Morgunblaðið - 12.03.2021, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
grísa-
samloka
Í dúnmjúku brauði
með rifnum og
reyktum svínabóg og
japönsku majónesi.
Fabrikkusmá-
borgararnir
slá í gegn í
öllum veislum.
25 borgarar á
hverjum bakka!
7 gómsætar
tegundir í boði!
F
fer la
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
ÞÚ PANTAR ÞÚ SÆKIR
erköntuð
mingarveis
- VIÐ GRILLUM -
Á
mínu heimili voru brauðtert-
ur aldrei á borðum né
brauðsalöt þrátt fyrir að
bakstur hafi verið mikill og
frystikistan alltaf full af mat
og heimagerðu gúmmelaði. Í minning-
unni var í öllum fermingarveislum boðið
upp á brauðtertur, flatbrauð með
hangikjöti og kalda kjúklingaleggi með
kartöflustráum og kokteilsósu. Alltaf
var kransakaka á eftir. Ég man að mér
fannst brauðtertur alltaf einstaklega
fallegar en kannast ekki við að hafa
borðað þær þá enda mikill matar-
gikkur á mínum yngri árum,“ segir
Magnea.
Hvernig kviknaði áhugi þinn á
brauðtertum?
„Áhugi minn á brauðtertum
kviknaði eiginlega ekkert hjá mér
sjálfri. Mamma mín heitin fór
á lítið og fallegt hjúkr-
unarheimili í Kópavogi fyrir þremur árum
og í kaffinu var alltaf sætabrauð. Þótt
mamma mín hafi verið mikill sælkeri
langaði hana stundum í eitthvað annað
en „alltaf það sama“ svo ég fór að
færa henni heimabakað bakkelsi
öðru hvoru. Ég mætti til hennar nán-
ast á hverjum degi það ár sem hún
var svo heppin að búa þarna og
kynntist því starfsfólki og öðrum
íbúum vel. Mamma mín var af
þeirri kynslóð þegar brauðtert-
ur voru í öllum veislum og eigin-
maðurinn minn segir að ég búi til
heimsins bestu brauðsalöt og því
ákvað ég að búa til handa þeim
brauðtertu á deildinni hennar. Ég
hafði einu sinni áður gert tvær litl-
ar rúllubrauðtertur fyrir kven-
félagskaffi mörgum árum áður
svo ég hafði enga reynslu eða
mikla þekkingu en ég ákvað
bara að prófa. Ég bjó til stóra
tertu handa þeim og skreytti
hana fallega að þeirra sögn.
Gleðin og spennan sem þessi terta gaf
þessum elskum á hjúkrunarheimilinu var al-
veg einstaklega falleg upplifun sem gladdi mig jafn
mikið og þau, ef ekki meira. Svo auðvitað kom ég með
aðra og aðra og aðra,“ segir Magnea, spurð um brauð-
tertuáhugann.
Býr til brauðtertur til að gleðja umhverfið
Brauðtertugerð Magneu hélt áfram að þróast. Þegar
dóttir hennar byrjaði í sumarvinnu í Íslandsbanka gerði
hún brauðtertu og sendi dóttur sína með í vinnuna. Nú er
þetta orðinn árlegur viðburður.
„Ég reyndist svo bara hafa getuna til að gera góðar
brauðtertur og hæfileikana til að skreyta þær fallega. Ég
er fagurkeri og því finnst mér gaman að skreyta þær og
legg metnað í það. Persónulega finnst mér skinku- og asp-
asterta best. Rækjan finnst mér fín en ég borðaði svo mik-
ið af rækjusalati heima hjá Ingunni æskuvinkonu minni
að ég er eiginlega enn að jafna mig, ég borðaði greinlega
bara yfir mig af rækjusalati. Ég set alltaf mikið af eggjum
því þau eru svo holl og einstaklega góð. Ég hef bara gert
þessar tvær týpur en ég á alveg örugglega eftir að gera
fleiri tegundir og á bara eftir að prófa mig áfram því þetta
er alveg meiri háttar gaman og gefandi. Kannski skelli ég
í eina vegan einn daginn, hver veit. Stundum langar mig
bara að gera brauðtertu og þá skelli ég í eina og færi ein-
hverjum sem mig langar að gleðja. Starfsfólkið í Slökkvi-
liði Reykjavíkur fékk að njóta þess síðast,“ segir hún.
