Morgunblaðið - 30.03.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 30.03.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Svefneyjum og Olís seldi 25% hlut. Dagbjartur Einarsson, útgerðar- maður í Grindavík, og kona hans, Birna Óladóttir, keyptu Svefneyjar í félagi við Þorstein Jónsson og Gissur Tryggvason, á árinu 1993 eða þar um bil, af Kristni Nikulás- syni. Kristinn telur að eyjarnar séu 63 en tekur fram að alltaf sé spurning hvernig er talið. Miðar hann við eyjar og hólma sem gras vex á. Auk þess sé fjöldi skerja við eyj- arnar. Dúntekja er á um helmingi eyjanna og segir Eiríkur að ávallt sé leitað tvisvar í Svefneyjum. eyjum á upphafsárum Þörunga- verksmiðjunnar. Var þá reist hús fyrir starfsfólkið sem verbúð og mötuneyti. Í eyjunni er stórt íbúð- arhús byggt árið 1929. Stórfjölskyldan kom saman „Við sjáum mikið eftir Svefn- eyjum. Við erum fimm systkinin og afkomendur pabba og mömmu orðnir yfir tuttugu. Þetta er mikil paradís og stórfjölskyldan hefur komið þar saman, sérstaklega í tengslum við dúnleit á vorin,“ segir Eiríkur Dagbjartsson en hann og systkini hans seldu sinn 75% hlut í Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Nýir eigendur eru komnir að Svefneyjum í Breiðafirði. Kaupand- inn er Sacha Tueni, austurrískur unnusti Áslaugar Magnúsdóttur, frumkvöðuls og kaupsýslukonu, en þau eru búsett rétt utan við San Francisco í Bandaríkjunum. Sacha hefur starfað mikið í tæknigeiran- um í Bandaríkjunum, meðal annars hjá Facebook. Áslaug Magnúsdóttir segir að þau muni nota Svefneyjar sem sumarheimili og þau muni jafnvel dvelja þar og vinna lengur. Mikil hlunnindi fylgja jörðinni, ekki síst æðarvarp, en einnig hefur Þör- ungaverksmiðjan á Reykhólum sótt þangað þara. Áslaug segir að er- lendis sé farið að nota þörunga í efni. Hún stefnir að því að nota ís- lenska þörunga í nýjustu fatalínuna sem heitir Katla. Hlunnindin nýtt Heilsársbúskapur var í Svefn- eyjum fram til haustsins 1979 að Nikulás Jensson bóndi flutti til Sví- þjóðar. Kristinn sonur hans er fæddur og alinn upp í Svefneyjum. Hann segir að eftir að þau fluttu til Svíþjóðar hafi hlunnindin verið nýtt á sumrin. Byrjað á grásleppu á vorin og æðarvarpinu sinnt. Þá hafi verið mikil þangsláttur í Svefn- Ljósmynd/Mats Wibe Lund, mats.is Svefneyjar Taldar eru 63 eyjar í klasanum auk ótalinna skerja. Þar eru mikil hlunnindi sem hafa verið nýtt. Hyggst nota íslenska þörunga í tískulínu - Sacha Tueni og Áslaug Magnúsdóttir taka við Svefneyjum Lögreglan á Vestfjörðum var köll- uð út í gærkvöldi vegna snjóflóðs sem féll úr Traðargili við Búð- arhyrnu í Hnífsdal. Sáu sjón- arvottar manneskju á ferð í gilinu og hreif snjóflóðið viðkomandi nið- ur hlíðina. Var hjálparlið ræst út á hæsta forgangi. Vel gekk að finna viðkomandi í flóðinu þar sem hann hafði verið með réttan útbúnað og náði að sprengja út snjóflóðabakpoka sem hann hafði á sér og flaut því efst á flóðinu. „Aðilinn slapp vel frá þess- um atburði en var fluttur á sjúkra- húsið á Ísafirði til læknisskoðunar með litla áverka,“ segir í tilkynn- ingu lögreglunnar, sem ítrekar þá hættu sem ferðafólki getur stafað af ferðum í fjalllendi. Slapp vel úr snjó- flóði í Traðargili Andrés Magnússon andres@mbl.is Samherji hf. gerir miklar athuga- semdir við yfirlýsingu stjórnenda Ríkisútvarpsins (Rúv.) vegna úr- skurðar siðanefndar Rúv. um um- mæli Helga Seljans um félagið og málefni þess á félagsmiðlum. Þar sagði að úrskurðurinn myndi engin áhrif hafa á störf Helga, enda hefði þar ekki komið fram að hann hefði gerst brotlegur í starfi í skilningi laga. Samherji telur það ekki stand- ast og krefst þess að Helgi komi ekki að frekari umfjöllun um málefni félagsins. Þetta kemur fram í bréfi, sem lögmaður Sam- herja sendi stjórn Ríkisút- varpsins