Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR Fabrikkusmáréttir í fermingarveisluna HEITaR lundir Heitar kjúklingalundir (1 kg.) Bornar frammeð gráðostasósu og hotwings sósu. BBQ lundir BBQ kjúklingalundir (1 kg.) Bornar frammeð hvítlaukssósu og BBQ sósu. Spurð að því hvað hafi skipt hana mestu máli í sambandi við ferminguna og veisl- una segir hún það hafa verið algjörlega númer eitt, tvö og þrjú að ganga fram af foreldrum sínum. „Ég tók því svakalega alvarlega. Planaði meira að segja að nota allan fermingarpeninginn minn til að heim- sækja eitthvert svaka sætt klaustur í Frakklandi. Messurnar þar voru víst alveg „to die for“,“ segir hún og brosir út í annað en aldrei varð þó úr þeirri ferð. Villtist fljótlega af leið Hún segir að fermingarveislan hafi verið með hefðbundnu íslensku sniði. Klassískar tertur og svo kransakaka með styttu af fermingarbarni ofan á. „Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fagna mikilvægum tímamót- um í lífinu án þess að vera með styttu ofan á einhverjum matvælum. Það er meikar ekki sens,“ segir hún og bætir við að klippingin hennar hafi verið svo furðuleg að það hefði verið martröð fyrir hárgreiðslufólk að reyna að gera eitthvað fallegt úr hárinu á henni svo hún fékk ekki sérstaka fermingargreiðslu. Fermingarfötin hafi svo aft- ur verið skósítt hvítt pils og hvít mussa. „Enda vildi ég klæðast einhverju sem væri jafn tært og fallegt og synd- lausa lífið sem ég sá fyrir mér að ég myndi lifa upp frá því að ég væri fermd. Nokkrum árum seinna var ég reyndar orðin lausgirtur starfsmaður á strípibúllu svo það má segja að ég hafi fljótlega villst af leið. Enginn veit hver Snorri er Þar sem trúarhiti Kamillu stafaði fyrst og fremst af þörf hennar til að ögra foreldrum sínum segist hún minna muna eftir fermingargjöfunum sínum. Hana minnir þó að hún hafi fengið svefnpoka sem varð síðar mikið notaður og nokkrar orðabækur sem komu sér vel þótt henni hafi þótt þær óspennandi fyrst. „Svo fékk ég reyndar einn mjög fallegan hring frá og svo einn mjög fallegan bláan hring frá guðforeldrum mínum þeim Sigurlaugu Magnúsdóttur hjúkrunarfræð- E ins og mörgum menningarunnendum er kunn- ugt þá er hún dóttir Einars Kárasonar rithöf- undar og Hildar Baldursdóttur bókasafns- fræðings en svo langt eru þau bæði frá Lúther, og öðrum sendiboðum almættisins, að þau létu hvorki skíra né ferma dætur sínar og Hildur, mamma Ka- millu, er hvorki skírð né fermd sjálf. „Þess vegna ákvað ég sem krakki að fara í unglingauppreisn, sem svona eftir á að hyggja, var ekkert sérstaklega beitt. Ég sótti messur oft í viku og allt ung- lingastarfið í Háteigs- kirkju,“ útskýrir Ka- milla og brosir. „Ég lýsti því oft yfir, svakalega hvöss, að ég ætlaði sko ekki að láta heiðingja eins og for- eldra mína stöðva mig frá því að fylgja frels- aranum og kom reglu- lega með aðrar álíka hallærislegar yfirlýs- ingar. Þau svona, til að gleðja mig, tuðuðu smá í mér en innst inni voru þau pottþétt í hláturs- kasti yfir því hvað ég var léleg í að finna upp á einhverju góðu til að pirra þau með … ég meina, á meðan aðrir foreldrar höfðu áhyggjur af því að unglingarnir væru úti að drekka landa og slást þá var ég bara að kyrja eitthvað á latínu til að sýna þeim að ég ætti mig sjálf eða eitthvað í þá áttina,“ hlær Kamilla og bætir við að hún hafi enn ekki gert það upp við sig hvað henni finnist um þetta athæfi sitt á unglingsárum, en að líklega verði hún að fyrirgefa sjálfri sér þetta á endanum. ingi og Guðmundi J. Guðmundssyni, sagnfræðingi og kennara. „Sá hringur er eftirminnilegur því inni í honum stóð Snorri. Hver þessi Snorri er veit þó enginn, sem er mjög skemmtilegt.“ Fermingarbörn eiga skilið allar bestu gjafir heims Spurð hvort hún hafi fylgt hefð margra unglinga og farið að djamma eftir ferminguna segir hún að svo hafi ekki verið. Líklegast hafi hún bara setið og gluggað í ritningarnar og hvort henni hafi þótt hún fullorðnari eftir fermingu? „Nja...ég held ég hafi staðnað í þroska svona ellefu ára og hefur síðan bara farið aftur ef eitthvað er.“ En hvað skyldi Kamillu þykja um þá gjafahefð sem nú ríkir í kringum fermingar? „Ég er bara ekki viss um hvað fermingarbörn eru að fá í dag en mér finnst ég sjá á öllu ungu fólki og unglingum í kringum mig, að þau eru svo miklu heilli og betri en margar kynslóðir á undan. Sum- part vegna þess að við erum búin að vera að tortíma jörð- inni og þau sitja uppi með að reyna að redda því sem reddað verður og leggja sig því öll fram um að vera skárri. Þau eiga því skilið allar bestu gjafir heimsins.“ Íhugar að halda sataníska veislu Nú mætti segja að fermingar séu leifar af einhvers konar manndómsvígslu. Mætti bjóða upp á annars konar manndómsvígslu fyrir unglingana? „Eru ekki alls konar leiðir í boði í dag? Mér finnst um að gera að halda sem flestar veislur. Fagna því hvað krakkarnir okkar eru frá- bærir. Ég elska fermingaveislur. Veit ekkert skemmti- legra en að hitta vini mína og fá mér heita brauðrétti og svona pumpukaffi með. Allir halda alltaf að ég sé að vera kaldhæðin en mér er 100% alvara.“ Hvað ef þú gætir svo fermst aftur? Myndirðu hafa veisluna eitthvað öðruvísi, búa til gjafalista eða bjóða öðrum gestum? „Nei! Ég myndi aldrei gera þetta aftur … held ég. Ég hef stundum grínast með það við vini mína að ég væri til í að halda sataníska veislu svona til að fagna því að ég sé sannarlega hætt að vera kristin. Kannski læt ég verða af því og þá ætla ég að bjóða öllum skemmtilegu vinum mínum og bara skreyta með öllu hrekkavöku- dótinu mínu og hafa gaman. En það verður enginn guð og ég þarf enga pakka. Ég á nóg af drasli.“ Fermdist til að fara í taugarn- ar á heiðnum foreldrunum Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og bókavörður, segir þörfina fyrir að angra foreldra sína hafa haft mest áhrif á það að hún lét ferma sig á sínum tíma. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com Morgunblaðið/Ásdís Kamilla Einarsdóttir og faðir hennar, Einar Kárason rithöfundur. Hún viðurkennir að hafa gert allt til að pirra foreldra sína. Hér eru Kamilla og Einar fyrir allmörgum árum síðan.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.