Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Fermingartilboð
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
ÍSLENSK HÖNNUN
allt upp sem þarf að gera og raða því í tímaröð. Að
vinna sér í haginn eins og hægt er bæði varðandi
veitingar, skraut og allt þar á milli. Ég er mikil tékk-
listakona og elska að geta merkt við þá þætti sem
hafa verið kláraðir. Gott er að úthýsa því sem hægt
er því það þarf ekki að gera allt sjálfur og njóta
þannig dagsins betur. Í Veislubókinni minni er ein-
mitt að finna ítarlega gátlista um allt sem tengist
fermingum sem og fleiri veislum.“
Fjölskyldan tekur þátt í öllum verkefnum
Hvernig þjónustu býður þú upp á í Gotteríi og ger-
semum?
„Heimasíðan er matar- og ævintýrasíða og teygir
verkefni sín út um allt. Upphaflega byrjaði ég með
síðuna til að hafa vettvang fyrir köku-
skreytinga-námskeiðin mín, síðan hefur ýmislegt
breyst og er síðan nú alhliða uppskriftablogg, veislu-
blogg, ævintýrablogg, netverslun og fleira skemmti-
legt. Ég er alltaf að reyna að betrumbæta eitt og
annað og er síðan því í sífelldri þróun. Ég hef skrifað
tvær uppskriftabækur og tekið þátt í þeirri þriðju
með öðrum matarbloggurum og það eru klárlega
verkefni sem eru skemmtileg þrátt fyrir að þau séu
líka ansi krefjandi. Í fyrra ákvað ég til dæmis að læra
grafíska hönnun til þess að geta sjálf séð um hönnun
og umbrot á bókinni minni Saumaklúbburinn sem
kom út síðastliðið haust. Það má því segja að allt síð-
asta ár hafi ég lært eitthvað nýtt í hverri viku.“
Berglind segir fjölskyldu sína taka þátt í verk-
efnum hennar.
„Enda ekki annað hægt þar sem allt sem ég er að
gera á sér stað á heimilinu okkar.
Ég er að reyna hvað ég get að smita dætur mínar
af þessu öllu saman og sýnist mér vera að takast
ágætlega til. Þær eru í það minnsta alltaf tilbúnar að
elda, baka, hendast með mér á fjöll og út um allar
trissur sem og eiginmaðurinn. Síðan er afar gott að
hafa manninn minn í slagtogi með mér þar sem hann
er einstaklega rólegur og yfirvegaður og kippir mér
niður á jörðina þegar ég er komin á algjöran yf-
irsnúning.“
Ljósmyndir/Berglind Hreiðarsdóttir
Berglind Hreiðarsdóttir bjó
til fallega Oreo-naked cake
fermingarköku.
Kransakakan var ómót-
stæðileg þó hún hafi
staðið í eitt ár í frysti.
Berglind bakaði tvær kökur.
Eina sem samanstóð af 3x15
cm súkkulaðibotnum og
aðra úr 3 x 20 cm botnum.
„Í Veislubókinni minni er einmitt að finna ítarlega gátlista
um allt sem tengist fermingum sem og fleiri veislum.“