Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 25

Morgunblaðið - 30.03.2021, Page 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021 „GAMLI GÓÐI REX HEFUR VERIÐ HLUTI AF FJÖLSKYLDUNNI SVO LANGT SEM ÉG MAN.“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að eiga nóg af ást þótt vasarnir séu tómir. HÉR SEGIR AÐ KRÖFTUG LÍKAM- LEG ÁREYNSLA AUKI MATARLYST ÉG ER GLOR- SOLTINN ÞETTA ER EKKI KRÖFTUG ÁREYNSLA! ÁSTIN ER ÞAÐ SEM LÍFIÐ SNÝST UM, SONUR SÆLL! ÞVÍ GET ÉG TRÚAÐ! HÚN SNÝR MIG NÆSTUM ÚR HÁLSLIÐ! „ÉG HREIFST MJÖG AF PRÉDIKUNINNI ÞINNI. SÉRSTAKLEGA TILVITNUNINNI ÚR LOGGBÓK KIRK KAPTEINS, ÚR ÞÁTTARÖÐ ÞRJÚ, SJÖUNDA ÞÆTTI.“ lands sem utan, og undanfarin 10 ár höfum við t.d. eytt nokkrum vik- um á Tenerife að vetri til. Höfum gert hlé á ferðalögum til útlanda að sinni af ástæðum sem öllum eru kunnar.“ Fjölskylda Eiginkona Ara er Sigríður Ágústa Skúladóttir (Sirrý), f. 22.12. 1955, kennari og M.Ed. í stjórnun menntastofnana. Fyrstu sex hjú- skaparárin bjuggu þau í Virginíu í Bandaríkjunum og Stokkhólmi. Heimkomin hafa þau búið lengst af í Grafarvogi í Reykjavík. Foreldrar Sirrýjar voru hjónin Skúli Sveins- son, f. 28.11. 1905, d. 13.7. 1990, að- alvarðstjóri og þingvörður, og Sig- ríður Sigurbjörg Ingibergsdóttir, f. 22.7. 1911, d. 20.1. 1988, húsmóðir. Þau bjuggu í Reykjavík. Börn Ara og Sirrýjar eru: 1) Guðmundur Kristján, f. 6.9. 1979, tölvu- og upplýsingatæknifræðingur í Reykjavík. Kona hans er Hulda Guðrún Bragadóttir, viðskipta- og öldrunarfræðingur. Börn þeirra eru Bragi Kristján, f. 3.9. 2008, og Ari Baldur, f. 13.8. 2010; 2) Guðrún Sigríður, f. 28.3. 1982, viðskipta- fræðingur og rithöfundur, býr í Hafnarfirði. Börn hennar með Ró- bert Viðarssyni lögfræðinema eru Ísabella Rún, f. 11.7. 2017, og Hug- inn Rafn, f. 24.4. 2019; 3) Skúli Magnús, f. 7.4. 1988, verkfræðingur í Reykjavík. Sambýliskona hans er Kolbrún Heiða Kolbeinsdóttir, við- skiptafræðingur og kennari. Bræður Ara eru Evald, f. 10.8. 1948, sálfræðingur í Reykjavík, og Grímur, f. 4.2. 1955, læknir og for- stjóri í Reykjavík. Foreldrar Ara voru hjónin Pétur Sæmundsen, f. 13.2. 1925, d. 5.2. 1982, bankastjóri, og Guðrún Sig- ríður Guðmundsdóttir Sæmundsen, f. 1.8. 1926, d. 12.8. 2020, húsmóðir og ritari. Þau bjuggu í Reykjavík. Ari Kristján Sæmundsen Þórunn Jóhanna Brynjólfsdóttir húsfreyja á Sléttu Guðmundur Jónas Dósóþeusson búfræðingur, bóndi og hreppstjóri á Sléttu í Jökulfjörðum Sigurjóna Jónasdóttir húsfreyja á Ísafirði Guðmundur Kristján Guðmundsson skipstjóri og aflakló á Ísafirði Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir Sæmundsen húsmóðir og ritari í Reykjavík Sigríður Helga Sakaríasdóttir húsfreyja í Stakkadal Guðmundur Guðmundsson bóndi í Stakkadal í Aðalvík Sigurbjörg Gísladóttir húsfreyja á Húnsstöðum Jóhann Sigurður Sigurðsson bóndi á Húnsstöðum á Ásum,A-Hún. Þuríður Guðrún Sæmundsen kaupmaður, kennari og húsmóðir á Blönduósi Evald Eilert Sæmundsen verslunarstjóri á Blönduósi Magdalena Margrét Möller húsfreyja á Blönduósi Pétur Júlíus Sæmundsen verslunarstjóri á Blönduósi Úr frændgarði Ara Kristjáns Sæmundsen Pétur Sæmundsen bankastjóri í Reykjavík Á Boðnarmiði segir Anton HelgiJónsson: „Fátt í boði núna ann- að en að kveða aftur sömu bjart- sýnisvísuna“: Þótt venjuleg rútína víki en veiran og smithætta ríki, ég kjark í mig tel; nú kemur sér vel mín króníska frestunarsýki. Halldór Halldórsson segir við nýjustu tíðindum: „Nú er aftur komið að því að fólk ferðast innan- húss næsta mánuðinn og ég er viss um að margt kemur á óvart, ef vel er að gáð!“ Ég skoða vel í krók og kima, hvorki ætla’ í sút né fúss; aftur viðra fætur fima og ferðast bara innanhúss! Magnús Halldórsson segir „frétt- ir úr neðra“: Puðið magnast púkanna og pressa þeim er á. Aðrir njóta eldanna, sem ekki kveiktu þá. Guðmunur Halldórsson kveður: Eldflóðin gleðja Íslands lýð úttroðnar slóðir flaka Bílalestir í langri röð löturhægt vegi aka Í fjölmiðlum heimsins hriktir við himnarnir undir taka Þegar hin rámu regindjúp ræsa hinn nýja Laka Bjarni Thor Kristinsson spyr: „Er Groundhog day? Veiran aftur komin af stað og sóttvarnarlæknir og besservisser mætast í kastljós- inu? Nú má bölva“: Á örfáum dögun hér allt fór í steik andskotans vesen og þvæla. Aftur nú veiran er komin á kreik og Kári er farinn að skæla. Guðmundur Arnfinnsson talar um „misjafnan bókmenntasmekk“: Í Kiljunni að góðu geta glæpasagna hvert eitt sinn, en Káin ekki kunna að meta Kolla og Ljóti hálfvitinn. Friðrik Steingrímsson kveður: Ekkert lengur maður má magnast við það leti, ég vil spútniksprautu fá svo sperrtur lifað geti. Sigurður Geirdal orti: Það situr á móti mér meyja og margt væri gaman að segja en hvað hugurinn geymir og holdið um dreymir er þannig að best er að þegja. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Ferðalög um gosstöðvar og innanhúss

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.