Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 12

Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is 30. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.15 Sterlingspund 175.2 Kanadadalur 101.13 Dönsk króna 20.145 Norsk króna 14.801 Sænsk króna 14.701 Svissn. franki 135.08 Japanskt jen 1.1584 SDR 180.62 Evra 149.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 185.9388 Hrávöruverð Gull 1727.85 ($/únsa) Ál 2260.5 ($/tonn) LME Hráolía 62.01 ($/fatið) Brent BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Mikill kippur kom í netverslun Nettó eftir að yfirvöld tilkynntu um hertar samkomutakmarkanir vegna farald- ursins á miðvikudaginn í síðustu viku. Gunnar Egill Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam- kaupa, sem rekur Nettó, segir í sam- tali við Morgunblaðið að það hafi ekki komið sérstaklega mikið á óvart enda séu þau orðin tiltölulega vön áhrifun- um sem bylgjur faraldursins hafa á verslunina. „Maður sér áhrifin strax bæði í búðunum og á netinu. Af- greiðslum fækkar aðeins en körfurn- ar stækka. Nú höfum við stóran hóp sem er vanur því að versla matvörur á netinu.“ Gunnar segir að góður stöðugleiki hafi verið kominn í netverslunina síð- ustu mánuði og fram í miðjan mars. „En nú förum við í rússibanareið sem mun svo finna sér nýtt jafnvægi þegar smitum fer að fækka aftur og tilslak- anir verða á ný.“ Hann segir að veirufaraldurinn hafi haft mikil áhrif á netverslun Nettó. „Við byggðum alveg nýja netverslun Nettó í fyrstu bylgjunni og fjórföld- uðum afkastagetuna. Við erum í dag mjög vel í stakk búin að taka við álag- inu þegar margföldun verður skyndi- lega í sölu.“ Spurður um hlutdeild Nettó á net- verslunarmarkaðnum telur Gunnar að hún sé um 50%. „Eftir því sem fleiri koma inn á markaðinn þá stækk- ar bara kakan,“ bætir Gunnar við en Nettó varð snemma áberandi á net- verslunarmarkaðnum. Spurður um hvenær Nettó tók ákveðna stefnu inn í netverslun segir Gunnar að það hafi verið sett inn í stefnu félagsins árið 2015 og raun- gerst í september 2017. „Þá voru á markaðnum tiltölulega litlir aðilar og við vorum fyrsta lágvöruverðsversl- unin til að opna á netinu. Þó svo það hafi ekki verið stórt í upphafi þá kom strax ákveðinn hópur inn sem varð reglulegir viðskiptavinir. Við höfum svo vaxið þaðan.“ Orðin 20% af veltu félagsins Gestur Hjaltason framkvæmda- stjóri Elko segir í samtali við Morg- unblaðið að síðustu samkomutak- markanir hafi ekki haft áberandi áhrif á netsöluna. „Hún er samt mjög mikil og netverslunin er orðin næststærsta búðin okkar. Við gerum ráð fyrir að netverslunin verði um og yfir 20% af veltu Elko út árið. Í nóvember, eftir að samkomubann var sett á, fór net- verslunin upp í 60% af okkar viðskipt- um.“ Sátu sem steinrunnin Ásta Sigríður Fjeldsted fram- kvæmdastjóri Krónunnar segir að hún og hennar fólk hafi setið sem steinrunnið fyrir framan sjónvarps- skjáinn þegar yfirvöld tilkynntu um nýjar samkomutakmarkanir þar sem meðal annars var kveðið á um 50 við- skiptavina hámark í verslunum eins og þeim sem Krónan rekur. „Há- markið var sem betur fer hækkað í 100 manns næsta dag, eftir gott sam- tal við yfirvöld,“ segir Ásta en í þeim samræðum var bent á smithættu sem skapast gæti vegna raðamyndana ut- an við verslanir. Annað sem gerðist nánast meðan á sjónvarpsútsendingu ríkisstjórnar- innar stóð var að Ásta og starfsfólk Krónunnar horfðu á pantanir streyma inn í Snjallverslun Krónunn- ar á áður ókunnum hraða. „Ég held við höfum aldrei þjónustað jafn marga í einu og undanfarna daga,“ segir Ásta. „Körfurnar eru að stækka, fólk er að kaupa meira inn í einu í gegnum netið.“ Ásta segir að aukning sé einnig í „smella og sækja“ (e. click and collect) þjónustu Krónunnar. „Það er vöxtur í þessari þjónustu í hverjum mánuði. Við erum að breikka þetta val sem fólk hefur, veita því fleiri leiðir til að versla. Netverslun er komin til að vera.