Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 19

Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 ✝ Margrét fædd- ist í Reykjavík 14. október 1930. Hún lést á Vífils- stöðum 16. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru Gunnar Þorkelsson, f. 1896, d. 1992, og Guð- ríður Ásta Guðjóns- dóttir, f. 1897, d. 1971. Systkini Mar- grétar eru Þorkell, f. 1928, og Þórhildur, f. 1933, d. 1991. Margrét giftist 28. október 1950 Magnúsi Magnússyni, f. 20. júní 1926, d. 23. október 2015. Foreldrar hans voru Magnús Kristjánsson, f. 1875, d. 1963, og Sigþrúður Katrín Eyjólfsdóttir, f. 1890, d. 1949. Margrét og Magnús eignuðust tvo syni: 1) Gunnar, f. 1950, eig- inkona Margrét Halldórsdóttir, f. 1951. Dætur: a) Margrét Rós, f. 1976, eiginmaður Óskar Örn Kjerúlf Þóroddsson, f. 1975. Dæt- ur: Karlotta, f. 2002, og Natalía, f. 2007. b) Helga Lilja, f. 1981, dótturina Kristjönu Björk, f. 1977. Börn: Haukur Methúsalem, f. 2001, og María Mist, f. 2004, með Óskari Haukssyni, f. 1973. Fyrir átti Magnús með Maríu Jakobínu Friðriksdóttur, f. 1926, d. 2015, soninn Friðrik Hafþór, f. 1948, eiginkona Sólveig Hösk- uldsdóttir, f. 1958. Börn með fyrri eiginkonu, Joönnu Poulsen, f. 1947, eru a) Fjóla Þórdís, f. 1968, b) Anja María, f. 1969, og c) Fríða Margrét, f. 1972. Margrét var fædd og uppalin í Vesturbænum í Reykjavík. Hún gekk í Kvennaskólann í Reykja- vík og útskrifaðist þaðan árið 1948. Á sínum yngri árum vann hún ýmis verslunarstörf og tók þátt í kvenfélagsstörfum en var lengst af heimavinnandi hús- móðir og unni því heitt enda var hún mjög heimakær. Einnig vann hún við netafellingar árum saman með Magnúsi eiginmanni sínum. Þau Margrét og Magnús bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, fyrst á Seljavegi 7 en fluttu í Gautland 11 árið 1968. Margrét verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 30. mars 2021, klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á slóðinni: https://streyma.is/ streymi/. Virkan hlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat/. eiginmaður Ari Fenger, f. 1980. Börn: Vilhjálmur Darri, f. 2007, Vikt- oría, f. 2009, og Alexandra, f. 2013. c) Elísabet, f. 1985, sambýlismaður Magnús Már Þor- varðarson, f. 1984. Börn: Gunnar Nói, f. 2017, og Viktor Bóas, f. 2020. d) Re- bekka Rut, f. 1991, sambýliskona Jóhanna Edwald, f. 1991. 2) Magnús, f. 1954, eiginkona Sandra Guðmundsdóttir, f. 1963. Dóttir: Telma Björk, f. 1999. Börn með fyrri eiginkonu, Önnu Maríu Jónsdóttur, f. 1962 eru a) Magnús Þór, f. 1982 og b) Sigrún, f. 1985, sambýlismaður Rúnar Óli Hjaltason, f. 1987. Börn: Klara Margrét, f. 2017, og Rakel Eva, f. 2019. Hálfsystir þeirra sam- mæðra er Sara Margrét Doug- herty, f. 1997, sambýlismaður Óðinn Páll Arnarsson, f. 1995. Áður átti hann með Sigurbjörgu Eyrúnu Einarsdóttur, f. 1959, Elsku Madda amma mín var svo stór partur af mínu lífi frá því ég kom í þennan heim að það er nánast óhugsandi að hún sé ekki lengur hér. Ég talaði við hana eða hitti nánast daglega alla tíð og tómarúmið er risastórt og sökn- uðurinn sár. Amma var mikill húmoristi, létt í skapi, góð og hlý við alla, ótrúlega klár, með falleg- asta hjartað og talaði aldrei illa um nokkurn mann. Við töluðum um allt milli himins og jarðar og ég er svo þakklát fyrir þær ótelj- andi stundir sem við spjölluðum tímunum saman, hlógum eða grétum, oft langt fram á nótt. Gautlandið var mjög gest- kvæmt enda allir hjartanlega vel- komnir á heimili ömmu og afa, þar voru allir jafnir. Ég