Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 15

Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 Flugið Mikil umferð er jafnan um Reykjavíkurflugvöll, bæði vélar í áætlunarflugi og einkavélar sem lenda og taka á loft til skiptis. Ekki hefur umferðin minnkað eftir að eldgosið hófst. Árni Sæberg Fiskeldi er nýleg atvinnugrein hér á landi sem hefur byggst upp á und- anförnum áratug. Ef framleiðsla í fiskeldi fer í það magn sem burðarþolsgetu svæða er afmarkað er talið að útflutnings- verðmæti fiskeldis geti verið nær 65 milljörðum kr. Fjár- festing upp á tugi milljarða króna liggur í greininni og frekari fjár- festing bíður eftir frekari leyfum til rekstrar. Munar þar mest um út- flutning á eldislaxi en útflutnings- verðmæti hans jókst um 29% á milli ára og fór vægi hans í 70% út- flutningsverðmætis eldisafurða á árinu. Nú er svo komið að útflutn- ingur á eldislaxi skilar næst- mestum verðmætum allra fisktegunda sem fluttar eru frá Íslandi. Þessi grein hefur farið hratt vaxandi á und- anförnum áratug og má eiga von á að at- vinnugreinin skili tug- milljarða króna verð- mætum í þjóðarbúið. Svo að allt gangi upp þá þurfa innviðir að vera fyrir hendi sem og viðhald á þeim. Þannig má tryggja vöxt greinarinnar og sem mestan ávinning af henni. Vaxtarverkir og innviðauppbygging Á vordögum 2019 voru samþykkt lög um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð. Þar er gert ráð fyrir að þriðjungur tekna af gjald- töku af fiskeldi renni á komandi ár- um í fiskeldissjóð sem sveitarfélög geta sótt í til innviðauppbyggingar. Það dugar þó skammt fyrir þeirri innviðauppbyggingu sem sveit- arfélög þurfa að ráðast í svo að koma megi til móts við vaxandi þörf vegna aukinna umsvifa fisk- eldis. Lítil vissa er hjá sveit- arfélögum um hve mikilla tekna er að vænta þar sem sveitarfélögin sækja um hvert fyrir sig í sjóðinn og örðugt er að áætla tekjur fram í tímann. Sveitarfélögin njóta þess mikla drifkrafts sem fiskeldið hefur í för með sér. Íbúum fjölgar, atvinnu- tækifæri verða fjölbreyttari og ald- urspíramídinn breytist, því að hlut- fallsleg fjölgun yngra fólks hefur orðið í umræddum sveitarfélögum. Þessu fylgja aukin verkefni og áskoranir til sveitarfélaga svo um munar. Sum samfélög þar sem íbú- um hafði fækkað takast nú á við vaxtarverki í umfangsmikilli og kostnaðarsamri innviðauppbygg- ingu. Heildargreining af gjaldtöku Undirrituð hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem snýr að því að yfirfara laga- og regluger- ðaumhverfi gjaldtökunnar í heild og sérstaklega það sem snýr að sveitarfélögum þar sem sjókvíaeldi er stundað og skýra heimildir sveitarfélaga til gjaldtöku. Tillagan snýr ekki að aukinni gjaldtöku heldur þarf að tryggja að tekjur af slíkri gjaldtöku standi undir nauð- synlegum verkefnum þeirra sveit- arfélaga sem standa næst eldinu ásamt því að tryggð sé sjálfbærni þeirra hafna og samfélaga þar sem þessi atvinnustarfsemi er stunduð. Tillagan gengur út á að Alþingi ályktar að fela samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að skipa starfshóp til þess að yfirfara laga- og reglugerðaumhverfi sjókvíaeldis með hliðsjón af gjaldtöku af fisk- eldi. Tillagan felur einnig í sér end- urskoðun á heildargreiningu á gjaldtöku ríkis og sveitarfélaga af fiskeldi og tillögur að lagabreyt- ingu sem skýra heimildir til töku gjalda til að standa undir nauðsyn- legri þjónustu ríkis og sveitarfé- laga af sjókvíaeldi. Alþingi verði kynnt skýrsla eigi síðar en í lok árs 2021. Eftir Höllu Signýju Kristjánsdóttur » Sveitarfélögin njóta þess mikla drif- krafts sem fiskeldið hef- ur í för með sér. Þessu fylgja aukin verkefni og áskoranir til sveitarfé- laga svo um munar. Halla Signý Kristjánsdóttir Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Tekjur sveitarfélaga af gjaldtöku fiskeldis Nú hefur sam- gönguráðherra til- kynnt að ekkert verði af framkvæmdum við mislæg gatnamót á Reykjanesbraut við Bústaðaveg á árinu 2021 eins og sam- göngusáttmálinn kveður á um, heldur verði það ekki