Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 54
54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
L
istakonan Tinna Magnúsdóttir
stundaði arkitektanám við Listahá-
skóla Íslands og fór seinna í meist-
aranám til New York í sýning-
arhönnun, þar sem mikið var lagt
upp með að vinna með hugmyndir eins og sést
á listaverkunum sem hún gerir um þessar
mundir.
Dóttir Tinnu, Kamilla Guðrún Lowen,
fermdist í Hafnarfjarðarkirkju á síðasta ári og
segir Tinna að fermingin hafi verið eins og lítið
afmæli.
„Það var ekki eins hátíðlegt og maður hefði
viljað og því fannst mér fermingardagurinn
ekki virka eins stór dagur. Hins vegar kann
maður að meta stundina í kirkjunni betur en ef
maður hefði verið að stressast út af veislunni.
Kannski er samt þegar upp er staðið betra að
gera þetta svona því fermingin á jú að snúast
um trúna en ekki veisluna.“
Tinna hefur tekið einstaklega fallegar ljós-
myndir af dóttur sinni. Ljósmyndir sem eru
mjög stílhreinar og listrænar; í raun eins og
listaverk frekar en eitthvað annað.
„Ég vinn aðallega með tvo stíla; fyrri stíllinn
er fágaðar svarthvítar myndir. Í þeim er inn-
blástur fenginn frá Valtý Péturssyni
myndlistarmanni og Grace Jones þar sem upp-
stillingin fær að njóta sín.
Hinn stíllinn er í anda Hannah Lemholt,
Patricija Dacic og Vee Speers. Það eru mýkri
myndir, þar sem unnið er meira með dulúð og
ljóðrænni útfærslur.“
Hún segir myndirnar sínar í stöðugri þróun
og finnst ótrúlega gaman að vinna að nýjum
hugmyndum.
Dóttirin kom henni af stað
Tinna segir að ferming dótturinnar hafi
gengið vel og að hún hafi farið í förðun og síðan
hafi hún aðstoðað með hár fermingarbarnsins.
„Fermingin gekk vel, en veislunni var aflýst
út af ástandinu en afi og amma komu í kaffi.
Svo var ákveðið að hún fengi andvirði þess sem
kostar að halda fermingarveislu og hún var
mjög sátt við það og foreldrarnir líka.“
Það var dóttir Tinnu sem kom myndaverk-
efnum hennar af stað í upphafi.
„Ég var mikið í myndlistarpælingum þegar
dóttir mín minntist á að það væru engar fjöl-
skyldumyndir uppi á vegg hjá okkur.
Tinna Magnúsdóttir listakona tekur fallegar myndir af fermingar-
börnum sem minna á listaverk. Hún segir skort á fjölskyldumyndum
hafa verið það sem kom verkunum hennar af stað á sínum tíma.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmyndir/Tinna Magg
Tinna tekur
listrænar
ljósmyndir
af ferming-
arbörnum.
Kamilla
Guðrún Lowen
fermingarstúlka.
Tinna Magnúsdóttir
listakona.
Þetta eru þá svo-
lítið öðruvísi
myndir en fólk á
að venjast, þar
sem sést mögu-
lega bara í annað
augað eða hálft
andlitið, þar sem
módelið er hluti
af verkinu.
Kamilla Guðrún
Lowen dóttir Tinnu
fermdist í fyrra.
Dóttirin
fallegasta
listaverkið
Þá fékk ég hugmynd að fyrstu „consept“-
mynduninni minni. Myndin var innblásin af
málverkapælingunum hjá mér. Það eru svart-
hvítu myndirnar sem ég hef verið að þróa
áfram.
Í kjölfar þess byrjaði ég að taka myndir af
börnum og óléttum konum.“
Það var svo Ágústa hjá Íslenskum heimilum
sem hvatti Tinnu áfram með ljósmyndaverk-
efnið.
„Ágústa hvatti mig til að taka fleiri myndir,
sem hægt væri að selja sem plaköt. Ég gerði
það og upp frá því hafa orðið ansi mörg verk til
og nú er ég að selja kort og mismunandi plaköt
í nokkrum verslunum.“
Er mjög hrifin af þessum gamla stíl
Tinna segir að allt frá því að hún var í
grunnskóla hafi hún verið viðloðandi hönnun
og myndlist.
„Ég hugsa mikið í tvívíðri formfræði, það er
að segja hvernig formin raðast upp á mynd-
flötinn og skila sér í ljósmynduninni.
Ég er mjög hrifin af þessum gamla stíl og
þessari dulúð sem honum fylgir.“
Hvað ertu að fást við núna?
„Ég er að selja plaköt og kort í verslunum
ásamt því að hanna „consept“ fyrir næstu
myndir. Ég er að mála og taka myndir af fólki.
Svo er ég einnig að taka vörumyndir fyrir
fyrirtæki.“
Hvernig lýsir þú listaverkunum þínum sjálf?
„Verkin mín hugsa ég sem listrænt mynd-
verk sem hægt er að hafa uppi á vegg. Þetta
eru þá svolítið öðruvísi myndir en fólk á að
venjast, þar sem sést mögulega bara í annað
augað eða hálft andlitið, þar sem módelið er
hluti af verkinu. Þú getur verið að fanga eitt-
hvert ákveðið tímabil í þínu lífi eins og með-
göngunum eða ferminguna.
Mig langar að bjóða upp á myndir í þessu
listræna formi. Sem virkar þá þannig að fólk
velur sér hugmynd af síðunni minni Tinna-
magg.com – ég sérhanna svo það listræna form
fyrir hvern og einn. Þannig verður myndin
listaverk og einstaklingur hluti af verkinu.“
Tinna tekur áhuga-
verðar ljósmyndir í
svarthvítum stíl.