Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575 ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR SKYRKAKA VEGAN SÚKKULAÐIKAKA Fabrikkueftirréttir FYRIR 16 MANNS Áttu hinn ljúfasta fermingardag Anna Lilja Gunnlaugsdóttir fermdi dóttur sína Rut Marín í fyrra. Hún segir að árið hafi kennt henni að endurhugsa hlutina og skoða hvar hún setur athygli og orkuna. Það hafi hún heimfært á fermingu dótturinnar einnig. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is A nna Lilja Gunnlaugsdóttir, viðskiptafræð- ingur og skrifstofustjóri hjá Stapa lífeyris- sjóði, býr á Akureyri með börnum sínum; Rut Marín og Gunnlaugi Orra. Fermingin gekk vel þó fermingadagurinn hafi verið öðruvísi en áætlað var. „Þar sem ég hef ekki fermt áður hef ég ekki beint samanburð en get þó sagt að það hafi verið eins og svo ótal margt annað á síðasta ári, öðruvísi og sannarlega annað en maður hafði ímyndað sér. En öðruvísi er alls ekki alslæmt og á endanum áttum við hinn ljúfasta fermingardag.“ Héldu fámenna en góðmenna veislu Hvernig var veislan? „Að íhuguðu máli var niðurstaðan að hafa litla veislu heima með okkar allra nánasta fólki á fermingardaginn þann 29. ágúst. Við mæðgur vorum búnar að bjóða til fjölmennrar veislu í byrjun júní, sem engan veginn gekk upp á þeim tíma. Í okkar nánasta hring eru líka alvarleg veikindi og við ákváðum því að njóta seinni fermingardagsins í fámennum en afskaplega góðmenn- um hópi.“ Anna Lilja segir að árið 2020 hafi kennt henni hversu mikilvægt er að endurstilla sig og huga að því hvert best er að beina athyglinni. „Mér finnst árið hafa kennt okkur að endurhugsa hlutina. Í hvað við erum að eyða orku okkar og tíma, af hverju og fyrir hvern? Það var og er mjög auðvelt að heimfæra þetta yfir á ferminguna. Við mægður er- um ekki endanlega búnar að gefa upp á bátinn að halda veislu. Einfaldlega af því að okkur langar svo innilega mikið til þess. Við erum þakklátar fyrir hversu margt frábært fólk við þekkjum, hversu dýrmætir vinir okkar allir eru og stórfjölskyldan einnig. Okkur langar að fagna með okkar góða hópi, en útfærslan hefur ver- ið flókin, út af þið vitið hverju. Þetta snýst ekki endi- lega um hvað þú þarft að gera heldur meira hvað þig langar að gera.“ Undirbúningur býður upp á skemmtilegar samverustundir Hvað var skemmtilegast að gera í undirbúningi fyrir ferminguna? „Af mörgum ástæðum náðum við undirbúningnum ekki almennilega á flug. En þetta er dýrmætur tími og býður upp á skemmtilegar samverustundir með elsku- legum unglingnum sem stækkar og þroskast á ógnar- hraða. Það er gaman að spá og spekúlera hvað fermingarbarnið langar að gera og vinna saman að því að útfæra það. Finna föndrarann í sér og leyfa skipu- lagsdólginum að blómstra - ef hann til staðar.“ Hvað var erfiðast? „Í árferðinu í fyrra fannst mér yfirhangandi óvissan erfiðust og hún litaði auðvitað undirbúninginn. Meiri- hlutann af tímanum vissi maður vart hvort maður var að koma eða fara. Fjölskylduaðstæður eru auðvitað alls konar en persónulega fannst mér líka snúið að falla ekki beint í hefðbundna kassa, litaða af samfélags- miðlaalsælunni. Það er ekki allt hvítt og svart og að- stæður ólíkar en mikilvægast að fylgja því sem ferm- ingarbarnið vill.“ Anna Lilja segir að ef hún gæti gefið foreldrum fermingarbarna ráð á þessu ári þá sé það eftirfarandi: „Kynngimögnuð klisja sem er gott að muna er hversu mikilvægt er að njóta. Þó svo stundum sé það snúið og maður sé ögn nasablaktandi.“ Ljósmyndir/Agnes H. Skúladóttir Rut Marín var ánægð með ferminguna. Gunnlaugur Orri, Rut Marín og Anna Lilja. 5 SJÁ SÍÐU 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.