Morgunblaðið - 30.03.2021, Side 13

Morgunblaðið - 30.03.2021, Side 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 Risastóra gámaskipið Ever Given var dregið á flot af strandstað í Súez-skurðinum síðdegis í gær og er hann nú opinn að nýju fyrir skipaumferð, næstum viku eftir að gámaskipið strandaði. Á flóði í gærmorgun tókst björgunarmönnum að snúa skip- inu umtalsvert í átt til siglingastefnu sinnar svo það flaut upp að mestu. Við það jukust vonir um að losa mætti það af strandstað við nýja tilraun á næsta flóði. Sá ávinningur virtist ætla að engu verða er Ever Given snerist af völdum kröftugra vinda og lagð- ist í sitt fyrra horf á ská í skurðinum. Önnur björgunartilraun á nýju flóði var gerð og losnaði risaskipið af strandstað. Áætlað er að það muni taka hálfan fjórða sólarhring að losa umferðarhnúta hundraða skipa sem bíða þess við báða enda skurðarins að geta haldið áfram siglingu sinni. Verður unnið að því allan sólarhringinn að leysa hnútana en gríðarleg verðmæti eru í vörufarmi sem fastur er í Miðjarðar- og Rauðahafi. AFP Ever Given laust úr prísundinni Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Læknar á gjörgæsludeildum sjúkra- húsanna í París hvöttu Emmanuel Macron forseta Frakklands til að loka landinu og læsa til að eitthvað fengist áunnið í stríðinu við kórónuveiruna. Sögðu þeir fjölgun smita með þeim hætti að ástandið gæti bitnað á umönnun veiks fólks á spítölunum og jafnvel leitt til þess að læknarnir neyð- ist til að velja hvaða sjúklingum skuli bjargað og hverjum ekki. Hin alvarlega viðvörun læknanna birtist í grein sem þeir skrifuðu í blað- ið Le Journal de Dimanche. „Við höf- um aldrei kynnst viðlíka ástandi, ekki einu sinni í hryðjuverkaárásunum,“ skrifuðu læknarnir 41 að tölu. Yfirvöld hafa ekki brugðist við greininni og þeim sjónarmiðum sem þar koma fram. Þó er talið að Macron forseti sé að íhuga með samverka- mönnum sínum að falla frá útgöngu- banni að kvöld- og næturþeli og svæð- isbundnum lokunum með annarri allsherjarlokun í landinu eins og í fyrra. Fyrir því hafa franskir læknar bar- ist hástöfum um skeið vegna gríðar- legrar aukningar nýsmits sem lýsir sér meðal annars í því að laust sjúkra- rými á gjörgæsludeildum er víðast ekki fyrir hendi á Parísarsvæðinu. Þeir hafa haldið því fram að lokunar- aðgerðir þar og á öðrum svæðum, sem hart hafa orðið úti síðustu vikurnar, myndu ekki duga til að ná yfirhönd- inni í stríðinu við kórónuveiruna. Vör- uðu þeir við því að vegna álags á sjúkrahúsunum myndu þeir neyðast út í „hamfaralækningar“ á næstu vik- um fram til þess er smitið nær há- marki. „Það vitum við nú þegar að geta okkar til að hjúkra sjúklingum mun láta undan síga. Við munum neyðast til að flokka sjúklinga til að geta bjarg- að sem flestum mannslífum. Slíkur flokkadráttur er áhyggjuefni allra sjúklinga með eða án veirusmits,“ skrifuðu læknarnir. Annar hópur níu gjörgæslulækna varaði við því í grein í Le Monde að til þess gæti komið að gjörgæsludeildir á Parísarsvæðinu kynnu að þurfa að vísa sjúklingum frá. Þar yrði einnig að draga sjúklinga í dilka. „Þegar aðeins eitt rúm er laust á gjörgæsludeild en tveir gætu haft þörf fyrir það þurfum við að ákveða hvor þeirra fær það (og hugsanlega lifir af) og hvor ekki (og líklega deyr). Í þannig ástand stefnir.“ Læknarnir saka stjórn Macrons um hræsni með því að knýja heilbrigðis- starfsmenn til að velja hverjir fái lifað og hverjir deyi. Bólusetning vegna kórónuveirunn- ar hefur verið máttminni en hjá mörg- um löndum en Macron forseti boðar stórátak í þeim efnum. Er þar við nýj- an vanda að glíma; vaxandi hik og sprautufælni landsmanna vegna þeirrar ákvörðunar nokkurra ESB- landa að stöðva notkun Oxford/Ast- raZeneca. Var efnið sagt valda blóð- tappa en bæði lyfjastofnun ESB og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýstu það öruggt til notkunar. Mörg ríki hafa byrjað bólusetningar aftur með því en sum sitja, en bæði Norðmenn og Danir hafa framlengt biðstöðu bóluefnisins meðan kannaðar verði frekar mögulegar hliðarverkanir þess. Læknar vilja loka Frakklandi - Fjölgun smita gæti leitt til þess að læknar verði að velja hver fái að lifa - Macron sakaður um hræsni Saksóknarar í málinu gegn Derek Chauvin, lögreglumanninum sem kæfði blökkumanninn George Floyd til bana síðasta vor, sýndu í gær kviðdómi myndband af því þegar Chauvin setti kné sitt á háls Floyds í um það bil níu og hálfa mínútu með fyrrgreindum afleiðingum. Sagði Floyd 27 sinnum að hann gæti ekki dregið andann, áður en hann var fluttur meðvitundarlaus á sjúkra- hús. Var hann þar úrskurðaður lát- inn við komuna. Morðið á Floyd í borginni Minnea- polis varð til þess að vekja upp kröft- ug mótmæli og óeirðir gegn lög- regluofbeldi gagnvart minnihluta- shópum vítt og breitt um Bandaríkin síðasta sumar, og er því vel fylgst með framgangi réttarhaldanna vest- anhafs. Jerry Blackwell, saksóknari máls- ins, sagði í upphafsræðu sinni að Chauvin hefði „svikið skjöld sinn“, og vísaði þar til brjóstmerkis hans, sem er bæði kennimerki fyrir lög- regluna vestanhafs og tákn um eið hennar gagnvart bandarískum al- menningi. Chauvin hafði verið í lögreglunni í 19 ár áður en atvikið kom upp. Er hann ákærður bæði fyrir morð af gá- leysi og manndráp, en hans bíður allt að 40 ára fangelsi verði hann fundinn sekur um hið fyrrnefnda. Hyggjast saksóknarar sanna að Chauvin hafi beitt óhóflegu valdi við handtökuna, en lögreglan hafði af- skipti af Floyd vegna gruns um að hann hefði borgað fyrir vörur með fölsuðum 20 dollara seðli. Mannréttindalögmaðurinn Ben Crump, sem ver hagsmuni fjöl- skyldu Floyd, sagði í upphafsræðu sinni í gær að heimsbyggðin öll fylgdist með réttarhöldunum. Sagði Crump að réttarhöldin yrðu mæli- stika á „hversu langt Bandaríkin hafa náð í leit sinni að jafnrétti og réttlæti fyrir alla“. „Brást skyldu sinni“ í máli George Floyd - Réttarhöld hafin yfir Derek Chauvin AFP Réttarhöld Stuðningsmenn Floyd komu saman við dómshúsið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.