Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
arionbanki.is/ferming Framtíðarreikningur Arion banka
Betri framtíð fyrir
fermingarpeninginn
Það sem hljómar eins og ótrúlega góð hugmynd í dag getur orðið
vandræðaleg saga í framtíðinni. Þess vegna borgar sig að hugsa sig
vel um og láta fermingarpeningana vaxa á Framtíðarreikningi eða
í sjóði á meðan.
Ef þú leggur 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðarreikning bætum við
6.000 kr. við, enda eiga öll fermingarbörn að fá gjöf. Það sama gerum
við ef þú fjárfestir fyrir 30.000 kr. eða meira í sjóðum Stefnis. Þannig
getur okkar framlag orðið allt að 12.000 kr.
Kynntu þér framtíðarheimili fermingarpeninganna.
É
g var nefnilega nokkuð trúaður á
þessum tíma og frétti í raun ekki af
gjafahefðinni fyrr en ég var kominn
langt í fermingarfræðslunni. Ég var
fyrsti krakkinn í nærfjölskyldunni
sem fermdist með þessum hætti og ég vissi í
sjálfu sér ekki mikið um fermingar, enda hafði
ég búið og alist upp í Portúgal alveg til ársins
2007,“ segir Vilhelm.
Vinirnir komust í veisluna
Hann segist hafa fengið góða fermingar-
veislu sem var full af fjölskyldu og vinum og
veðrið lék við fermingardrenginn og gesti hans.
„Í matinn var allt þetta klassíska, eins og ég
fíla það. Brauðterta og heitir brauðréttir ef ég
man rétt og síðan fullt af æðislegum kökum og
tertum í eftirrétt. Veislan var haldin heima hjá
ömmu í æðislegu húsi í Kópavogi með risastórum
garði og svona. Ég var klæddur í mjög flott
jakkaföt frá Kormáki og Skildi og var með fína
Bítlagreiðslu. Svo fermdist ég ári á eftir jafn-
öldrum mínum svo góðir vinir mínir komust í
veisluna þar sem þeir voru ekki að fermast sjálfir.
Fékk ljósmyndabækur um lífið og náttúruna
Biblíu, nokkrar mjög flottar og stórar bækur
og auðvitað peninga fékk ég að gjöf. Ég hef ekki
lesið mikið í Biblíunni en stóru bækurnar hef ég
mikið gluggað í. Þetta voru ljósmyndabækur,
bækur um lífið á jörðu og náttúruna og svona.
Mér finnst fermingargjafirnar til krakka í dag
bara fínar. Þetta fer svo mikið eftir fjárhag fjöl-
skyldunnar. Mér finnst bara fallegt að einhver
ákveði að gefa manni gjöf á svona degi. Sumir
myndu kannski segja að krakkarnir fengju of
mikið, en ég veit ekki... ég er ekki beint búinn að
mynda mér mjög sterka skoðun á þessu.“
Frumsýningar og fermingar gera
mann fullorðnari
Spurður hvort honum hafi þótt hann fullorðn-
ast við ferminguna og hvort hann hafi til dæmis
byrjað að fara út að djamma eftir það, segist
hann hafa verið frekar rólegur.
„Ég byrjaði að drekka mikið seinna en flestir
á mínum aldri. Ég var alveg búinn að vera í ein-
hvern tíma í Menntaskólanum við Hamrahlíð
þegar ég byrjaði fyrst að drekka. Það er eitt-
hvað sem ég myndi mæla með fyrir krakka en
það er auðvitað mismunandi eftir fólki hvað
hentar þeim. Þetta hentaði mér vel. Það sem
mér fannst skipta mestu við þetta var að fara í
gegnum þetta ferli og vera svo mættur í „full-
orðinna manna tölu“ eins og það kallast. Þó get
ég ekki sagt að ég hafi strax upplifað mig sem
fullorðinn eftir fermingu. Það gerðist meira
þegar ég byrjaði í mennta-
skóla. Þá kom fullorð-
insorkan inn í daglega
lífið hjá mér. Svo
heldur það bara
áfram. Manni finnst
maður vera alltaf
fullorðnari eftir
svona athafnir, út-
skrift, fermingu,
frumsýningar og fleira.
Eftir frumsýningu er
maður búinn að klára eitt-
hvert stig og ganga í gegnum eitt-
hvert ferli. Svo fær maður að frumsýna þetta
ferli sem maður hefur verið að ganga í gegnum
með ákveðnu verki. Það er svona eins og punkt-
ur í kafla. Lokin á einhverju og upphafið á ein-
hverju nýju.“
Væri til í að eyða helgi með
fjölskyldunni í náttúrunnni
Spurður hvað hefði kannski getað gert ferm-
inguna hans að meiri manndómsvígslu kemur
Vilhelm með sæta og fallega hugmynd. „Ef
maður ætti að búa til góða öðruvísi manndóms-
vígslu þá væri það kannski að eyða helgi úti í
náttúrunni með fjölskyldunni, heyra reynslu-
sögur foreldra sinna, fara í langar göngur, elda
eitthvað gott og njóta saman,“ segir hann. En
hvernig er svo staðan á trúarhita leikarans, er
hann enn jafn trúaður og þegar hann fermdist?
Eftir andartaksumhugsun vitnar Vilhelm í at-
hafna- og listamanninn Leó Árnason sem kall-
aði sig Ljón norðursins. „Þegar Leó var spurð-
ur út í það hversu trúaður hann væri svaraði
hann: „Ég er reyndar löngu hættur að líta á
drottinn sem fasta stærð, ég held að sérhver líf-
vera sé lítill guð, við höfum öll neistann af guði í
okkur.“
„Við höfum öll neistann af Guði í okkur“
Hinn góðkunni sprelligosi, leikari og
leikstjóri Vilhelm Neto var kristinn
sem unglingur og hann var kátur
með að hafa fengið Biblíu og stórar
bækur í fermingargjöf þótt hann hafi
nú ekki lesið mikið í Biblíunni síðan.
Margrét Hugrún |
margret.hugrun@gmail.com
Vilhelm Neto ásamt föður
sínum á fermingardaginn.
Kormákur og Skjöldur sáu um
klæðnað fermingardrengsins.
„Manni finnst
maður vera alltaf
fullorðnari eftir
svona athafnir, út-
skrift, fermingu,
frumsýningar og
fleira.“