Morgunblaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021
Hreinsum allar yfirhafnir,
trefla, húfur og fylgihluti
STOFNAÐ 1953
Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is
www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380
Evrópusambandið býr svo vel aðeiga þingmenn í nokkrum
þingflokkum á Alþingi, einkum í
systurflokkunum Samfylkingu og
Viðreisn. Þingmenn Viðreisnar
reyna stundum að sanna fyrir emb-
ættismönnum í
Brussel að þeir séu
gengnir enn lengra
inn í sambandið en
félagar þeirra í
Samfylkingu og
verður sú viðleitni
stundum átakanleg.
- - -
Í umræðum umstörf þingsins í
liðinni viku runnu
Jón Steindór Valdi-
marsson og Hanna
Katrín Friðriksson í
ræðustól þingsins
og mærðu afrek
Evrópusambandsins
í bóluefnamálum og lofuðu gæfu Ís-
lendinga að njóta samvista við sam-
bandið í þeim efnum.
- - -
Jón Steindór gerði fullveldi aðumtalsefni og hafði greinilega
ekki mikið álit á því fyrirbæri. Þá
sneri hann út úr orðum gagnrýn-
enda Evrópusambandsins í bólu-
efnamálum, en virtist gleyma því að
í þeim röðum er fjöldi harðra stuðn-
ingsmanna sambandsins í ríkjum
þess, þó að þeim fari eðli máls
fækkandi eftir klúður sambandsins.
- - -
Hanna Katrín taldi að viðbrögðhér á landi við nýrri reglu-
gerð ESB hefðu verið „stormur í
vatnsglasi íslenskra stjórnvalda“
og að þessi reglugerð myndi von-
andi skila Íslendingum auknu bólu-
efni!
- - -
Það er vissulega fengur að þvífyrir Evrópusambandið að
eiga slíka þingmenn hér á landi sem
verja það sama hvað á gengur. En
hvers eiga Íslendingar að gjalda að
búa við þetta?
Jón Steindór
Valdimarsson
Þingmenn ESB
STAKSTEINAR
Hanna Katrín
Friðriksson
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Samkvæmt upplýsingum frá Alþingi
gáfu fjórir kost á sér í embætti um-
boðsmanns Alþingis, en Tryggvi
Gunnarsson lætur senn af því starfi.
Þetta eru þau Áslaug Björgvins-
dóttir lögmaður, Ástráður Haralds-
son, dómari við Héraðsdóm Reykja-
víkur, Kjartan Bjarni Björgvinsson,
dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
og settur umboðsmaður, og Skúli
Magnússon, dómari við Héraðsdóm
Reykjavíkur, sem nýlega var kjörinn
þar dómsstjóri í stað Símonar Sig-
valdasonar.
Ráðgjafanefnd verður undirnefnd
forsætisnefndar til aðstoðar við að
gera tillögu um næsta umboðsmann,
sem verður svo kjörinn á þingfundi.
Í ráðgjafanefndinni eru Helgi I.
Jónsson, fv. hæstaréttardómari, for-
maður, Herdís Pála Pálsdóttir,
framkvæmda- og mannauðsstjóri
hjá Deloitte, og Kristín Benedikts-
dóttir, dósent við lagadeild HÍ.
Fjögur vilja verða umboðsmaður
Áslaug
Björgvinsdóttir
Ástráður
Haraldsson
Kjartan Bjarni
Björgvinsson
Skúli
Magnússon
- Þrír dómarar og einn lögmaður sækja um embætti umboðsmanns Alþingis
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Tveir flugmenn og yfirflugvirki
Landhelgisgæslunnar héldu til Staf-
angurs í Noregi í gær í þeim tilgangi
að gera TF-GNA tilbúna til heim-
ferðar til Íslands. Vélin var keyrð
upp í dag og í vikunni fara fram fleiri
prófanir og flug. Gert er ráð fyrir að
þyrlunni verði flogið til Íslands öðru
hvoru megin við páska. Hún verður
svo tekin í notkun skömmu eftir það.
Ásgeir Erlendsson, upplýsinga-
fulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir
við Morgunblaðið að þyrlan verði
mikil búbót enda hafi aðeins tvær
þyrlur verið nothæfar að undan-
förnu, leiguþyrlurnar TF-GRÓ og
TF-EIR en þær hafa reynst afar vel
að sögn Ásgeirs.
Flotinn aldrei öflugri
Hann segir að óhætt sé að fullyrða
að flugfloti Landhelgisgæslunni hafi
aldrei verið öflugri, nú þegar TF-
GNA er væntanleg til landsins.
Allar þrjár þyrlur Landhelgis-
gæslunnar verða því af sömu gerð-
inni, Airbus Super Puma H225.
Ný þyrla til Íslands
innan örfárra daga
- Mikil búbót fyrir LHG að fá þriðju þyrluna
Landhelgisgæslan TF-GNÁ verður þriðja þyrla Landhelgisgæslunnar.