Hver er galdurinn á bak við góða brauðtertu?
„Galdurinn á bak við góða brauðtertu er að kaupa gott
og vandað hráefni og gefa sér góðan tíma. Svo er mjög
gott að eiga eiginmann sem er sjálfskipaður yfirsmakkari
á að salatið sé gott. Ég
græja það alltaf daginn
áður og set á tertuna, því
hún er best daginn eftir. Ég
smyr svo með léttmajonesi yfir
og á kantana því það gulnar ekki
eins og hið hefðbundna. Tertan getur
því staðið á borði í nokkra klukkutíma án
þess að verða gul en reyndar hefur lítið reynt á það því
þessar tertur eru alveg einstaklega vinsælar. Ég eyði svo
hellings tíma í skreytingarnar því ég er vandvirkur dútl-
ari og vil gera hlutina vel og ég læt hana ekki frá mér
nema ég sé fullkomlega sátt. Mér finnst mjög gaman að
skreyta þær og einhvern veginn varð strax hægt að
þekkja handverkið mitt á þeim, svona eins og hjá listmál-
ara. Ég er með vissan stíl á þeim sem mun svo kannski
þróast og breytast með árunum, maður veit aldrei,“ segir
Magnea.
Brauðterturnar rjúka alltaf út
Þegar Magnea er spurð hvort áhugi fólks á brauðtert-
um sé að aukast segir hún svo vera.
„Áhugi fólks hefur aukist alveg gríðarlega á brauðtert-
um og finnst fólki þetta einstaklega fallegt skraut á veislu-
borði fyrir utan það hvað þær eru bara góðar og mettandi.
Sætabrauðið er löngu hætt að vera aðalatriðið í veislum.
Gestgjafar vilja að gestir kveðji saddir og sælir og meira
jafnvægi sé í veitingum.
Það hefur reyndar komið mér á óvart hvað þær eru
gríðarlega vinsælar miðað við hvað fólk er farið að spá í
hvað það lætur ofan í sig og nánast allir hættir að borða
hvítt brauð. En í veislum leyfir fólk sér greinilega alveg
hvítt brauð því allt hitt í tertunni er mun hollara. Og hver
stenst eiginlega fallega og bragðgóða brauðtertu?“
Ef þú værir að ferma í dag hvað myndir þú bjóða upp á?
„Ég myndi bjóða upp á brauðtertur, bæði skinku- og
rækjutertu. Heitan brauðrétt, súkkulaðiköku með smjör-
kremi, marengstertu með ferskum ávöxtum, Lindu Ben-
karamellutertu, skinkuhorn, Rice krispies-turn og per-
sónulega finnst mér kransakaka alltaf ómissandi á ferm-
ingarborðið. Ég er svo heppin að vera heimavinnandi
húsmóðir svo ég gæti gert þetta allt sjálf nema ég myndi
kaupa kransakökuna í bakaríi. Mér finnst skemmtilegast
að hafa úrvalið sem fjölbreytilegast svo allir fái eitthvað
við sitt hæfi. Ég er reyndar líka mjög hrifin af því að hafa
góða matarsúpu og svo sæta eftirrétti. Það fer alveg eftir
því hvað fermingarbarnið vill og hvað því finnst gott.
Þetta er þeirra dagur og því gaman þegar þeirra áhugi og
matarsmekkur fær að njóta sín,“ segir hún.
Hver brauðterta er
eins og listaverk
Magnea Magnúsdóttir býr til brauðtertur sem eru eins og listaverk. Ef hún
væri að ferma í dag myndi hún bjóða upp á brauðtertu með skinku og
aspas og líka aðra með rækjum. Hún hefur þróað sinn stíl í brauðtertunum
og er fólk sammála um að hún hafi einstaka hæfileika á þessu sviði.
MartaMaría | mm@mbl.is
Magnea Magnúsdóttir
hóf brauðtertugerð
þegar móðir hennar
fór á hjúkrunarheimili.
Magnea notar alltaf léttmajones til þess að
brauðterturnar hennar verði ekki gular.
Eftir að Magnea fór
að búa til brauðtertur
sér til skemmtunar
hafa vinir og vandamenn
óskað eftir brauðtertum
hennar í veislurnar sínar.
Skreytingarnar á brauðtert-
unum hennar Magneu eru
sérlega vandaðar og fagrar.