Morgunblaðið - 30.03.2021, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. MARS 2021
Tveir leikir, ekkert stig og ekk-
ert mark. Byrjunin á undankeppni
heimsmeistaramóts karla í fót-
bolta er eins slæm og hún gat
mögulega orðið fyrir íslenska
landsliðið sem nú freistar þess að
ná í sín fyrstu stig í Liechtenstein
annað kvöld.
Til viðbótar hefur 21 árs
landsliðið átt við ofurefli að etja í
úrslitakeppni EM í Ungverjalandi
þótt það hafi vissulega átt ágæt-
isspretti gegn Dönum á sunnu-
daginn.
Eftir velgengni í hartnær
áratug, þátttöku á tveimur stór-
mótum og verið nokkrum mín-
útum frá því að komast á það
þriðja, er karlalandsliðið á
ákveðnum tímamótum.
Að þeim hlaut að koma. Við
eigum eftir að sjá tiltölulega
hraða endurnýjun á liðinu á
næstu tveimur árum og kannski á
skemmri tíma. Liðið sem spilar
leikina sjö í undankeppninni í
haust gæti orðið talsvert breytt
frá því liði sem leikur fyrstu þrjá
leikina um þessar mundir.
Leikmenn eins og Gylfi, Jó-
hann, Aron og Birkir Bjarnason
ættu þó að geta haldið áfram í
nokkur misseri enn. Liðið þarf á
þeirra reynslu halda á meðan það
gengur í gegnum endurnýjunina.
Við sáum það sérstaklega í
leiknum við Armeníu að án Gylfa
er liðið einfaldlega helmingi ólík-
legra til að skora og sigra en með
hann innanborðs.
Sá sem í dag er líklegastur til
að fylla hans skarð, eða taka á sig
stóra ábyrgð í sóknarleik A-
landsliðsins, er Jón Dagur Þor-
steinsson, miðað við tilþrif hans
með 21 árs landsliðinu.
Það yrði alla vega áhugavert að
sjá hann í byrjunarliðinu í Vaduz
annað kvöld.
BAKVÖRÐUR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Stefnt er að því að áhorfendur
verði á úrslitaleik ensku bik-
arkeppninnar í knattspyrnu í vor,
samkvæmt breska þingmanninum
Oliver Dowden. Hann sagði við
Daily Mail að úrslitaleikur bik-
arkeppninnar sem fram fer á Wem-
bley í London 15. maí hafi verið val-
inn til þess að prófa hvort unnt sé
að fara að hleypa áhorfendum á ný
á stóra íþróttaviðburði í landinu.
Engir áhorfendur hafa verið á
leikjum í enska fótboltanum eða á
öðrum íþróttaviðburðum vegna út-
breiðslu kórónuveirunnar síðan í
mars á síðasta ári, að undanskildum
nokkrum leikjum þar sem um tvö
þúsund manns var hleypt inn á velli
á nokkrum stöðum um skeið.
Bretum hefur gengið vel að bólu-
setja landsmenn á undanförnum
vikum og eftir að hafa hafið
kennslu í skólum á ný eru íþrótta-
viðburðir komnir ofarlega á blað
þegar rætt erum að aflétta ströng-
um takmörkunum. Dowden sagði
við Daily Mail að þar væri m.a.
horft til enska bikarúrslitaleiksins
og heimsmeistaramótsins í snóker.
Fjögur lið eru eftir í ensku bik-
arkeppninni en Chelsea mætir Man-
chester City á Wembley 17. apríl og
Leicester mætir Southampton degi
síðar. Sigurliðin leika síðan til úr-
slita 15. maí.
Áhorfendur
á úrslitaleik
á Wembley?
LANDSLIÐIÐ
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Það hefur gustað nokkuð hressilega
um íslenska karlalandsliðið í knatt-
spyrnu undanfarna daga en liðið hóf
leik í undankeppni HM 2022 á
fimmtudaginn í síðustu viku.
Þá tekur U21-árs landslið karla
þátt í lokakeppni EM 2021 sem fram
fer í Ungverjalandi og Slóveníu á
sama tíma.
Hvorugt lið hefur riðið feitum
hesti frá viðureignum sínum í lands-
leikjaglugganum en A-landsliðið hef-
ur tapað báðum leikjum sínum í und-
ankeppninni, gegn Þýskalandi í
Duisburg og Armeníu í Jerevan. U21
árs landsliðið hefur svo tapað gegn
bæði Rússlandi og Danmörku í Györ
í Ungverjalandi.
Þá hafa ýmis mál, ótengd fótbolta,
verið í umræðunni undanfarna daga.