var svo heppin að fá að eyða ótal stundum í Gautlandinu og þá gilti einu hvort þar væru aðrir gestir eða jafnvel partí, við barnabörnin vorum alltaf velkomin og máttum gista hvenær sem var. Þar var alltaf til Cocoa Puffs, kókómjólk og kók. Við fengum aur til að fara í sjoppuna og kaupa bland í poka eða roast beef og lauk í Grímsbæ. Þau gáfu sér alltaf tíma fyrir okk- ur hvort sem það var til að spjalla, púsla, spila, baka, leggja kapal, gera krossgátur, fara í útilegu eða í berjamó. Margar af mínum skemmtileg- ustu minningum eru úr útilegum með ömmu og afa, það var alltaf magnað ævintýri. Þar var eldað- ur veislumatur á prímus, leitað að hreiðrum og á kvöldin var sungið fram eftir nóttu við varðeld. Söngbókin Spangólína var alltaf með í för og við sungum hástöfum öll útilegulögin. Á leiðinni var manni auðvitað hlýtt yfir öll helstu fjöll og kennileiti, enda var þeim annt um að við lærðum um Ísland. Þegar Óskar minn kom til sög- unnar tóku amma og afi honum opnum örmum með sinni ein- stöku ást og hlýju og hann varð strax eins og eitt af barnabörn- unum. Möddu ömmu þótti svo óskaplega vænt um Óskar sinn, þeirra vinskapur var svo fallegur og einstakur. Þegar við síðan eignuðumst Karlottu og Natalíu fengu þær að njóta hlýjunnar, gleðinnar, knúsanna og kærleik- ans hjá ömmu og afa sem voru með eindæmum barngóð. Amma elskaði að hafa þær í kringum sig og spjalla við þær og dekra, sama má segja um afa, hann kvartaði ef þær komu ekki nógu oft. Hjartað mitt springur úr þakklæti yfir því að þau hafi öll fengið að eiga Möddu ömmu og Magga afa eins og ég. Elsku besta amma mín, ég sakna þín svo sárt. Þú ert mín stærsta fyrirmynd í lífinu, mín besta vinkona og sálufélagi. Faðmlagið þitt og knúsið svo best og okkar óteljandi stundir saman svo ómetanlegar og munu ylja mér um ókomna tíð. Takk fyrir að vera svona stórkostleg og fyrir að vera alltaf til staðar fyrir mig og mína með þinn hlýja faðm og skil- yrðislausu ást. Ég veit að nú ertu komin í faðminn á ástinni þinni sem þú hefur saknað sárt síðan hann fór. Ég verð að eilífu þakklát fyrir að hafa fengið að halda í höndina á þér þegar þú kvaddir með Karl- ottu mér við hlið. Ég mun halda fallegu minningu þinni á lofti um alla framtíð þar til við hittumst aftur hinum megin og ég fæ að faðma þig á ný. Takk fyrir allt elsku amma mín og hvíldu í friði. Þín að eilífu, Margrét Rós Gunnarsdóttir. Elsku besta amma mín komin aftur í ylhlýjan faðm afa. Þegar ég hugsa til baka læðist að mér bros og upp koma minningar sem ylja mér í hjartastað. Amma mín var einstaklega hjartahlý og örlát kona, góð við alla, heimilið var op- ið öllum, allir velkomnir, alltaf. Við barnabörnin sóttum mikið í félagsskap ömmu og afa, mælt- um okkur oft mót heima hjá þeim án þeirra vitundar því þar var skemmtilegt að vera. Þau sögðu okkur sögur og hlustuðu á sög- urnar okkar, við spiluðum og púsluðum. Svo ef maður var mjög stilltur og bað fallega fékk maður stundum góðgæti úr hornskápn- um eða krabbapening til að kaupa sér ís eða bland í poka. Stundum var líka einn rauður moli úr skápnum hans afa nóg til að gleðja, bæta og kæta litla kroppa. Með ömmu var hægt að tala um allt á milli himins og jarðar, svo fjölfróð, áhugasöm og skemmtileg. Maður kom sjaldan að tómum kofunum þegar hún var annars vegar og hún veigraði sér heldur ekkert við að leiðrétta það sem stóðst ekki skoðun. Hún gaf sér alltaf tíma, sýndi lífi manns og viðfangsefnum einstak- an áhuga, sama hversu fábrotin þau gátu verið. Amma