Morgunblaðið - 12.03.2021, Síða 38

Morgunblaðið - 12.03.2021, Síða 38
„IT Cosmetics er nýtt snyrtivörumerki á Íslandi þar sem áherslan er lögð á einfaldar vörur sem virka. Allar vörur frá merkinu hafa húð- bætandi eiginleika og henta öllum aldri og húðgerðum. Þú þarft ekki að vera sérfræðingur til að nota þessar vörur, þú þarft bara að vilja það besta fyrir þína húð,“ segir Ástrós. Hún segir að CC+ kremið sé mikill kraftaverkafarði. „Kremið gefur miðlungsþekju, jafnar yfirborð húðar, fyllir húð- ina raka og næringu og verndar. Það sem er þægilegt við þennan farða er að það má auðveldlega fá létta og náttúrulega þekju eða mikla þekju og lýtalausa áferð. Fyrir enn meiri þekju á vanda- málasvæðum, til dæmis á augn- svæði, kinnum eða í kringum nef, er Bye Bye Under eye-hyljarinn tilvalinn. Þétt, vatnsheld og nær- andi formúlan strokar út þreytu- merki og litaflekki í húð með ein- um litlum dropa! Lokaskrefið hjá mörgum í förðun húðar er Bye Bye Pores-púður sem bæði gefur förðuninni betri endingu og jafnar áferð húðar. Púðrið er steinefnalaust og inniheldur ekta silki, það hentar því öllum húð- gerðum, jafnvel þeim allra þurr- ustu,“ segir Ástrós. Hún mælir með því að nota mjúkan augnblýant og endingargóðan maskara til að skerpa á augnsvæðinu. „Mér finnst einfalt og þægi- legt að draga breiða línu með Superhero- blýantinum og nota svo þéttan augnskuggabursta til að blanda formúluna upp á augnlokið, þá er kominn mildur augnskuggi sem endist allan daginn! Super- hero-maskarinn toppar augnförðunina með því að þykkja, lengja, næra og bretta. Að lokum er gott að bæta lit og skerpu í augabrúnirnar, Brow Power er eins þægilegur og augabrúnablýantar ger- ast, þeim mun fastari strok- ur sem þú notar, þeim mun dekkri verður liturinn.“ Skotheld og einföld förðun fyrir fermingarbarnið og móður: CC+ SPF 50 krem: góð þekja og ending, næring, raki og vörn. Bye Bye Under Eye-hyljari: strokar út þreytumerki og litamisfellur í húð. Bye Bye Pores-púður: gefur förðun betri end- ingu og jafnar áferð húðar. Superhero-maskari: þykkir, lengir, nærir og brettir. Brow Power-augabrúnablýantur: rammar inn, fyllir upp í og nærir augabrúnir. Fermingarmóðirin þarf að vera í essinu sínu á fermingardegi barnanna. Ein leið til þess að líða sem allra best er að vera vel förðuð. Ástrós Sigurðardóttir förðunarmeistari segir að IT Cosmetics sé tilvalið fyrir þær mæður og auðvitað líka dætur og ömmur sem vilja líta vel út á hátíðarstundu. MartaMaría | mm@mbl.is Maskarinn frá IT Cos- metics þykkir og lengir augnhárin. Hér sést áferðin á húðinni fyrir og eftir. Eins og sjá má er mikill munur á áferð húðarinnar en CC+ kremið er þekjandi og auðvelt í notkun. Falleg húðáferð á fermingardaginn Þú þarft ekki að vera sérfræðingur til að geta borið hyljarann og CC+ kremið á andlitið. Það skiptir hins vegar máli að vera með góðan bursta til að fá fallega áferð. 38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 Öll fjölskyldan klæddi sig í stíl Bryndís fann föt á alla á einum degi og segir að það hafi gengið eins og í sögu. „Thelma vildi hvítan kjól og fundum við kjól fyrir hana snemma veturs sem var helst til stór á hana þá en passaði mjög vel þegar loksins kom að fermingunni. Litlu munaði að Arnar stækkaði upp úr sínum fötum en þetta rétt slapp þó að buxurnar hafi verið helst til of stuttar. Fötin sem við hjónin vorum í eru föt sem við höfum átt lengi og eru einföld, tímalaus og í miklu uppáhaldi hjá okkur. Uppáhaldslitir mínir eru mjúkir jarðlitir, hvítur, blár, brúnn og bleikir tónar sem áttu vel við í vorfermingu og ekki síður á fallegum síðsumardegi í byrjun september.