Morgunblaðið - 22.03.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.03.2021, Blaðsíða 30
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 Þ rjátíu ár eru liðin frá því Akeem, krónprins af Za- munda (Eddie Murphy), óhlýðnaðist föður sínum, Jaffe Joffer (James Earl Jones), og hélt til „glæsihverfisins“ Queens í New York til þess að finna sér kvon- fang og drottningarefni. Á þeim árum hafa hann og Lisa (Shari Headley) eignast þrjár yndis- legar dætur og alið upp samkvæmt konunglegri hefð. Gallinn er hins vegar sú, að sama hefð knýr á um að ríkisarfinn sé karlkyns, og þar sem Jaffe konungur er kominn á síðasta spölinn, er brýn þörf á að leiðrétta það. Ekki bætir úr skák að ná- grannaríkið Nexdoria, sem Árna- stofnun myndi líklega vilja þýða sem Næstibær, lætur ófriðlega, en valdhafinn þar, Izzi hershöfðingi (Wesley Snipes), krefst þess að elsta dóttir Akeem giftist syni sínum og geri hann þar með að konungi Za- munda og Næstabæjar. Akeem vantar því karlkyns erfingja og það strax, en góð ráð eru sem fyrr í dýr- ari kantinum. Semmi (Arsenio Hall), hinn tryggi fylgdarmaður Akeem, hefur hins vegar lausnina: Það vill svo til að í fyrri ferð sinni var Akeem svo drukkinn að hann náði að barna eina af „drottningum“ Queens-hverfisins (Leslie Jones) að sjálfum sér óafvit- andi, og sá, Lavelle Junson (Jer- maine Fowler), er blessunarlega karlkyns. Akeem þarf því bara að sækja drenginn aftur til Bandaríkj- anna og gera hann að konungsefni áður en Izzi gerir innrás með heri sína. Hvað gæti mögulega farið úr- skeiðis? Líklega er best að útskýra strax hér að Coming to America frá árinu 1988 er ein af uppáhaldsgaman- myndum þess sem hér skrifar. Ég get nánast endurtekið myndina frá orði til orðs, svo brennd er hún í minni mitt. Þegar ég sá og heyrði að framhaldsmynd væri á leiðinni hafði ég hins vegar þungar áhyggjur af því að hér myndi vera á ferðinni önnur Zoolander 2, sem nánast eyði- lagði allar þær góðu minningar sem tengdust fyrri myndinni. Enn þann dag í dag neita ég að viðurkenna til- vist þeirrar myndar. Þær áhyggjur voru hins vegar óþarfar, þar sem Coming 2 America er gerð af mikilli virðingu við fyrri myndina, ólíkt Zoolander-framhald- inu. Helsti kostur myndarinnar er sú að hún er eitt risastórt nostalgíu- kast aftur til fyrri myndarinnar. Ég verð að játa að ég hló og hló og hló allan tímann, sem segir kannski sitt- hvað um lélegan húmor undirritaðs. Helsti galli myndarinnar er sú að hún er eitt risastórt nostalgíukast aftur til fyrri myndarinnar. Sem slík nær hún aldrei að svara spurning- unni almennilega, hvaða þörf var á framhaldsmynd, sér í lagi þegar fyrri myndin er jafn stórkostlega íkonísk og hún er. Einn af brönd- urum myndarinnar gengur raunar út á það hversu fáránlegt það er að búa til framhaldsmyndir af eldgöml- um myndum sem enginn bað um. Coming 2 America er því skiljan- lega stútfull af vísunum í fyrri myndina. Það skal segja myndinni til hróss að hún gerir þær vísanir oftast nær alveg hárrétt, og setur í sumum tilfellum áhugaverða fléttu á gömul stef, eins og það hvað gerist eiginlega í baðkari konungsfjöl- skyldunnar. Þá liggur við að nánast allir sem enn draga andann og komu fyrir í fyrri myndinni birtist í framhaldinu. Rakarastofu-„kvartettinn“ á að sjálfsögðu sinn sess. Hinn frábær- lega skelfilegi Randy Watson og hljómsveit hans Sexual Chocolate er mættur. Andstutta dónaprestinum bregður fyrir, og við vitum því að Guð er hér. Það er helst að maður sakni Soul Glo og Darryl, sem alltaf var með permanentið í lagi. Ásamt öllum þeim „gömlu“ sem sjást á skjánum eru nú nokkur ný andlit og er orkubomban Leslie Jon- es þar fremst í flokki sem Mary, barnsmóðir Akeem, og nýtur hún sín greinilega í hlutverki