var algjör húmoristi og það var alltaf stutt í grínið allt til síðasta dags. Ósjald- an dró amma fram myndir frá hinum ýmsu tímabilum og hafði svo gaman af því að segja manni sögurnar á bak við þær. Litríkar frásagnir af fjölskyldunni og öðru venslafólki svo maður kynntist uppruna sínum á lifandi hátt. Skemmtilegast fannst mér að skoða myndir af þeim ömmu og afa ungum og hlusta á hvað þau brölluðu í þá daga. Uppáhalds- myndin mín er af þeim nýtrúlof- uðum, svo falleg og tignarleg. Það var alltaf jafn notalegt og afslappandi að koma í heimsókn og oftast erfitt að koma sér aftur út enda urðu heimsóknirnar alltaf mun lengri en áætlað var, það var bara svo gott að vera hjá ömmu og afa að mann langaði ekki að fara. Þess vegna er svo skrítið að hugsa til þess að maður eigi ekki lengur erindi í Gautlandið, áttar sig á að samtölin og samveru- stundirnar verði ekki fleiri. En það sem eftir situr er það dýr- mætasta af öllu, hlýjar minningar og óendanlegt þakklæti sem verma mann inn að hjartarótum. Þegar maður ekur fram hjá mun minningin um óeigingjarna góð- hjartaða konu og röggsaman glaðlyndan mann vera það sem stendur upp úr og þau góðu gildi sem þau kenndu manni. Ber þar fremst að nefna nægjusemi, mað- ur nýtir það sem maður á og lagar það sem bilar. Ekki spandera að óþörfu því það mikilvægasta í líf- inu er ekki metið í veraldlegum gæðum og einnig að taka öllum eins og þeir eru. Við sem henni vorum kærust eigum ógrynni af dásamlegum minningum og sögum sem styrkir okkur í sorginni og hjálpar okkur að horfast í augu við þær tilfinn- ingar sem við göngum í gegnum nú. Þeir sem þekktu ömmu vita að hún vildi hafa sitt lag á hlut- unum og er hinsta kveðjustundin þar engin undantekning. En fyr- irgefðu amma, ég veit að þú vildir enga lofræðu en ég get bara ekki orða bundist. Fallega góða Madda amma mín var bara best og það mega allir heyra sem vilja. Megi hún hvíla í friði með ástinni sinni einu. Sigrún. Amma hefur alla tíð verið öruggi faðmurinn minn, sem hef- ur gefið mér óskipta athygli og hlúð að mér í blíðu og stríðu. Vit- andi að amma væri fullorðin kona er ég búin að óttast þessa stund síðan ég varð meðvituð um dauð- ann. Nú er komið að því að við kveðjum okkar yndislegu ætt- móður, Möddu ömmu. Þegar afi kvaddi brotnaði hjartað í ömmu og síðan þá hefur hún lifað hálf í minningunni um ástina sína, hálf hjá okkur. En þó gaf hún meira en flestir áfram, bestu faðmlögin, mestu hlýjuna og visku úr brunni sem var að því er virtist botnlaus. Amma þekkti hvert íslenskt fjall, þótti vænt um íslenska tungu og kenndi okkur öllum svo margt, bæði í orði og með athöfnum sín- um. Þú komst ekki upp með nein- ar málfræðivillur á heimili ömmu og áttir alltaf tækifæri á því að læra eitthvað nýtt. Þær eru ótelj- andi stundirnar sem við amma sátum og spiluðum spil og rædd- um allt milli himins og jarðar. Það var nefnilega hægt að tala um hvað sem er við ömmu, hún hafði alltaf svör eða innsýn inn í það sem um var rætt. Amma var ein- staklega hjartahlý og lét manni líða vel, og minnti mann á að taka þá sýn með sér út í lífið að sjá það góða í fólki og koma vel fram við alla. Amma var með opinn huga og fordómalaus langt umfram þær kröfur sem gerðar eru á hennar kynslóð eða þær sem á eftir hafa komið. Hún tók ástinni okkar Jóhönnu sem einstakri en sjálfsagðri, auðvitað ættum við að vera saman. Amma var fyndin, þolinmóð, ósérhlífin og ástrík. Ég er svo ótrúlega þakklát fyrir að hafa átt elsku Möddu ömmu að öll þessi ár og fengið