Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 65

Morgunblaðið - 12.03.2021, Side 65
FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021 MORGUNBLAÐIÐ 65 Eigulegar fermingargjafir á frábæru verði hádegisverð fyrir fjölskylduna en við erum ekki að gera of mikið úr þessu því núna er svo stutt í ferminguna sjálfa. Ég á erfitt með að segja hvort trúin eigi eftir að skipa stóran sess í mínu lífi eða ekki, ég er að læra margt nýtt núna og ég á sjálfsagt eftir að melta margt og sumt kannski á annan veg en ég get ímyndað mér í dag. Það er svakalega mikið að gera hjá mér alla daga, fyrir utan skól- ann og vinina er ég í sjúkraþjálf- un, iðjuþjálfun, sæki leiklist- arnámskeið og mæti í félagsmiðstöðina á Bungu- brekku í Hveragerði og KFUM-fundi í kirkjunni. Auk þess hef ég mikið að gera heima að hjálpa pabba með yngri systkinin og margt í heimilishaldinu en pabbi kallar mig fram- kvæmdastjóra fjölskyldunnar, því hef mikla þörf fyrir að skipuleggja og gera áætlanir. Heima finnst mér frábært að baka, elda létta rétti fyrir mig og systkini mín ef pabbi er ekki heima og svo er nátt- úrulega heilmikill tími sem fer í símann og tölvuna auk þess sem við fjölskyldan reynum að horfa saman á sjónvarp stutta stund hvert kvöld.“ Ásta er þroskuð miðað við aldur. „Ég hef alist upp í tveimur löndum, á mörg systkini og axla oft mikla ábyrgð heima og því finn ég mig oft í þeim aðstæðum að þurfa að taka eig- in ákvarðanir og fara eigin leið- ir á eigin forsendum og mér finnst það ekkert mikið mál. Ég fæddist með heilalömun sem gerir það að verkum að ég er í stanslausri sjúkraþjálfun og eftirliti svo ég haldi góðri líkamlegri færni. Það og bakgrunnur minn hafa vonandi stutt mig í að vera sjálfstæð og dá- lítið sterk.“ Verður í fallegum kjól frá Gallerí 17 Það sem Ástu langar er að fermingarveislan verði skemmtileg. „Fermingarveislan verður stuð, pabbi, systir mín og ég ætlum að gera mest af matnum og svo fáum við kannski hjálp frá ein- hverjum frændum og frænkum. Veislan verður haldin á hóteli föð- ursystur minnar sem heitir Hjarðarból og er hér í Ölfusinu. Við verðum með fullt af rjóma, eitthvað af mæjónesi, kransaköku og svo einnig einhver salöt og asíska rétti. Snemma um morguninn fer ég í hár- greiðslu og svo segist pabbi ætla að farða mig en vonandi fæst einhver annar í það. Á milli fermingarinnar og veislunnar ætlum við að láta taka myndir af mér og einnig af allri fjölskyldunni. Ég keypti geggjaðan ferming- arkjól í Gallerí 17.“ Ásta hefur sterka sýn þegar kemur að framtíðinni. „Í framtíðinni stefni ég að því að læra talmeinafræði eða sálfræði. Lengi vel ætlaði ég þó að verða myndlistar- maður.“Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Viktor tekur virk- an þátt í lífi Ástu. Ljósmynd/Saga Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.