Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 27

Morgunblaðið - 22.03.2021, Page 27
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 22. MARS 2021 _ Þórir Hergeirsson fer með lið sitt, norska kvennalandsliðið í handknatt- leik, á Ólympíuleikana í Tókýó í sumar eftir harða baráttu í undankeppninni. Norska liðið vann fimm marka sigur á Rúmeníu á laugardaginn, 29:24, og þurfti Rúmenía því sex marka sigur gegn Svartfjallalandi í gær til að kom- ast áfram á kostnað Norðmanna. Það tókst ekki, Rúmenar unnu þriggja marka sigur og ólympíusætið því í höfn hjá Þóri og stöllum. _ Guðlaugur Victor Pálsson, lands- liðsmaður Íslands í knattspyrnu og leikmaður Darmstadt í þýsku B- deildinni, fór mikinn fyrir þýska félagið á laugardaginn þegar liðið heimsótti Eintracht Braunschweig í þýsku B- deildinni. Guðlaugur Victor kom sínu liði yfir strax á 13. mínútu með fallegu marki áður en hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu fyrir að handleika knöttinn innan teigs á 17. mínútu. Nick Proscg- witz skoraði úr spyrnunni og lokatölur því 1:1 en Guðlaugur Victor lék allan leikinn fyrir Darmstadt sem er í ellefta sæti þýsku B-deildarinnar með 32 stig. _ Sverrir Ingi Ingason lagði upp fyrsta mark PAOK þegar liðið tók á móti AEK Aþenu í úrslitariðli grísku úr- valsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Leiknum lauk með 3:1-sigri PAOK en Andrija Zivkovic skoraði fyrsta mark leiksins eftir sendingu frá Sverri. Sverrir Ingi lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá PAOK en liðið er í þriðja sæti úrslitariðilsins með 50 stig, tveimur stigum meira en AEK Aþena. _ Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon komu báðir við sögu er Magdeburg vann 29:24-sigur á Füchse Berlín í þýsku efstu deildinni í handknattleik í gær. Með sigrinum fór Magdeburg upp að hlið toppliðs Flens- burg sem á þó leiki til góða. Ómar Ingi skoraði fjögur mörk og lagði upp önn- ur tvö í leiknum en Gísli skoraði tvö og lagði upp eitt. Gísli fór hins vegar meiddur af velli í síðari hálfleik eftir að hafa lent illa á vinstri handleggnum og er óttast að meiðslin séu alvarleg. Þá vann Lemgo nauman 25:24-sigur á Ludwigshafen þar sem Bjarki Már El- ísson skoraði sex mörk fyrir Lemgo og Eitt ogannað Lengjubikar karla 8-liða úrslit: Valur – KR ................................................ 3:3 _ Valur áfram eftir vítakeppni, 5:4. Stjarnan – Fylkir...................................... 4:2 Breiðablik – KA........................................ 2:1 Lengjubikar kvenna Breiðablik – Tindastóll ............................ 4:1 Selfoss – ÍBV ............................................ 2:5 Valur – Þróttur R ..................................... 8:0 Fylkir – Þór/KA........................................ 2:1 England West Ham – Arsenal................................ 3:3 - Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leik- mannahópi Arsenal. Aston Villa – Tottenham.......................... 0:2 Brighton – Newcastle .............................. 3:0 Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Everton – Manchester City .................... 0:2 - Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn með Everton. Chelsea – Sheffield United...................... 2:0 Bournemouth – Southampton................. 0:3 Leicester – Manchester United .............. 3:1 B-deild: Millwall – Middlesbrough....................... 1:0 - Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður hjá Millwall á 64. mínútu. D-deild: Tranmere – Exeter ................................. 2:1 - Jökull Andrésson varði mark Exeter. Þýskaland Bikarkeppnin, 8-liða úrslit: Andernach – Eintracht Frankfurt ........ 0:7 - Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á sem varamaður á 63. mínútu hjá Eintracht Frankfurt. Spánn B-deild: Mallorca – Real Oviedo........................... 0:0 - Diego Jóhannesson var ónotaður vara- maður hjá Real Oviedo. Ítalía Crotone – Bologna................................... 2:3 - Andri Fannar Baldursson sat allan tím- ann á varamannabekk Bologna. Napoli – Florentia ................................... 