Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 14
„Ég skil ekkert í mömmu
að sleppamér út svona“
Eva Ruza skemmti-
kraftur segir að ferm-
ingarmyndataka
hennar hafi verið
ævintýraleg eins
og sjá má á mynd-
inni.
farinn veg á þessum árum fæ ég
beinverki yfir útlitinu.
Ég man að mér fannst hrika-
lega fullorðins að fermast og dag-
urinn leið áfram í rosalegu gelgju-
kasti.“
Grét úr hlátri í kirkjunni
Eva Ruza segist muna vel eftir
því að besta vinkona hennar hafi
ekki fermst sama dag og hún.
„Vinkonan mætti að sjálfsögðu í
kirkjuna og veisluna. Hún eyddi
bróðurpartinum af kirkjuathöfn-
inni í að geifla sig framan í mig
þannig að ég grét af hlátri. Bestu
hlátursköstin eru náttúrlega alltaf
þegar maður má ekki hlæja og ég
man að mamma sendi mér morð-
svip í kirkjunni þegar ég hristist
öll og skalf af hlátri. Pabbi var
hins vegar ekkert að spá í þetta,
enda öllu vanur með okkur vin-
konurnar. Kannski var hann sof-
andi. Gæti hafa gerst.
Ég man mjög lítið eftir
fermingargjöfum frá öðrum en
mömmu og pabba, en ég man
samt að ég fékk 50 þúsund kall og
fannst ég synda i seðlum. Frá
mömmu og pabba fékk ég geggjað
rúm sem mér þótti mjög fullorð-
ins, eins og allt annað við þennan
dag.“
Eva Ruza mælir með að henda í
einhverja einstaka upplifun með
fermingarbarninu.
„Ég er sem dæmi búin að semja
við börnin mín að þegar þau ferm-
ast, sem er reyndar ekki að ger-
ast alveg strax, munum við bjóða
bestu vinunum og nánustu fjöl-
skyldu í skemmtilegt partí og svo
færum við fjölskyldan í smá ferða-
lag.“
Hún segist vera guðslifandi feg-
in að hún er ekki ein þeirra sem
eru að ferma börnin sín í miðjum
kórónuveirufaraldri.
„Það sem skiptir samt mestu
máli er að þeir sem maður elskar
og er í daglegum samskiptum við
séu á staðnum. Þá verður alltaf
gaman.“
É
g skil ekkert
hvað var að eiga
sér stað þarna,
en mér fannst
ég samt
rosaflott. Ég tók öllum
leiðbeiningum ljós-
myndarans rosa vel og
hugsaði að John Casa-
blanca myndi pottþétt
hafa samband við mig
þegar myndirnar væru
klárar. Ég hef velt því fyrir
mér hvort Raggi Bjarna hafi
verið á hugmyndaborðinu hjá hon-
um, því þessi lafandi hönd á stóln-
um er algjör tryllingur. Ég man
að ljósmyndarinn var rosa mikið
að stilla henni sérstaklega upp og
ég var orðin grjótstíf í lok mynda-
tökunnar.“
Setti saman fötin eins og hún
væri Versace
Eva Ruza er mjög fegin að ljós-
myndarar eru að taka hipp og kúl
myndir af krökkunum í dag.
„Ég er samt að vona að þær
verði smávegis hallærislegar hjá
þeim líka eftir fimmtán ára. Það
væri skárra fyrir okkur sem
þjáumst þegar við sjáum mynd-
irnar af okkur.“
Eva Ruza getur ekki sagt að
hún hafi verið mikill tískufröm-
uður þegar hún horfir til baka.
„Hins vegar leið mér þannig öll
unglingsárin að ég væri mesta
skvís fyrr og síðar. Sem ég held
reyndar að sé ágætis kostur. Það
var bullandi sjálfstraust í gangi
og ég setti saman þetta ferming-
ardress eins og ég væri Versace.
Það versta er að þetta „look“ er
svo langt frá því að vera smart og
ég skil ekkert í mömmu að sleppa
mér svona lausri út. Mamma má
samt eiga það, hún leyfði mér allt-
af að blómstra og fikra mig áfram.
Ég var mikið í því að sauma kjóla
og að taka þátt í öllu félagslífi.
Ég saumaði þá iðulega bún-
ingana á mig og fannst það geð-
veikt.
Þegar ég horfi hins vegar yfir
Eva Ruza Miljevic skemmtikraftur er mjög ánægð með þá staðreynd að í dag eru ljósmyndarar að taka hipp og kúl ljósmyndir af
fermingarbörnum. Ef það hefði verið veruleikinn þegar hún fermdist ætti hún kannski öðruvísi ljósmyndir af sér á fermingardaginn.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
fabrikku-
borgarinn
Í dúnmjúku brauði
með bræddum osti og
Fabrikkusósu.
Fabrikkusmá-
borgararnir
slá í gegn í
öllum veislum.
25 borgarar á
hverjum bakka!
7 gómsætar
tegundir í boði!
WWW.FABRIKKAN.IS PANTANIR Í SÍMA575 7575
Ferköntuð
fermingarveisla
ÞÚ PANTAR - VIÐ GRILLUM - ÞÚ SÆKIR
Fátt gleður jafnmikið og að eiga fallegar ljós-
myndir frá fermingardeginum af öllum gestunum.
Nú er hægt að leigja alls konar sjálfvirkar
myndavélar og prentara í veisluna svo að gest-
irnir geti tekið ljósmyndir af sér til minningar.
Ljósmyndir á fermingardaginn eru gulls
ígildi.
Ljósmyndaveggurinn
Andrea Magnúsdóttir fatahönn-
uður gerði töff ljósmyndavegg í
fermingu dóttur sinnar.
Allt er vænt sem
vel er grænt.
Photobooth.is
Retró-kassinn er búinn DSLR-
myndavél og snertiskjá. Nú er
einnig hægt að panta prentara
með kassanum.