Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 25

Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 25
var formaður Félags sjálfstæðis- manna á Kjalarnesi til langs tíma, eða frá um 2005 og þangað til í fyrra. „Ég er núna í Hinu íslenska byssuvinafélagi. Ég hef m.a. gaman af að veiða hreindýr og sótti um að fá að veiða núna þrátt fyrir hnéð. Ef ég verð dreginn út þá verður starfi stéttarfélaga og stjórnmálum. Hann var formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga í Súða- vík í þrjú ár, eða til 1995, var for- maður Trausta – félags sendibíl- stjóra einnig í þrjú ár, eða þar til hann skipti yfir í leigubílinn, sat í stjórn íbúasamtaka Kjalarness og H afsteinn Númason er fæddur 22. mars 1951 í Reykjavík en ólst upp hjá kjörfor- eldrum sínum á Pat- reksfirði. „Ég var ættleiddur strax í fæðingu, en þegar ég var orðinn fullorðinn þá hitti ég mína réttu foreldra og kynntist þeim og það var ágætt. Þegar ég ólst upp þá var leikvöll- urinn á Patreksfirði fjaran, göt- urnar, fjallið og niðri á höfn. Það var alltaf verið að reyna að banna manni að fara út á höfn en hún var spennandi. Ég man líka þegar ég var lítill að þá var ég með félaga mínum á vorin að sitja yfir fé. Svo fór ég seinna í sveit, var tíma og tíma hjá frændfólki á Haukabergi og Brekkuvöllum á Barðaströnd.“ Hafsteinn gekk í Grunnskóla Pat- reksfjarðar og byrjaði snemma að vinna á sumrin, m.a. í steypuvinnu frá 12 ára aldri og svo í frystihús- inu eftir fermingu. Eftir grunnskóla fór hann til sjós. „Ég var m.a. sex sumur frá 1969 í Norðursjónum á síldveiðum sem stóðu fram á haust og og svo fram eftir jól. Fyrst var landað í Þýskalandi og svo í Dan- mörku. Maður kom þá bara rétt heim á haustin þegar tekið var smá frí. Svo þegar ég bjó í Hveragerði var ég hjá Hafskipi á flutninga- skipum. Þegar ég flyt á Súðavík var ég fyrst á Haffara og síðan á Bess- anum.“ Hafsteinn stundaði sjó- mennskuna til 16. janúar 1995 þeg- ar snjóflóðin féllu á Súðavík. Þá breyttist líf hans þegar þau Linda misstu þrjú börn sín í flóðinu. Þau fluttu til Reykjavíkur eftir það. Vorið 1995 tók Hafsteinn meira- próf og starfaði við akstur, fyrst sem flutningabílstjóri og síðar sem leigubílstjóri eftir það. „Hnéð á mér varð ónýtt svo ég hætti að keyra sendibíl og fór á leigubíl, það er minni burður þar. Ég þykist vera að vinna ennþá, ég er alltaf á Reykjavíkurflugvelli eða eins mikið og ég nenni. Þetta er orðið meira hobbí til að brjóta upp daginn, það væri algjör vitleysa að hanga heima allan daginn og gera ekki neitt.“ Hafsteinn hefur verið virkur í maður að bíta á jaxlinn og göslast áfram.“ Hafsteinn háði harða baráttu við Bakkus og fór í meðferð í janúar 1985 og hefur verið það lánsamur að vera laus við Bakkus síðan. „Það var draumastarf alkans að vera í siglingum hjá Hafskip því þá gat maður nálgast nóg af ódýru brenni- víni. Það endaði með því að ég fór yfir um og fór tvisvar í meðferð.“ Þrátt fyrir öll áföllin leitaði Haf- steinn aldrei aftur í flöskuna, en ár- ið 2001 lenti hann í alvarlegu bíl- slysi þar sem honum var ekki hugað líf og árið 2006 missti hann dóttur sína úr krabbameini. „Ég er svolítið stoltur af því að hafa farið edrú í gegnum öll þessi áföll. Það hefur hjálpað mér að hafa átt góða félaga, bæði í byssuvinafélaginu og hjá vinnufélögum sem maður hefur getað leitað stuðnings til, og þegar áföllin urðu í Súðavík þá stóð öll þjóðin með mér. Það hjálpar.“ Fjölskylda Fyrri kona Hafsteins var Salvör Jóhannesdóttir leikskólakennari, f. 30.10. 1957. Þau bjuggu í Hvera- gerði 1980-1984. Þau slitu samvistir. Seinni kona Hafsteins var Berglind María Kristjánsdóttir húsmóðir, f. 12.2. 1963. Þau bjuggu í Súðavík 1986-1995. Eftir snjóflóðið 1995 fluttu þau í Mosfellsbæ og þaðan á Kjalarnes. Þau slitu samvistir 2014. Börn Hafsteins og Salvarar eru 1) Jóhanna Helga Hafsteinsdóttir, f. 21.11. 1976, d. 1.5. 