boðflenn- unnar í hinu konunglega umhverfi. Wesley Snipes hefur greinilega einnig gaman af því að spreyta sig í hlutverki „vonda gaursins“, sem varla gengur inn í herbergi án þess að vera í nokkurs konar Stuð- mannahoppi. Þá er fullmikið af „cameo“-hlut- verkum, allt frá Morgan Freeman til söngkonunnar Gladys Knight, og er sumt af því með því versta sem sést í myndinni og gjörsamlega óþarft fyrir framvindu sögunnar. Á sama tíma er myndin alveg stórkostlega „röng“, líkt og fyrri myndin. Handritshöfundar reyna alls ekki að skora stig hjá fólki sem hefur gleymt húmornum í tíðaranda slaufunar og almennrar hneyksl- unar, en á sama tíma fer myndin ekki vísvitandi yfir þau mörk sem nú þykja rétt. Engu að síður verða eflaust ein- hverjir sem munu súpa hveljur yfir því að sjá Eddie Murphy tala með gerviafrískum hreim eða bregða sér í líki New York-gyðings, eða munu hneykslast á þeirri ímynd sem myndin gefur af ríkjum Afríku og samfélaginu þar. Líklega er það góð ráðlegging að ef lesandanum þótti fyrri myndin ekki góð sé eftir litlu fyrir hann að slægjast í framhald- inu. En hvað er þá hægt að segja um Coming 2 America? Líkt og fyrr sagði skemmti ég mér konunglega yfir henni, en væntingum mínum hafði verið stillt mjög í hóf. Myndin stóðst þær og fellur því í stóran hóp mynda sem teljast „ágætisafþrey- ing“. Hún mun þó seint teljast skylduáhorf fyrir þá sem dýrka fyrri myndina. Konungur í Queens Akeem, konungur Zamunda, leikinn af Eddie Murphy. Rýnir telur myndina ágætisafþreyingu. Hilmir snýr heim - að óþörfu Amazon Prime Coming 2 America bbbmn Leikstjóri: Craig Brewer. Handrit: Kenya Barris, Barry W. Blaustein, David Sheff- ield. Aðalhlutverk: Eddie Murphy, Arse- nio Hall, Jermaine Fowler, Leslie Jones, Tracy Morgan, KiKi Layne, Shari Head- ley, Teyana Taylor, Wesley Snipes, John Amos og James Earl Jones. Bandaríkin 2021, 110 mínútur. STEFÁN GUNNAR SVEINSSON KVIKMYNDIR Fræðakaffi verð- ur á Borgar- bókasafninu í Spönginni í dag kl. 17.15. Þá mun Særún Lísa Birg- isdóttir þjóð- fræðingur segja frá samskiptum hermanna og ís- lenskra pilta á hernámsárunum hér á landi. „Í skugga ástandsins eins og við flest þekkjum það blómstraði menning sem litlar sög- ur fóru af. Ef til vill mætti kalla það hinsegin ástandið. Eftir að landið var hernumið opnuðust dyr inn í nýjan heim hjá fjölda manna sem fram til þessa höfðu lifað í ein- angrun og felum með kynhneigð sína. Hafnarsvæðið og þar um kring ásamt nýuppsprottnum kaffi- og dansstöðum urðu þeir staðir þar sem karlmenn hittust og fáa grun- aði nokkuð, enda augu flestra á samskiptum hinna erlendu dáta við íslenskar stúlkur,“ segir í tilkynn- ingu um viðburðinn. Særún er með MA-próf í þjóð- fræði frá Háskóla Íslands og hefur í rannsóknum sínum horft til þess hvernig hinir ýmsu jaðarhópar birtast í sögnum, þjóðtrú og orð- ræðu hvers tímabils með sérstakri áherslu á samkynhneigða. Hommarnir á höfn- inni í fræðakaffi Særún Lísa Birgisdóttir Bandaríski leik- arinn Armie Hammer er grunaður um nauðgun og er málið til rann- sóknar hjá lög- reglunni í Los Angeles. Var lög- reglu tilkynnt um hið meinta brot 3. febrúar en konan sem kærði Hammer, kölluð Effie, var tvítug þegar leikarinn á að hafa nauðgað henni, árið 2017. Hammer var þá kvæntur og sagði Effie á blaða- mannafjarfundi að Hammer hefði nauðgað henni í fjórar klukku- stundir og að hún hefði óttast að hann myndi drepa hana. Hammer sakaður um nauðgun Armie Hammer Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ sýnd með íslensKu og ensKu talı SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI. FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® 94% 96% 94% 99% BESTA MYNDIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.