Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 46

Morgunblaðið - 12.03.2021, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 A rna Guðlaug rekur sitt eigið fyrirtæki og er því í góðri æfingu í að gera kökur. Í fyrra fermdu hún og Ólafur Aðalsteinsson maður hennar; dótturina Önnu Guðlaugu Ólafs- dóttur. Arna Guðlaug segir kórónuveiruna hafa mikil áhrif á viðskiptin hjá sér, en að þau hafi getað haldið litla sæta fermingarveislu í fyrra. „Fermingin átti upphaflega að vera um miðjan apríl. En henni var frestað tvisvar vegna kórónuveirunnar. Að lokum ákváðum við að ferma þann 23. ágúst þrátt fyrir að geta ekki haldið stóra veislu á þeim tíma. Við héldum mjög litla veislu heima þann dag fyr- ir okkar allra nánustu og vorum svo heppin að það var æðislegt veður þannig að veislan end- aði sem garðveisla. Séra Hjörtur Magni fermdi í Fríkirkjunni. Aðalveislan er enn eftir og ætlum við að hafa hana í maí á þessu ári.“ Ánægð með fötin sem pössuðu Arna Guðlaug segir fermingardaginn hafa verið afslappaðan. Enda var veislan lítil og fermingin klukkan tvö að degi til. „Við höfðum því nægan tíma og var lítið sem ekkert stress sem fylgdi deginum. Heiða vinkona mín, sem er bæði förðunarfræð- ingur og hárgreiðslumeistari kom til okkar um morg- uninn og farðaði og greiddi Önnu. Fermingardagurinn var að öllu leyti alveg yndislegur. Við vorum mjög glað- ar þegar kjóllinn sem hafði verið keyptur í upphafi árs passaði enn þá en við höfðum heyrt um marga sem höfðu stækkað upp úr fermingardressinu sínu. Ég keypti falleg blóm í hárið í Garðheimum. Ég vissi ekki „Aðalveislan er enn eftir“ Arna Guðlaug Einarsdóttir kökuskreytingameistari þurfti að fresta fermingu dóttur sinnar tvisvar og var því mjög glöð yfir að fermingarfötin hefðu passað þegar fermingin var loks haldin í ágúst. Hún ætlar að halda stóra flotta veislu í maí á þessu ári ef ástandið leyfir það. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Arna Guðlaug gerði fallegar kökur á fermingardaginn. Lifandi blóm eru vinsæl á ferm- ingarkökuna. Ólafur og Arna Guð- laug með fermingar- barninu Önnu Guð- laugu Ólafsdóttur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.