að njóta tímans okkar saman. Það sem hún hefur kennt mér mun ég kenna mínum eigin börnum og halda minningu hennar lifandi alla mína tíð. Takk fyrir allt elsku amma, þín Rebekka. Elsku amma mín. Loksins kom afi að sækja þig, mér finnst svo gott að vita að þið séuð saman á ný. Það er erfitt að lýsa með orð- um hversu stór hluti af lífi mínu þú varst. Það fyrsta sem kemur upp í huga mér er þakklæti, ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að hafa þig í mínu lífi svona lengi. Það er alltaf sárt að kveðja en ég veit að þú varst svo tilbúin að fara, svo spennt að komast aftur í faðminn hans afa. Ég þekki eng- an sem átti jafn stórt hjarta og þú, þú umvafðir alla svo mikilli ást og hlýju og alltaf voru allir velkomnir í Gautlandið. Minningarnar úr Gautlandinu eru endalausar enda vorum við systur svo mikið hjá ykkur. Það sem stendur upp úr þegar ég hugsa til baka er það að þú áttir endalausan tíma til að gefa okkur. Þú varst alltaf til staðar ef maður leitaði til þín og áttir alltaf nógan tíma til að spjalla, baka, spila, púsla eða kenna manni að leggja kapal. Þú dekraðir alltaf svo mik- ið við okkur þannig að meira að segja ef maður var veikur þá var beðið um að fá að fara til ömmu og afa því þar fengi maður sko dekur. Þú kenndir okkur svo margt, við ferðuðumst með ykkur afa um landið og fórum í tjaldútilegur, þér fannst mjög mikilvægt að við þekktum landið okkar og kenndir okkur nöfnin á hverjum hól og þúfu. Minnisstæðastar eru ferð- irnar í Lunansholt þar sem var sungið í bílnum alla leið og fjöl- skyldan kom saman í sveitinni. Það þótti öllum gott að koma í Gautlandið og þegar ég bjó hjá ykkur sem unglingur þá voru vin- konur mínar alltaf velkomnar og héngum við þar öllum stundum og oft gistum við kannski fimm saman í litla miðherberginu. Ykk- ur afa þótti svo gaman að hafa líf í húsinu og þú hafðir alltaf áhuga á því sem var að gerast hjá mér og fólkinu í kringum mig. Enn þann dag í dag þótti þér gaman að heyra af vinkonum mínum. Það var alltaf hægt að spjalla við þig um allt milli himins og jarðar, þú fylgdist alltaf vel með fréttum og allt fram á síðustu stundu varstu með á nótunum. Best þótti mér að geta gefið börnunum mínum það að fá að hafa þig í þeirra lífi. Ég man að ég hugsaði áður en ég eignaðist börn að ég óskaði þess að þú myndir verða langlíf til að börnin mín fengju að kynnast þér. Þau urðu þrjú; Vilhjálmur Darri, Viktoría og Alexandra, og fengu öll að eiga yndislegar stundir með ykkur afa. Þegar ég var með þau í fæð- ingarorlofum þá kom ég alltaf vikulega og varði löngum tíma með þau hjá ykkur afa. Um- hyggjusemina vantaði aldrei hjá þér og þegar unga móðirin kom stundum með bauga og þreytuleg þá sagðir þú: „Æ viltu ekki bara fara inn í rúm og leggja þig?“ Þetta var mjög lýsandi fyrir hversu notalegt var alltaf að vera hjá þér. Elsku amma, ég mun sakna þess svo að koma til þín í Gaut- landið, setjast inn í eldhús og spjalla um allt milli himins og jarðar og fá besta knús í heimi. Ég verð að eilífu þakklát fyrir allt sem þú gafst mér. Helga Lilja Gunnarsdóttir. Þakklæti er það sem stendur einna helst upp úr þegar ég sest niður og byrja að skrifa til þín elsku fallega, dásamlega, góða og skemmtilega Madda amma mín. Þakklát fyrir allar dýrmætu stundirnar sem ég átti með þér. Þakklát fyrir að líf mitt var svo miklu auðugra með ykkur afa í því. Þakklát fyrir að þið voruð ávallt stoð og stytta fyrir okkur systur og barnabörn og kennduð okkur svo mikið og eigið því virki- lega