Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 73
FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 MORGUNBLAÐIÐ 73
Skipholti 3 – Sími 552 0775 – erna.is
Falleg og vönduð fermingarúr
frá Pierre Lannier • Mikið úrval
Sími 551 8588 • skartgripirogur.is
Bankastræti 12,
sími 551 4007
skartgripirogur.is
ERNA
GULL- OG SILFURSMIÐJA
ég bara upp valkosti og þau voru bæði alveg
sammála um niðurstöðuna – sem er ekkert allt-
af niðurstaðan hjá þeim systkinum. Veislan yrði
heima, með allra nánustu ættingjum og örfáum
fjölskylduvinum, það yrði opið hús og við mynd-
um dreifa þannig fjölda gesta og rúmt yrði um
alla. Og þegar ég spurði hvaða liti eða skraut
eða blóm eða servíettur þau vildu þá horfðu þau
bara á mig og spurðu: sjáið þið Heida bara ekki
um það? Við treystum ykkur til að velja! Það
var bara ein ósk frá þeim sem kom undir lokin;
að hafa nammibar. Þá var það afgreitt. Heida
Hrönn Björnsdóttir, ein af mínum allra bestu
vinkonum, leikur hér nefnilega lykilhlutverk.
Hún er með Heida HB Photography. Í plani A
ætlaði hún að skreyta með mér salinn og taka
myndir. Og það breyttist ekkert þótt veislan
yrði pínulítil og heima. Hún hjálpaði mér að
skreyta heimilið og útbjó nammibar, tók mynd-
ir í kirkjunni og hjálpaði til í eldhúsinu. Hún tók
líka fermingarmyndir, bæði í stúdíóinu sínu og í
fjörunni hérna á Álftanesi. Það er orðatiltæki
sem við vinkonur Heidu eigum: það þurfa allar
fjölskyldur að eiga eina svona Heidu að.“
Soffía Eydís segir að það hafi komið yfir hana
önnur tilfinning á þessu stigi í undirbúningi.
„Ég gerði mér upp algjört geðleysi gagnvart
veirunni og tók einhverja tvo daga í að græja
allt upp á nýtt alveg á síðustu stundu í vikunni
fyrir ferminguna. Pantaði kökur, keypti ný föt á
drenginn, sem hafði vaxið tæplega 15 cm frá því
við keyptum þau fyrst, græjaði myndatökuna
og prufugreiðsluna og fór í innkaupaleiðangur á
kertum og servíettum og öðru punti. Kokk-
urinn, hann Garðar Hall, sá í raun um allt sem
tengdist matnum og ég var ekkert að stressa
mig á þeim hluta undirbúningsins og lét Begga
um að spá í það sem upp á vantaði með matinn.
Heida bætti um betur og hjálpaði okkur Begga
að koma öllu í stand heima fyrir daginn sjálfan,
gerði skreytingar og stillti öllu upp á meðan við
vorum að færa til húsgögn og þrífa allt hátt og
lágt.“
Mikilvægt að missa ekki sjónar á aðalatriðinu
Fermingardagurinn rann svo upp og allt
gekk að óskum.
„Sóldís Marja fór í greiðslu og þau voru af-
skaplega sæt og fín í fermingarfötunum sínum
og athöfnin í kirkjunni var yndisleg og falleg.
Garðar kom svo með matinn eftir athöfnina og
Beggi tók við honum og kom öllu á borð. Gest-
irnir virtust allir ánægðir. Og það mikilvægasta
af öllu – börnin voru alsæl eftir daginn, áttu fal-
lega stund í kirkjunni, leið vel með sínum nán-
ustu heima í veislunni og voru mjög ánægð með
matinn. Þau nefndu það sérstaklega hversu
glöð þau voru með að veislan skyldi á endanum
vera heima.“
Soffía Eydís er reynslunni ríkari eftir veislu-
höldin.
„Ég áttaði mig á því að það er ekki alltaf sem
það er hægt að standa í öllu frá a til ö ef maður
ætlar að halda andlegri heilsu. Ég er ekki sú
sem stend með svuntuna og töfra fram veislu-
rétti og skreytingar, langt í frá. Ég kann hins
vegar að stýra verkefnum og útdeila þeim!
Þegar ég lít til baka er það gleði barnanna
með daginn og stundin í kirkjunni sem stendur
upp úr og dagurinn í heild. Heida og Garðar
eiga alveg hrós og heiður skilið fyrir sinn þátt í
að dagurinn heppnaðist vel. Ég held að það hafi
verið afrek hjá foreldrum fermingarbarna á því
herrans ári 2020 að hafa náð að láta ferma og
halda veislu í einhverri mynd. Eiginlega hálf-
gert kraftaverk. Mér líður eins og ég hafi sigrað
einhverja mjög krefjandi þraut!“
Árið í fyrra kenndi Soffíu Eydísi að missa
ekki sjónar á því sem mestu máli skiptir.
„Fermingin sjálf er það sem skiptir mestu
máli. Veislan getur verið með ýmsu móti og
samt eru allir sáttir. Ættingjar sýna því skiln-
ing að ekki hentar alltaf að vera með stóra
veislu og bjóða öllum. Og það er svo kannski
ekki það sem börnin sjálf vilja.
Margir spurðu hvort börnin hefðu ekki verið
svekkt yfir því að fá færri gesti og þar af leið-
andi minna af gjöfum. En við í raun leystum
það með því að gefa þeim þann pening sem
sparaðist með því að halda minni veislu. Þau
fengu því veglegri fermingargjöf frá okkur en
til stóð í upphafi.“
Ljósmyndir/ Heida HB
Soffía Eydís og Bergþór ásamt
tvíburunum á fermingardaginn.
Stemningin á
Bessastöðum
var mikil.
Björgvin var í
sínu fínasta
pússi á ferm-
ingardaginn.
Listrænar ljósmyndir
af fermingarbörnum
eru vinsælar um
þessar mundir.
Sóldís fermdist
sunnudaginn 30.
ágúst í Bessa-
staðakirkju.