2006, sambýlis- maður hennar var Gustav Péturs- Hafsteinn Númason leigubílstjóri – 70 ára Með yngstu dætrunum Íris Hrefna, Hafsteinn og Birta Hlín. Algjör vitleysa að hanga heima Veiðimaðurinn Hafsteinn staddur uppi á Fljótsdalsheiði. Á Patró Hafsteinn að leika sér með bát úti í garði heima í Aðalstræti. 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Samræður við maka og nána vini eru einstaklega tvísýnar í dag. Gerðu ferl- inu jafn hátt undir höfði og útkomunni og gefðu skapandi viðleitni háa einkunn. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ferð fremst í flokki og ert alveg í sjónlínunni. Reyndu að leysa verkefnin heima fyrir og vertu þolinmóður við fjöl- skylduna. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er erfitt að verða óvart vitni að hlutum milli annarra. Taktu því með ró því þá gengur allt betur. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þegar hæfileikar þínir blómstra muntu hljóta viðurkenningu víða. Mundu að vini sína á maður að rækta. Ef þú hugsar um ókunnuga sem vini þína ertu á réttri leið. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú þarft að vinna í því að ná tökum á tilfinningum þínum. Samræður við fjöl- skylduna eru árangursríkar og leiða til góðrar niðurstöðu. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Margir taka fjölskyldum okkar sem sjálfgefnum hlut. Skipuleggðu næstu vikur vel og mundu að rækta geðheilsuna. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ert hetja í augum ástvinar. Þig langar til að kaupa eitthvað sem þú hefur haft auga á lengi. Láttu það eftir þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú þarft ekki að hlaupa til þótt fólkið í kringum þig sé með einhver láta- læti. Samspil við aðra, vini eða félaga, leiðir til umtalsverðs árangurs. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Vonandi getur þú glaðst á þessum degi og litið framtíðina björtum augum. Allt sem þú gerir til að lífga upp á heimilið kemur sér vel. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Ástin er það síðasta sem þú veltir fyrir þér þessa dagana. Næstu vikur verða annasamar og mörg verkefni munu lenda á borðinu hjá þér. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú kemur í veg fyrir rifrildi sem á rót að rekja til misskilnings um verka- skiptingu. Gamlir vinir skjóta upp kollinum og færa þér óvæntar fréttir. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þótt þér þyki eitthvað gott er ekki þar með sagt að nágranni þinn sé sama sinnis. Láttu það eftir þér að vera svolítið frumlegur við lausn á erfiðu vandamáli. Reykjavík Lóa Karen Kristjánsdóttir fæddist 6. júlí 2020 kl. 3.32 í Björkinni í Reykjavík. Hún vó 4.170 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Sóla Þorsteinsdóttir og Kristján Skúli Skúlason. Nýr borgari 50 ára Halldóra er Reykvíkingur en býr á Álftanesi. Hana vantar sveinsprófið til að klára bifvélavirkjunina en er með skrifstofutækni- próf. Halldóra er fé- hirðir hjá Landsbank- anum og gjaldkeri keiludeildar ÍR. Maki: Eyþór Guðnason, f. 1965, umsjón- armaður fasteigna hjá HÍ. Börn: Ívar Örn Ingólfsson, f. 1987, Haf- steinn Örn Eyþórsson, f. 1987 og Birgitta Ýr Eyþórsdóttir, f. 1996. Barnabarn er Snædís Líf Hafsteinsdóttir, f. 2016. Foreldrar: Helga Jónsdóttir, f. 1947, hús- móðir, búsett í Reykjavík, og Ingvar J. Óskarsson, f. 1953, bifvélavirkjameistari, búsettur í Kópavogi. Halldóra Íris Ingvarsdóttir 30 ára Sóla ólst upp í Genf og París þar til hún var 11 ára, síðan í Reykjavík og býr þar. Hún er með BA-gráðu í bókmenntafræði og MA-gráðu í menningarfræði við HÍ. Sóla er framleiðslustjóri hjá Storytel. Maki: Kristján Skúli Skúlason, f. 1988, tekjustjóri hjá Arcanum Fjallaleið- sögumönnum. Börn: Tryggvi Veturliði, f. 2018, og Lóa Karen, f. 2020. Foreldrar: Ásta Karen Rafnsdóttir, f. 1965, aðstoðarskólastjóri í Breiðholts- skóla, og Þorsteinn Þorgeirsson, f. 1955, hagfræðingur. Þau eru búsett í Reykja- vík. Ásta Sólhildur Þorsteinsdóttir Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.