stóran hlut í því hvaða mann- eskju við höfum að geyma. Þakk- lát fyrir að Magnús Már, Gunnar Nói og Viktor Bóas fengu einnig að njóta þín. Síðustu daga hafa hrannast inn fallegar og hugljúfar minningar af öllum stundunum okkar sam- an. Alltaf vildi ég hringja fyrst í ömmu með fregnir, stórar sem smáar, og auðvitað voru fyrstu heimsóknirnar með drengina mína nýfædda til þín. Það var alltaf stutt í húmorinn hjá þér, sem gerði allt kaffispjall- ið í eldhúsinu svo ótrúlega eftir- minnilegt og skemmtilegt, alveg sama á hvaða aldri maður var, alltaf var jafn gaman að koma í eldhúskrókinn og ræða saman um allt milli himins og jarðar. Það sem ég elskaði að spila við þig olsen olsen, leggja með þér kapal, púsla með þér, baka með þér vanilluhringi fyrir jólin og borða gúrkubrauð saman, svo fátt sé nefnt. Við systurnar elskuðum að vera hjá ykkur, svo mikið að við báðum um að vera keyrðar yfir til ykkar þegar við vorum slappar. Við Sigrún frænka vildum alltaf helst vera hjá ykkur að leika og voru ófáar helgarnar planaðar í að leika hjá ömmu og afa, oft án þess að þið væruð með í ráðum. Það var alltaf ákveðin spenna fyrir hátíðisdögum í Gautlandinu þar sem haldið var fast í hefðir með bestu veisluna á aðfanga- dagskvöld, skötuveislu á Þorláks- messu, saltkjöt og baunir á sprengidaginn, páskaveislu og auðvitað bestu afmælisveislunum með gómsætu veitingunum þín- um. Það var alltaf hápunktur fyr- ir afmælið mitt að bjóða ömmu og afa í afmælisveisluna og biðja þig að koma með allra bestu pönns- urnar á fallega blómadiskinum þínum. Þið afi fóruð með okkur barna- börnin út um allar trissur og kennduð okkur að signa okkur fyrir hverja ferð og auðvitað allar fallegu bænirnar. Einna helst standa upp úr allar verslunar- mannahelgarferðirnar í Lunans- holt þar sem við fengum að vaka lengi fram eftir og vera með í fjörinu, sumarbústaðarferðirnar, sunnudagsbíltúrarnir að skoða skipin, stundirnar með ykkur í verbúðunum og að njóta með ykkur á sjómannadaginn. Þú varst og munt ávallt vera fyrirmynd mín í einu og öllu. Þú kenndir mér að elska skilyrðis- laust og hversu mikilvægt það er að gefa sér tíma fyrir fólkið sitt og sýna því hvers verðugt það er, ásamt því að tala góða íslenska tungu og þekkja land sitt og ætt. Mikið mun ég sakna þess að Margrét Gunnarsdóttir SJÁ SÍÐU 20 Ástkær eiginmaður minn, besti vinur, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRHALLUR GUÐMUNDSSON, Ránarvöllum 19, Keflavík, lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnudaginn 21. mars. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 31. mars klukkan 11. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Helen Antonsdóttir Steinar Örn Steinarsson Erla Benjamínsdóttir Erna Ósk Steinarsdóttir Margeir Einar Margeirsson Fanney Rut Elínardóttir María Elínardóttir Joao Samuel Fragoso Ástþór Orri Þórhallsson Guðríður Emma Steinþórsd. barnabörn og barnabarnabarn Elskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, HÖRÐUR HÁKONARSON ljósmyndari, Mánatúni 7, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 16. mars. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir einstaka umhyggju og hlýtt viðmót. Þórdís Sveinsdóttir Sveinn Hákon Harðarson Hilmar Björn Harðarson Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RAGNHEIÐUR VIGFÚSDÓTTIR ÞORMAR, er látin. Þórarinn Þórarinsson Guðríður K. Pétursdóttir Hrefna Þórarinsdóttir Tómas Þorkelsson Sigurður Steinþórsson barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.