þeim, var tillögugóð
og fylgin sér, glaðlynd og
skemmtileg. Erla var sæmd
gullmerki KÍ og var vel að því
komin fyrir langt og gott starf.
Stjórn KÍ sendir aðstandendum
Erlu innilegar samúðarkveðjur.
Ólafur Steinar Björnsson.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Óheimilt er að taka efni úr
minningargreinum til birt-
ingar í öðrum miðlum nema
að fengnu samþykki.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað get-
ur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skilafrestur
rennur út.
Minningargreinar