3:1 - Guðný Árnadóttir lék allan leikinn með Napoli og Lára Kristín Pedersen kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. B-deild: Salernitana – Brescia.............................. 1:0 - Birkir Bjarnason lék allan leikinn með Brescia, Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotaður varamaður. Monza – Venezia...................................... 1:4 - Bjarki Steinn Bjarkason kom inn á sem varamaður hjá Brescia á 90. mínútu, Óttar Magnús Karlsson er meiddur. C-deild: Vis Pesaro – Padova................................ 0:2 - Emil Hallfreðsson kom inn á sem vara- maður hjá Padova á 88. mínútu. Holland AZ Alkmaar – PSV Eindhoven.............. 2:0 - Albert Guðmundsson lék fyrstu 66. mín- úturnar með AZ Alkmaar. Belgía Mouscron – Oostende.............................. 0:1 - Ari Freyr Skúlason lék fyrstu 73. mín- úturnar með Oostende. B-deild: Lierse – Lommel...................................... 0:1 - Kolbeinn Þórðarson lék fyrstu 72. mín- úturnar með Lommel. Pólland Lech Poznan – Jagiellonia ..................... 2:3 - Aron Jóhannsson kom inn á sem vara- maður hjá Lech Poznan á 76. mínútu. Grikkland Panaitolikos – Lamia .............................. 0:3 - Theódór Elmar Bjarnason kom inn á sem varamaður hjá Lamia á 68. mínútu. Austurríki St. Pölten – Altenmarkt.......................... 4:1 - Kristrún Rut Antonsdóttir kom inn á sem varamaður hjá St. Pölten á 82. mínútu. Danmörk Midtjylland – Vejle .................................. 5:0 - Mikael Anderson lék fyrstu 64. mínút- urnar með Midtjylland. Bröndby – AGF ........................................ 1:1 - Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. - Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 81 mínútuna með AGF. Nordsjælland – SönderjyskE................. 2:1 - Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmanna- hóp SönderjyskE. AaB – OB .................................................. 0:2 - Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn með OB og skoraði, Sveinn Aron Guðjohn- sen kom inn á sem varamaður á 89. mínútu. Horsens – Lyngby.................................... 1:2 - Ágúst Eðvald Hlynsson sat allan tímann á varamannabekk Horsens. - Frederik Schram var varamarkvörður Lyngby. Hvíta-Rússland Dinamo Brest – BATE Borisov.............. 0:0 - Willum Þór Willumsson lék fyrstu 66. mínúturnar með BATE Borisov. 50$99(/:+0$ FIMLEIKAR Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Nanna Guðmundsdóttir úr Gróttu og Valgarð Reinhardsson úr Gerplu urðu Íslandsmeistarar í fjölþraut í áhaldafimleikum á laugardaginn í húsakynnum Ármanns í Laugardal. Keppnin var hnífjöfn en Nanna hafði að lokum betur, Hildur Maja Guð- mundsdóttir var önnur og Margrét Lea Kristnsdóttir tók bronsið. Í gær var svo keppt í úrslitum á einstökum áhöldum og þar bættust við gull- verðlaun hjá þeim báðum. Nanna sigraði í gólfæfingum en engri í kvennaflokki tókst að ná í fleiri en eitt gull í gær. Hildur Maja sigraði í stökki, Thelma Aðalsteinsdóttir á tvíslá og Guðrún Edda Min Harð- ardóttir á slá. „Markmiðið mitt var að koma, sýna fallega fimleika og hafa gaman. Þetta kom mér því frekar á óvart,“ sagði Nanna um sigurinn þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gær. „Ég bjóst ekki endilega við því að verða Íslandsmeistari en svo gekk þetta allt mjög vel,“ bætti hún við. Nanna er tvítug og var að vinna sín fyrstu gullverðlaun í kvennaflokki. Hún varð Íslandsmeistari í unglinga- flokki, 2014 og 2015, en hefur keppt í kvennaflokki síðan. „Þetta hefði getað farið hvernig sem er, við erum mjög jafnar á flest- um áhöldum. Þá snýst þetta bara um hver framkvæmir æfingarnar best. Ég gerði auðveldu æfingarnar mínar núna, sem er þó aðallega vegna bakmeiðsla. Ég hef verið með í bakinu síðan 2016 og þarf alltaf að finna jafnvægið á því hversu mikið ég get æft áður en líkaminn segir nei.“ Þar að auki hefur auðvitað verið erfitt að vera íþróttamaður á tímum kórónuveirunnar, enda gat fim- leikafólk illa lagt rækt við íþróttir sínar í vetur. „Við vorum stopp mjög lengi og fengum ekkert að æfa síð- asta vor og svo aftur í haust. Sumarið fór í það að byggja upp allar æfing- arnar og svo þurftum við að hætta að æfa aftur. Það var auðvitað frekar erfitt.