Morgunblaðið - 12.03.2021, Síða 76
76 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARS 2021
L
ára Margrét Traustadóttir
hefur alltaf haft brennandi
áhuga á öllu sem viðkemur
skreytingum. Hvort sem
það er fyrir veislur eða á
heimilinu.
„Ég býð upp á mikið úrval af
leiguvörum fyrir fermingar og má
þar nefna nammibari, makkarónu-
standa, súpupotta, blómavasa,
kertastjaka, blóm og margt fleira.
Einnig tek ég að mér að skreyta fyr-
ir fermingar og önnur tilefni.“
Lára Margrét ákvað að fara út í
þessa þjónustu þar sem hún hefur
mikinn áhuga á skreytingum.
„Ég var búin að vera að gera þetta
fyrir vini og vandamenn í mörg ár
áður en ég tók þessa ákvörðun.
Hugsunin með leigunni er sú að það
sé hægt að fá leigða hluti í stað þess
að þurfa að kaupa allt.“
Umhverfisvænt að leigja hlutina
Hún segir óþarfi að geyma hluti í
geymslum sem sjaldan eru notaðir.
„Það er mun umhverfisvænna að
leigja hluti og skila aftur heldur en
að kaupa allt nýtt.
Hugsunin var líka að reyna að
létta eins mikið á fólki sem er að fara
að halda veislur því eins og margir
vita þá er fullt af fólki sem miklar
þetta fyrir sér og þá getur verið gott
að fá einhvern til að hjálpa sér.
Ég er frekar mikil veislukona og
finnst mjög gaman að halda veislur á
einfaldan, fallegan og þægilegan
hátt. Mér finnst mjög gaman að fá
að vera með puttana í veisluhöldum
hjá fólkinu í kringum mig, fjölskyldu
og vinum.“
Láru Margréti finnst
mikilvægt við fermingar að leyfa
fermingarbarninu að taka eins mik-
inn þátt og hægt er.
„Að leyfa fermingarbarninu að
ákveða hvaða veitingar verða og
hvaða litaþema og skreytingar það
vill. Að sjálfsögðu allt innan skyn-
samlegra marka. Það er mikilvægt
að mikla þetta ekki of mikið fyrir sér
og njóta veislunnar. Það eru allt of
margir sem ætla sér um of og eru
svo alveg sprungnir þegar kemur að
deginum sjálfum og ná ekki að njóta
hans.“
Skreytingar gera
mikið fyrir veisluna
Hún segir skemmtilegt að velja
matinn í samræmi við litaþemað.
„Svo þarf oft ekki nema smá blóm
eða seríur til að setja punktinn yfir i-
ið.“
Lára Margrét segir markmiðið
með þjónustu hennar vera að auð-
velda hlutina fyrir fólki sem er að
fara að halda veislur.
„Ég byrja alltaf á því að hitta við-
komandi og fara yfir hvaða óskir þau
eru með og hvernig þau vilja hafa
veisluna. Síðan mæti ég á staðinn
með mitt fólk skreyti og kem svo aft-
ur og tek allt mitt dót saman. Ég er
sérlega heppin með aðstoðarfólkið
mitt að þetta gengur alltaf eins og
vel smurð vél. Allt sem fólk fær leigt
hjá mér þríf ég sjálf, þannig er eng-
inn óþarfa frágangur áður en skilað
er til baka. Ég passa líka alltaf að af-
henda leiguvörurnar frá mér á mið-
vikudegi fyrir helgina og svo er þeim
skilað eftir helgi. Mitt mottó er:
Ekkert óþarfa stress, því það á að
vera gaman að halda veislur.“
„Það á að vera gaman að halda veislur“
Lára Margrét Traustadóttir, eigandi Skreytinga-þjónustunnar, segir stress óþarfa, enda eigi að vera gaman að halda
veislur. Hún auðveldar fermingarforeldrum lífið með því að lána margt af því sem til þarf fyrir góða veislu.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hún mælir með því að fólk hafi litaþema í skrauti og veitingum.Lára Margrét segir umhverfisvænt að leigja hluti fyrir veisluna.
Lára Margrét segir að það
eigi að vera gaman að vera
með veislu.
FERMING FRAMUNDAN?
Faxafeni 11, 108 Reykjavík S: 534-0534
www.partybudin.is
Sjá nánar á booth.is
myndabas!
Partýbúðin hefur tekið við rekstri
tækjaleigunnar booth.is þar sem
leigja má allskyns græjur fyrir partýið!