Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Kjóll kr. 11.990.- fleiri litir B erglind Hreiðarsdóttir hjá Gotteríi og ger- semum hefur sinnt verkefnum fyrir- tækisins og haldið úti bloggi frá árinu 2012. Í upphafi einungis í hjáverkum en nú síðustu tvö ár í fullu starfi. Þar sem hún tók stökkið og fylgdi hjarta sínu. „Ég bakaði fermingartertu og kransaköku fyrir Lukku. Þetta var ein af kórónuveirufermingunum sem áttu að fara fram um vorið, en var frestað og frestað. Fermingin fór svo fram með breyttu sniði á haust- mánuðum og heppnaðist svona einstaklega vel. Lukka er ein skemmtilegasta manneskja sem ég þekki svo ég ætla að aðstoða hana við veisluhöld að ei- lífu!“ Það má hringja í vin Berglind segir Lukku einstakan fagurkera og það verði allt að gulli sem hún snertir. „Lukka gerir oft grín að sér fyrir veislur því henni finnst alls ekki gaman að elda né baka og má ég til með að vitna í orðin sem hún skrifaði í bókina mína Saumaklúbbinn þar sem hún á nokkrar blaðsíður. Þar segir hún: „Ég elska það að hitta góða vini, spjalla og borða góðan mat. Gallinn er hins vegar sá að ég er alls ekki góður kokkur og enn síður bakari. En ég er nokkuð lagin við punt og pjátur og þar reyni ég frek- ar að láta ljós mitt skína.“ Þetta segir það sem segja þarf og afsannar klárlega þá kenningu að það þurfi að gera alla hluti sjálfur fyr- ir veislu til að hún verði glæsileg. Það má nefnilega hringja í vin, bakarí, veisluþjónustu eða hvað sem fólki dettur í hug. Ég er síðan svo heppin að fá að lauma mér í stöku veislur hjá vinafólki með myndavél- ina áður en gestir mæta, með leyfi að sjálfsögðu, til að geta deilt gleðinni með fylgjendum Gotterís.“ Berglind segir söguna á bak við kökurnar í veisl- unni skemmtilega. „Lukka var mjög snemma í skipulagi á þessari veislu. Litaþema var því klárt með góðum fyrirvara og fermingardrengurinn vildi súkkulaðiköku með Oreo- kremi í veisluna. Ég hafði því litina í huga og hannaði kökuna í rólegheitum og svo tókst svona ansi vel til. Kransakakan læddi sér hins vegar óvænt með þar sem ég var beðin að gera kransaköku fyrir fermingar- blað Morgunblaðsins í fyrra, sem var nokkrum vikum áður en Gunnar átti upphaflega að fermast og áður en kórónuveiran skall á af fullum þunga. Ég notaði því litaþemað hennar Lukku og skreytti kökuna með það í huga að hún gæti sett hana í frysti og nýtt hana í fermingunni. Ég sendi henni mynd og spurði hvort hún vildi kökuna. Hún dreif sig því inn í skúr og fórn- aði slatta af löxum úr kistunni til að koma henni vel fyrir, umvafinni í plast og ofan í plastkassa. Ég pass- aði mig að festa hana ekki á öllum stöðum svo hægt var að taka hana í sundur í þremur pörtum, raða í kassann svo það fór virkilega vel um hana. Síðan var auðvitað öllum fermingum aflýst og kakan fína beið og beið í kistunni, í marga mánuði! Þegar september rann upp og nýr fermingardagur var ákveðinn hugsaði ég hvort það væri nú ekki betra að gera bara nýja en við ákváðum að taka áhættuna. Í versta falli yrði eng- in kransakaka; enda veislan mun minni í sniðum en áður hafði verið ákveðið. En viti menn! Kakan var eins og ný og alveg hrikalega góð svo fólk getur sann- arlega gert kransaköku og fryst hana í marga mán- uði.“ Hvað finnst þér skipta mestu máli þegar kemur að fermingum? „Skipulag skiptir mestu máli að mínu mati. Að lista Ljósmyndir/Berglind Hreiðarsdóttir Kransakakan var í ár í frysti Berglind Hreiðarsdóttir, matarbloggari og matreiðslubókahöfundur, segir það hafa verið ánægjulegt að aðstoða Lukku Berglindi Brynjarsdóttur vinkonu sína með haustfermingu í fyrra. Vegna kórónuveirunnar þurfti að geyma kransakökuna í frysti lengi, sem skapaði óvissu sem þær vinkonur fundu út að var óþarfa áhyggjur. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Það varð hálfgert föndur að halda kransakökunni ferskri í eitt ár. Blóm, makkarónur og páskaegg voru notuð í skreytingar á fermingar- kökunni. 5 SJÁ SÍÐU 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.