“ Evrópumótið í áhaldafimleikum verður haldið í Sviss 21. til 25. apríl næstkomandi og stefnir Nanna nú á að keppa þar. „Ég stefni á Evr- ópumótið eftir mánuð, Ísland mætir þar til leiks en það er ekki búið að til- kynna liðið. Þannig að það á eftir að koma í ljós hverjir fá að fara.“ Spyr blaðamaður þá hvort glæsi- legur árangur hennar um helgina komi ekki til með að auka líkur henn- ar á að komast þangað. „Ég vona það alla vega!“ svaraði hún hlæjandi. Valgarð meistari í fimmta sinn Gerplumaðurinn Valgarð varð sem fyrr segir Íslandsmeistari í fjölþraut á laugardaginn og það í fimmta sinn síðan 2015. Annar varð Íslandsmeist- ari unglinga frá því í fyrra, Jónas Ingi Þórisson, og þriðji var Eyþór Örn Baldursson. Valgarð bætti svo við sig gull- verðlaunum í gær á tvíslá. Eins og í kvennaflokki tókst engum að vinna fleiri en eitt gull í gær. Jónas Ingi sigraði í gólfæfingum, Arnþór Daði Jónasson á bogahesti, Jón Sigurður Gunnarsson í hringjum, Martin Bjarni Guðmundsson í stökki og Ey- þór Örn á svifrá. Vildi sýna fal- lega fimleika - Nanna og Valgarð Íslandsmeistarar Ljósmynd/Árni Torfason Íslandsmeistari Nanna Guðmundsdóttir úr Gróttu er Íslandsmeistari í fjöl- þraut og í gólfæfingum. Hér er hún í húsakynnum Ármanns í gær. Haukar styrktu stöðu sína á toppi úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildinni, þegar liðið heimsótti Val í Origo-höllina á Hlíðarenda í gær. Þetta var fjórði sigur Hauka í röð en eftir jafnan fyrri hálfleik þar sem staðan var 17:17 tókst Haukum að knýja fram 32:28-sigur. Adam Haukur Baumruk var markahæstur Hauka með sjö mörk en Anton Rúnarsson skoraði sjö mörk fyrir Valsmenn. _ Þá skoraði Einar Rafn Eiðsson níu mörk fyrir FH þegar liðið vann Selfoss í kaflaskiptum leik í Hleðsluhöllinni á Selfossi. Selfyssingar voru sterkari í fyrri hálfleik en Hafnfirðingar voru með yfirhöndina allan síðari hálfleikinn. Phil Döhler átti stórleik í marki FH-inga með tuttugu skot varin, 45% markvörslu, en Einar Sverr- isson var markahæstur Selfyssinga með átta mörk. _ Þá vann ÍBV sannfærandi átta marka sigur á Þór frá Akureyri í Vestmannaeyjum þar sem Kári Kristján Kristjánsson fór á kostum og skoraði átta mörk. _ Í Hertz-höllinni á Seltjarn- arnesi áttust svo við Afturelding og Grótta þar sem Mosfellingar unnu þriggja marka sigur, 30:27. Birgir Steinn Jónsson fór á kostum í liði Aftureldingar og skoraði níu mörk. Ljósmynd/Árni Torfason Gegnumbrot Heimir Óli Heimisson reynir skot að marki Valsmanna. Haukar of stór biti fyrir Valsmenn á Hlíðarenda Sigurganga Þórs frá Akureyri hélt áfram þegar liðið heimsótti KR í úr- valsdeild karla í körfuknattleik, Dominos-deildinni, í DHL-höllina í Vesturbæ í gær. Leiknum lauk með fjögurra stiga sigri Þórs, 90:86, en þetta var fimmti sigur Þórsara í röð í deild- inni. KR leiddi með fjórum stigum í hálfleik, 48:44, en Þórsarar skor- uðu 25 stig gegn 15 stigum KR í þriðja leikhluta og Vesturbæingum tókst ekki að snúa leiknum sér í vil eftir það. Dedrick Basile átti enn einn stór- leikinn fyrir Þórsara, skoraði 27 stig og gaf ellefu stoðsendingar. _ Valsmenn unnu sinn fjórða leik í röð þegar liðið heimsótti Njarðvík í Njarðtaksgryfjuna í Njarðvík en leikurinn var afar kaflaskiptur. Njarðvíkingar leiddu með þrem- ur stigum í hálfleik, 41:38, en Vals- menn voru sterkari í síðari hálfleik og unnu 80:78-sigur. Jordan Roland var stigahæstur Valsmanna með 20 stig. _ Tindastóll þurfti að hafa fyrir hlutunum þegar liðið fékk Hött í heimsókn á Sauðárkrók en leiknum lauk með 90:82-sigri Tindastóls. Stólarnir leiddu með einu stigi þegar tvær mínútur voru eftir af þriðja leikhluta, 61:60, en leikmenn Tindastóls voru sterkari í fjórða leikhluta. Nikolas Tomsick átti stórleik fyr- ir Tindastól, skoraði 25 stig og tók þrettán fráköst. _ Þá skoraði Mirza Sarajlija 31 stig fyrir Stjörnuna þegar liðið vann 88:76-sigur gegn Haukum í Mathús Garðabæjar-höllinni í Garðabæ. Ekkert fær stöðvað Þór frá Akureyri Ljósmynd/Árni Torfason Erfiður KR-ingar réðu ekkert við Dedrick Basile í Vesturbænum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.