fyrr en 2025. Samgöngu- ráðherra, fjár- málaráðherra og borgarstjóri, ásamt bæjarstjórum á höfuðborg- arsvæðinu, undirrituðu sáttmálann í september 2019. Engar aðgerðir næstu fjögur ár við þessi hættu- legustu gatnamót borgarinnar. Hvorki samgönguráðherra né borgarstjóri hafa útskýrt op- inberlega hvers vegna þessi ákvörðun var tekin. Í yfirlýsingu sinni minntist ráð- herra ekki einu orði á borgarlínu og þá tugi milljarða króna sem á að eyða í þá framkvæmd á næstu mánuðum og árum. Þar er verið að leggja í vegferð upp á 100- 120 milljarða króna, sem aðallega Reykja- víkurborg og nokkur önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, ríkissjóður og bílaeig- endur bera kostnað af. Það ævintýri virð- ist eiga að halda áfram athugasemda- laust. Borgarlína hefur forgang, aðrar mikilvægar framkvæmdir bíða Aðgerðaleysi borgaryfirvalda, hvað varðar mikilvægar sam- göngubætur í Reykjavík, hefur staðið yfir í Reykjavík meira og minna í áratug. Kostnaður við borgarlínu hefur forgang en aðrar mikilvægar og afar hagkvæmar samgöngubætur eru látnar mæta afgangi hjá núverandi meirihluta í borgarstjórn. Í blaðagrein í Morgunblaðinu 22. mars sl. segir Sigurborg eftirfar- andi: „Grundvöllur borgarlínu kemur skýrt fram í svæð- isskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sem var samþykkt af öllum sveit- arfélögum árið 2015, af meirihluta og minnihluta.“ Þetta eru rang- færslur hjá Sigurborgu. Borg- arstjórnarflokkur Sjálfstæð- isflokksins hefur aldrei staðið að slíkri samþykkt. Á fundi borg- arstjórnar 2. júní 2015 sátu borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hjá við atkvæðagreiðslu um svæð- isskipulag höfuðborgarsvæðisins 2015-2040. Borgarlínufarsinn á greinilega eftir að halda áfram gagnrýn- islaust af hálfu ríkisins, en stór hluti af kostnaði við framkvæmd borgarlínu verður greiddur af rík- inu og flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, auk fyrirhug- aðra veggjalda á bifreiðaeigendur. Frá því samgöngusáttmálinn var undirritaður í september 2019 hafði meirihlutinn í Reykjavik nægan tíma til að gera nauðsyn- legar ráðstafanir í skipulagi mis- lægra gatnamóta á Reykjanes- braut við Bústaðaveg þannig að framkvæmdir gætu hafist á þessu ári. Meirihlutinn í Reykjavík að- hafðist ekkert í þeim efnum, enda enginn vilji til þess hjá honum þótt borgarstjóri hafi undirritað sam- komulag við ríkið um að það yrði gert á árinu 2021. Kostnaður við umferðartafir metinn á yfir 20 milljarða á ári Ákvörðun samgönguráðherra er greinilega afleiðing af vinnubrögð- um meirihlutans í Reykjavík í samgöngumálum borgarinnar, sem eru síður en svo með öryggi og hagsmuni rúmlega 100 þúsund bíl- eigenda í Reykjavík í huga. Kostn- aður við umferðartafir er metinn á yfir 20 milljarða á ári. Einnig er augljóst að með því að taka ak- reinar af almennri umferð og leggja þær undir borgarlínuna er verið að auka umferðartafir. Miðað við óbreytta stefnu er ljóst að kostnaður vegna umferðartafa á höfuðborgarsvæðinu mun nema mörgum tugum milljarða eftir 10- 20 ár. Áherslur meirihlutans liggja fyrst og fremst í því að gera einka- bílnum eins erfitt fyrir og kostur er, loka að verulegu leyti fyrir um- ferð einkabíla í miðborg Reykja- víkur, þétta byggð óhóflega í mið- borginni og nærliggjandi hverfum og tefja lagningu Sundabrautar og gerð mislægra gatnamóta á Reykjanesbraut við Bústaðaveg. Umferðarmál borgarinnar eru í ólestri en á sama tíma er meiri- hlutinn í borgarstjórn mjög upp- tekinn m.a. við að finna leiðir til að leggja Reykjavíkurflugvöll niður, koma í veg fyrir byggingu mis- lægra gatnamóta, byggja flugvöll í Hvassahrauni og ráðstafa tugum milljarða króna í borgarlínu á næstu árum. Eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson » Borgarlína hefur for- gang en aðrar mik- ilvægar samgöngu- bætur eru látnar mæta afgangi. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Höfundur er fv. borgarstjóri. Hættuástand í umferðarmálum framlengt

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.