ohf. Þar er bent á að samkvæmt úrskurð- inum hafi Helgi gerst hlutdrægur og „gengið lengra en sem nam því svigrúmi sem hann hafði til að deila fréttum og fylgja þeim eftir með gagnrýnum spurningum eða um- mælum, sambærilegum þeim sem hann myndi viðhafa sem fréttamað- ur, jafnvel þó slíkt væri gert í eigin nafni“. Brotin væru alvarleg og ítrekuð. Hafi niðurstaðan engin áhrif á störf Helga sé stofnunin að segja að siðareglurnar megi brjóta að vild án afleiðinga. Samherji krefst þess því, að stjórn Ríkisútvarpsins ohf. taki siða- nefndarúrskurðinn til sérstakrar at- hugunar, svo slík slys hendi ekki aftur. Eins að athugað verði hvort starfsmannaréttarleg viðurlög, svo sem áminning, komi til greina. Sérstaklega er þess þó krafist „að Helgi Seljan fjalli ekki um málefni er tengjast samstæðu Samherja hf. í starfi sínu hjá Ríkisútvarpinu, né komi á nokkurn hátt að vinnslu efnis tengdu félaginu, enda hefur verið kveðið skýrlega á um hlutdrægni og neikvæða persónulega afstöðu hans til félagsins í úrskurði siðanefndar“. Úrskurður hafi afleiðingar - Samherji hf. krefst að Helgi Seljan fjalli ekki frekar um félagið - Siðanefnd hafi úrskurðað um hlutdrægni - Siðareglur til einskis hafi úrskurður ekki afleiðingar Helgi Seljan Ekki hafa menn verið samstíga í afstöðu til þess hvernig nafn Svefneyja kemur til. Í Landnámabók er sagt frá því að Hallsteinn Þórólfsson sem nam Hallsteinsnes og Breiðafjörð hafi sent þræla sína til saltgerðar í Svefneyjum. Framhald sögunnar hefur varðveist í munnmælum. Eggert Ólafsson, Svefneyingur, skáld og náttúrufræðingur, segir frá því í einu rita sinna að eyjarnar dragi nafn sitt af því að Hallsteinn hafi fundið þræla sína sofandi og drepið þá fyrir sviksemi þeirra. Alla vega er vitað um Þrælalág í Svefneyjum. Annars staðar kemur fram að Hallsteinn hafi farið með þrælana út í eyjarnar Sviðnur og hengt þar í klettum og dysjað líkin. Þórhallur Vilmundarson prófessor telur líklegra að Svefneyjar merki „eyjar, þar sem hafaldan sofnar; eyjar sem svæfa allan sæ“. Það getur passað við að Svefneyjar eru ystar svokallaðra inneyja og skýla hinum eyjunum. Hliðstæð örnefni mun vera að finna í Noregi. Þrælarnir sofnuðu við saltgerð FLEIRI EN EIN KENNING UM TILURÐ NAFNS EYJANNA Hálfgert hrúgald hefur myndast fyrir framan gíginn á gossvæðinu í Geld- ingadölum austur í Fagradalsfjalli. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræð- ingur segir að um sé að ræða bæði hraun og gígvegg sem hefur hrunið og færst fram. „Það sem er að gerast í augnablik- inu er að hraunið er að hlaðast upp á bak við þetta hrúgald. Þetta er ákveð- inn varnarveggur til vesturs og hraunið virðist ekki eiga neina greiða leið norður fyrir og austur fyrir gíg- inn svo það er farið að safnast aðeins saman og hækka. Það verður athygl- isvert að fylgjast með þróuninni, það gæti myndast skemmtileg tjörn ef þetta heldur áfram,“ segir Þorvaldur. „Það er mjög athyglisvert að fylgjast með þessu, þetta er orðið næstum því jafn hátt gígnum,“ bætir Þorvaldur við. Þorvaldur segir að almennt virðist gosið vera nokkuð stöðugt. „Ég hef ekki séð neinar stórar breytingar á framleiðni í gosinu, en hvernig það hagar sér breytist alltaf eitthvað. Núna virðist eins og strók- arnir séu aðeins hærri en þeir hafa verið síðustu daga, og ég velti fyrir mér hvort það sé vegna þess að gíg- opið allra efst sé farið að þrengjast,“ segir Þorvaldur. „Þá er sama magnið að þvinga sér upp í gegnum smærra op og þá frussast aðeins kvikan hærra.“ liljahrund@mbl.is Varnarveggur hafi myndast Morgunblaðið/Freyr Hákonarson Eldgosið Svona var umhorfs í Geldingadölum í gær. Brot úr gígunum hefur safnast upp fyrir framan sjálfar eldstöðvarnar, umlukið hrauni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.