„Við stýrum ekki umfjölluninni í
kringum landsliðin en auðvitað
myndi maður vilja að umfjöllunin
snerist fyrst og fremst um fótbolta,“
sagði Guðni Bergsson, formaður
KSÍ, í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta gerist stundum þegar úr-
slitin eru ekki eins og menn óska og
vilja og þá er ýmislegt tekið til eins
og menn þekkja. Að sama skapi er-
um við bara að hugsa um leikinn
gegn Liechtenstein og öll okkar orka
fer í að einblína á hann.
Ég efast um að leikmenn liðsins
séu að velta sér mikið upp úr þeirri
umfjöllun sem hefur verið í gangi
undanfarinn sólarhring, hvort sem
það er í hlaðvörpum eða fjölmiðlum.
Það eru engar reglur sem banna
þeim að skoða veraldarvefinn og það
er misjafnt hversu mikið menn fylgj-
ast með.
Það mikilvægasta fyrir okkur er
að halda fókus, reyna að bæta leik
okkar og vinna fótboltaleiki,“ sagði
Guðni.
Getur ýmislegt komið upp á
Birkir Már Sævarsson var ekki í
leikmannahópi Íslands í tapinu gegn
Þýskalandi en KSÍ fékk skilaboð frá
UEFA, degi fyrir leik, um að Birkir
væri í leikbanni í leiknum.
„Menn vildu bara fá endanlega
staðfest frá UEFA hvort Birkir
mætti spila leikinn gegn Þýskalandi
en þetta truflaði aldrei neinn und-
irbúning fyrir leikinn sjálfan. Það
voru ákveðin taktísk atriði æfð fyrir
þennan leik og það að Birkir hafi
ekki mátt spila kom ekki að sök.
Menn halda bara sínu striki enda
kemur oft eitthvað upp á í svona
verkefnum sem þarf að takast á við.
Þegar allt kemur til alls snýst þetta
um að vera tilbúinn í leikinn þegar á
hólminn er komið en auðvitað hafa
úrslitin ekki verið okkur í hag og við
erum ekki ánægð, sérstaklega ekki
með síðasta leik hjá A-liðinu gegn
Armeníu.
Þetta er eitthvað sem við þurfum
að takast á við saman og menn eru á
fullu að rýna og leikgreina það sem
fór úrskeiðis þar. Við ætlum okkur
að sjálfsögðu að gera betur í næsta
leik gegn Liechtenstein.“
Ummælin dæma sig sjálf
Viðar Örn Kjartansson var ekki
valinn í hópinn fyrir leikina þrjá í
þessum landsleikjaglugga en Arnar
Þór Viðarsson landsliðsþjálfari
greindi frá því að hann hefði ekki
fengið leyfi frá félagsliði sínu Våle-
renga til þess að mæta í verkefnið.
Þá bárust fréttir af því um helgina
að Gylfi Þór Sigurðsson væri ekki í
leikmannahóp Íslands vegna ósættis
milli hans og Eiðs Smára Guðjohn-
sen, aðstoðarþjálfara liðsins, en Guð-
jón Þórðarsson, fyrrverandi lands-
liðsþjálfari, greindi frá þessu í
hlaðvarpsþættinum The Mike Show.
„Arnar Þór [Viðarsson] hefur sagt
sína hlið á þessu Viðarsmáli og ég sé
ekki ástæðu til að tjá mig neitt meira
um það mál á þessu stigi. Það er hins
vegar greinilegt að fólk hefur sínar
skoðanir á þessu eins og öðru.
Varðandi þessi ummæli Guðjóns
Þórðarsonar um ósætti Eiðs og Gylfa
þá dæma þau sig í raun bara sjálf en
þetta er aðeins í takt við þá umræðu
sem hefur verið í gangi. Það er eins
með fjölmiðla sem taka þetta upp en
svona eru fjölmiðlar bara í dag.
Menn henda fram sögum eða
vangaveltum sem þeir heyra og það
er allt í einu orðið að fyrirsögnum.
Ég er ekki viss um að það sé góð
þróun en á sama tíma er þetta bara
eitthvað sem menn þurfa að takast á
við í dag eins og annað sem menn
þurfa að takast á við í fótboltanum.“
Eru íslenskir fjölmiðlar á rangri
leið?
„Það er ekki mitt að dæma um það
en ég held óneitanlega að þessi hlað-
varpsumræða hafi breytt landslaginu
mikið. Þetta eru vinsælir þættir sem
maður skilur enda fótboltinn mjög
vinsæll. Maður spyr sig hins vegar
hvort einhverjar sögusagnir eigi fullt
erindi á vefmiðla í dag en þetta er
bara eitthvað sem við þurfum að eiga
við og er hluti af þessu fjölmiðlaum-
hverfi í dag.
