Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.03.2021, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Fermist þú ham-borgaralega? 25 borgarar á hverjum bakka! 7 gómsætar tegundir í boði! JÓI EIGANDI 13 ÁRA. „Ég hefði verið ögn svalari ef við hefðum boðið uppá smáborgara í fermingunni minni.“ www.fabrikkan.is 5 75 75 75 É g var ekkert sérstaklega trúaður unglingur. Það var aðallega þetta með að fá að vera aðal- stjarnan sem mér fannst mest spennandi. Veislan var mjög siðsamleg og samkvæmt venjum, haldin í sal í elliblokk uppi í Breið- holti. Kökuveisla eins og gengur og gerist en kransakakan frá Guðrúnu Hálfdánar frænku var það sem maður kallar „show-stopperinn“ enda skreytt með sjúklega fal- legum heimagerðum súkkulaði- fiðrildum.“ Lagði allt í lúkkið en mátti ekki vera með maskara Eins og eðlilegt má teljast þegar upprennandi fatahönnuður fermist snerist allt um útlitið og umgjörð- ina hjá Hildi. Eða „lúkkið“ eins og það kallast í slangrinu. Þær mamma hennar skipulögðu skreyt- ingarnar í salnum niður í minnstu smáatriði og mikið var lagt upp úr fallegu borðskrauti. „Þetta gekk svo langt að ég var meira að segja búin að æfa mig í að gera skrautskrift fyrir gestabókina sem var líka vel skreytt af mér,“ segir Hildur og brosir við minn- ingunni. Og þá er það fermingar- múnderingin. Hvernig skyldi hönn- uðurinn hafa útfært hana? „Ég var í alveg geggjuðum bláum kínakjól, svakalega háum platform-skóm og með armband sem ég keypti í Skarthúsinu á upp- handleggnum. Svo var ég með stór- an víravirkiskross frá ömmu um hálsinn og með fermingarhanska frá langömmu. Ég man að ég þurfti að berjast fyrir því að fá að vera förðuð eins og ég vildi. Það endaði með því að ég samdi við mömmu um að fá að hafa hvítan eyeliner og glimmergloss en ég mátti ekki vera með maskara. Við fórum í Body Shop þar sem ég fór í miklar samn- ingaviðræður við hana og það end- aði með því að hún gaf mér leyfi til að vera með glæran maskara. Þetta var samt auðvitað enginn maskari heldur bara eitthvert augnháragel. Svona þegar á heildina er litið var þetta mjög gott fermingarlúkk fyr- ir utan greiðsl- una. Þegar kom að henni þá fékk ég rosalegan val- kvíða og bað bara um smá af öllu. Þannig að ég endaði með uppsett hár fullt af snúðum, blómum og slöngulokkum,“ rifjar hún upp og hlær. Vissi ekkert hvað hún átti að gera við tölvu Eins og áður segir fermdist Hildur árið 1996. Á þeim tíma voru fæstir búnir að stinga sér í sam- band við netið svo Hildur afþakkaði það þegar tæknikarlinn pabbi hennar vildi gefa henni tölvu. „Ég skildi bara ekki hvað ég átti að gera við hana svo ég afþakkaði það tilboð. En ég bað samt um stjörnu- kíki því ég var staðráðin í að verða geimfari á þessum tíma. Frá mömmu fékk ég geggjað art nouv- eau-skatthol úr antikbúðinni Fríðu frænku og við það sat ég næstu misserin og skrautskrifaði og teikn- aði heil ósköp eins og einhver dúlla úr skáldsögu eftir Jane Austen.“ Byrjaði ekki að djamma beint eftir fermingu Spurð hvort hún hafi byrjað að drekka og djamma beint eftir ferm- ingu segir hún að svo hafi ekki ver- ið. „Ég var algjört nörd, fór pott- þétt beint heim eftir veisluna að horfa á búningadrama eða lesa. Ég var smá eins og gömul kona á þess- um árum. Mamma heldur því fram að ég hafi verið algjör engill þar til ég komst á fermingarárið og varð fjórtán ára. Þá breyttist eitthvað.“ Hvað ef þú gætir svo fermst aft- ur? Myndirðu hafa þetta eitthvað öðruvísi? „Nei, ég held ég myndi nú ekki endurtaka þetta. Það er fínt að hafa prófað að halda eitt svona al- mennilegt áttræðisafmæli undir yfirskini fermingarveislu svona einu sinni á lífsleiðinni. Þá er það bara búið og stuðið má taka völd- in.“ Punktar: „Það endaði með því að ég samdi við mömmu um að fá að hafa hvítan eyeliner og glimmergloss en ég mátti ekki vera með maskara.“ „Veislan var mjög siðsamleg og samkvæmt venjum, haldin í sal í elliblokk uppi í Breiðholti.“ Þegar fatahönnuðurinn Hildur Yeoman fermdist árið 1996 naut hún þess í botn að fá einn dag og fína veislu sem snerist bara um hana. Þær mamma hennar lögðu mikið upp úr skreytingum og flottum veitingum en eftir á að hyggja segir hún þó að þetta hafi verið pínulítið eins og áttræðisafmæli í formi fermingarveislu. Margrét Hugrún | margret.hugrun@gmail.com „Mátti ekki verameðmaskara“ Hildur Yeoman, fatahönnuður og eigandi Yeoman, segir að fermingarveisla hennar hafi verið eins og áttræðisafmæli. Ég var algjört nörd, fór pottþétt beint heim eftir veisluna að horfa á búninga- drama eða lesa. Ég var smá eins og gömul kona á þess- um árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.