“ Hvaða máli skiptir að eiga fallegar fermingarmyndir frá deginum sjálfum? „Myndir eru minningar sem eru svo dýrmætar. Við tókum mikið af myndum úti í garði heima hjá okkur á fermingardaginn sjálfan en sjálf fermingarmyndatakan var svo tveimur vikum síðar hjá Huldu Margréti ljós- myndara sem aðstoðaði okkur með mjög stuttum fyrir- vara þar sem Gunnar fékk óvænt verkefni erlendis og áttum við yndislegan tíma í stúdíói hjá Huldu Margréti. Þar sem fyrirvarinn var mjög stuttur náðum við lítið að plana myndatökuna fyrirfram og settum við þetta allt í hennar hendur. Hún skapaði dásamlegar fjölskylduminningar og get- um við ekki beðið eftir næstu myndatöku við fermingu Eydísar. Eftir á að hyggja þá er myndatakan ekki síður mikilvæg en fermingardagurinn sjálfur. Ég mæli með að slá af kröfum fyrir ferminguna þegar kemur að öðrum kostnaðarliðum og fá fagljósmyndara til að fanga og inn- sigla þennan stóra dag í lífi barnanna okkar.“ Veislan haldin úti í garði Bryndís segir að vegna kórónuveirunnar hafi einungis þeirra allra nánustu mætt í veisluna. „Við buðum nánustu fjölskyldumeðlimum okkar og komu í kringum tuttugu til þrjátíu gestir að fagna ferm- ingunni okkar. Við vorum búin að upplýsa alla að við hefðum frestað veislunni en ákváðum að lokum að aflýsa henni og héld- um lítið fallegt boð sem heppnaðist vonum framar og fermingarbarnið var í sjöunda himni og hefði ekki viljað hafa daginn sinn neitt öðruvísi. Gunnar sá um að grilla ofan í gestina og buðum við upp á kalkúnabringur að ósk Thelmu ásamt íslensku lamba- kjöti með nóg af fersku og hollu meðlæti. Thelma bakaði og skreytti svo fallega súkkulaðiköku með vanillukremi. Í sameiningu bökuðum við svo marengstertu sem er fastur liður í öllum fjölskylduboðum hjá okkur. Við buðum einn- ig upp á kransaköku sem ég lærði að gera á kransaköku- námskeiði veturinn áður. Námskeiðið var bæði fræðandi og skemmtilegt. Kakan var ekki bara góð heldur líka hátíðleg og falleg borð- skreyting sem erfitt er að standast. Hún var ætluð tölu- vert fleiri gestum þegar hún var upphaflega bökuð og verður afgangur hennar notaður við eitthvert frábært tækifæri.“ Minningarnar skipta mestu máli Hún segir andrúmsloftið í kirkjunni hafa verið afslapp- að. „Það var búið að skipuleggja þetta allt svo vel fyrir fram. Hver fjölskylda fékk ákveðinn fjölda sæta í kirkj- unni og voru mjög skýrar leiðbeiningar hvorum megin í kirkjunni hvar fjölskylda sæti. Vegna veirunnar fengum við ekki að fara með fermingarbörnunum í rýmið þar sem þau klæddust kyrtlunum. Veðrið var dásamlegt svo hægt var að fara út með öll fermingarbörnin eftir athöfnina og fengum við þann tíma og næði sem við vildum til að taka myndir og fagna áfanganum með fjölskyldu sem gerði þetta svo einstakt. Thelma stóð sig eins og hetja þegar hún gekk til altaris en ekki var í boði fyrir foreldra að fylgja fermingarbörnum til altaris.“ Bryndís segir mikilvægt að leyfa fermingarbarninu að ráða för ef það vill og það sé í lagi að brjóta hefðir. „Stress, kvíði og of miklar væntingar er ekki góð upp- skrift að farsælum fermingardegi. Látlausar veislur þar sem einlægni og hjartað ræður för eru bæði hagkvæmar og skynsamlegar, sem er góð blanda og ávísun á ómetan- legar minningar. Ég mæli með að bóka tímanlega ef planið er að fara í förðun og greiðslu. Við fengum ekki tíma í greiðslu um haustið en redduðum okkur bara sjálf. Við ákváðum að nýta sálmabók sem móðirin fermdist með á sínum tíma og létum setja nýja fermingardaginn inn í bókina og munu öll börnin fermast með sömu bókina sem gerir hana einstaka að okkar mati. Svo mæli ég alltaf með því að halda í gleðina þó allir hlutir gangi ekki fullkomlega upp. Þannig verða góðar sögur til.“ Thelma ásamt Eydísi og Arnari á fermingardaginn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.