Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.03.2021, Blaðsíða 52
H elena Björk Jónasdóttir íþrótta- fræðingur, móðir hans, segir margt hafa gerst á síðasta ári hjá fjölskyldunni, en árið hafi farið betur en margir hefðu þorað að vona. Aðspurð hvaðan sonur hennar hafi hæfi- leikana segist hún óviss um það. „Logi æfir í Listdansskóla Íslands og er að taka sjöunda stig í dansinum um þessar mundir. Hann hefur æft ballett frá níu ára aldri og alltaf haft mikinn metnað þegar kemur að dansinum. Logi æfir mikið bæði hér heima og á æfingum og virðist hafa einstakan hæfi- leika á þessu sviði. Honum var boðið að koma í Parísaróperuna og að keppa á heims- meistaramótinu á Ítalíu í kjölfarið síðasta sumar, en vegna veirunnar varð það ekki að veruleika.“ Fjölskyldufaðirinn lenti í slysi ,,Við Guðmundur Sævarsson eigum þrjú börn saman, þau Emblu sautján ára, Loga fjórtán ára og Brynju tíu ára. Fjölskyldan upplifði meiri áskorun en margir aðrir í fyrra þegar Guðmundur lenti í alvar- legu bíl- slysi. ,,Bílslysið var í febrúar í fyrra þegar Guðmundur lenti í því að fá vörubíl inn í hliðina á sínum bíl. Hann fékk höf- uðáverka og brotnaði á mörgum stöðum á lík- amanum. Ég held að bæði hafi Guðmundur verið hepp- inn að lifa slysið af og svo hafi það líka haft sitt að segja að við erum mikil íþrótta- fjölskylda, svo eftir nokkurra mánaða endurhæfingu þá var hann orðinn mun betri fyrir fermingu Loga en við þorðum að vona.“ Gestirnir sátu þar til veitingarnar kláruðust Helena segir ferminguna í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hafa verið einstaklega skemmti- lega á sjómannadaginn í fyrra. „Fermingin var akkúrat á þeim tíma þeg- ar létt var á fjöldatakmörkum og fólk fékk að bjóða allt að 200 manns í veisluna. Það var allt svo gleðilegt á fermingardag- inn. Fólkið okkar mætti, allir sem einn. Það voru sex börn sem fermdust þennan dag svo hvert og eitt þeirra fékk að njóta sín vel í kirkjunni. Það var eitthvað svo jákvætt og fallegt við athöfnina. Kannski var það presturinn, kannski við, mannfólkið, því það var að losna um kórónuveiruhöftin á þessum tíma. En hvert og eitt barnanna fékk svo mikla at- hygli og presturinn talaði alveg á einstakan hátt til þeirra.“ Helena segir að presturinn hafi talað um að stundum væri lífið eins og brekka og að fólkið í kirkjunni sem mætti með fermingarbörnunum væri fólkið sem færi upp brekkuna með barninu. „Við héldum veisluna í safn- aðarheimilinu í Víðistaðakirkju og fannst mér salurinn alveg ein- staklega fallegur. Verkin hans Balta voru uppi á veggjum, kök- urnar og íslensku fánarnir gerðu daginn einstakan. Það mættu 120 manns í veisluna; í raun og veru allir á boðslistanum okkar. Gestirnir sátu lengi í veislunni og spjölluðu. Í raun og veru þangað til að allar veitingarnar kláruðust.“ Dansinn gefur mikinn aga Helena segir Loga stundum kallaðan Fred Astaire, hann hafi verið mjög fjör- ugur þegar hann var lítill strákur en það hafi elst vel af honum. „Dansinn gefur svo mikinn aga. Logi er sjálfstæður og tekur strætó á æfingar sem hann mætir á og gerir sitt besta. Við gáfum hon- um risastórt ballettverk sem blasti við gest- unum þeg- ar þeir komu í veisl- una.“ Helena er á því að ferm- ingin sé einstök og að allir þeir sem eru að ferma á þessu ári ættu að reyna að njóta þess. „Ég mæli með því að veislunnar sé notið líka og að gefinn sé tími til að tala við fólkið í veislunni. Ekki að tapa sér í smáatriðunum held- ur njóta þess að taka þátt. Við fjölskyldan erum mjög samrýmd og að- stoðum hvert annað þegar eitthvað mikil- vægt er að gerast í líf- inu. Þannig að allir leggja hönd á plóg- inn fyrir stóra við- burði. Síðan elskum við að vera fimm sam- an, litla fjöl- skyldan, þar sem við förum upp á fjöll og í alls konar ferða- lög. Það gefur líf- inu gildi.“ Logi Sævarsson fermdist á sjómannadaginn í fyrra. Helena Björk, móðir hans, segir ferminguna hafa verið einstaka, sér í lagi þar sem öll fjölskyldan var saman komin að fagna með syninum. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Dansinn er stóra áhugamál Loga. Helena Björk og Guðmundur ásamt börnunum Loga, Emblu og Brynju. Myndin var tekin þegar Logi fermdist. Ljósmyndir/Sirrý Klemenzdóttir Fer dansandi í gegnum lífið Logi og fjölskylda náðu að halda stóra veislu á fermingardag- inn hans. 52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.