Morgunblaðið - 30.03.2021, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.03.2021, Qupperneq 1
_ Pantanir streymdu inn á áður ókunnum hraða í Snjallverslun Krónunnar nánast á meðan á sjónvarpsútsendingu ríkisstjórn- arinnar stóð, þar sem tilkynnt var um hertar samkomutakmark- anir í samfélaginu síðasta mið- vikudag. Þetta segir Ásta Sigríð- ur Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, í samtali við Morg- unblaðið og svipaða sögu er að segja af öðrum netverslunum. „Körfurnar eru að stækka, fólk er að kaupa meira inn í einu í gegnum netið.“ Mikill kippur kom einnig í net- verslun Nettó „Nú förum við í rússibanareið sem mun svo finna sér nýtt jafnvægi þegar smitum fer að fækka aftur og tilslakanir verða,“ segir Gunnar Egill Sig- urðsson, framkvæmdastjóri versl- unarsviðs Samkaupa, sem rekur Nettó. » 12 Netverslunin tók strax aftur við sér Þ R I Ð J U D A G U R 3 0. M A R S 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 75. tölublað . 109. árgangur . EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ ÖRVÆNTA EFTIR TVO LEIKI LÍFGA UPP Á TORGIÐ LÖG ODDGEIRS LIFA MEÐ ALLRI ÞJÓÐINNI NÝJAR TILLÖGUR 11 NÝR DISKUR 28LANDSLIÐIÐ 27 Listaverkið Saltfiskstöflun eftir Sigurjón Ólafsson, sem stendur við Sjómannaskólann, hefur látið veru- lega á sjá, og hefur Birgitta Spur, handhafi höfundar- og sæmd- arréttar listaverka Sigurjóns, lýst yfir áhyggjum sínum við borgaryf- irvöld vegna þeirra skemmda sem lágmyndin gæti orðið fyrir vegna viðamikilla framkvæmda, sem fyr- irhugaðar eru á svæðinu. Í aðsendri grein, sem Birgitta skrifar í Morgunblaðið í dag, segir hún að verkið hafi látið verulega á sjá frá því að það var sett upp 1. desember 1953, enda þurfi það stöðugt eftirlit og mikið viðhald. Vísar hún jafnframt í álit listfræð- ingsins Jens Peter Munk, sem segir verkið hafa þýðingu fyrir bæði ís- lenska og danska listasögu. Þá sé það álit sérfræðinga að tímabært sé að huga að forvörnum þess, en sá möguleiki hefur verið nefndur að steypa myndina í brons. Í grein Birgittu kemur fram að verkið hafi verið í umsjá Reykjavík- urborgar frá uppsetningu þess árið 1953. Hins vegar hafi ekki fengist svör frá borginni um hvernig hún hyggist verja verkið, og að nú í mars hafi skipulagsfulltrúi ein- ungis sagt það ekki í eigu Reykja- víkur. »18 Ástand Salt- fiskstöflunar áhyggjuefni Sjómannaskólinn Lágmynd Sig- urjóns hefur látið verulega á sjá. - Ekki fengist skýr svör frá borginni _ Áslaug Magnúsdóttir, frumkvöðull og kaup- sýslukona í San Franc- isco, er ásamt austur- rískum unnusta sínum, Sacha Tueni, að taka við Svefneyjum í Breiðafirði. Sacha Tueni keypti nýverið eyjarnar af afkom- endum Dagbjarts Ein- arssonar, útgerð- armanns í Grindavík, og Birnu Óladóttur, konu hans, sem keyptu eyj- arnar fyrir um 28 árum ásamt fleirum. Fjölskyldan átti 75% hlut og Olís seldi einnig sín 25%. »2 Keyptu nýverið Svefn- eyjar í Breiðafirði Áslaug Magnúsdóttir Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndari varð fyrir því óhappi við gosstöðvarnar í Geld- ingadölum í gær að missa samband við drónann sinn með þeim afleiðingum að hann skemmdist. Hann var með tvo dróna á flugi og skemmdust þeir báðir, annar þeirra endaði í hrauninu og skilaði sér því ekki en Ragnar náði hinum til baka, þeim sem sést á myndinni hér til vinstri. Ragnar er ekki sá eini enda segist hann vita um tugi ef ekki hundruð eins tilfella. Ragnar hefur helst brenglun á segulsviði undir grun, vegna heitra málma sem spýtast út úr gosstróknum Morgunblaðið ræddi við Jón H. Arn- arson drónaverkfræðing, en hann segir að tvennt komi til greina. „Það sem er að gerast er að seg- ulsviðið er að hafa áhrif á drónann, svo sannarlega. Það sem gerist er að komp- ásinn í drónanum ruglast og þá dettur dróninn úr GPS-sambandi. Þá fer dróninn í svokallaða ATTI-flugstillingu, þá hættir flugtölvan að aðstoða flugmanninn og dróninn byrjar að fjúka í burtu.“ Jón segir að þegar þetta gerist fljúgi dróninn þar til rafhlaðan klárast og þá fari dróninn í lendingarham og svífi niður til jarðar, þar sem hann er. Þetta er raun- in með þá dróna sem síðan finnast á víð og dreif, hvort sem það er við gosstöðv- arnar í Geldingadölum eða ekki. Í þeim tilfellum þar sem drónar lenda í hrauninu við gosstöðvarnar er lík- legast að plasthýsing, sem mótor drónans er fest á, bráðni vegna hitans frá gosinu. Jón segir að best sé að fljúga drónum upp í vind en ekki undan vindi, ef ske kynni að sambandið við drónann rofni. Þá fýkur dróninn til manns en ekki í burtu frá manni. - Auðvelt að missa stjórn við gossvæðið Eldgosið í Geldingadölum á Reykjanesskaga fangar athygli ljósmyndara og drónaflugmanna Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Tjón Ragnar ljósmyndari með annan drónanna sem skemmdust í gær, hinn endaði ofan í hrauninu. MEldgosið í Fagradalsfjalli »4 Hundruð dróna í valnum Tíu kórónuveirusmit greindust í skimunum innanlands um helgina, þar af voru þrjú sem voru utan sóttkvíar. Þórólfur Guðnason sótt- varnalæknir segir í samtali við Morgunblaðið að uppruni smit- anna þriggja sem greindust utan sóttkvíar væri óþekktur, sem aft- ur væri vísbending um að veiran sé úti í samfélaginu. Þórólfur telur ástæðu til að halda áfram með núgildandi sótt- Hafa nú nærri því allir Íslending- ar 80 ára eða eldri hafið bólusetn- ingu, en 96,54% þeirra sem eru yf- ir níræðu teljast fullbólusettir. Til stendur að bólusetja um þrjú þúsund manns í Laugardals- höllinni í dag, og klárast þar með það bóluefni sem til er í landinu, en næsta sending á að koma á þriðjudaginn eftir páska. Kemur þá bóluefni frá AstraZeneca, Pfi- zer og Moderna. »6 varnaaðgerðir, sem renna eiga út eftir tvær vikur, frekar en að létta á þeim, því það taki um tvær til þrjár vikur að sjá árangur af þeim. 16% hafið bólusetningu Í gær höfðu 45.422 fengið einn eða tvo skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni, en það nemur um 16% af heildarfjölda þeirra sem til stendur að bjóða bólusetningu. Tíu smit um helgina - Ekki hægt að tengja smitin við önnur smit - Veiran úti í samfélaginu - Bólusetningar í hlé fram yfir páska

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.