Maður vonar samt sem áður að
miðlarnir sýni ábyrgð eins og allir
þegar kemur að því að birta fréttir úr
hlaðvörpum en þetta virðist alla vega
vera þróunin í dag.“
Þurfum að sækja fram
Þrátt fyrir fjögur töp á stuttum
tíma, tvö hjá A-landsliðinu og tvö hjá
U21-árs landsliðinu, er formaðurinn
brattur.
„Að sjálfsögðu erum við ekki sátt
við þessi fjögur töp enda förum við í
alla leiki til þess að vinna þá. Auðvit-
að eru andstæðingarnir í lokakeppni
EM mjög sterkir en við ætluðum
okkur að krækja í einhver stig í þess-
um fyrstu leikjum.
Á sama tíma ætluðum við okkur
stærri hluti með A-landsliðið en við
vorum líka að mæta sterkum og
særðum anstæðingum gegn Þjóð-
verjum í fyrsta leik undankeppn-
innar. Við ætluðum okkur samt sem
áður að bæta upp fyrir það í Arme-
níu en það tókst ekki.
Við erum á ákveðinni vegferð þar
sem við viljum bæta leik okkar og
standa okkur betur. Fyrsta verkefnið
í þeirri vegferð er að sjálfsögðu að
vinna Liechtenstein og eins að U21
árs landsliðið nái í einhver stig gegn
mjög sterku liði Frakka.
Stundum gefur á bátinn í fótbolt-
anum og undanfarna daga hefur að-
eins gefið á hann. Við þurfum bara að
stíga upp núna, þétta raðirnar og
sækja fram.“
Engan bilbug að finna
Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór
skrifaði undir tveggja ára samning
við KSÍ og starf hans er ekki í hættu
eftir slæma byrjun.
„Við erum bara að hugsa um leik-
inn gegn Liechtenstein eins og stað-
an er í dag. Við töldum okkur eiga
vinna Armeníu en þeir voru sann-
arlega sýnd veiði en ekki gefin. Við
náðum ekki að spila eins vel og við
vildum í Jerevan en þessi riðill er
bara rétt að byrja.
Það tekur tíma fyrir nýjan þjálfara
að móta sína stefnu og líka fyrir liðið
að ná sínum vopnum. Við erum bara
á þeim stað í dag og við erum öll
saman í þessu. Það er enginn bilbug-
ur á okkur þrátt fyrir þessa byrjun
og það þýðir ekkert að lyppast niður
eftir tvo leiki.
Við þurfum fyrst og fremst að
berjast fyrir hver annan og bæta
okkar leik sem lið,“ bætti Guðni við í
samtali við Morgunblaðið.
Þýðir ekki að lyppast niður
- Ummæli fyrrverandi landsliðsþjálfara Íslands um meint ósætti dæma sig sjálf
- Ekki góð þróun þegar sögur og vangaveltur breytast í einhverjar fyrirsagnir
Morgunblaðið/Eggert
Umtal Guðni Bergsson hefur haft í nægu að snúast undanfarna daga ásamt landsliðsþjálfaranum Arnari Þór.
göngu með frjálsri aðferð og þá
náði hann bestum árangri Íslend-
inga í heimsbikarkeppni í Meråker
í Noregi 2020 þegar hann hafnaði í
18. sæti í 34 km göngu með frjálsri
aðferð.
„Ólympíuleikarnir 2022 í Peking
í Kína eru hálfgerð endastöð hjá
mér því ég get ekki ímyndað mér
að keppa áfram á skíðum án þess að
vera að æfa af fullum krafti,“ sagði
Snorri meðal annars í þættinum.
Áskrifendur Morgunblaðsins
geta horft á þáttinn á mbl.is/
mogginn/dagmal/ithrottir/.
„Ég er 35 ára gamall og ég veit að
það er farið að síga á seinni hluta
ferilsins,“ sagði Snorri Einarsson,
fremsti skíðagöngumaður Íslands, í
Dagmálum, nýjum frétta- og menn-
ingarlífsþætti Morgunblaðsins.
Snorri er fæddur í Noregi og á ís-
lenskan föður og norska móður en
hann var 18 ára gamall þegar hann
valdi gönguskíðin fram yfir fót-
bolta.
Hann ólst upp í Noregi og bjó þar
á uppvaxtarárum sínum, að und-
anskyldu einu ári á Íslandi þegar
hann var sjö ára gamall, en árið
2016 ákvað hann að byrja keppa
fyrir íslenska landsliðið í stað þess
norska.
Árið 2019 náði hann besta ár-
angri sem Íslendingur hefur náð á
HM í Seefeld í Austurríki þegar
hann hafnaði í 18. sæti í 50 km
Ætlar að ljúka ferlinum í Peking
Ljósmynd/Ski.is
Bestur Snorri Einarsson er fremsti
skíðagöngumaður þjóðarinnar.