Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 10
Fólk sem kann að meta vörurnar frá Smash-
box og hefur varla farið út úr húsi nema nota
Photo Finish Primerinn í mörg ár
mun dýrka Halo Healthy Glow Tin-
ted Moisturizer SPF25. Um er að
ræða létt og leikandi litað rakakrem
sem gefur húðinni fallega áferð.
Rakakremið inniheldur hýal-
úrónsýrur, níasínamíð (niacinam-
ide), rósareyði (rose extract) sem ró-
ar og nærir húðina, gojiber og
peptíð. Formúlan er vegan og olíu-
laus sem nærir, verndar og gefur
húðinni góðan raka. Allt í einni vöru.
Best er að hrista kremið fyrir notk-
un og ágætt að nota vel sprittaða
fingur til þess að bera það á og fá
létta þekju. Ef þú vilt meiri þekju get-
ur þú notað bursta eða svamp. Fólk
sem vill vera glóandi í fermingum
gæti prófað að bera það á sig.
Viltu fallegan ljóma?
Smashbox Halo
Healthy Glow
Tinted Moistur-
izer SPF25
Hér sést hvernig Smash-
box Halo Healthy Glow
Tinted Moisturizer SPF25
virkar fyrir og eftir.
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
morthens
Í dúnmjúku brauði
með beikoni, hvítlauks
grilluðum sveppum
og bernaise sósu .
Fabrikkusmá-
borgararnir
slá í gegn í
öllum veislum.
25 borgarar á
hverjum bakka!
7 gómsætar
tegundir í boði!
fer sla
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR
-
Ferköntuð
mingarvei
R
ut Marín er í 9. bekk Naustaskóla á Akureyri. Hún
hefur áhuga á íþróttum og æfir fótbolta með Þór/
KA. Hún fermdist hinn 29. ágúst í fyrra í Akureyr-
arkirkju.
„Mér fannst mjög gaman að fermast, en aðeins
ólíkt því sem ég hafði ímyndað mér þótt í heild hafi allt verið
mjög skemmtilegt.
Það var gaman að vera í kirkjunni með vinum mínum, að fá
alla athyglina og eiga kósídag með fjölskyldunni.“
Hver var besta fermingargjöfin? „Ég var heppin að fá gjafir
og fullt af peningum þrátt fyrir að halda bara litla veislu.“
Hvernig var að fræðast um kristna trú? „Mér fannst það al-
veg áhugavert en misskemmtilegt.“
Muntu nota þær hugmyndir sem voru kenndar í fermingar-
fræðslunni í lífinu? „Já alveg mögulega einhverjar, en út af kór-
ónuveirunni fórum við mjög lítið í fermingarfræðslu.“
Hvar keyptirðu fermingarfötin? „Ég keypti kjól og bol í Gall-
erí 17 og Nike-skó í Útilífi.“
Áttu eitt gott ráð fyrir fermingarbörnin á þessu ári? „Að
njóta dagsins og byrja snemma að undirbúa svo maður sé ekki í
neinu stressi.“
Heppin
að fá fullt
af gjöfum
þrátt fyrir
litla veislu
Rut Marín Róbertsdóttir segir mikil-
vægt að njóta fermingardagsins og
byrja snemma að undirbúa hann.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Ljósmynd/Agnes H. Skúladóttir
Rut Marín fermdist
á Akureyri í fyrra.