“ Ásta bætir við að Krónan sé með netverslun sína í örri þróun. Við höf- um kynnt til leiks fjölskyldureikning eða hópakaup í Snjallverslun Krón- unnar þar sem margir geti raðað sam- an ofan í körfu og þannig einfaldað innkaupin fyrir t.d. heimili með ólíkar þarfir eða minni fyrirtæki sem vilja leyfa öllum að hafa áhrif á innkaupin. Svo er vert að vita að það er lítið mál að hætta við pöntun ef eitthvað kemur upp á eða breyta pöntun rétt áður en hún er tínd til,“ bætir Ásta við og seg- ir að veirubylgjurnar hafi verkað sem vítamínsprautur á vöxt netverslunar. Salan alltaf aukist Kristófer Júlíus Leifsson, fram- kvæmdastjóri Eldum rétt, segir að erfitt sé að greina áhrif samkomb- annsins á netverslunina akkúrat núna, enda komi hún ofan í páskahá- tíðina, þar sem sala dregst að jafnaði aðeins saman. Þá sé annar taktur og rútína í lífi viðskiptavinanna. Hann segir að salan hafi þó alltaf aukist þeg- ar nýjar samkomutakmarkanir hafi verið settar á. „Nú er það páskalamb- ið sem er vinsælast,“ segir Kristófer. Hann segir að Eldum rétt hafi byrj- að að bjóða páskalambið í fyrra og þá hafi líklega um tvö þúsund einstak- lingar snætt það. „Svo bjóðum við núna eftirrétt með, sem við gerðum ekki í fyrra.“ Spurður um þróun í þjónustu Eld- um rétt segir Kristófer að í vor muni fyrirtækið bjóða fólki í fyrsta skiptið upp á áskrift að matarpökkum. „Þá þarftu ekki að velja í hverri viku. Þú færð matarpakkann valinn á hverjum degi eftir þínum smekk.“ Almennt orðið aukning Thelma Björk Wilson, fram- kvæmdastjóri þjónustu og notenda- upplifunar hjá Heimkaupum, segir að almennt hafi orðið mikil aukning hjá versluninni í matvörunni, sem þau reki meðal annars til samkomutak- markana og þess að Heimkaup hafi verið oftast með lægsta verðið í verð- könnun ASÍ um síðustu helgi. Netverslun er komin til að vera Ljósmynd/Aðsend Net Flestir eru sammála um að faraldurinn hafi hraðað þróun netverslunar. Innkaup » Nettó með 50% hlutdeild á netverslunarmarkaðnum » 20% af veltu Elko komin yfir á netið og netverslunin orðin næststærsta búðin. » Mikil aukning hjá Heim- kaupum í matvörunni. » Eftir því sem fleiri koma inn á netverslunarmarkaðinn stækkar kakan. » Krónan býður fjölskyldu- reikning eða hópakaup í Snjall- versluninni þar sem margir geta raðað saman ofan í körfu. - Veirubylgjurnar hafa verkað sem vítamínsprautur á vöxt netverslunar - Eldum rétt ætlar að bjóða upp á áskriftarþjónustu í vor - 2.000 borðuðu páskalambið - Körfurnar stækka í kórónuveirufaraldrinum Heildartekjur í viðskiptahagkerfi Ís- lands, að fjármálastarfsemi og lyfja- framleiðslu undanskilinni, námu tæpum 4.600 milljörðum króna á árinu 2019, samanborið við 4.500 milljarða árið 2018. Nemur hækkun- in 2,2% mælt á verðlagi hvors árs. Þetta kemur fram í nýbirtum tölum Hagstofunnar. Eigið féð upp um 3.600 ma. Eigið fé jókst um 9,2% frá 2018 og stóð í 3.600 milljörðum í árslok 2019. Bendir Hagstofan á að þegar horft sé til hlutfallslegrar hækkunar heild- artekna sé fiskeldi hástökkvarinn en þar jukust þær um 50% milli ára, í heildverslun nam aukningin 9,4% og í sjávarútvegi um 8%. Tekjur í ein- kennandi greinum ferðaþjónustu drógust hins vegar saman um 9,2% milli áranna 2018 og 2019. Munaði þar mestu um 20% samdrátt í far- þegaflutningum með flugi. WOW air fór á hausinn í mars 2019 og í sama mánuði voru MAX-vélar Icelandair, líkt og aðrar vélar sömu gerðar, kyrrsettar og stóð sú kyrrsetning allt fram til þessa árs. Hagnaðurinn upp og niður Hagnaður í viðskiptahagkerfinu, nam samkvæmt ársreikningum, 263 milljörðum króna árið 2019 og lækk- aði um 0,7% milli ára. Hagnaður lækkaði talsvert í fiskvinnslu, úr 37 milljörðum 2018 í 6 milljarða 3019. Þá varð mikið tap í framleiðslu málma. Reyndist það 3 milljarðar ár- ið 2018 en 30 milljarðar árið 2019. Hagnaður jókst hins vegar í heild- verslun um 29% og nam 6 milljörðum og í smásöluverslun um tvo milljarða eða 7%. ses@mbl.is Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Fiskeldi Mikill vöxtur hefur verið í greininni á allra síðustu árum. Tekjurnar jukust um 100 milljarða - Viðskiptahag- kerfið óx um 2,2% á árinu 2019

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.